Ef það fór framhjá einhverjum öttu Manchester-liðin tvö kappi í Houston í Bandaríkjunum í nótt í International Champions Cup.
Þetta var fyrsti leikur beggja liða í þessarri keppni sem orðið er aðalmálið hjá stærstu liðum heims á undirbúningstímabilinu. Þetta var í fyrsta sinn sem liðin mættust utan Bretlandseyja og liðið sem hóf leik fyrir United var svona.
Tonight's #MUTOUR side for our #Manchesterderby in Houston! pic.twitter.com/gzQa1h3sDA
— Manchester United (@ManUtd) July 21, 2017
Nokkuð sterkt lið. Pep stillti einnig upp nokkuð sterku liði, auk þess sem að 2-3 kjúklingar fengu að fljóta með. Ederson og Kyle Walker byrjuðu sinn fyrsta leik með City.
Fyrri hálfleikur var mjög fjörugur og það var ekki að sjá að þetta væri vináttuleikur. Vincent Kompany straujaði Lukaku illa snemma leiks og menn voru ekkert að halda neitt sérstaklega aftur af sér í þeirri deild.
Spilalega séð komu bæði lið einnig vel inn í leikinn, bæði lið virkuðu spræk og klár í verkefnið. Þau skiptust á að sækja í fyrri hálfleik þó að framan af hafi United haft yfirhöndina. Fyrsta hálftíman eða svo skiptust liðin á langskotum en United komst nokkrum sinnum í góðar stöður án þess þó að nýta það.
Þangað til á 37. mínútu þegar Pogba sendi klassíska Paul Pogba sendingu yfir vörn City. Þar var Lukaku mættur á fullu stími gegn Ederson sem kom út á móti. Lukaku gerði allt rétt, potaði boltanum framhjá markmanninum með höfðinu og kláraði færið virkilega vel úr erfiðri stöðu. Frábært mark.
Romelu Lukaku makes it 1-0! #MUFC pic.twitter.com/pOxVmmoG7E
— ManUtdGoals (@ManUtdGoaIs) July 21, 2017
Mínútu síðar gerði United út um leikinn eftir laglega skyndisókn. Mkhitaryan fékk boltann á kantinum og tók á rás inn að miðju vallarins, við teiginn fann hann Rashford í teignum sem kláraði færið sitt afar vel.
City hafði fá svör við þessu. Eftir þetta gerðist fátt markvert í leiknum fyrir utan að Lukaku átti bylmingsskot í samskeytið. Mourinho gerði nokkrar breytingar í hálfleik og í seinni hálfleik, sem og Pep, en við það riðlaðist leikur beggja liða og hvorugt lið tókst að afreka mikið í seinni hálfleik.
Marcus Rashford quickly doubles our lead. 2-0! #MUFC pic.twitter.com/QDLabANOxy
— ManUtdGoals (@ManUtdGoaIs) July 21, 2017
Frekari leikskýrslur um leikinn má nálgast á vef Guardian, Telegraph og ESPN.
Næsti æfingaleikur er á aðeins kristilegri tíma, gegn Real Madrid á sunnudaginn klukkan 21.00.
Örfáir punktar
- Lukaku er að fara virkilega vel af stað. Fyrir utan markið sem hann skoraði, sem var afar laglegt, var hann duglegur að virka sem batti fyrir liðsfélag sína. Hann hljóp mikið og teygði á vörn City með hlaupum hingað og þangað, hann var mikið í spilinu og var eiginlega bara frábær í þessum leik. Verður geggjað að sjá hann í alvöru leik.
- Mkhitaryan og Rashford koma stórkostlega undan sumri. Mkhitaryan var potturinn og pannan í sóknarleik United og skapaði mikinn usla með hlaupum og góðum sendingum. Rashford virðist einnig vera í frábæru standi og hann er að klára færin sín vel.
- Varnarleikur liðsins var þó ekkert spes. Manni fannst Lindelöf og Smalling ekkert sérstakir í leiknum og Blind, þrátt fyrir að vera ágætur sóknarlega, var í veseni í leiknum. Þetta skánaði í seinni hálfleik þegar Darmian, Jones og Bailly komu inn. Valencia var traustur að venju.
- Liðið virðist vera í feiknaformi þrátt fyrir að stutt sé liðið af undirbúningstímabilinu, menn byrjuðu leikinn af krafti og það er einhver óskilgreindur kraftur yfir öllu sem þeir eru að gera, sérstaklega sóknarlega.
Tístvélin
Jose Mourinho on @RomeluLukaku9: "I couldn't be happier with what he's doing."
Get more reaction on #MUTV: https://t.co/24a6Qh997V pic.twitter.com/Uz5VTwcq2u
— Manchester United (@ManUtd) July 21, 2017
If football was *just* a thinking man's game, and things like power and pace were left out, Daley Blind would be one of the world's best.
— Jonas Giæver (@CheGiaevara) July 21, 2017
Quality interception by Paul Pogba. #mufc #mutour [mutv] pic.twitter.com/tz9cMFwIY4
— United Xtra (@utdxtra) July 21, 2017
Rapido there from Walker to get across to cut out Rashford. None of City's full backs last season would have got there in time
— James Ducker (@TelegraphDucker) July 21, 2017
Lindelof hasn't done much so far in the US to suggest he is much of an upgrade on Jones or Smalling..
— Mark Ogden (@MarkOgden_) July 21, 2017
Dave Saves! #mufc #mutour pic.twitter.com/B0eEZAg8qh
— United Xtra (@utdxtra) July 21, 2017
Mike Smalling! #mufc #mutour pic.twitter.com/bRwaMkkfKB
— United Xtra (@utdxtra) July 21, 2017
Two goals based on pace and power something that's been missed @ManUtd in recent years.
— Danny Higginbotham (@Higginbotham05) July 21, 2017
Paul Pogba's an absolute baller 🔥 #mufc #mutour #ManchesterDerby pic.twitter.com/VMMKl6qzhq
— Manchester United (@LovinUnited) July 21, 2017
Mkhitaryan sharp for United, some great passing from Pogba, razor sharp finishes from Lukaku & Rashford. Bright 45 mins from talented Foden
— James Ducker (@TelegraphDucker) July 21, 2017
That Lukaku finish was absolutely stunning. Top drawer. The less said about the goalkeeping the better
— James Ducker (@TelegraphDucker) July 21, 2017
Not a lot to take away from pre-season matches, but United looks so, so organised. Much more like a team both when on and off the ball.
— Jonas Giæver (@CheGiaevara) July 21, 2017
If you add a more direct winger-cum-attacker (Perisic fits this mould), I think this United side looks really dangerous this season.
— Jonas Giæver (@CheGiaevara) July 21, 2017
SHS says
Ok, Lindelöf sko… Kannski ekki rétt að dæma hann af æfingarleikjum en ég get ekki séð að hann sé einhver uppfærsla af Phil eða Mike…
Moore says
Fyrsti æfingaleikurinn hjá City, en restin verður einstefna. United verður í vandræðum með að ná topp 4, en City mun vinna PL.