Þegar liðið var birt voru flest frekar ringluð, einhvers konar uppstilling með þremur miðvörðum og Rooney og Carrick á miðjunni. En í staðinn var þetta um það bil svona
Varamenn voru: S.Romero, Darmian, Mitchell, Ander Herrera(61′), McTominay, Mkhitaryan(61′), Rashford (73′), Demetri Mitchell að fá sitt fyrsta tækifæri á bekknum.
Lið Tottenham var svona
Leikurinn byrjaði frekar rólega þó að stuðningsmenn Tottenham væru í svakalegu stuði frá því löngu fyrir leik og það tók ekki langan tíma að gleðja þá. Davies fékk boltann eftir horn, sendi inn á teiginn og þar var Victor Wanyama alveg óvaldaður, aðallega vegna slakrar staðsetningar Rooney, og skallaði auðveldlega í netið af markteig.
Leikurinn var tíðindalítill eftir þetta, bæði lið með boltann án þess að gera eitthvað mikð við hann. Anthony Martial var frekar einangraður frammi , átti þó ágætis skot þegar hann fékk boltann úti á kanti og skaut síðan utan teigs, en boltinn fór rétt framhjá.
Á 19. mínútu átti samt Tottenham að skora, Son Heung-min óð óáreittur í gegnum vörnina og inn í teig, en De Gea varði gott skot hans. Christian Eriksen fékk frákastið en skaut framhjá. Skömmu síðar var Kane á undan De Gea í fyrirgjöf en skallaði rétt yfir. Færin komu hvert á eftir öðru, De Gea lenti í vandræðum með skot Eriksen sem breytti um stefnu af sköflungi Tuanzebe. De Gea náði bara að ýta boltanum frá og Dele Alli náði ekki valdi á boltanum þannig Bailly gat komið til bjargar.
If United defend any deeper, they'll be in Spurs' new ground.
— Cal Gildart (@calgildart) May 14, 2017
Eins og þetta tíst bendir á vörðust United aftarlega og það verður að segjast eins og er að þetta fyllir mig ekki trausti fyrir leikinn gegn Ajax, Bailly kom oftast úr bakverðinum til að bjarga hlutunum
Dele Alli var næstur Tottenham manna til að reyna sig, De Gea varði í horn.
Þessi hasar leið þó hjá og síðasta kortérið í fyrri hálfleik var United liðið búið að koma sér fyrir á eigin vallarhelmingi og varðist. Martial greyið var afskaplega einmana frammi og gat lítið gert. Tottenham fékk samt eitt færi undir lokin en De Gea varði sem fyrr frá .
Það var ótrúlegt en það var samt United sem fékk færi undir lokin og það besta færi sitt í fyrri hálfleiknum. Bailly var í alveg ágætri aðstöðu til að skjóta en ákvað að reyna að gefa boltann í staðinn. Þarna hefði hann mátt vera eigingjarnari!
En fyrri hálfleiknum er best lýst með því að United var heppið að vera ekki þremur eða fjórum mörkum undir eða fleiri þegar leikmenn fóru í klefann. Það tók Tottenham ekki langan tíma að leiðrétta það. Þrjár mínútur voru liðnar af þeim seinni þegar Dele Alli fékk aukaspyrnu vinstra megin, Eriksen tók hana, gaf fyrir og Kane skoraði með fallegu utanfótarskoti af 2 metra færi. Vörnin léleg þó afgreiðslan væri flott. Bæði Son og Kane reyndu langskot á næstu mínútum, De Gea varði frá Son en skot Kane fór framhjá, Tottenham menn komnir í verulegt stuð og vildu bæta við.
Það gerðist samt ekki strax, United fékk meira að segja færi þegar Lingard skaut utan teigs en nokkuð fram hjá. Á 61. mínútu gerði José síðan tvær breytingar, Mkhitaryan kom inn fyrir Lingard og Herrera kom í stað Tuanzebe. Herrera tók þó ekki við hlutverki Tuanzebe sem yfirfrakki á Eriksen, nokkuð sem unglingnum hafði ekki gengið alltof vel með.
Af öllum mönnum var það síðan Wayne Rooney sem minnkaði muninn á 71. mínútu. Martial átti heiðurinn, fór upp vinstra megin, auðveldlega framhjá Trippier og næstum upp að markteig, nett fyrirgjöf, Rooney stakk fætinum fram fyrir Vertonghen til að ná skotinu og boltinn fór af ristinni á Vertonghen og inn, líklega á leiðinni inn hvort heldur er þannig að markið er Rooneys.
Síðasta skiptingin var síðan Rashford fyrir Mata. United var á þessum tímapunkti orðið mun frískari en áður, en það var samt Phil Jones sem þurfti að skalla skot Dele Alli frá þegar boltinn var farinn framhjá De Gea.
Fátt gerðist síðan fyrr en í viðbótartíma að Rashford fékk langa og háa sendingu innfyrir en með varnarmenn í sér gat hann ekki nýtt færið. Þetta var síðasta færið í leiknum og stemmingin síðustu mínúturnar var vissulega frábær þegar stuðningsmenn Tottenham Hotspur sungu kveðjusöng til vallarins.
Sanngjarn sigur Tottenham í þessum síðasta leik á White Hart Lane og United var afspyrnuslakt í 70 mínútur, en örlítið skárri síðustu 20. Besti maður United var Anthony Martial en það eru fáir aðrir sem þarf að minnast á, utan að David De Gea varði nokkrum sinnum mjög vel, svona eins og við erum orðin vön og farin að krefjast af honum. Af hinum eru 2-5 sem fæst okkar verða hissa ef þeir verða ekki á leikmannalista United þegar skiptiglugginn lokar í haust. Þannig er það bara.
Auðunn says
Líklega ein furðulegasta uppstilling sem ég hef séð en sjáum til hvernig þetta er hugsað hjá Mourinho.
Þykir ekki ólíklegt að þetta eigi að vera einhverskonar 3-5-2 skil samt ekki alveg.
Karl Gardars says
Solid 8-1-1 kerfi.
Èg ætla að spá því að Spurs verði 82% með boltann og fái 17 hornspyrnur. United munu eiga eitt skot sem fer ekki á rammann en það verður pirraður Rooney C.a. frá miðlínu í þriðja og síðasta skiptið sem þeir komast yfir miðju. Darmian kemur inná til að þétta vörnina og Carrick spilar sem auka auka auka auka miðvörður með þá Martial og Lingard í vængvarðastöðunum.
Spurs vinnur sanngjarnt 8-0, (semsagt ekki tveggja stafa tala sem er afar jákvætt.)
Þetta er pollýanna sem talar frá Reykjavík city. Góðar stundir
Bjarni says
Eða gamla góða rútan🚛 Eyði ekki mínútu í þennan leik því í mínum huga er bara einn leikur eftir, sjálfur úrslitaleikurinn. En vonandi náum við að sýna Spursurum hvað Davíð keypti ölið.
Halldór Marteins says
Gaman að sjá Tuanzebe þarna. Hefði þess vegna verið til í fleiri unglinga fyrst leikurinn var aldrei að fara að skipta máli. Jones og Smalling fá þarna leik til að stilla sig af, þarf að finna út úr þessu fyrir úrslitaleikinn.
Og Wayne Rooney hlýtur að vera að spila sínar kveðjumínútur fyrir Manchester United þessa dagana. Sé ekkert eftir því að hann fái start í þessum tilgangslausu deildarleikjum.
Kjartan says
Ein hægasta miðja í sögu Man Utd og hugsanlega úrvalsdeildarinnar, þótt Blind sé skjaldbaka þá hefði ég viljað sjá hann á miðjunni. Þótt Móri skiljanlega að hvíla leikmenn þá er algjör óþarfi að leggja upp svona neikvæða uppstillingu, við höfum engu að tapa og af hverju ekki að sækja á þá?
Ég hefði stillt upp í tígul:
———–Mikki–Rooney
—————-Mata
————Blind–Lindgard
—————Carrick
Mitchel – Tuanz – Smalling – Jones
—————De Gea
Ég ætla að vera bjartsýnn og spá Spurs 3-0 sigri.
Auðunn S says
Við erum með Mata til að skapa og Martial til að slútta.
1-0 sigur okkar nema Rooney ákveði eins og á móti Swansea að okkur langi ekki í 3stig.
Hjalti says
United spilar með 5 miðverði en það tekur Tottenham samt bara 8 mínútur að skora…
Auðunn S says
Rooney tók ákvörðunina bara strax. Hann er bara óheppinn með sentímetrana í þessu tilfelli.
GGMU
Karl Gardars says
Það hefði nú verið fínt að vera með aðeins fleiri miðverði inná svo það sé hægt að verjast þessum föstu leikatriðum sómasamlega.
Karl Gardars says
Hvort ætli Sheringham og Berbatov sé stoltari spörsarar eða Unitedmenn núna..?
Móri þarf að fara með stóru kerruna í Sorpu í sumar. Fyrir utan það er þessi uppgjöf í síðustu leikjum alveg með eindæmum. Ef leikurinn á móti Ajax tapast og við endum í 6 sætinu þá þarf Móri að axla ábyrgð.
Halldór Marteins says
Ánægður með Martial í þessum leik. Var oft einangraður en reyndi samt og var hættulegur þegar United fór að sækja meira og á fleiri mönnum. Gerði frábærlega í aðdraganda marksins.
Bailly var skemmtilegur þarna í bakverðinum. Gleymdi sér stundum úr stöðu en gerði oft vel sóknarlega.
Mata er að koma aftur eftir meiðsli, var ánægður með vinnusemina í honum.
Maður átti von á að það yrði erfitt að mótivera sig fyrir tilgangslausan leik svo þetta var aldrei að fara að skemma sunnudaginn minn. Hefði þó viljað sjá betri varnarleik, hann þarf að skána fyrir Ajax-leikinn. Og hefði líka viljað sjá meira spirit frá leikmönnum sem gætu verið að spila upp á framtíðarhlutverk sitt í liðinu.
Kjartan says
Markatalan gaf ekki rétta mynd af leiknum, munurinn á liðunum var meira heldur en eitt mark. De Gea var góður, Blind og Tun sæmilegir á meðan Jones & Smalling voru eins og Knoll og Tott í dag. Carrick var eins og nýfætt dádýr við hliðina á Wanyama og Rooney greinilega búinn að borða yfir sig eins og venjulega, annað markið skrifast á hann. Ótrúlegt að sjá hve andlausir leikmenn eins og Rooney voru í dag, maður hefði haldið að leikmenn væru að reyna að komast að í úrslitaleikinn í Stokkhólm. Lingard var slappur en Martial og Mata voru þokkalegir.
Það er neyðarlegt að sjá muninn á þessum tveim liðum, Tottenham er amk tveim númerum minna heldur en Man Utd en samt með svo mikið betra lið. Það eru 99% líkur á að Man Utd endi neðar heldur en ömurlegt Liverpool og Arsenal lið.
Móri hefur engar afsakanir eftir næsta sumar, liðið hefur farið aftur frá því í fyrra þrátt fyrir að keypt dýrasta leikmanninn og vera með dýrasta hópinn.
Auðunn says
@Halldór, það er léleg og barnaleg afsökun að tala um tilgangslausan leik þegar þú veist mikið betur. Leikur gegn Spurs í úrvalsdeildinni hefur og mun aldrei vera tilgangslaus! Hljómar eins og Púllari af verstu gerð, United hugsunin er ekki ennþá komin á þetta lágt plan ennþá nema greinilega hjá örfáum einstaklingum sem virðast ekki skilja klúbbinn á neinn hátt. Ég trúi ekki að þú sért í þeim hóp.
Það er ótrúlegt að hugsa til þess að Spurs hafi keypt Wanyama á 15 milj punda, Toby Alderweireld á 11 milj, Son á 22 milj og Dele Ali á 5 milj punda.
Allir þessir menn myndu labba auðveldlega inn í United liðið.
Á meðan hefur United keypt menn eins og Fellaini á 25 milj, Mata á 58 milj (Mata er góður samt ekki 58 milj punda góður) og Darmian á 13 milj punda.
það er vel hægt að pirra sig á þessari staðreynd því eins og sást í dag þá er allt of mikill munur á þessum liðum.
Móri gerði svo hrikaleg mistök þegar hann asnaðist til þess að selja Schneiderlin sem gerði ekkert annað en að veikja liðið ennþá meira og það á miðjunni, ef United eru aumir einhversstaðar á vellinum þá er það á miðjunni.
Ég er að verða verulega pirraður á Móra, liðið hefur ekki unnið síðustu 4 deildarleiki og frammistaðan verið vægast sagt hörmuleg.
Hvað ætlar hann að gera ef liðið tapar svo gegn Ajax eftir að vera búinn að fórna öllu fyrir þann leik? Eins og liðið er að spila þá eru mjög miklar líkur á að svo verði.
Efast um að hann verði rekinn þótt ég myndi ekki gráta það ef sú staða kæmi upp, getið ekki hugsað til þess að fara aftur í þessa evrópukeppni með hann vælandi allan veturinn yfir leikjaálaginu.
Staðreyndin er sú að Móri er méð lélegra sigurhlutfall en bæði Van Gaal og david Moyes, hugsið ykkur þrátt fyrir einu mestu eyðslu í sögu liðsins þá er Moyes af öllum þjálfurum í heiminum með betra vinningshlutfall en Móri sem stjóri United. Það fer hrollur um mann að hugsa til þess.
Og það sem kannski ennþá verra er að fótboltinn sem liðið er að bjóða manni uppá er hræðilegur, ég get amk ekki séð neinar framfarir í leik liðsins.
Þessi varnartaktík er ekki minn tebolli og ekki það sem maður er vanur né vill sjá frá liði Man.utd.
ellioman says
@Auðunn
„Staðreyndin er sú að Móri er méð lélegra sigurhlutfall en bæði Van Gaal og david Moyes, hugsið ykkur þrátt fyrir einu mestu eyðslu í sögu liðsins þá er Moyes af öllum þjálfurum í heiminum með betra vinningshlutfall en Móri sem stjóri United. Það fer hrollur um mann að hugsa til þess.“
Uhmmm… ein spurning. Hvernig færðu það út?
Því samkvæmt mufcinfo.com er þetta tölfræðin hjá þeim:
Mourinho: 60 games – 35 wins 17 draws 8 losses – 58.33 Win %
Van Gaal: 103 games – 54 wins 25 draws 24 losses – 52.43 Win %
Moyes: 51 games – 27 wins 9 draws 15 losses – 52.94 Win %
Samkvæmt mínum útreikningum þarf Mourinho því að tapa næstu 7 leikjum til að þessi fullyrðing sé rétt.
35 (sigurleikir) deilt með 67 (spilaðir leikir) = 52.2% (sigurhlutfall)
Björn Friðgeir says
Mata kostaði 38 milljónir.
Slæm kaup Moyes og Van der Gaal eru nú einmitt ein af aðalástæðunum fyrir að illa hefur gengið síðustu ár.
Auðunn says
Það vantaði þarna sigurhlutfall í deildinni hjá mér.
Louis van Gaal – 51.31%
David Moyes – 50%
José Mourinho – 47.22%
Ég veit ekki afhverju ég hélt að Mata hafi kostað 58 milj punda, sú tala var einhvernvegin föst í hausnum á mér. Líklega er ég að ruglast á Di Maria.
Já það er rétt að slæm kaup eru að koma í hausinn á okkur núna sem og slæmar sölur og þar á Móri sinn þátt.
Svo kveinar hann eins og stunginn grís í hverri viku um að hann hafi bara 16 leikmenn til að velja úr.
Jæja við skulum sjá til hvort honum takist ekki að vinna evrópubikarinn, eftir þann leik er hægt að dæma hann yfir allt tímabilið
Halldór Marteins says
@Auðunn
Hahaha, þú ert svona hress!
Við getum alveg verið sammála um það að gengi Manchester United í deildinni þetta tímabilið hefur verið langt fyrir neðan væntingar. Miðað við allt og allt viljum við alltaf sjá liðið berjast um titil. Það eru vonbrigði að United sé ekki með í baráttunni um titilinn á þessu stigi, hvað þá að liðið nái ekki einu sinni Meistaradeildarsæti í gegnum deildina.
En þessi leikur var aldrei að fara að breyta neinu. Ég trúi því ekki að liðið hafi ekki viljað vinna, það voru hins vegar allir meðvitaðir um að sénsinn á að ná einhverju í gegnum deildina var farinn. Af hverju ætti ég þá að pirra mig eitthvað sérstaklega á þessu? Þú mátt alveg endilega gera það, þú virðist mjög góður í að pirra þig á öllu mögulegu.
Ferguson gerði það margoft að spila á vel róteruðu liði í leikjum sem honum fannst skipta minna máli, sérstaklega þegar það voru mikilvægari leikir framundan. Að vísu var það oftast þannig hjá honum að leikirnir sem skiptu minna máli voru t.d. í deildarbikarnum, þar sem hann gaf unglingum séns. Stundum nýttu þeir það vel, stundum ekki eins vel. Þetta var þó alltaf lærdómur.
Hann spilaði líka oft á veikum liðum þegar titillinn var í höfn en úrslitaleikir framundan. Er það eitthvað frábrugðið aðstæðum núna? Fergie stillti m.a. fram Dong Fangzhou, Chris Eagles og Kieran Lee í deildarleik gegn Chelsea af því titillinn var í höfn og bikarúrslitaleikur framundan. Varst þú jafn brjálaður yfir því líka þá?
Það er ýmislegt að hjá Manchester United. Það hefur vantað mikið inn í sjálfsmynd félagsins eftir að Ferguson hætti, enda var sjálfsmynd félagsins, og liðsins, svo nátengd honum. Það voru mistök að ráða Moyes í kjölfarið, sú ráðning jók bara á vandann. Van Gaal fékk tvö tímabil til að reyna að rétta það við. Hann byrjaði ágætlega en tók svo skref aftur á bak á seinna tímabilinu.
Mourinho er núna að klára sitt fyrsta tímabil. Hann er enn að reyna að tækla vandamálið. Að sumu leyti hefur honum gengi eitthvað í áttina. Vann bikar, er kominn í úrslitaleik í Evrópukeppni, liðið er að skora meira, vinna fleiri leiki, gera meira í sókninni. En það eru samt vandamál, sérstaklega í stóru leikjunum og gegn stóru andstæðingunum. Það vantar ennþá upp á sjálfsmyndina, upp á sjálfstraustið.
Ég hef trú á að Mourinho get tekið þetta upp um level eftir sumarið. En kannski ræður hann heldur ekki við verkefnið. Það verður bara að koma í ljós.
Jónas Björn says
Svei mér þá mer finnst miklu skemtilegra að horfa á leikina hjá Liverpool eins illa og mér er við það. Þvílík gæði í Wijnaldum,Sturridge og Coutinho í dag. Hvernig væri þetta ef Mané væri lika með þeim?
Engin gæði hjá okkur í neinu. Mouri að drepa þennan klúbb með þvi að spila eins og stoke.
Runólfur Trausti says
Það eina sem ég hef að segja er það að Leicester City varð meistari ári eftir að þeir enduðu í 14. sæti og Chelsea vann deildina í ár eftir að hafa verið í 10. sæti í fyrra.
Ég hreinlega ætlast til að United drullist til að gera eitthvað svipað á næsta ári.
Annars er ég alveg sammála um að frammistaða liðsins í síðustu leikjum hefur verið slök en mörkin sem liðið er að fá á sig.
Guð minn góður.
Þessi föstu leikatriði og fyrirgjafir.
Það er eins og annar hver varnarmaður sé tognaður á heila. Er Chris Smalling ekkert að grínast – bæði gegn Arsenal og í dag er bara eins og hann sé gjörsamlega steinrotaður þarna í miðverðinum. Er hann á sömu verkjalyfjum og hann var á þegar liðið tapaði 4-0 gegn Chelsea?
Mourinho verður auðvitað að axla ábyrgð fyrir hitt og þetta en í dag var fullt af mönnum í liðinu sem virkilega þurfa að sýna sig og sanna en þeir voru með allt niðrum sig.
AÐ ÞVÍ SÖGÐU þá var liðið að spila við Tottenham lið sem hefur ekki tapað á White Hart Lane í vetur og meðal annars unnið Chelsea, Arsenal og City 2-0. Svo að ég nenni ekki að vera alltof neikvæður.
Eins og staðan er núna þá er tímabilið í ár gott ef United vinnur Ajax. Ef það vinnur ekki Ajax er tímabilið hörmulegt. Það er enginn millivegur.
Auðunn says
Hann spilaði líka oft á veikum liðum þegar titillinn var í höfn en úrslitaleikir framundan. Er það eitthvað frábrugðið aðstæðum núna? Fergie stillti m.a. fram Dong Fangzhou, Chris Eagles og Kieran Lee í deildarleik gegn Chelsea af því titillinn var í höfn og bikarúrslitaleikur framundan. Varst þú jafn brjálaður yfir því líka þá?
Þú hlýtur að skilja að þarna er RISA munur?
Ef titillinn er kominn í höfn þá skiptir þetta engu máli er það?
Ef 4 sætið væri í höfn þá skipti þetta heldur engu máli.
En þegar liðið á ennþá möguleika á því þá finnst mér fáránlegt að henda inn handklæðinu og þykjast ekki vilja fá úrslit í síðustu deildarleikjum.
Ég bara skil ekki svona hugsun, ef það er ekkert keppnisskap til staðar þá er liðið ekki líklegt til stórræða á komandi árum.
Halldór Marteins says
Eftir úrslitin gegn Swansea þá voru hverfandi líkur á að liðið gæti náð þessu 4. sæti. Það hefði allt þurft að ganga upp í deildinni á meðan liðið þurfti að treysta á hagstæð úrslit annars staðar. Hópurinn verulega þunnskipaður vegna meiðsla (og jú, vegna þess að leikmenn voru seldir án þess að aðrir kæmu inn í staðinn).
Mér finnst fyllilega eðlilegt að á þeim tímapunkti hafi verið ákveðið að setja aðaláherslu á Evrópudeildina og huga að því að hafa sterkasta liðið tilbúið fyrir þann leik, að taka ekki óþarfa áhættur með það í deildinni.
Þess vegna finnst mér eðlilegt að það sé spilað á mikið róteruðu liði í deildarleikjunum sem komu á eftir. Frekar en að keyra sterkasta liðið út á tveimur vígstöðvum og hætta á að brenna það út og missa af hvoru tveggja.
Þetta er í raun squad management sem ég hefði verið til í að sjá meira af fyrr í vetur, t.d. í tengslum við leiki í Evrópudeildinni og deilarbikar. Það hefði mátt rótera töluvert meira, þá væri liðið kannski ekki í þessum meiðslavandræðum núna.
En fyrir leikinn gegn Tottenham þá voru allir alvöru sénsar á 4. sætinu farnir. Þess vegna finnst mér þetta alveg sambærilegt við leikinn gegn Chelsea. Deildin var búin, í annað skipti var það af jákvæðum ástæðum en í hitt skiptið af neikvæðum ástæðum. Hún var jafn búin fyrir það.
Auðunn says
Ég er bara ekki sammála þessari hugsun og hún er ný fyrir mér þegar kemur að United.
En það er reyndar margt nýtt fyrir manni eftir að Móri grátur tók við liðinu.
Og þótt þessir leikir gegn City, Arsenal og Spurs hafi skipt litlu sem engu máli má þá samt ekki reyna að sækja eitthvað framávið í stað þess að pakka 10 mönnum nánast við vítateiginn?
má ekki taka neinn smá séns?
Liðið er að fara í gegnum þessa leiki með þetta 30-35% possession og skapa sér nánast ekki neitt.
Þú hlýtur að sjá hversu hrikalega aftarlega liðið spilar, Mata var t.d að spila sem bakvörður á löngum köflum í þessum leik gegn Spurs. Öll lið komast lang yfir miðju óáreitt vegna liðið er svo hrikalega aftarlega á vellinum, það er akkurat engin pressa í gangi og það á ekki að taka neina sénsa sem kemur svo alltaf í hausinn á Móra aftur því um leið og hin liðin skora þá hefur hann engin svör. Engin gleði í þessu hjá honum, allt svo þvingað og leikmenn stressaðir.
Ég er búinn að hitta 4 harða stuðningsmenn liðsins í morgun og allir brjálaðir út í hann.
Hvernig fótbolta hann er að bjóða uppá, vælið í honum, uppgjöf í deildinni, þessi mikla áhersla á varnarhlutverkið og hvernig hann hefur meðhöndlað suma leikmenn liðsins svo eitthvað sé upptalið.
Það segir manni að það eru ansi margir stuðningsmenn United þarna úti sem eru öskureiðir útí Móra og þá aðalega með hvaða hugarfari hann fer inn í leikina sem stjóri United.
Það var einmitt einn að nefna það við mig að hann hafi aldrei nennt að horfa hvorki á Real né Chelsea þegar Móri var þar sem stjóri og ekki að ástæðulausu, fótboltinn sem hann hefur boðið fólki uppá hefur nákvæmlega ekkert skemmtanargildi. Þannig spilar Man.Utd í dag.
En ég treysti stjórn félagsins að taka á þessu í sumar ef honum tekst ekki að vinna Ajax.
Hvorki Sir Alex né Sir Bobby munu láta bjóða sér svona fótbolta í langan tíma, það er alveg 100% pottþétt.
Ef hann ætlast bara til þess að Man.utd aðlagist honum í stað þess að hann reyni að aðlagast Man.utd og því sem sá klúbbur stendur fyrir þá verður hann ekki lengi þarna og því best fyrir klúbbinn og alla sem að honum standa að losa sig bara við hann sem allra fyrst.
Halldór Marteins says
„Þú hlýtur að sjá…“, „Þú hlýtur að skilja…“
Alltaf jafn skemmtilegur tónn í þér, Auðunn.
Ég er búinn að segja þér að ég er að megninu til sammála þér með margt hvað spilamennskuna og gengið varðar. Þetta er ekki nógu gott. Og auðvitað gengur svona spilamennska ekki til lengdar, þar er ég líka alveg sammála. Það eru þó ákveðnir hlutir sem hann hefur náð að gera nokkuð vel á tímabilinu, til dæmis að koma liðinu í þennan úrslitaleik sem öllu máli skiptir.
Mourinho hefur mikla reynslu af úrslitaleikjum og af því að vinna úrslitaleiki. Því treysti ég honum til að undirbúa liðið fyrir þann leik. Jafnvel þótt það þýði að deildin mæti algjörum afgangi.
Það að fórna merkingarlitlum/-lausum leikjum fyrir mikilvæga er sennilega það sem flestir stjórar myndu gera. Í það mynda gerði Ferguson það oft.
Helgi P says
Djöfull er ég sammála þér Auðunn þetta er bara ekki boðlegt að geta ekki náð þessu 4 sæti þegar flest af þessum liðum er með skituna uppá bak það er mín skoðun að móri þarf að fara ef hann vinnur ekki Ajax
Auðunn says
@Halldór
Þú hlýtur að sjá og þú hlýtur að skilja að ég er að verða brjálaður á þessu.. er alveg að taka Indriða á þetta alla leið :) svona í alvöru..!!
Nei annars er ég búinn að vera verulega pirraður á spilamennsku liðsins undanfarið og verð að hella úr reiðiskál minni.
Það sem kannski pirrar mig hvað mest er að ég átti svo innilega von á betri tíð en er því miður ekki bjartsýnn á að svo verði á komandi árum.
En ég ætla samt að fara inn í þennan Ajax leik bjartsýnn og lofa Móra að njóta vafans þangað til sá leikur verður flautaður af.
Það er um að gera fyrir stuðningsmenn hér á landi að fjölmenna á pöbbum landsins og taka þetta alla leið sérstaklega vegna þess að það er frídagur daginn eftir hjá lang flestum.
Halldór Marteins says
Já, ég skil alveg pirringinn og ætla alls ekkert að fara að gera lítið úr honum. Og hef sjálfsagt dottið í það sjálfur að taka of mikið af mínum eigin pirringi út á þér. Við erum samt alls ekkert mikið ósammála, bara svo það sé á hreinu. Okkur finnst báðum að liðið eigi að geta spilað bæði betri og skemmtilegri fótbolta. Og vonandi fáum við að sjá það fljótlega.
Ég hef svona reynt að einblína á það sem þó hefur verið jákvætt hjá liðinu og það sem mér finnst gefa ákveðið tilefni til bjartsýni. Það er slatti sem ég er missáttur við eða skil ekki en vonast til að það sé þó eitthvað skref í áttina að betri spilamennsku.
Karl Garðars says
Ég stóð með DM og LVG fram á síðustu stundu og mun standa með JM líka. En það er rétt sem Auðunn og Helgi benda á að þetta andleysi og baráttuleysi er ekki boðlegt frá leikmönnum Manchester United og þar á stjórinn að halda mun fastar í taumana.
Strategia eða ekki. Allir leikmenn eiga stoltir að berjast með kjafti og klóm fyrir klúbbinn og gefast aldrei upp fyrr en í fulla hnefana! Í öllum leikjum!!!
Þetta stóratriði hefur alls ekki verið í lagi síðan SAF stýrði og það er alveg sama hvað er keypt af leikmönnum, þegar hjartað vantar þá vantar svo mikið upp á.
Að því sögðu þá væri tap fyrir Ajax og 6 sæti ekkert minna en falleinkunn á tímabilinu og þá yrði ekki víst að JM fái að klára næsta tímabil ef illa gengur í upphafi þess næsta. Ég í það minnsta yrði fullur efasemda.
Sigurjón Arthur Friðjónsson, SAF says
http://www.visir.is/g/2017170508816/neville-og-carragher-tokust-a-um-manchester-united-myndband
Segir margt um leikstíl Móra !!!