Það hefur lengið í loftinu frá því snemma í haust að Chelsea væru tilvonandi Englandsmeistarar. Manchester City byrjaði vel og Chelsea tapaði fyrir Liverpool og Arsenal en hóf svo eigin sigurgöngu og hefur bara tapað tvisvar í deild síðan. Þeir eru með átta stiga forskot á Tottenham í öðru sætinu og þurfa að brotna ansi illilega til að missa af titlinum. United fór á Stamford Bridge í október og tapaði illilega 0-4 og það er vonandi að það gerist ekki aftur.
En staðan er sú í deildinni að töpuð stig þýða að möguleikinn á fjórða sætinu er úti. Hann er reyndar fjarlægur núna, en það er vegna leikjálags annars vegar og erfiðra mótherja hins vegar. Það virðist nokkuð ljóst að José Mourinho sé að mestu búinn að afskrifa hann og ætli að leggja allt kapp á Evrópudeildina sem leðina að Meistaradeildinni. Það verður því fróðlegt að sjá hvernig liðið verður á morgun og hvort einhverjir verða hvíldir til að hafa þá í toppstandi fyrir Anderlecht leikinn á fimmtudaginn.
Lið Chelsea hefur verið mjög stöðugt í vetur. Eitt af lykilatriðunum í velgengni þeirra er hversu vel þeim hefur gengið eftir breytinguna í 3-4-2-1 kerfið sem var rétt nýtilkomið þegar þeir flengdu United. Cahill, Luiz og Azpilicueta eru traustir í vörninni og Victor Moses og Marcos Alonso lykilmenn á köntunum. Svo eru þeir Eden Hazard og N’golo Kante báðir í efstu sex sætunum yfir leikmann ársins kosinn af leikmönnum. Það verður bara að segjast eins og er að það er hægt að öfunda þá aðeins af þessum mannskap. En kannske frekar af því hversu vel þessir leikmenn skila sínu í leikkerfi sem virkar.
Liðið verður svona hjá þeim á morgun
Lið United? Byrjum á spá minni
Hópurinn er hreinlega ekki það djúpur að það verði mikið um hræringar. Herrera kemur inn og án efa Fellaini. Young í bakverði er út í loftið, ætli það verði ekki Darmian aftur? Ég vona að De Gea komi í markið, umræðan um það hvort hann sé eitthvað að missa fókus er leiðinleg og þó að Romero hafi staðið sig mjög vel þá er De Gea samt betri á örlagastundu.
Það er svolítið erfitt að fara inn í þennan leik með mikla bjartsýni. Vandamálin sem hafa verið til staðar undanfarið sýndu sig á fimmtudaginn, sókn United er fáránlega ómarkviss, skiptingarnar eru alltaf frekar einkennilegar og vörnin er ekki eins traust og við getum ætlast til.
Það kæmi auðvitað engum á óvart tíunda jafntefli United á heimavelli yrði að veruleika. Chelsea yrðu ekkert óánægðir með það en hljóta samt að vonast eftir sigri, United á hinn bóginn verður að vinna sem fyrr segir til að halda fjórða sætisvoninni á lífi. Hvernig sá sigur yrði veit ég ekki en ólíklegt er úr því sem komið er að hann verði á blússandi sóknarbolta.
Leikurinn hefst kl 15:00 á morgun, páskadag.
Óli says
Skil ekki í þeim sem hér skrifa þetta endalausa tal um „fjarlægan möguleika á fjórða sætinu“. Við höfum tapað færri stigum en Arsenal, jafnmörgum stigum og Liverpool og einu færra en City. Jafnvel þó við töpum 10-0 í dag þá er góður séns á fjórða sætinu. Liverpool á eftir að tapa slatta af stigum.
einar__ says
Hugsa þetta verði solid 1-1 jafntefli. Taplausa run’ið heldur áfram og allir glaðir.
gudmundurhelgi says
Öruggur sigur okkar manna í dag, Chelsea hefur ekki heillað mig í vetur en við sjáum hvað setur.
Cantona no 7 says
Flottur sigur og sigur lidsheiladar.
Lidid verdur ad spila svona ut timabilid.
G G M U
DMS says
Flottur sigur og taktíkin hjá Móra gekk alveg upp. Herrera breyttist í skuggann hans Hazard og Darmian gaf Pedro hinum megin engan tíma á boltanum. Rashford og Lingard létu miðverðina hjá Chelsea hafa fyrir hlutunum og í raun gekk allt upp. De Gea þurfti aldrei að rífa nein töfrabrögð upp úr rassvasanum og vörnin var solid. Það virtust í raun allir leikmenn peppaðir í verkefnið og manni hefur oft fundist það vanta í vetur.