Maggi, Halldór og Björn Friðgeir settust niður og ræddu seinni leikinn gegn Celta Vigo. Einnig ræddum við José Mourinho og lauslega um leikina framundan.
Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér fyrir ofan auk þess sem hægt er að hala honum niður í gegnum spilarann eða hér að neðan. Jafnframt má gerast áskrifandi að þættinum í gegnum ýmis podkast-forrit:
Gerast áskrifandi í iTunes
Gerast áskrifandi í öðrum forritum
MP3 niðurhal: 35.þáttur
Bjarni says
Þá þarf ekki að ræða þetta frekar, Romero verður í markinu í úrslitaleiknum, staðfest á manutd.com. Spurning hvernig staðan verður á hinum 10 sem byrja leikinn. Kemur allt í ljós á komandi dögum.
Runar P. says
Það hefði verið móðgun bæði við hann og stuðningsmenn að hafa hann ekki í marginu!
Auðunn says
Já Romero verður í markinu, það er alveg klárt enda hefði annað verið afskaplega kjánalegt.
Ef honum er treyst i undanúrslitum þá verður að treysta honum líka í úrslitum og lofa honum að klára þessa keppni.
Ég held að það sé mjög mikilvægt fyrir sjálfstraustið í liðinu að United komi sterkir út úr þessum deildarleikjum sem þeir eiga eftir, það veitir ekki af að efla sjálfstraust leikmanna eins og sást í leiknum gegn Celta.
Þessi Ajax leikur verður mjög erfiður og ég held að menn meigi alls ekki fara framúr sér og halda það að þetta verði eitthvað auðvelt dæmi.
Á pappírum á United að vinna en pappír vinnur ekki fótboltaleik, Ajax liðið er mjög sterkt sóknarlið, spilar hraðan og mjög skemmtilegan fótbolta.
United verða rasskeldir ef þeir ætla að spila eins og þeir hafa spilað undanfarið, það mun hver stórsóknin á fætur annari dynja á þeim ef Móri ætlar að detta með allt liðið niður á teigbogann og þar í kring.
United verður að hafa kjark og getu til að sækja, annars geta þeir sleppt því að mæta til Svíþjóðar.