Okkar menn spiluðu síðasta vináttuleikinn í Bandaríkjaferð undirbúningstímabilsins í nótt. Andstæðingurinn að þessu sinni var Barcelona og stilltu bæði lið upp sterki liði. Lið United var svona
Here's how we'll line up against @FCBarcelona… #MUTOUR pic.twitter.com/MvMPUFSIBA
— Manchester United (@ManUtd) July 26, 2017
Eins og sjá má á þessu tísti voru United í nýju varavarabúningunum sem eru gráir og hafa vakið mismikla lukku. Neymar, Messi, Suarez og aðrar stjörnur Barca voru í liði Spánverjanna.
Það eiginlega skemmst frá því að segja að leikurinn var nánast eins og að horfa á myndbönd af sendingaleik Barcelona-manna. Á löngum köflum kom United hreinlega ekki við boltann á meðan Börsungar léku sín á milli.
Leikmenn spænska liðsins réðu för stærstan hluta leiks og það var aðeins De Gea og Romero að þakka, sem skiptu með sér hálfleikjunum, að Barca setti ekki nokkur mörk. Að sama skapi var pirrandi að eina mark leiksins skyldu koma eftir mistök frá Antonio Valencia. Hann var ekki í línu við aðra varnarmenn United þegar sending kom inn fyrir vörnina. Það virtist þó ekki ætla að koma sök þar sem Valencia leit ít fyrir að vera með stjórn á aðstæðum enda á undan Neymar í boltann.
Ég veit þó ekki alveg hvað Ekvadorinn okkar var að reyna að gera, hann missti jafnvægið þegar hann virtist ætla að snúa sér með boltann undan pressu frá Neymar. Við það datt hann og Neymar fékk dauðafæri sem hann skoraði úr.
Í seinni hálfleik gerði Barca 10 breytingar á meðan Mourinho var ekki mikið að rótera. Bailly og Jones komu inn í vörnina í hálfleiknum og það verður að segjast að þeir litu töluvert betur út en Lindelöf og Smalling, sérstaklega sá síðarnefndi sem var sérstaklega slakur. Þeim til varnar voru þeir þó að spila gegn Messi, Neymar og Suarez en hinir fyrrnefndu voru að glíma við Munir, Alcacer og Turan.
United komst örlítið inn í leikinn í seinni hálfleik og með smá heppni hefði United getað jafnað, sérstaklega undir lok leiksins þegar Anthony Martial var skeinuhættur.
Heilt yfir ekkert sérstakur leikur hjá okkar mönnum en dagskráin hefur auðvitað verið þéttskipuð með fimm leikjum á ellefu dögum.
Mourinho var ekkert að stressa sig á tapinu og sagði eftir leik að tapið hefði í raun verið gott, það sýndi að liðið ætti enn eftir svolítið í land á undirbúningstímabilinu. Hann var afar kátur með Bandaríkjaferðina, ekki síst vegna þess að enginn meiddist en meiðsli Herrera og Mata reyndust smávægileg.
Paul Pogba lítur afskaplega vel út, Marcus Rashford sömuleiðis og það virðist einnig vera neisti í Anthony Martial sem mætti alveg breytast í bál í vetur. Helstu vandræðin hafa verið í vörninni. Utan Bailly hefur enginn miðvarðanna heillað sérstaklega og Blind hefur átt betri daga og því kærkomið ef Shaw nær að snúa aftur að fullum styrk snemma í haust.
Liðið er nú þegar lent í Manchester. Næsti áfangastaður er Dublin þar sem liðið spilar við Våleranga á sunnudaginn klukkan 17.00 held ég alveg örugglega.
En hvað með Matic?
Það virðist allt benda til þess að Nemanja Matic, miðjumaður Chelsea verði þriðju kaup sumarsins. Miguel Delaney, blaðamaður Independent segir að Matic hafi gert öðrum félögum á borð við Juve og Inter sem höfðu áhuga á honum að United væri hans óskaáfangastaður. Chelsea er sagt vera til í að selja hann til United en ljóst er að það mun kosta 40 milljónir plús.
Manchester United cleared to sign Nemanja Matic as Juventus switch targets | @MiguelDelaney https://t.co/P3LJ15oEMv
— Indy Football (@IndyFootball) July 27, 2017
United hefur eitthvað verið orðað við Gareth Bale að undaförnu en ég trúi því þegar ég sé það. Allir orðrómar um Ivan Perisic frá Inter komi til United hafa alveg horfið. Hann er í fullu fjöri með Inter á æfingarferðalagi þeirra og lagði upp þetta prýðisgóða mark í dag. Ég held að það sé alveg ljóst að miðað við þetta að United gæti alveg notað leikmann eins og Perisic, ekki síst eftir að Lukaku mætti á svæðið.
DMS says
Það kostar alltaf meira að kaupa „finished goods“ á prime aldri. Bæði Perisic og Matic eru það. Báðir 28 ára, báðir landsliðsmenn og með mikla reynslu á bakinu. Matic með PL reynslu og hefur sannað sig þar ásamt því að þekkja Mourinho. Perisic hefur staðið sig vel bæði í þýsku deildinni og þeirri ítölsku.
Nú er spurning bara hvort United sé reiðubúið að leggja út peninginn fyrir þessu eða hvort þeir horfi þá frekar til yngri og óreyndari manna sem eru e.t.v. ódýrari en eiga fleiri ár eftir í bransanum en eru þá líka aftur á móti meira spurningamerki hvort þeir passi inn í lið á stærð við United. Gleymum því samt ekki að 28 ára leikmaður getur vel átt 4-5 góð ár eftir í sínu besta líkamlega standi áður en hann fer að dala eitthvað að ráði.
Ef að Matic og Perisic verða keyptir þá tel ég okkur í stakk búna til að vera contenders um titilinn svo lengi sem vörnin nær að gíra sig saman.
Þessi Bale orðrómur er fjarlægur, blöðin voru að stilla því upp að ef Mbappe verði keyptur til Real Madrid þá gætu dyrnar opnast fyrir United. En voru þeir ekki bara að selja Morata til að rýma fyrir Mbappe? En Bale er líka 28 ára gamall eins og Matic og Perisic, en hans verðmiði yrði sennilega aldrei minni en hann var keyptur á til Real.
Bjarni says
Eins gott að spila ekki við Barca í hverri viku með hluta af þessari vörn. Valencia með sama gamla góða hringsól með boltann og stera fyrirgjafir, afleysinga Blind enn hægari en áður og Smalling, tja á fá góð lýsingarorð yfir hann. Búið að uppfæra einn frammi og einn í vörn en það þarf meira til og vonandi bæta þeir við vörnina eða miðjuna einhverjum gæðum, alveg sama í hvaða stöðu. DeGea mun ekki bjarga okkur endalaust í vetur þó hann sé góður.
Stefan says
United verður að gera haldið boltanum innan liðsins .
Svakalegt að horfa á þetta á köflum, liðið datt alltof aftarlega.
Liðið þarf meiri gæði ætli það sér að vinna deildina.
Jóhann Freir says
Skil bara ekki hvað United er að gera á markaðinum.
Þetta lið öskrar á meiri gæði sérstaklega þegar kemur að miðju liðsins en það er ekkert að frétta.
Bayern er búið að auglýsa Renato Sanches dælan oftar en einu sinni og oftar en tvisvar samt er allt frosið á Old trafford.
Ekki spurning um annað en að stökkva á tækifærið sem er núna og fá þann dreng.
Þó það væri 24 mánaða leiga.
Hann er betri en nokkrir miðjumenn sem nú þegar eru til staðar.
Jóhann Freir says
Átti að vera Bayern búið að auglýsa að hann sé falur ekki dælan :)
Karl Gardars says
Þetta er búið!
Krullukúturinn okkar, Stóra M-ið sterklega orðaður í burtu frá klúbbnum. 😱
Hvað gerum við nú??
Bjarni says
Getur Fellaini ekki tekið Smalling með sér?
Karl Gardars says
https://youtu.be/CG_TtQfKQ1U
Galdramaður
DMS says
Fellaini orðaður sterklega við brottför til Galatasaray, forseti félagsins staðfestir viðræður.
Það hlýtur að þýða að við séum að fara að klára Matic. Þá erum við allavega að fá inn varnarsinnaðan miðjumann með fína sendingar- og tæklingargetu. Mér hefur aldrei fundist Fellaini vera CDM, hreinlega ekki hans staða.
Björn Friðgeir says
Burtséð frá því hvaða leikmenn eru ekki nógu góðir fyrir United þá eru amk þeir sem eru núna nógu góðir sem backup. Þannig að ef einhver fer þarf að kaupa í staðinn, burtséð frá þessum tveimur sem við viljum sjá koma
Þannig að m.v. slúðrið í gær þá kæmi mér ekki á óvart ef Matić kæmi og svo Matuidi ef Fellaini fer.
Björn Friðgeir says
Og morgunslúðrið er að Matić sé rétt ókominn
Auðunn says
Það verður grill og bjór ef Fellaini fer loksins.