Liðið var ekki eins og ég spáði í gær, en það var samt nákvæmlega ekkert sem kom á óvart. Að Fellaini og Lingard sé treyst í stórleik er nákvæmlega það sem við var að búast, Jones var ekki nógu góður til að fara á bekkinn og það er of mikið að hafa báða miðverðina nýstigna upp úr meiðslum.
Varamenn: De Gea, Smalling, Young, Carrick, Mata, Martial, Rooney
Celta de Vigo spilaði enda 4-3-3 og þétt miðja var það sem sú leikaðferð kallaði á frá United.
United byrjaði leikinn enda betur en úr fyrstu sókn Celta á elleftu mínútu kom dauðafæri, sending inn á teiginn fann Wass en skalli hans fór langt framhjá fjær. Virkilega hættulegt og að sama skapi slakt hjá Wass.
Á 17. mínútu kom Paul Pogba með frábært hlaup upp allan völlinn sem varð ekki stoppað fyrr en varnarmaður tökk í veg fyrir hann, einhverra hluta vegna dæmdi dómarinn ekkert, leit svo á að þetta væri ruðningur. En gaman að sjá svona rispur frá Pogba sem sýna vel hversu góður hann er.
Rashford hafði verið mjög frískur í leiknum, var að mestu á vinstri kantinum og stundum á þeim hægri. Hann átti frábært skot frá vinstri um miðjan hálfleikinn sem Álvares þurfti að verja frábærlega í horn.
Annars var leikurinn mjög mikið miðjubarátta, Jesse Lingard hefði kannske mátt gera betur þegar fyrirgjöf Rashford fór gegnum varnarmann en var ekki alveg viðbúinn og náði ekki almennilegu skoti næstum frír á markteig. Snerting varnarmannsins var þarna nóg til að bjarga marki. United var þannig að ógna meira og Pogba átti síðan frábæra sendingu inn á Mkhitaryan sem tók ágætt skot, en Álvarez tókst að verja vel. Það var búið að skjóta Álvarez í gott stuð og næsta varsla frá honum var litlu verri en hinar, Lingard var kominn inn fyrir, en náði ekki að koma boltanum framhjá spænska markverðinum.
Fyrri hálfleikur var þannig góður fyrir United hvað spil og færi varðaði en ekki í fyrsta skipti í vetur var færanýtingin afspyrnuslök.
Fyrsti hluti seinni hálfleiks var frekar jafn, Iago Aspas átti einn skalla framhjá sem var ekki mjög hættulegur. Öllu hættulegra var lúmskt skot Pione Sisto sem var á leið undir slána ef Romero hefði ekki náð að koma fingurgómunum í boltann og ýta honum yfir.
En það var United sem braut ísinn. Marcus Rashford reyndi að stinga sér milli tveggja varnarmanna en þeir bjuggu til mjög snyrtilega samloku úr honum. Dómarinn dæmdi loksins á Celta og úr aukaspyrnunni rétt utan teighorns hægra megin sveiflaði Rashford boltanum frábærlega í markið fjær. Glæsilegt mark!
Celta hefði átt að jafna örskömmu síðar en þegar Aspas fékk boltann utarlega í teignum þá ákvað hann að reyna ekki markskot heldur gaf aftur inn að miðjum teig og þar var hreinsað. Stórhættulegt færi en illa nýtt. Lingard átti síðan þrumuskot úr nokkuð opnu færi í teignum, rétt framhjá.
Fyrsta skiptingin kom á 78. mínútu, Ashley Young kom inná fyrir Mkhitaryan, og sú næsta mínútu síðar, Martial kom inná fyrir Rashford, sem fór haltrandi af velli.
United var með góð tök á leiknum, Sisto átti reyndar ágæta fyrirgjöf sem átti að fara á Guidetti en Eric Bailly setti hausinn í boltann og fékk spark frá Guidetti sem bónus. Bailly feykitraustur í leiknum eins og alltaf.
United var aðeins í því að tefja, Pogba fékk gult fyrir það. Young meiddist síðan og fór útaf á síðustu mí´nutu vengjulegs leiktíma, Chris Smalling kom inná.
Dómarinn bætti fimm mínútum við og United hélt auðveldlega út.
Mjög góður útisigur í höfn og nú höfum við ekki áhyggjur af því ef enn eitt jafnteflið á Old Trafford lítur dagsins ljós.
Þetta var sigur góðrar liðsheildar. Pogba stjórnaði miðjunni alveg og var líklega einna bestur. Rashford var gríðargrimmur frammi og skoraði frábært mark. Lingard var eins og oft áður mjög vinnusamur og hefði svo sem átt að skora eitt mark en það munaði ekki miklu. Eric Bailly var svo kóngur í vörninni.
Helgi P says
flottur sigur en við áttum klárlega vinna þetta mikið stæra en maður er sáttur
Auðunn says
Virkilega sterkur og góður sigur, það er ekki hægt annað en að vera mjög sáttur við þessi úrslit þótt það sé rétt sem JM sagði eftir leikinn að hann sé ósáttur við að vinna ekki stærra.
Liðið fékk svo sannarlega færin til að skora amk tvö mörk í fyrrihálfleik.
Ég hefði sætt mig við jafntefli fyrir leikinn því ég átti von á sterkara Celta liði sérstaklega í ljósi þess að þeir hafa bæði unnið Barca og Real á þessari leiktíð, þeir voru frekar daprir og gæðamunurinn á liðunum meiri en ég átti von á fyrirfram.
Þetta lítur ansi vel út fyrir seinnileikinn og ekkert nema stórslys kemur í veg fyrir að United fari í úrslitaleikinn.
Runólfur Trausti says
Ég elska Jesse Lingard en drengurinn átti að skora allavega eitt, ef ekki tvö í gær.
Markmaður Celta átti svo ruglaða vörslu frá Rashford.
Er það annars bara ég eða virka Bailly og Blind vel saman? Svo mikil ró yfir Blind – hjálpar allri varnarlínunni.
Svo þarf ekkert að ræða Pogba! Þvílíkur leikmaður.
Bjarni says
Glæsilegt að vinna leikinn og að mér skilst að sigurinn hefði átt að vera stærri. Vonandi heldur liðið áfram að vinna fyrir úrslitunum og skila svo stigum í hús í deildinni. Halda áfram með sama dampi, safna svo liði í sumar og gera atlögu að stóru titlunum.
Rauðhaus says
Djöfull er Paul Pogba góður í fótbolta.
Kjartan says
Þrátt fyrir góð úrslit þá fannst mér leikurinn aðeins sæmilegur af okkar hálfu. Pogba var frábær sem og Rasford á köflum en annars voru allir fastir í öðrum gír. Mikki og Lingard voru einfaldlega lélegir, ógnuðu lítið sem ekkert. Fellaini sýndi ef hann er ekki notaður rétt þá er hann næstum því gagnlaus, hans styrkleikar nýttust ekkert í gær.
Hjöri says
Ég get nú ekki verið sammála síðasta ritara, því mér fannst leikurinn bara góður sérstaklega fyrri hálfleikur. Ég er ekki Fella maður en mér fannst hann vinna æði mörg návígi, en það sem háir liðinu eins og í flestum leikjum í vetur, er að klára leikina, þeir lenda trekk oní trekk í frábærum markfærum sem þeir ná ekki að nýta, það er búinn að vera höfuðverkurinn í vetur.
Auðunn says
Get tekið undir það að leikur liðsins hafi verið í heildina nokkuð góður.
Það er ekki ástæðulaust að liðið er hefur verið að ströggla undanfarin ár, ég vill meina að gæði liðsins séu bara ekki meiri en taflan í deildinni segir til um.
Það má jú svo sem segja að liðið hafi verið óheppið hér og þar en menn og lið búa til sína eigin heppni sjálfir.
Tökum Fellaini sem dæmi, hann er svolítið uppáhalds umræðuefni margra stuðningsmanna og það ekki í jákvæðnum skilning.
Í hverju er hann góður? Hann er fínn í svona David Moyes fótbolta, þar átti hann líka sín bestu ár hingað til. Ég hef sagt það að hann sé fínn Everton leikmaður en hann kæmist samt ekki í Everton liðið undir stjórn Ronald Koeman´s, ég er alveg viss um það.
Sterkur í háloftabolta og tuddaskap. Það er hans fótbolti.
Það hefði ekkert verið hægt að segja neitt við því ef hann hefði fengið tvö gul spjöld í þessum leik og þar með rautt.
Í hverju er hann lélegur? Öllu sem snýr að spila hraðan og skemmtilegan fótbolta.
Þetta sást í þessum leik enda lélegasti leikmaðurinn á vellinum og ekki í fyrsta né annað skiptið.
Hann er mjög hægur, lélegur maður á móti manni, getur ekki sent lengri en 5 metra sendingar, óagaður og það stafar akkurat engin hætta af honum nema þegar um háloftabolta er að ræða.
Ef United hefði týpu á miðjunni eins og t.d Kroos eða Modric með pogba og Herrera þá strax myndi gæði liðsins batna um fleiri tuga prósent.
leikmann sem ætti þessar 50-60 metra sendingar hægri vinstri, mann sem myndi draga að sér, skapa fyrir aðra, góðan sendingarmann sem væri ógnandi fyrir utan vítateig.
leikmann sem getur verið í þessari leikstjórnanda stöðu.
Leikmaður eins og Fellaini ætti ALDREI að komast í leikmannahóp United þótt það væru 7 leikmenn meiddir, gæði liðsins eiga alltaf að vera meiri en svo. Það á að vera krafa á Old Trafford.
Á meðan það er ekki þá er frekja af mér ofl að ætlast til þess að liðið sé að berjast um fyrsta sætið í deildinni og vera í undan úrslitum hvað þá úrsltium meistaradeildarinnar.
Fellaini kæmist ALDREI nokkurntíma í lið eins og Real, Barca, Juve, PSG, A.Madrid, Chelsea eða liðs í sömu gæðum.. Það gerist bara ekki.
Þessvegna er United að berjast á þeim stað sem þeir eru, Europa league og um 4 sætið í deildinni.
Um leið og liðið fær til sín meiri gæði (sérstaklega á miðjunni) þá kemst liðið á þann stað sem við viljum að það sé á, ekki fyrr.
Það er mikið slúðrað um að liðið sé á eftir öllum framherjum Evrópu á meðan ég tel að forgangskaup ættu að vera tveir klassa miðjumenn.
Leikmenn eins og Martial, Rashford, Lingard og Mikhitaryan myndu hagnast mjög mikið á því.
Það er ekki hægt að ætlast til þess að Pogba geri þetta einn, Herrera er meira í skítverkunum ef svo má segja og Fellaini er röltandi farþegi sem ekkert kemur út úr.
Hann skemmir meira en gerir gagn, það hefur oft sýnt sig undanfarin ár.
Halldór Marteins says
Lol
Auðunn S says
Glæsilegur sigur.
Bendi nafna mínum á að skoffínið verður í byrjunarliðinu í næsta Evrópudeildarleik líka, þar sem Carrick startar alveg örugglega á sunnudaginn.
GGMU.
DMS says
Ég er sammála því að það þurfi að kaupa meiri gæði á miðjuna. Við sáum bara hvað við vorum slakir þar þegar Pogba spilaði ekki þessa tvo leiki vegna meiðsla. Carrick mun í allra mesta lagi taka eitt season í viðbót og þá sem squad rotation player. Toni Kroos væri draumurinn en grunar að De Gea þyrfti þá að fara í hina áttina.
Ég verð nú samt að segja að miðað við síðustu tvo stjóra, Moyes og LvG, þá er spilamennskan núna talsvert betri en á þeim tíma. Mér finnst liðið jákvæðara og er að skapa sér færi undir Mourinho. Vandamálið er að þau eru bara ekki að enda í netinu. Veit ekki hversu marga leiki maður horfði á með Moyes eða LvG þegar liðið skapaði sér varla hálffæri í 90 mín.
Ef rétt er haldið á hlutunum í sumar þá gætu verið mjög spennandi tímar framundan því ég tel ekki mikið vanta uppá hjá okkur til að vera með í næstu titilbaráttu í deildinni. Við eigum unga og skemmtilega leikmenn sem munu vonandi verða enn betri. Það í bland við réttu kaupin í sumar þá gæti liðið orðið feykilega sterkt.