Manchester United var heldur betur refsað grimmilega fyrir að ná ekki að klára Anderlecht í venjulegum leiktíma því bæði Marcos Rojo og Zlatan Ibrahimovic fóru meiddir af velli. Meiðsli Rojo virtist ekki jafn slæm og hjá Zlatan en nú hefur verið staðfest að báðir slitu þeir krossbönd í hné og ólíklegt að þeir komi meira við sögu á árinu 2017. Svo er hreinlega spurning hvort Zlatan hefur leikið sinn síðasta leik fyrir United því samningurinn hans rennur út í sumar og hann verður a.m.k. frá þangað til í janúar og því erfitt að réttlæta háan launakostnaðinn.
Þessi meiðsli hljóta að þýða að kaup á framherja og miðverði verði sett á oddinn í sumar og hafa margir leikmenn verið þrálátt orðaðir við United. Líkurnar á að Antoine Griezmann verði keyptur til liðsins hafa líklega stóraukist síðustu tvo sólarhringa. Svo er búist við því að Michael Keane verði keyptur aftur til United eftir góða frammistöðu með Burnley í vetur. Eins og með margt annað er hægt að setja spurningarmerki við ákvörðun Louis van Gaal að selja hann framyfir leikmenn eins og Paddy McNair og Tyler Blackett á sínum tíma.
Heimamenn í Burnley eru í fallbaráttu en virðist líklegir með að halda sæti sínu á meðan lið eins og Sunderland og Middlesbrough halda áfram í ruglinu. Þriðja liðið sem fellur verður annað hvort Swansea eða Hull en þau unnu reyndar bæði leiki sína í dag og stefnir í æsispennandi baráttu hinum megin í töflunni. Af þeim leikmönnum sem eru á meiðslalistanum eru þeir Kevin Long og Dean Marney örugglega frá í leiknum á morgun en smá möguleiki er á að félagarnir Jóhann Berg Guðmundsson, Sam Vokes og Scott Arfield verði í hópnum.
Hvernig verður byrjunarliðið hjá Manchester United í þessum leik? Oft hefur verið auðveldara að spá því en svona væri ég til í að sjá liðið á morgun
Leikurinn hefst kl. 13:15
Heiðar says
Spurning hvað 120 mínútur fyrir 3 dögum munu sitja mikið í liðinu. Eflaust umtalsvert. Vona að Móri róteri eins og hægt er. Herrera og Martial koma pottþétt inn. Væri mjög gaman að sjá Tuanzebe detta inn og hvað þarf til að Fosu-Mensah fái meira en 2 mínútur??
Svo er það Rooney…….
Spái því að við sigrumst á mótlætinu og tökum þetta 0-2.
Ási says
Vonandi byrjar Mkhitaryan, einn af okkar bestu leikmönnum.
Audunn says
Það er mikið ritað og rætt um hvaða stóru nöfn United ætli sé að fá í sumar, held að það sé ekki timabært á þessu stigi að vera með getugátur um það því ég efast um að heimsklassaleikmenn sem eru eftirsóttir af stóru klúbbunum út um alla evrópu hafi ekki mikinn áhuga á að fara til United nema þeir komist í meistaradeildina.
Og til þess að svo megi verða þá verður liðið að vinna lið eins og Burnley.
Ef United ætlar sér að eiga einhvern séns á að enda í topp 4 þá verður liðið að vinna amk 5 af þeim 7 leikjum sem það á eftir í deildinni og við eigum m.a City, Arsenal, Spurs og Southampton eftir úti sem eru allt gífurlega erfiðir leikir.
Taka einn leik í einu, sigur í dag veitir mönnum von um að þetta sé hægt.
Liðið í dag er
De Gea
Darmian – Bailly – Blind – Young
Herrera – Fellaini
Pogba – Rooney – Lingard
Martial