Maggi, Halldór, og Björn Friðgeir settust niður og ræddu kaupin á Victor Lindelöf, söluna á Adnan Januzaj, mögulega brottför Chris Smalling ásamt uppgjöri á Ronaldo slúðrinu sem lifði ekki heila viku og af hverju ósköpunum Manchester United er ekki með kvennalið.
Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér fyrir ofan auk þess sem hægt er að hala honum niður í gegnum spilarann eða hér að neðan. Jafnframt má gerast áskrifandi að þættinum í gegnum ýmis podkast-forrit:
Gerast áskrifandi í iTunes
Gerast áskrifandi í öðrum forritum
MP3 niðurhal: 39.þáttur
Auðunn says
Skemmtilegar pælingar eins og alltaf.
100% sammála ykkur hvað varðar umræðuna um kvennalið Man.Utd, ég hef skammast mín fyrir þessa stefnu liðsins í mörg mörg ár.
Ótrúlegt að eitt stærsta og tekjuhæsta knattspyrnulið í heiminum sé ekki með kvennalið árið 2017.
Svo eru triljón kvennalið út um allan heim þvílíkt að ströggla, allt meira og minna unnið í sjálfboðavinnu osfr en samt láta liðin sig hafa það allt fyrir stelpurnar og boltann.
Svo kemur lið eins og United með allt niðrum sig í þessu máli.
Einnig sammála með að maður er ekkert að farast úr spenningi yfir kaupum og hugsanlegum kaupum sumarsins ef maður á að taka heitasta slúðrið alvarlega.
Það vantar eitthvað djúsí nafn eða nöfn í umræðuna.
Björn Friðgeir says
Viðurkenni að öll mögulegu kaupin flokkast sem ‘solid’ frekar en spennandi en verð að viðurkenna að það er afskaplega fátt þarna úti sem gæti verið mögulegt OG spennandi. Veit of lítið um Fabinho.