Manchester United spilaði í nótt annan leikinn sinn á þessu undirbúningstímabili. Liðið hafði fært sig frá Los Angeles yfir til Utah þar sem Real Salt Lake var heimsótt á Rio Tinto leikvanginn. Fyrirfram var vitað að þetta yrði sögulegur leikur af tveimur ástæðum, annars vegar var þetta fyrsti leikur liðsins í Utah og hins vegar var þetta fyrsti leikurinn sem Manchester United spilaði í nýju varabúningunum.
Liðið sem hóf leikinn að þessu sinni var skipað eftirfarandi leikmönnum:
Here’s how we’ll line up against Real Salt Lake… #MUTOUR pic.twitter.com/5RFriFRqWP
— Manchester United (@ManUtd) July 18, 2017
Real Salt Lake er í sömu deild og LA Galaxy en sæti neðar en Galaxy, Real í 9. sæti en Galaxy í 8. sæti. Þessi lið mættust í síðasta deildarleik, 4. júlí síðastliðinn. Þá hafði Real betur með 6 mörkum gegn 2, og það á útivelli. Það mátti því allt eins búast við að Real Salt Lake væri sterkara lið en Galaxy, þó þurfti einnig að hafa í huga að næsti deildarleikur þeirra er á morgun, 19. júlí, gegn Portland Timbers. Þeir þurftu því að passa lykilmenn vel og voru búnir að segja fyrir leik að þeir myndu spila á þremur liðum og hver leikmaður fengi u.þ.b. hálftíma í leiknum.
Manchester United byrjaði leikinn ekki í þriggja miðvarða uppstillingu líkt og í leiknum gegn Galaxy heldur voru Fosu-Mensah, Lindelöf, Jones og Blind saman í fjögurra manna varnarlínu. Carrick sat svo fyrir framan þá á meðan Pogba og McTominay voru duglegri að fara framar. Lingard og Mkhitaryan voru svo á köntunum en duglegir að fljóta inn í önnur svæði og jafnvel skipta um kanta. Fremstur var svo stóri maðurinn, Lukaku. Hann var þó ekki alltaf fremstur, minnti stundum á Zlatan þar sem hann var kominn neðarlega á völlinn.
Fyrsti hópurinn af þremur sem spilaði fyrir Real Salt Lake mætti tilbúinn til leiks og spilaði af áræðni. Kannski kom það United á óvart eða kannski var það aðallega það að bandaríska liðið er á miðju tímabili á meðan United er að hefja undirbúningstímabilið. Í öllu falli voru heimamenn fyrri til að reyna á markmanninn og náðu nokkrum sinnum að koma vörninni í vandræði til að byrja með. Til að mynda var Jesse Lingard allt í einu kominn í það hlutverk að henda sér í tæklingu á síðustu stundu til að bjarga marki. Það gerði hann frábærlega vel, hafði elt sinn mann sem hafði hugsað sér að stinga sér inn í teig utan af velli.
McTominay átti fína tilraun fyrir United eftir nokkrar mínútur sem var besta tilraun United þarna til að byrja með. En eftir 20 mínútna leik skoraði Real Salt Lake fyrsta mark leiksins. Miðjumaður liðsins náði góðum spretti upp eftir miðjum velli og gaf svo stungusendingu innfyrir vörnina. Sóknarmaðurinn Luis Silva stakk sér á milli Lindelöf og Jones og náði að ýta Jones mjög auðveldlega af boltanum og klára með laumulegu skoti framhjá Pereira. Ekki ósanngjarnt að Real Salt Lake væri komið yfir en það verður að segjast að vörnin hjá United leit ekki vel út þarna.
Lukaku var næstum því búinn að jafna strax í kjölfarið en skot hans var varið. Hann var töluvert að reyna og virkaði æstur í að komast sem fyrst á blað fyrir United. Jöfnunarmarkið kom á 29. mínútu og þótt Lukaku hafi ekki skorað það þá átti hann þátt í mjög góðri uppbyggingu fyrir markið. Pogba átti þá góða sendingu inn í hlaupaleið Jesse Lingard inná miðjum vellinum, Lingard bar boltann upp og náði skemmtilegu þríhyrningsspili við Lukaku áður en hann gaf boltann í fyrstu snertingu á Mkhitaryan sem lúrði rétt fyrir utan vítateig. Mkhitaryan sneri sér við og skaut að marki, lagði boltann í hægra hornið niðri, óverjandi fyrir markmanninn.
Mkhitaryan equalises for Man Utd 1-1, pic.twitter.com/qpizixmnoY
— Man Utd Videos ⚽️🎦 (@ManUtdVines) July 18, 2017
Stuttu síðar skipti Real Salt Lake öllu liði sínu út fyrir lið númer 2 sem spilaði leikinn. Manchester United hafði verið að ná betri tökum á leiknum og það hélt áfram eftir að nýja liðið kom inn á. Á 38. mínútu náði Lukaku svo að brjóta ísinn og koma United yfir. Aftur kom markið eftir flotta sóknaruppbyggingu. Jesse Lingard var aftur kominn inn að miðjum vellinum þegar hann fékk boltann, hann átti frábæra stungusendingu upp kantinn á Mkhitaryan sem átti virkilega flotta og vel útreiknaða stungufyrirgjöf, beint á Lukaku. Belginn sterki náði með einni snertingu að setja markmann og einn varnarmann andstæðinganna á afturendann og var mjög yfirvegaður þegar hann fór framhjá þeim og setti boltann í markið. 2-1 og þannig var staðan í hálfleik.
Lukaku’s first goal for Man Utd 2-1 pic.twitter.com/1bgRZOJ1lE
— Man Utd Videos ⚽️🎦 (@ManUtdVines) July 18, 2017
Liðið sem United spilaði með í seinni hálfleik var svona:
Our team for the second half… #MUFC #MUTOUR pic.twitter.com/kPryAfy6AH
— Manchester United (@ManUtd) July 18, 2017
Liðið spilaði með svipaða uppstillingu í seinni hálfleik. Andreas Pereira sat aftast á miðjunni, í Carrick stöðunni, og byrjaði seinni hálfleikinn af krafti. Var mikið í boltanum og hasarnum. Ekki að það hafi reyndar verið einhver glimrandi hasar í gangi á þeim tímapunkti, það var þó gaman að fylgjast með Pereira, hann spilaði af fullu sjálfstrausti. Ef eitthvað var fór hann stundum full geyst í baráttuna og tæklingarnar. En hann sýndi í það minnsta að það er töggur í honum, minnti á köflum á Herrera hvað það varðar.
Á 58. mínútu varð Mata fyrir leiðinlegri tæklingu og þurfti að yfirgefa völlinn vegna meiðsla. Vonandi ekkert alvarlegt. Inn á í staðinn kom Demetri Mitchell sem spilaði þá á kantinum. Tíu mínútum síðar fór Valencia í heldur glæfralega tæklingu þar sem hann náði engu af boltanum en fór þess í stað aftan í leikmann Real Salt Lake. Eftir nokkurn umhugsunartíma ákvað dómari leiksins að sýna Valencia rautt spjald. Heldur óhefðbundin ákvörðun, svona í vináttuleik. Þess utan virkaði þetta frekar eins og tækling sem átti skilið gult spjald en hún var vissulega glórulaus, sérstaklega þar sem um vináttuleik var að ræða. Sá sem varð fyrir tæklingunni var reyndar sami leikmaður og hafði tæklað Juan Mata svo illa að hann þurfti að yfirgefa völlinn, kannski hafði það eitthvað með þessa tæklingu að segja.
This na the tackle wey Antonio Valencia do wey make Ref give am red card, You feel say e worth am? #MUIP pic.twitter.com/2LgdAVw2KJ
— Man United In Pidgin (@ManUtdInPidgin) July 18, 2017
Mitchell datt því niður í vinstri bakvörðinn og Darmian fór í þann hægri. Eftir þetta náði leikurinn aldrei almennilegu flugi. Real Salt Lake gerði 5 skiptingar, svo aðra skiptingu síðar. Náðu líka góðu skoti einu sinni en annars náði liðið lítið að skapa. Manchester United vann mikið en skapaði heldur ekkert svakalega mikið. Liðið fékk þó tvö góð færi til að bæta við marki. Pereira tók hornspyrnu sem var skölluð aftur til baka út á kantinn, þá sendi hann fyrirtaks fyrirgjöf beint á pönnuna á Smalling sem skallaði yfir úr dauðafæri. Virkilega öflug fyrirgjöf sem Smalling hefði mátt nýta betur.
Fimm mínútum fyrir leikslok átti Mitchell virkilega flottan sprett upp kantinn. Fann Fellaini þar sem átti góða sendingu áfram á Martial. Martial gerði vel í að koma sér í skotfæri en setti skotið frekar hátt yfir. Átti að gera betur þarna.
Tuanzebe kom svo inn á í blálokin fyrir Martial. Darmian virtist líka eitthvað meiðast en gat klárað leikinn, vonandi að það hafi ekki gert neitt verra.
Heilt yfir var þetta ekkert glimrandi merkilegur leikur. Þetta var ekta æfingaleikur og vinnan sem liðið skilaði var til fyrirmyndar þótt spilamennskan sjálf hafi verið misgóð.
Jesse Lingard hefur löngum kunnað vel við sig á undirbúningstímabilum með Manchester United. Þetta sumar er engin undantekning, hann er búinn að vera virkilega flottur í báðum leikjunum til þessa og í þessum leik var hann oft sá sem startaði álitlegum sóknum, til dæmis í báðum mörkunum.
Mkhitaryan er líka að koma vel inn í þetta. Virðist staðráðinn í að sýna hvað hann getur. Að auki fannst mér Fosu-Mensah flottur í bakverðinum í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik var minna um álitlegt spil en meira um vinnusemi og baráttu. Ég var mjög hrifinn af Andreas Pereira og áhugavert að sjá hann í þessari Carrick rullu aftarlega á miðjunni þar sem ég átti frekar von á að hann yrði á kantinum eða allavega framar á miðjunni. Hann sýndi þó fínan karakter þarna og hlakka ég til að sjá hvort hann fær tækifæri í næstu leikjum í sömu stöðu.
Aðalstjarnan í þessum leik var þó nýja varatreyjan. Hún svínlúkkar!
That away kit. 👌⚫️
Get yours: https://t.co/aopSEEDm51 pic.twitter.com/P1x9J2Anhk
— Manchester United (@ManUtd) July 18, 2017
Ókei þessir nýju varabúningar eru 🔥🔥🔥. Beint í Jóa útherja. Bless peningar. Allir glaðir. #raududjöflarnir
— Emil Örn Harðarson (@emil90) July 18, 2017
„I’m here to score goals.“
Job done tonight then, @RomeluLukaku9! 💪 Watch more player interviews on #MUTV: https://t.co/vUU4SB9xdO pic.twitter.com/nVxpcqIXGX
— Manchester United (@ManUtd) July 18, 2017
.@AnderHerrera discusses tonight’s #MUTOUR win with #MUTV… pic.twitter.com/QerQEn08Ey
— Manchester United (@ManUtd) July 18, 2017
Næsti leikur liðsins er svo gegn Manchester City í Houston. Hann er kl. 2 aðfaranótt föstudagsins 21. júlí.
Emil says
Frekar skrítinn leikur en oftast eru æfingaleikir einmitt það. Margir að spila óþarflega grófan leik og ekki alveg í formi til að halda tempói allan tímann.
Sammála með Pereira, það verður spennandi að sjá hvort hann verði notaður sem nýr Carrick á tímabilinu eða hvort hann fái sénsinn ofar á vellinum og jafnvel á kantinum. Það er að segja ef það kemur ekki nýr miðjumaður inn.
Fellaini er góður til ýmissa verka á vellinum en eins og við sáum margoft á síðasta tímabili þá er hann einn alversti playmaker ensku deildarinnar. Rashford var orðinn vel pirraður á honum þarna á tímabili.
En æfingaleikir eru til þess að æfa sig og spila sig saman og ágætt að menn fengu smá þjálfun í að spila manni færri.
Sverrir Fjord says
Liðið verður að versla amk einn miðjumann strax.
Núverandi miðja er ekki að fara að gera einhverjar rósir á komandu tímabili, það eru tveir menn (Pogba/Herrera) sem eru að halda miðri miðjunni á floti, Carrick er jú góður en við vitum að hann er kominn á endastöð á ferlinum.
Aðrir miðjumenn eru bara farþegar í þessu liði og ekki að fara að gera neinar rósir.
Ef Pogba eða Herrera meiðast þá er liðið strax komið í bullandi vandræði.