Manchester United byrjaði þennan leik frekar vel. Michael Carrick stjórnaði spilinu eins og herforingi og Marcus Rashford var hörkuduglegur. Liðið hélt boltanum vel en heimamenn í Anderlecht lágu tilbaka og beittu nokkrum skyndisóknum. Flæðið í spilinu var mjög gott sem er oft hliðarverkun af því að hafa ekki Marouane Fellaini í byrjunarliðinu. Vörnin var flott en Eric Bailly og Marcos Rojo eru klárlega okkar besta miðvarðarpar. Antonio Valencia hélt uppteknum hætti og var með ágætar fyrirgjafir inn í teiginn. United komst yfir á 37. mínútu þegar Henrikh Mkhitaryan fylgdi eftir föstu skoti frá Rashford sem markvörður Anderlecht gerði ágætlega í að verja. Staðan í hálfleik var því 0:1 fyrir Manchester United.
Seinni hálfleikurinn var langt frá því boðlegur hjá okkur mönnum. Liðið virkaði einstaklega kærulaust og fengu leikmenn Anderlecht mörg sóknartækifæri því United klúðraði fá sér boltanum trekk í trekk. Allt stefndi í að Anderlecht myndi hreinlega jafna leikinn. En þegar líða fór á hálfleikinn þyngdist sóknarleikur United aðeins og átti augljóslega að styrkja stöðuna fyrir seinni leikinn. Paul Pogba komst í gott færi sem var varið af markverði Anderlecht en Frakkinn hefði mátt gera betur. En erfiðleikar þessa liðs okkar til að klára leiki beit þá í rassinn þegar Anderlecht jafnaði leikinn á 86. mínútu og eru allt í einu í bullandi sjens fyrir leikinn á Old Trafford. Virkilega slæmt mark að fá á sig en miðverðir United voru hvergi sjáanlegir. Manchester United reyndi að bæta við marki á lokamínútunum en allt kom fyrir ekki og 1:1 jafntefli staðreynd.
José Mourinho gerði þrjár skiptingar í seinni hálfleiknum en Anthony Martial leysti Jesse Lingard af hólmi á 63. mínútu og var hans framlag ekki eftirminnilegt. Fellaini kom inn fyrir Rashford á 75. mínútu og átti eitt fast skot á mark Anderlecht sem markvörður þeirra varði vel. Timothy Fosu-Mensah leysti Henrikh Mkhitaryan af í uppbótartíma og nældi sér í gult spjald eftir frekar skrautlega tæklingu.
Maður leiksins var Antonio Valencia sem átti góðan leik í kvöld.
Liðið í kvöld
Bekkur: De Gea, Martial (Lingard), Blind, Herrera, Shaw, Fosu-Mensah (Mkhitaryan), Fellaini (Rashford).
Jói says
setja einhvern í það að dæla mikjuni úr hausnum á Mora strax.
Bjarni says
Jæja þannig fór um sjóferð þá. Áttum það fyllilega skilið að fá á okkur mark á þennan hátt. Liðið spilaði ekki vel, lélegar sendingar, dýrustu menn slakir og enginn hreyfing án boltans, alls engin. Ef menn voru að hvíla sig og spara kraftana fyrir næsta leik þá fá menn það oft í bakið og því ekki hægt að vorkenna þeim. Eigum samt að vinna á heimavelli en það þarf þá að mæta til leiks. Svona spilamennska er óþolandi.
Sindri says
Innkoma varamannanna til háborinnar skammar. Fellaini átti að elta manninn í markinu og hægri bakvörður Anderlecht virðist hafa ættleitt Martial.. var allavega með fullkomna stjórn á honum.
Pogba var góður og það er innan við korter í að hann taki yfir Premier League.
Lifi Þróttur!
DMS says
Dominating but not taking chances…
Same old story.
Cantona no 7 says
Góður leikur hjá okkar mönnum og úrslit ekki sanngjörn.
Skyldusigur á móti þeim heima.
G G M U
Silli says
Ég því miður sá ekki leikinn (bara highlits núna rétt áðan).
Fín úrslit á útivelli á móti liði sem er ákaflega sterkt heima fyrir.
1-1 er svo miklu betra fyrir „okkur“ en 0-0.
3-0 á OT :-)
Silli says
highlights… afsakið.
Karl Garðars says
Þetta er ekki hægt! Það er í besta falli hægt að kalla þetta andlaust, snubbótt og kæruleysislegt en í raun er þetta algjörlega óafsakanlegt með öllu. Menn verða að taka svona hluti alvarlega og vanda sig þegar mætt er á stóra sviðið og skrifaðar athugasemdir hérna inni. Ég vona að þetta komi ekki fyrir aftur Silli….😂😂😂
En að leiknum þá var þetta mjög verðskuldað högg á pansarann en ég treysti þeim algjörlega til að klára seinni leikinn með stæl.
Ég velti aftur fyrir mér afleiðingunum og ég er skíthræddur um að mórallinn og sjálfstraustið bíði skaða á svona ítrekuðum úrslitum. Nema mönnum sé alveg slétt sama og þá erum við í ennþá verri málum.
Ef við lörfumst í gegnum þessa leiktíð og komumst í meistaradeild þá verð ég hoppandi glaður. En ég persónulega ætla ekki að dæma Móra fyrr en eftir næstu leiktíð.
Góðar stundir og fyrirgefðu stríðnina Silli :)
Audunn says
Leikur liðsins hrundi endanlega þegar Fellaini kom inná, ekki hægt að hafa þetta skoffín í þessi liði lengur.
silli says
@Karl Garðars:
Ég er búinn að slíta af mér 2 neglur, mér til refsingar.
Þetta gerist alveg örugglega ekki aftur.
:D
Hjöri says
En hvernig er með þetta lið, eru engvir almennilegir skotmenn í því? Eða er þeim bannað að skjóta utan teigs? Það var nefnilega í leiknum að þeir reyndu alltaf að bora boltanum inn í teig, sem mislukkaðist ansi oft vegna of fastra sendinga, en aftur á móti voru þeir oft á tíðum í skotfæri utan teigs en boruðu boltanum frekar inn í teig, en að láta vaða á markið.