#FarewellToALegend@WayneRooney is leaving #MUFC to return to Everton: https://t.co/QQrxKB2wo4
Thank you, Wayne, from all of us. pic.twitter.com/34NErAvscX
— Manchester United (@ManUtd) July 9, 2017
Wayne Rooney er búinn að kveðja Manchester United og einum glæstasta ferli leikmanns hjá Manchester United er lokið.
Wayne Rooney tribute by Sky Sports. Worth a watch! #MUFC pic.twitter.com/Yk0NBhXJd0
— Man Utd Channel (@ManUtdChannel) July 6, 2017
Markahæsti leikmaður félagsins frá upphafi fer aftur til á æskustöðvarnar hjá Everton eftir að hafa unnið allt hjá Manchester United sem hægt er að að vinna hjá einu félagi á Englandi.
Það er á engan hátt hægt að kveðja þennan meistara með stuttri staðfest grein heldur verður það gert nú í vikunni með viðeigandi hætti
Takk fyrir allt, Wayne!
Jói Sig says
You are no. 1
DMS says
Frábær leikmaður fyrir okkur í gegnum árin.
Eftir uppákomuna hans þegar hann efaðist um metnað klúbbsins og það meðan Sir Alex Ferguson var enn við stjórnvölin og leitaðist eftir sölu til Man City sem voru að borga betur, þá hef ég einhvern veginn aldrei litið hann alveg sömu augum.
En maður verður að muna eftir góðu stundunum og þær voru svo sannarlega margar. Takk Rooney.
Tony D says
Ég hef alltaf haldið mikið upp á Rooney og verið hrifinn af honum sem leikmanni þó að það hafi gengið sífellt verr að réttlæta stöðu hans í liðinu undanfarin ár. Það eru fáir sem leggja jafn mikla vinnusemi á sig á vellinum og hann er markahæsti maður liðsins frá upphafi. Ég vona að hann fái meiri viðurkenningu fyrir afrekum sínum fyrst hann er búinn að klæða sig úr rauðu treyjunni. Algjör legend og gangi honum vel!
Cantona no 7 says
Rooney er farinn,en hann hefur því miður ekki skilað miklu tvö eða þrjú síðustu tímabil þrátt fyrir alger súperlaun og reyndar alltof há miðað við frammistöðu á vellinum.
Rooney er samt og mun alltaf verða goðsögn hjá okkur Man Utd stuðningsmönnum.
Hann átti reyndar að fara fyrr.
Takk Rooney fyrir allt.
G G M U