Nú vitum við að það er einn leikur eftir í vor sem skiptir máli og það er ekki leikurinn á morgun. Úrslit gærdagsins, þegar Chelsea tryggði sér titilinn. þýða líka að þessi leikur skiptir Tottenham Hotspur engu máli, nema jú, þetta er síðasti leikur liðsins á gamla White Hart Lane. Í vetur hefur hluti af nýja leikvanginum risið í kringum þann gamla og á mánudaginn ráðast vinnuvélar á þann gamla og Spurs fer í eins veturs útlegð á Wembley. Að því loknu flytja þeir aftur á nýja 61 þúsund manna völlinn og vonast til að það færi þeim aukin peningavöld. Það kemur í ljós.
Það má því búast við Spurs í fínu skapi þó titillinn sé farinn, og þeir vilja kveðja völlinn með sigri. Fullskipað lið þeirra mun líklega líta svona út
Tottenham hafði verið á mikilli sigurgöngu síðustu vikur og mánuði þangað til að West Ham vann þá óvænt á föstudaginn fyrir viku. Í þeim leik voru þeir mest með boltann en vantaði alla ógn uppi við markið. Það var nær sama lið og hér að ofan, utan að Victor Wanyama spilaði fyrir Dembélé. Danny Rose hefur verið lengi frá en á einhvern möguleika í þennan leik. Þetta er lið sem vann 9 leiki í röð í deild áður en kom að West Ham leiknum og það er því ekki annað hægt að segja en þeir séu sigurstranglegri í þessum leik.
Það fer þó mjög eftir því hvernig United og José Mourinho koma að þessum leik. Skv. fréttum þá ætlar Mourinho ekki að nýta þessa leiki til að æfa saman þá miðverði sem munu þurfa að spila úrslitaleikinn gegn Ajax, heldur fær Bailly að spila.
En þegar aðeins eru þrír dagar frá erfiðum Celta leik þá hljóta að verða einhverjar breytingar á liðinu, þó meiðslin setji strik í reikninginn og þetta er mitt skásta gisk.
Fellaini er auðvitað í banni enn, ég vona að Rashford fái hvíld þó það þýði auðvitað að Wayne Rooney neyðist til að spila. Það væri ekkert leiðinlegt að sjá Axel Tuanzebe byrja í hægri bakverðinum en ég á ekki von á því, frekar að hann spili um næstu helgi.
Faðir Paul Pogba lést í gær eftir langvarandi veikindi og Pogba var ekki í hópnum sem fór til London. Mjög skiljanlegt og nauðsynlegt.
Það eina sem ég get sagt þegar ég horfi á þetta lið sem þyrfti í raun að hafa mun fleiri breytingar er að ég vona svo sannarlega við förum inn í næsta tímabil með stærri hóp og ekki síður að meiðsli verði jafn sjaldgæf allt tímabilið og þau voru.
En, fyrst eru það þrír deildarleikir sem þarf að klára, helst þannig að veiti liðinu kraft og sjálfstraust fyrir úrslitaleikinn, en ekki síður án meiðsla!
Auðunn says
Held að Valencia hafi ekki ferðast með liðinu til London, ef það er rétt þá er líklegt að Axel Tuanzebe verði í hægri bak.
Ég er ekki hryfinn af þessu tali að þessi leikur skipti engu máli, síðan hvenær hefur Man.Utd hent inn handklæðinu þegar liðið á ennþá möguleika á því að hífa sig upp í deildinni?
þetta er ekki sú Man.utd hugsun sem ég hef kynnst og séð í gegnum áratugina.
Það er ennþá 9 stig eftir í pottinum og liðið getur náð 74 stigum í deildinni, það er ekkert útilokað á þessu stígi ennþá þannig að United á að fara í næstu tvo leiki með sitt sterkasta lið og til að vinna þá.
Eftir það er hægt að taka stöðuna aftur, ef þá er ekki möguleiki á að ná 4 sætinu þá má spila algjöru B-liði í síðasta leiknum.
Það er ekki minn stíll að gefast upp og hingað til hefur það ekki heldur verið stíll United, það hefur vonandi ekkert breyst.
Ég ætlast til að United vinni þennan leik eins og alla leiki sem þeir spila.
Halldór Marteins says
Hópurinn sem ferðaðist til London:
David de Gea, Sergio Romero, Joel Pereira, Matthew Olosunde, Phil Jones, Axel Tuanzebe, Eric Bailly, Matteo Darmian, Chris Smalling, Demetri Mitchell, Daley Blind, Ander Herrera, Scott McTominay, Jesse Lingard, Matty Willock, Michael Carrick, Henrikh Mkhitaryan, Juan Mata, Wayne Rooney, Anthony Martial og Marcus Rashford.
21 nafn á þessum lista. Einn markmaður og 2 útileikmenn verða ekki í lokahópnum svo það er ljóst að það verður alltaf vel skipað af kjúklingum í hópnum, jafnvel í byrjunarliðinu.
Líst mjög vel á þennan hóp. Gerir mann nett spenntan fyrir þessum leik, þótt hann sé að öðru leyti frekar tilgangslaus. Deildin er farin, það er alveg á hreinu. Auðvitað væri gaman að vinna leikinn en ef það koma inn ungir og efnilegir leikmenn sem sýna góða takta og enginn meiðist í þessum leik þá er ég sáttur.
Það snýst allt um Stokkhólm núna.
Frikki11 says
Eru það of miklar kröfur að ætla fá 9 stig úr síðustu 3 leikjunum ?, síðasta tækifæri að gera einhvað á útivelli gegn liði í topp 5. Er það liðin tíð að stefna á sigur gegn Spurs á útivelli ? Veit að deildin er farin og allt það en mikið rosalega væri ég til í að enda ofar en Arsenal eða Liverpool þó það gefi ekkert. Réttast væri að gefa Smalling og Jones síðustu 3 leikina og spila sig saman en þar sem það eru svona 98% líkur á að annar þeirra meiðist að þá held ég Mourinho taki ekki sénsinn á því. Það þarf að fara rannsaka afhverju á hverju einasta tímabili að einhvern tímapunkt á tímabilinu þá þurrkast öll varnarlínan út í meiðsli, á meðan eru öftustu 4 að spila allar mínótur hja hinum stórliðunum.