Enska úrvalsdeildin hófst með látum þessa helgina. Við vorum búin að sjá flotta leiki, mikið af mörkum, óvænt úrslit og mikla baráttu þegar kom að okkar mönnum í lokaleik umferðarinnar. Sá leikur olli okkur nákvæmlega engum vonbrigðum.
West Ham United var eitt af liðunum sem mætti á Old Trafford í fyrra og tók jafntefli með sér eftir leik þar sem United skapaði sér færi en náði ekki að nýta þau.
Fyrsta byrjunarlið Manchester United í ensku úrvalsdeildinni þetta tímabilið var svona:
Varamenn: Romero, Darmian, Smalling, Fellaini, Herrera, Lingard, Martial
Byrjunarlið West Ham United í leiknum var svona:
Varamenn: Adrian, Byram, Cresswell, Fonte, Collins, Rice, Sakho
Leikurinn
West Ham byrjaði leikinn frekar vel. Voru meira með boltann til að byrja með og ákafir í pressunni, án þess þó að ná að nýta sér það beint til að búa til færi eða valda Manchester United einhverjum sérstökum vandræðum. En Manchester United náði betri tökum á leiknum og fyrir utan fyrsta korterið þá dómineraði Manchester United algjörlega boltann og leikinn.
Munaði þar ekki síst um frábæran leik frá nýjasta leikmanni liðsins, Nemanja Matic. Hann og Pogba tóku algjörlega yfir miðjuna. Þeir sýndu báðir flotta baráttu og gríðarlega yfirferð, voru úti um allt á vellinum. Fyrir framan þá voru svo Rashford, Mkhitaryan og Mata á sífelltu iði í leit að plássi til að skapa eitthvað og valda vörn West Ham vandræðum. Á 19. mínútu skilaði það því að Mkhitaryan átti flotta stungusendingu á Mata, sem hafði tekið eitt af sínum frábæru hlaupum inn í svæði sem var opið. Mata náði skoti á markið sem Hart varði vel. Í kjölfarið datt boltinn fyrir Mata sem náði að koma boltanum fyrir þar sem Lukaku lúrði en tveir varnarmenn West Ham náðu að henda sér fyrir svo Lukaku náði ekki skoti að marki. En sóknin var flott.
Stuttu síðar sýndi Rashford skemmtilega takta þegar hann fíflaði tvo varnarmenn West Ham upp úr skónum. Hann náði þó ekki að koma boltanum en vann hornspyrnu. Manchester United fékk helling af hornspyrnum í leiknum. Eric Bailly átti þá oftar en ekki flott hlaup á nærstöngina en það skapaðist samt sjaldan veruleg hætta af þeim. Vonandi eru þessar hornspyrnur þó eitthvað sem verður hættulegt vopn í vetur, liðið er alveg með leikmenn í það að vera hættulegir í teignum. Bara helst spurning um hver er best til þess fallinn að taka hornspyrnurnar.
Þarna var pressan farin að aukast hjá United. Liðið eyddi slatta af tíma í sókninni að reyna að brjóta aftur varnarmúr West Ham. En fyrsta markið kom ekki upp úr því heldur eftir að West Ham hafði náð að koma sér framar á völlinn með boltann. Nemanja Matic var samt ekkert á því að leyfa þeim það heldur mætti hátt uppi í varnarvinnunni, vann boltann með góðri tæklingu sem skilaði boltanum beint á Rashford. Rashford tók á sprettinn upp völlinn og Matic elti hann til að taka hlaupið utan á Rashford. Það hlaup bjó til pláss fyrir Rashford til að senda inn stungusendingu á Lukaku sem kom á rosalegum spretti. Lukaku þakkaði pent fyrir sig með því að afgreiða stungusendinguna í stöngina og inn, óverjandi fyrir Hart. Frábær skyndisókn!
Manchester United kláraði fyrri hálfleikinn með sömu yfirburðunum en þó munaði samt litlu að West Ham næði að jafna í blálokin. Þá náði liðið að spila sig inn í teig United. Noble fékk boltann í teignum og sendi hann út á Fernandes sem átti fast skot en nokkuð beint á De Gea sem varði vel. Valencia átti skuggalega slæma tæklingu á Noble í aðdragandanum sem hefði alveg getað endað með vítaspyrnudómi. Áminning um að yfirburðir á velli og eins marks forysta gefur ekki tilefni til að slökkva á einbeitingunni.
Seinni hálfleikurinn var meira af svipuðu nema Rashford ákvað að rífa sig upp um gír í seinni hálfleiknum. Hálfleikurinn var ekki orðinn 5 mínútna gamall þegar Pogba átti flotta stungusendingu á Rashford sem brunaði upp að markinu en skotið var ekki nógu gott. Hann ætlaði að reyna að leggja boltann uppi í fjærhornið en var á gríðarlegri ferð svo skotið varð þeim mun erfiðara og endaði vel framhjá. Þarna hefði verið skynsamlegra að ná fyrst og fremst skoti á rammann, þess vegna bara með tánni. En allt fram að skotinu var frábært.
Rashford var líka bara rétt að byrja, stuttu seinna tók hann annan sprett á Zabaleta sem endaði með að Zabaleta fékk gult spjald fyrir hindrun. Upp úr þeirri aukaspyrnu átti Mkhitaryan flotta sendingu beint á Lukaku sem skallaði í markið.
Stuttu seinna átti West Ham sína bestu marktilraun þegar Arnautovic náði skalla utarlega í teig United sem fór í boga yfir De Gea og endaði í slánni. Ef boltinn hefði verið eitthvað lægri þá hefði De Gea þó verið með hann þannig að þetta var ekkert gríðarlega hættulegt marktækifæri.
Rashford hélt áfram að hrella West Ham og átti meðal annars flott skot í stöngina. Liðið fékk slatta af góðum færum á þessum tíma en þau fóru ekki inn og eftir það róaðist leikurinn aðeins, United þó enn með tök á leiknum. Fellaini kom inn á fyrir Mata, við það fór United í 3 manna miðju þar sem Pogba spilaði fremst. Zabaleta hefur líklega verið manna fegnastur þegar hann sá að Rashford ætti að fara út af þegar um 10 mínútur voru eftir. En í stað hans kom Martial inn á og hann hélt eiginlega áfram því starfi með því að taka spretta á vörnina með boltann. Hann skoraði líka þriðja mark leiksins neftir flotta stungusendingu frá Mkhitaryan.
Strax í kjölfarið fór Mkhitaryan út af fyrir Lingard. Martial var samt ekki alveg hættur, hann lagði upp fjórða markið sem Paul Pogba skoraði með snyrtilegu langskoti. Manchester United fjögur, West Ham United fjögur. Almennileg slátrun, við fögnum því!
Færanýting og fljúgandi start
Þvílíkur munur að horfa á liðið. Þetta var virkilega flott alhliða frammistaða þar sem varnarleikurinn var heilt yfir þéttur, sóknarleikurinn flottur og skyndisóknirnar fljúgandi.
Liðið skapaði fullt af flottum sóknum og færum. Og ólíkt því sem við sáum í fyrra þá náði liðið að nýta færin sem það skapaði. Sjáum samanburðin vel í þessu tísti:
United had eight shots on target in 1-1 draw with West Ham at Old Trafford last season. Had six today and scored four.
— Rob Dawson (@RobDawsonESPN) August 13, 2017
Chicharito fékk góðar og vinalegar móttökur frá áhorfendum þegar hann sneri aftur á sinn gamla heimavöll en hann fékk engar slíkar móttökur frá leikmönnum Manchester United sem voru duglegir að tækla hann.
Vissulega má þó alveg halda því til að haga að þetta West Ham lið er ekki búið að vera að spila vel í undirbúningstímabilinu. Það er þokkalega vel mannað lið og ætti að geta spilað ágætis bolta en það virðist eitthvað andleysi hrjá það. Liðið okkar má því ekki ofmetnast af þessari frammistöðu, það þarf að vinna áfram fyrir þessu. En það er alltaf gaman að byrja mótið svona vel og svo sannarlega alltaf gaman að sjá Manchester United í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Maður leiksins
Það voru margir góðir hjá Manchester United í dag. Raunar áttu allir góðan dag, heilt yfir. Það var helst að Valencia ætti vafasöm augnablik með tæklingunum sínum.
Marcus Rashford var frábær í dag. Virkilega frábær. Hann hélt alltaf áfram, tók frábæra spretti, var að búa til helling fyrir sig og aðra, lagði upp eitt mark og vann aukaspyrnuna sem mark númer 2 kom upp úr. Hann átti stangarskot og var algjör lykill í snöggum og hættulegum skyndisóknum. Ef stangarskotið hefði legið inni þá hefði hann líklega fengið mitt atkvæði sem maður leiksins í þessum leik.
Aðrir flottir í leiknum voru til dæmis Pogba, Lukaku og Mkhitaryan.
En sá besti í leiknum var Nemanja Matic. Rosalegur leikur hjá honum. Ég vissi að þessi leikmaður væri góður en hann er jafnvel enn betri en ég hélt. Ekki aðeins var hann að vinna þessa frábæru varnarvinnu á miðjunni sem ég vissi að hann kæmi með í liðið heldur var hann svakalega skapandi og flottur fram á við líka. Hann var að taka spretti, stungusendingar og hlaup sem opnuðu á alls konar skemmtilegheit. Og yfirferðin á honum, maður minn!
Matić’s game by numbers vs. West Ham:
4 aerial duels won
7 dribbles
69 passes
100% dribbles completed
100% tackles wonMOTM. #MUFC pic.twitter.com/wXHyv3GK4l
— Statman Dave (@StatmanDave) August 13, 2017
Hann er búinn að vera mjög flottur í báðum sínum leikjum fyrir Manchester United, það er bara eins og hann hafi aldrei gert annað en spila fyrir Manchester United.
Twitterhornið
Matic vs West Ham:
Player with most passes (69)
possession gained (9)
Duels won (19)
2 tackles
1 interception
1 clearance #MUFC pic.twitter.com/weJg9FPLmS— Man Utd Update (@MufcDevilUpdate) August 13, 2017
Nemanja Matic: Completed 7 dribbles against West Ham; he has never managed more in a Premier League game #MUNWHU pic.twitter.com/TUfgZB6URf
— WhoScored.com (@WhoScored) August 13, 2017
FT 4-0. Biggest opening day win for @ManUtd since 5-1 v Fulham in 2006.
— Simon Stone (@sistoney67) August 13, 2017
Mourinho flipping his hand to tell Rashford to walk over to the far touchline. Board up to show Rashford coming off for Martial. Textbook.
— Rob Dawson (@RobDawsonESPN) August 13, 2017
Even Antonio Valencia is serving great cross after great cross. Really has a sense of United under Ferguson, this.
— Jonas Giæver (@CheGiaevara) August 13, 2017
Mkhitaryan’s game by numbers vs. West Ham:
2 assists
4 shots
4 dribbles
4 key passes
90% pass accuracyPlaymaker. 🅰️🅰️ #MUFC pic.twitter.com/qZo3Z4vz1V
— Statman Dave (@StatmanDave) August 13, 2017
Hafði ekki hugmynd um að Matic væri svona ógeðslega góður
— Hólmbert Friðjónsson (@holmbert) August 13, 2017
Ég held að Marcus Rashford sé uppáhalds leikmaðurinn minn í öllum heiminum. Tikkar í öll boxin. Takk fyrir það, van Gaal.
— Tryggvi Páll (@tryggvipall) August 13, 2017
Róbert says
Virkilega flott byrjunarlið.
Skal viðurkenna það að ég vildi samt sjá Martial í stað Mata en verð að gefa Mata það að hann er búinn að vera einn af okkar bestu mönnum þarna fyrstu 45 mín…
Koma svo, fleiri mörk og þrjú stig takk !
Turninn Pallister says
Matic er búinn að vera algert juggernaut fyrir okkur í dag. Þegar minn maður Herrera verður líka kominn með þá verða fá lið sem geta staðið okkur snúning á miðsvæðinu. Spurningin samt hvort það myndi hægja of mikið á sóknarleiknum að hafa þá báða inni á kostnað annara (eins og byrjunarliðið er í dag amk)
einar__ says
We Are Top of the League!
Herra Matic, ég vil byrja á að biðjast afsökunar og éta hatt minn. Þvílíkur stórleikur hjá honum í dag, bossaði miðjuna, braut upp sóknir, hóf sóknir, sýndi tækni og kænsku sem ég vissi ekki að hann byggji yfir. Mourinho veit hvað hann syngur, líklegast er Matic akkúrat rétti púzzl-bitinn sem vantaði á miðjuna. Smellpassar svoleiðis þarna.
Geggjað að sjá Lukaku setja tvö góð mörk og clean sheet.
Þegar maður sá blessaðan Joe Hart vera tefja leikinn í markinu eftir 12 mínútur sá ég fyrir mér langan helvítis jafnteflisdag. Þessi leikur fór 1-1 í fyrra á Old Trafford en ekki í dag. Frábær dagur og aldrei í hættu.
DMS says
Matic frábær í dag á miðjunni og Rashford mjög sprækur. Langt síðan ég hef séð United svona líflega í sókninni.
Rúnar P. says
Ég var efins um þessi Matic kaup fyrst en eftir að hafa lesið aðeins meira um þessi kaup, séð til hans á móti Real í vikunni og svo aftur í dag, þá held ég að þetta séu kaup ársins í enska boltanum og Conte verður örugglega rekinn fyrir að selja hann!
We are on top of the league! :)
Egill says
Frábær sigur í alla staði. West Ham er lið sem hefur alltaf farið hrikalega í taugarnar á mér og því er þetta gjörsamlega æðislegur sigur. Rashford var geggjaður, Zabaleta þurfti að leggja sig í hálfleik eftir að hafa verið í fullri vinnu við að horfa á hælana á honum Rashford. Var eflaust hrikalega glaður þegar hann sá hann fara útaf en fékk þá Martial í staðin, bölvaður City maðurinn átti ekki séns. Frábært að sjá líka Lukaku setja’nn tvisvar og hefði jafnvel átt að skora fleiri (sagan endalausa með okkar menn), Matick átti hreinlega miðjuna og Pogba heldur áfram að heilla mig. Bara Pogba getur lagt boltann framhjá markmanni af 25 metra færi. Mikki virðist síðan vera að detta í þann leikmann sem við vonuðumst eftir, frábær frammistaða hjá honum.
Vörnin var solid enda sá Matic til þess að WH væru ekkert að byggja neitt upp, og við byrjum á því að halda hreinu á heimavelli og skora fjögur mörk. Það er ekki hægt að biðja um neitt meira.
Karl Garðars says
Þetta mátti sko alveg gerast. Menn eru að spila sig saman hægt og bítandi.
Matic og Pogba frábærir á miðjunni. Sumir leikmenn voru að vísu örlítið eigingjarnir á köflum og hefðu mátt gefa boltann í stað þess að skjóta og/eða spila sig í óefni.
Öðlingurinn Mata hefði síðan mátt vera eigingjarnari þegar hann reyndi að renna boltanum á Lukaku :)
Martial kom flottur inn og liðið heilt yfir gott en ég fer ekki ofan af því að Blind í byrjunarliði á eftir að kosta okkur stig. Fínasti breiddarleikmaður en, líkt og Fellaini, alls ekki starter í meistaraliði.
Annars mjög góður leikur á móti andlausu Westham liði.
Cantona no 7 says
S N I L L D
G G M U
Óli says
Fullkomin byrjun á tímabilinu. Vona að menn fljúgi samt ekki of hátt. Moyes byrjaði með 4-0 sigri á Swansea hér um árið og West Ham virðist vera í miklum vandræðum með sitt lið ef marka má þennan leik og þegar þeir mættu City fyrir viku.
Björn Friðgeir says
Þetta var svaka flott. Ég horfi ekki mikið á önnur lið og því kom Matić mér rosalega skemmtilega á óvart, mun meira spil í honum en ég bjóst við.
En þetta er jú bara fyrsti leikur af 37 og nóg eftir enn. Það væri fínt að fá einn kantmann í hópinn í viðbót, og jafnvel varnarmann til að þétta hópinn fyrir álag vetursins. Deildarleikirnir út september eru allir vel viðráðanlegir og það væri ótrúlega sterkt að nýta þessar fyrstu vikur í að safna stigum, án þess að verða of hrokafullir, munum City í fyrra!
Bjarni says
Sammála þér Björn F. Njótum frekar mómentsins þegar liðið nær að spila vel og klára leikinn á fullum krafti. Andstæðingurinn var ekki sterkur að þessu sinni og komst ekki upp með neitt. En að klára svona leiki er merki um að liðið er tilbúið að berjast um hvern bolta og verður fróðlegt að sjá hvernig við förum í næstu leiki. Margir voru góðir í gær og fram á við vorum við öflugir þó alltaf er hægt að gera betur. En fullkominn leikur að mínu mati er að halda hreinu og klára leikinn á fullu gasi. GGMU