Við höfum alveg gleymt að viðhalda þessum lið í sumar enda kannski óþarfi að fylla skjáinn af endalausu slúðri alltaf hreint. Nú þegar fer að styttast í mót þá er samt kominn tími til að skoða það helsta sem hefur verið skrifað um okkar menn í sumar.
Allt sem viðkemur leikmannakaupum United í sumar
Félagar okkar hjá United Rant fóru yfir hvað United ætlaði sér að gera í glugganum.
United fékk einn af aðalmönnunum í kringum uppbyggingu Juventus síðustu ár en félagið keypti einn af þeirra helstu leikmanna-njósnurum í sumar.
Meira um Javier Ribalta og nú á ensku.
Independent ræddi við Jack Cohen, sem hefur unnið að mörgum leikmannasölum og kaupum, um hvernig ferlið virkar í raun og veru.
José elskar varnarsinnaða miðjumenn og telur það vera lykilatriði að finna einn slíkan fyrir United.
José virðist vera með ákveðna áráttu þegar kemur að því að kaupa leikmenn hjá Manchester United. Þeir eru allir hærri en meðalmaðurinn.
Mourinho er ekki ánægður með sumargluggann í ár. Vill fá tvo leikmenn inn en myndi sætta sig við að United kaupi einungis einn leikmann í viðbót.
Nemanja Matic gæti verið lykillinn sem opnar hurðina fyrir Paul Pogba. Andy Mitten fór yfir hvað Matic kemur með til liðsins.
Ivan Perisic þetta og Ivan Perisic hitt.
Áhugaverð grein um Ivan Perisic og hvernig hann fór úr núll&nix í það að verða eitt helsta skotmark Manchester United.
Migual Delaney útskýrir af hverju Ivan Perisic gæti verið mikilvægustu kaup United þetta sumarið.
Allt sem þú þarft mögulega að vita um Romelu Lukaku – og meira til
Andy Mitten skrifaði nokkur orð um nýja framherja United.
Andy Mitten með fleiri orð um United, kaupin á Lukaku og mikilvægi þess að framherjar geri meira en að skora mörk hjá liðinu.
Squawka fór yfir Lukaku orðróminn rétt áður en kaupin voru staðfest.
Kristian Heneage segir að United sé búið að finna hina fullkomnu níu fyrir liðið.
Lukaku hefur þurft að höndla fordómafulla bjána síðan hann var krakki.
Fróðleikur
Luke Shaw er að taka sig á utan vallar.
Shaw ætlar að gefa allt sem hann á í vetur.
Damien Duff, já sá Damien Duff, elskar Manchester United og reyndi á sínum tíma að komast til liðsins – Sir Alex Ferguson vildi ekki kaupa hann því hann var of dýr.
Ryan Giggs er ennþá atvinnulaus.
Eric Dier er eins og pípulögn. Óeftirminnilegur en lífsnauðsynlegur (allavega þangað til við fengum Matic).
Af hverju náði Adnan Januzaj ekki að verða sá leikmaður sem við flest héldum að hann yrði? Kristan Heneage fór yfir málið.
Andy Mitten skrifaði um æfingarferðalag United til Bandaríkjanna.
Að lokum – Hvernig José Mourinho leyfði Wayne Rooney að spila sig út úr byrjunarliðinu.
Hann kom, hann sá, hann sigraði.
Auðunn says
Nú eru farnar af stað háværar sögusagnir um að Mourinho ætli sér að fórna Martial í stað Perisic.
Það hugnast mér persónulega alls alls ekki.
Það eru ekki margir efnilegri leikmenn en Martial þarna úti og United á að halda fast í unga og efnilegri leikmenn því markaðurinn er orðinn þannig í dag að það er nánast útilokað að versla svoleiðis menn nema punga út stjarnfræðilegum upphæðum.
Það meikar því ekki nokkurn einasta sense að skipta á þessum leikmönnum hvað þá að borga eitthvað á milli.
Vona að þessar fréttir eigi ekki við nein rök að styðjast.
DMS says
Ég sé ekki að koma Perisic myndi þýða endalok hjá Martial. Jú samkeppnin um stöðurnar myndi harðna en hann þarf líka að stíga upp og sýna sig og sanna. Menn eiga ekkert að eiga rétt á byrjunarliðssæti án þess að vinna sér inn fyrir því. En vonandi fær Martial áfram sénsa því hann er gríðarlegt efni.
Persónulega vonast ég eftir því að við klárum Perisic og höldum núverandi hóp. Held það sé nóg af leikjum til að allir eigi sér hlutverk í þessum liðshóp á komandi tímabili. Perisic er virkilega vinnusamur leikmaður með frábæra krossa og getur þá gefið okkur option um 3-5-2 kerfinu með hann og Valencia sem vængbakverði. Hann myndi einnig mögulega henta í leikjum gegn sterkari andstæðingum þar sem þarf að verjast vel og vinna til baka.
Ég myndi allavega frekar telja og vona að koma Perisic myndi þýða endalok hjá leikmanni eins og Ashley Young sem er orðinn 32 ára.
Bjarni says
Það er nægur tími til að fækka í hópnum í næsta glugga. Ef menn spila lítið og vilja fara þá mega þeir fara. Martial verður hins vegar að nota tækifærið í ár annars er hætta á að hann fari sjálfkrafa en ég vona það ekki. Ég er með aðra menn á þeim lista. Annars er hópurinn að verða sterkur og fullfær um að vera í toppbaráttunni eitthvað lengur en á síðasta tímabili. Hefði alveg verið til í að fórna mínum want away lista fyrir Neymar en sá draumur er úti.