Þá er búið að gefa út leikjadagskrána fyrir ensku úrvalsdeildina tímabilið 2017/18. Að venju er skemmtilegt að rýna í hana og sjá hvernig þetta spilast fyrir liðin, ekki síst fyrir okkar lið. Því miður fær Manchester United ekki tækifæri á að verja Samfélagsskjöldin að þessu sinni en tímabilið hjá United hefst þriðjudaginn 8. ágúst í ofurbikar Evrópu, þar sem Manchester United mætir Real Madrid í Skopje í Makedóníu. Enska deildin hefst svo helgina eftir það. Leikjadagskráin hjá Manchester United er annars á þessa leið:
Helstu lykilpunktar úr dagskránni eru:
- Byrjunin er fín, þótt það megi vissulega klúðra henni
- Liverpool er 14. október úti og 10. mars heima
- Barátturnar um Manchester eru 9. desember (heima) og 7. apríl (úti)
- Chelsea 4. nóvember úti og 24. febrúar heima
- Leicester, Burnley, Southampton og Everton yfir jólatörnina, gæti verið töluvert verra
En áður en stuðningsmenn fara að panta flugfar til að komast á leiki er ágætt að hafa nokkra punkta í huga varðandi mögulegar breytingar:
- úrslitaleikur deildarbikarsins, eða Carabao-bikarsins eins og hann kemur til með að heita næsta vetur, fer fram sunnudaginn 25. febrúar. Það gæti þýtt frestun á leik þá helgina.
- fjórðungsúrslit enska bikarsins fara fram í mars, líklega í kringum 10. mars miðað við undanfarin ár. Fyrri umferðir bikarsins eru spilaðar á sérstökum bikarhelgum en þarna gæti leikur frestast í deildinni.
- undanúrslit enska bikarsins fara fram í apríl, líklega 22. apríl miðað við undanfarin ár. Það gæti einnig þýtt frestun á deildarleik.
Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að Manchester United er ekki í Evrópudeildinni og því munum við eflaust sjá fleiri laugardagsleiki með okkar liði. Við fögnum því.
Hvað segja lesendur annars, eru komin plön um að kíkja á leik/i næsta vetur? Ef svo er, hvenær eru þá pælingar um að fara?
Landsleikjayfirferð
Nú er að ljúka landsleikjatörn og að vanda voru nokkrir leikmenn Manchester United í eldlínunni. Það helsta sem er að frétta af því er:
- Spánverjar spiluðu tvo leiki. Fyrst vináttuleik á heimavelli gegn Kólumbíu og svo útileik gegn Makedóníu í undankeppni HM ’18. Okkar eigin David de Gea hvíldi fyrri leikinn en spilaði allan tímann í þeim leik sem skipti máli. Spánverjar unnu þann leik með 2 mörkum gegn einu. Já, svo var víst einhver Morata gaur sem skoraði í fyrri leiknum. Held það gæti borgað sig að fylgjast betur með honum.
Morata goal for Spain tonight. A natural goalscorer. What United need!! #MUFC pic.twitter.com/QqbbZuVopP
— Everything Man Utd (@everything_utd) June 7, 2017
- Evrópumarkmaðurinn okkar, Sergio Romero, spilaði allan tímann með Argentínu þegar liðið vann Brasilíu í Superclásico de las Américas, árlegum leik milli Argentínu og Brasilíu. Hann var svo á bekknum allan tímann þegar Argentína tók gamla góða 2-3-5 leikkerfið í 6-0 sigri á Singapúr í vináttuleik.
- Ítalinn Matteo Darmian var annar af tveimur leikmönnum í hóp ítalska landsliðsins sem spilar utan Ítalíu (hinn er Gabbiadini). Hann er líka fjórði leikreyndasti varnarmaðurinn í hópnum. Enda spilaði hann hverja einustu mínútu í báðum leikjum liðsins í þessari törn. Fyrst í 3-0 sigri á Úrúgvæ í vináttuleik, svo í 5-0 sigri á Liechtenstein í undankeppni HM. Belotti var með mark og stoðsendingu í seinni leiknum.
Belotti with a goal and assist last night for Italy…
If Jose needs more convincing…
pic.twitter.com/SbR30jrR1W— Palash Agrawal (@drpalashagrawal) June 12, 2017
- Varnarjaxlinn Eric Bailly fór í verkefni með Fílabeinsströndinni. Undankeppnin fyrir Afríkukeppnina 2019 hófst 10. júní en hún byrjaði ekki vel hjá þeim, Fílabeinsströndin tapaði þá fyrir Gíneu á heimavelli með 2 mörkum gegn 3. Bailly spilaði þó allan leikinn. Áður hafði Fílabeinsströndin mætt Hollandi í vináttuleik. Bailly spilaði seinni hálfleikinn í þeim leik en náði ekki að koma í veg fyrir 0-5 tap sinna manna.
- Hollendingar hafa verið duglegir og spilað 3 leiki á síðustu dögum. Daley Blind fékk þó frí í þeim fyrsta en var mættur á sinn stað í vináttuleiknum gegn Fílabeinsströndinni. Hann spilaði allan tímann þá og spilaði einnig 90 mínútur í bakverðinum í öðrum 5-0 sigri, gegn Lúxemborg í undankeppni HM.
- Nágrannaþjóð þeirra, Belgía, spilaði tvo leiki. Hinn hárprúði og vanmetni Marouane Fellaini var að sjálfsögðu á sínum stað í landsliðinu. Hann spilaði seinni hálfleikinn í 2-1 sigri á Tékklandi í vináttuleik og skoraði m.a.s. sigurmarkið með glæsilegum skalla eins og honum einum er lagið. Hann spilaði síðan allar 90 mínúturnar á miðjunni í 2-0 sigri Belganna á Eistlandi í undankeppni HM.
Marouane Fellaini’s goal for Belgium tonight. #mufc [u/Meladroit1] pic.twitter.com/rPwm1mkJlT
— mufcgif (@mufcgif) June 5, 2017
- Armenía spilaði einnig tvo leiki. Fyrirliðinn þeirra er Evrópudeildarsérfræðingurinn Henrikh Mkhitaryan. Hann skoraði 2 mörk í vináttuleik gegn Saint Kitts and Nevis, þrátt fyrir að spila aðeins fyrri hálfleikinn. Armenía vann þann leik með fimm mörkum gegn engu. Hann spilaði svo allan leikinn gegn Svartfjallalandi í undankeppni HM en Svartfellingar reyndust of sterkir á heimavelli og höfðu sigur, 4-1.
- England spilaði líka tvo leiki. Fyrst var það nágrannaslagur gegn Skotlandi í undankeppni HM. Chris Smalling spilaði allan tímann í þeim leik í 2-2 jafntefli. Seinni leikurinn var vináttuleikur gegn Frakklandi í París. Phil Jones byrjaði í þeim leik en var skipt út af á 82. mínútu. England tapaði þeim leik, 2-3. Bæði Jesse Lingard og Marcus Rashford voru valdir í enska hópinn en sátu á bekknum allan tímann.
- Talandi um Frakkland, Paul Pogba var að sjálfsögðu á sínum stað í liði Frakklands í tveimur leikjum. Hann fór oft illa með Englendingana í sigri Frakkanna (sem voru manni færri nánast allan síðari hálfleikinn). Hann spilaði einnig 90 mínútur í leiknum á undan, undankeppnisleik gegn Svíþjóð á útivelli. Þar komu Svíarnir hins vegar á óvart og náðu að snúa þeim leik í sigur eftir að hafa lent undir.
Credit where it’s due, Pogba’s touch from Stones’ cultured clearance is sublime #fraveng pic.twitter.com/g08gZNrCiP
— James Knowles (@jtwknowles) June 13, 2017
Pogba bossing England today. Can’t wait to see what all the English pundits say about him now. pic.twitter.com/vgDi9GENpI
— ㅤ (@TheUtdReview) June 13, 2017
Naughty… #MUFC #Pogba pic.twitter.com/c82mJKSb9a
— Tom McDermott (@MrTomMcDermott) June 13, 2017
- Síðast en ekki síst, verðandi leikmaður Manchester United, Victor Lindelöf, spilaði allan leikinn í sigri Svía á Frakklandi í undankeppni HM. Hann hvíldi svo allan vináttuleikinn gegn Noregi, það átti ekki að taka neina sénsa áður en Lindelöf færi til Englands til að klára læknispróf og fleiri formsatriði áður en hann semur formlega við Manchester United.
Lindelof’s distribution versus France. Very composed and comfortable on the ball. Good signing!! #MUFC
— United Zone (@UtdZone) June 11, 2017
Að lokum
Glöggir fylgjendur Manchester United á Facebook tóku eftir því að þegar síðan setti upp nýja opnumynd þá var hún mjög svipuð og gömul opnumynd fyrir utan að það var búið að fjarlægja einn leikmann úr myndinni. Það gæti auðvitað verið algjör tilviljun…
📷 | United have removed Wayne Rooney from their Facebook cover photo. pic.twitter.com/CC96GAx8uK
— Man Utd Stuff (@ManUtdStuff) June 13, 2017
Björn Friðgeir says
Á miða á tónleika í Manchester 9. des. Búinn að vera að bíða eftir þessu.
Hvaða leikur er þá?
City heima?
OK. No biggie.
*kermitflail*
Björn Friðgeir says
Leikir á eftir meistaradeildarviku eru svona, dagsetning md leikjanna og svo leikurinn á eftir
12–13 september 2017 Everton H
26–27 september 2017 Crystal Palace H
17–18 október 2017 Huddersfield Ú
31 október – 1 nóvember 2017 Chelsea Ú
21–22 nóvember 2017 Brighton H
5–6 desember 2017 Manchester City H
Jón Sæmundsson says
Er bara eðlilegt að við séum að spila 30. des og svo aftur 1. des?
Björn Friðgeir says
Jón: Það hreyfist eflaust til vegna sjónvarps, en þetta er svo klassískt að gamlikallinn ég gleðst. Svona eiga áramót að vera!
Runar P. says
Ef einhverjum vantar mida a leik a Old Trafford, ta gaeti eg verid med 2-4mida lausa a alla heimaleiki, god saeti, matur og drykir innifaldir
Auðunn says
Eru það VIP Rúnar fyrst matur og drykkir fylgja?
Hvað ertu annars að selja miðann á per leik?