Þrír leikir í deildinni, þrír sigrar. 10 mörk skoruð, ekkert fengið á sig. Það er alveg óhætt að segja að Manchester United hefji þetta leiktímabil afskaplega vel. Framundan er landsleikjahlé, lok sumargluggans og svo septembermánuður fullur af leikjum í þremur mismunandi keppnum. Við erum ekkert að hata þetta!
Það var ein breyting á liðinu sem hóf leik í dag. Martial hafði komið gríðarlega sterkur inn af bekknum í síðustu leikjum og fékk að byrja þennan leik. Rashford hafði staðið sig nokkuð vel líka en hann þurfti að sýna að hann getur líka verið hættulegt vopn af bekknum. Byrjunarliðið í dag var svona:
Varamenn: Romero, Darmian, Smalling, Herrera, Fellaini, Lingard, Rashford.
Gestirnir frá Leicester hófu leik með þetta byrjunarlið:
Varamenn: Hamer, Chilwell, Amartey, King, Gray, Iheanacho, Slimani.
Leikurinn
Manchester United kom fljúgandi inn í þennan leik og skapaði sér hörkufæri strax á fyrstu mínútum leiksins sem ekkert almennilegt varð þó úr. Eftir það hægðist dáldið á leiknum þegar Leicester náði að stilla sig af og þétta vörnina. Manchester United var mikið meira með boltann allan hálfleikinn en Leicester sat til baka og reyndi að nýta tækifærin sem gáfust á skyndisóknum.
United reyndi að finna veiku punktana á þessari Leicester vörn en leikurinn gegn Arsenal virðist hafa fengið Leicester til að yfirfara það því þeim leið heilt yfir vel að verjast djúpt og leyfa Manchester United að vera með boltann. Lukaku tók þátt í spilinu og stóð sig oft vel í því. Á 18. mínútu náði hann að vinna boltann vel, standa og snúa af sér varnarmenn Leicester og ná skoti á markið. Kasper Schmeichel varði vel en Juan Mata fylgdi vel á eftir og skoraði. Hann var þó flaggaður rangstæður sem var ansi tæpur dómur.
Offside or not?
it’s close! pic.twitter.com/KPb4jp1S5P
— Red Devils Daily (@RedDevilsDaily) August 26, 2017
Manchester United reyndi ýmislegt. Pogba tók ófá langskot sem voru misnálægt því að hitta á markið, Mata og Mikki reyndu að þræða bolta í gegnum vörnina og stundum náði spilið að finna fría bakverði á öðrum hvorum kantinum. Helsti gallinn var bara að hvorki Blind né Valencia virtust hafa reimað á sig fyrirgjafaskóna, fóru of mörg álitleg tækifæri í súginn þar.
En á móti kom að Leicester City skapaði sér varla neitt. Liðið átti ekki eina einustu snertingu inni í teig Manchester United og einu tækifærin í fyrri hálfleik voru langskot sem trufluðu De Gea ekki neitt. Þegar fimm mínútur voru eftir af hálfleiknum komst Leicester í einu almennilegu sókn sína þar sem Manchester United þurfti að detta aftur í vörnina. Það varð þó ekkert úr henni, þeir áttu fyrirgjöf sem De Gea greip auðveldlega. Þegar hann hins vegar hljóp framarlega í teiginn og leitaði að manni að gefa á til að starta skyndisókn þá fann hann engan. Þarna hefði mátt nýta færið betur og taka blússandi skyndisókn fyrst Leicesterliðið hætti sér svona framarlega á völlinn.
Seinni hálfleikur byrjaði svipað og sá fyrri, Leicester lá til baka og Manchester United reyndi að finna lausnir. Það byrjaði þó vel því eftir þolinmæði og útsjónarsemi í sókninni vann United vítaspyrnu eftir að boltinn fór í höndina á Danny Simpson. Lukaku fór á punktinn en lét Kasper verja frá sér. Skiljanlegt að hann hafi viljað taka vítið, hafandi skorað 4 mörk í fyrstu 3 leikjum tímabilsins. En hann er ekki með góða tölfræði í vítunum og þarf að æfa sig töluvert í þeim ef hann ætlar að fá að taka fleiri vítaspyrnur.
Þegar þarna var komið við sögu var hugurinn farinn að leita óþægilega mikið aftur til síðustu tímabila, þegar United hafði ósjaldan yfirburði með boltann en náði ekki að nýta sér það. Og einnig minnti frammistaða Kasper Schmeichel í leiknum mikið á frammistöður ansi margra markvarða sem heimsótt hafa Old Trafford á síðustu árum.
En Manchester United var ekkert hætt og hafði trú. Liðið hélt áfram að sækja og reyna að finna leiðir til að koma boltanum í markið. Mourinho brást við með skiptingu eftir 66 mínútna leik, þá kom Rashford inn fyrir Mata. Rashford kom með meiri hraða inn í liðið og það borgaði sig fljótt því á 70. mínútu vann Rashford hornspyrnu og skoraði svo úr henni sjálfur eftir flotta spyrnu frá Mkhitaryan. Loksins!
Leicester hefði sætt sig við stigið en þurfti að byrja að sækja við þetta. Mourinho brást við með því að senda Fellaini inn á fyrir Mkhitaryan, sem var á gulu spjaldi, og síðan Lingard inn fyrir Martial. Leicester náði í raun ekkert að skapa sér af viti þótt þeir færðu sig framar en það opnaði á sóknarmöguleika fyrir United. Lingard og Fellaini nýttu sér það á 82. mínútu þegar Jesse Lingard náði boltanum í teig Leicester, hinkraði og fann sér pláss áður en hann lét vaða. Boltinn var á leið framhjá en Fellaini hinn vanmetni stýrði boltanum með hnénu í markið og kláraði leikinn. Virkilega vel gert hjá varamönnunum.
Eftir það var hægt að sjá að Leicester hafði ekki mikla trú á endurkomu. Þó minnti De Gea rækilega á hver er besti markmaður heims í lokin þegar hann varði dauðafæri frá Andy King. Leikurinn kláraðist svo og önnur 3 stig í hús.
Umræðupunktar eftir leik
Þessi leikur hefði endað með jafntefli eða tapi í lokin í fyrra. Þetta hefði verið stöngin út leikur. Þeir voru það margir í fyrra. En liðið er að sýna allt annan karakter í ár, sem er virkilega frábært.
Vissulega er stutt liðið af tímabilinu. Liðið á enn eftir stærri og erfiðari próf. Þetta er þó frábært, að geta komið inn með slíkri yfirlýsingu og byrjað tímabilið á að setja ákveðna pressu á hin liðin sem líkleg eru til að berjast um toppsætin.
Það er líka bara svo gaman að sjá karakterinn sem liðið er að sýna. Mkhitaryan er að jafna metið í úrvalsdeildinni yfir flestar stoðsendingar eftir 3 leiki. Pogba er að stjórna leikjum. Matic er að passa upp á allt. Vörnin er heilt yfir solid. De Gea heldur einbeitingu. Varamenn eru að koma gríðarlega sterkir inn í þessa leiki. Lukaku klúðraði víti í dag en stóð sig samt heilt yfir vel og var að taka góðan þátt í spili liðsins.
Minn maður Fellaini kemur ítrekað inn á þegar á þarf að halda og hjálpar til við að loka leikjunum. Það er engin tilviljun, hann þekkir sitt hlutverk vel og veit hvað Mourinho vill fá frá honum.
Það var helst að hægt væri að setja út á bakverðina í þessum leik. Blind lenti stundum í vandræðum með Mahrez í vörninni og bæði Blind og Valencia hefðu getað nýtt tækifæri til fyrirgjafa mun betur. En hvorugur þeirra átti þó neinn hörmungarleik.
Maður leiksins
Það er enginn sem sker sig afgerandi út í þessu. Liðið spilaði vel sem liðsheild og varðist vel sem slík líka. Miðverðirnir voru frábærir, sérstaklega má Jones fá stórt kredit fyrir það hvernig hann hefur byrjað þetta tímabil.
Pogba var flottur á miðjunni og Rashford kom afskaplega sterkur inn af bekknum. En mitt atkvæði á mann leiksins fer á Nemanja Matic. Enn og aftur sýnir hann hverslags lykilkaup þetta voru hjá Manchester United. Hann tók virkan þátt í spili liðsins og passaði gríðarlega vel upp á að vörnin lenti nánast aldrei í teljandi vandræðum með Leicester þegar United missti boltann. Toppleikur hjá toppleikmanni. Takk aftur, Chelsea!
Twitterhornið
Skil þessa bara eftir hér 👑👑👑 pic.twitter.com/tqCsXAXfPu
— Kristjana Arnarsd. (@kristjanaarnars) August 26, 2017
Poor decision by the linesman. Juan Mata just onside when Romelu Lukaku sent in his shot. #MUNLEI
— Duncan Castles (@DuncanCastles) August 26, 2017
Lukaku was brilliant in the build up to all 3 of those chances
— jb8521 (@jb_8521) August 26, 2017
Get in….!!!!!! 1-0 @ManUtd 🔴⚽️🔴 pic.twitter.com/c9Jvtgkb3q
— Rio Ferdinand (@rioferdy5) August 26, 2017
Martial gets subbed on, scores. Rashford gets subbed on, scores. It’s like the best problem to have.
— Tatiana Tacca (@TatianaMUFC) August 26, 2017
Henrikh Mkhitaryan has equalled the Premier League record for most assists in his first three apps in a season [5 by Ruel Fox in 1994/95].
— ㅤ (@TheUtdReview) August 26, 2017
Hot shot forward Marouanne Fellaini has come on with 14, then 15 and now 16 minutes left this season. He’ll be starting matches by Nov ’18.
— Andy Mitten (@AndyMitten) August 26, 2017
Pogba’s game by numbers vs. Leicester City:
1 key pass
4 crosses
6 shots
100% dribbles completed
110 passes
131 touchesDictated the play. pic.twitter.com/IviphENmwV
— Statman Dave (@StatmanDave) August 26, 2017
Turninn Pallister says
Þetta verður hörkuleikur, fyrsta alvöru prófraunin á þá félaga Jones og Bailly þar sem að Vardy og Okazaki hafa verið góðir í upphafi tímabils. Verður líka athyglisvert að sjá Martial byrja, vonandi endurgeldur hann traustið.
Turninn Pallister says
Fellaini (to the rescue) með mark mótsins til þessa, frábært hné og inn!!
Egillg says
flottur leikur þó að við skoruðum bara tvö!
Björn Friðgeir says
Flott að byrja á þremur sigurleikjum!
(eins og í fyrra…)
Karl Garðars says
Virkilega góð stig.
Að fá Matic inn í þetta lið er eins og að spila 13 á móti 11 með auka sóknar tengilið og miðvörð. Þar að auki frelsar hann alla í kringum sig.
Ég var ekki mjög spenntur fyrir þessum kaupum en vá hvað þetta er magnaður leikmaður og akkúrat það sem vantaði!!
Án þess að missa sig eftir 3 leiki en….. að hugsa sér breiddina í þessu liði svo ekki sé minnst á fjölbreytnina. Ef Móri stendur sig á taktíkinni og stemmarinn í hópnum helst góður þá eru okkur, að ég held, allir vegir færir.
Limur says
Gaman að sjá að við kláruðum þetta þrátt fyrir sterka vörn þeirra bláu.
Egill says
„Hello and thank you for calling Old Trafford, this is Mkhitaryan speaking, how can I assist you?“
Frábær sigur sem hefði svo auðveldlega getað orðið „banana skin“ fyrir okkur. Við vorum kannski ekki að spila okkar besta leik, en vorum samt allan tíman með fullkomna stjórn á leiknum. Leicester þurfti að bakka í vörn og það er ekkert grín að komast í gegnum slíka vörn og skapa færi, en samt sköpuðum við okkur helling af færum. Matic er síðan hjólið sem fær vélina til að tikka og það er bara allt annað að fylgjast með miðju liðsins í dag. Líka gaman að sjá áræðnina í Martial, hann er fullur sjálfstrausts og ég er viss um að hann eigi eftir að eiga frábært tímabil.
So far so good, nú kemur stutt hlé og svo byrjar fjörið aftur. Það er ákveðin gleði og tilhlökkun í kringum klúbbinn okkar aftur.
Cantona no 7 says
Frábær sigur.
Vonandi heldur þetta áfram sem lengst.
G G M U
DMS says
Þetta byrjar vel en maður heldur sér á jörðinni. Það eru stærri prófraunir eftir en manni finnst hópurinn mun þéttari og tilbúnari í átökin núna miðað við í fyrra. Trúin á verkefninu er til staðar og það sést á spilinu.
Spurning hver tekur næsta víti? Eru ekki Pogba, Mikki eða Mata ágætis kandídatar?
Er ekki rétt hjá mér að Baines var vanur að taka vítin hjá Everton fremur en Lukaku?
Frikki11 says
Sáuði vítatölfræðina hja Lukaku þegar hann steig á punktinn ? hann skýtur bara til vinstri, Schmeichel eflaust búin að skoða þetta og var alltaf að fara skutla sér vinstra megin. Fáranleg ákvörðun hja Lukaku.
Turninn Pallister says
Ahh þú varst aðeins á undan mér Frikki, en jú það er rétt. Af síðustu 5 spyrnum (fyrir þessa) þá höfðu 4 farið til vinstri og ein á mitt markið. Schmeichel jr. virtist einnig vera lagður af stað áður en Lukaku tók spyrnuna, þannig að mögulega hafa hann og þjálfarateymið verið búnir að skoða þetta.
Annars eru víti alltaf lottó og Schmeichel jr. er líka af miklum vítabanaættum ;)
Karl Garðars says
Var hann samt ekki lagður af stað á móti Lukaku löngu áður en hann spyrnti?
Fannst dómararnir ekki eiga mjög góðan dag heilt yfir.
Omar says
Persónulega finnst mér ekkert að því hvernig Schmeichel ver vítið.
Er hræddur um að dómarar gerðu ekkert annað en að láta endurtaka víti ef svona fengi ekki að slæda. En dæmi hver fyrir sig ;)
https://www.youtube.com/watch?v=XW09MrPLG94
Rúnar P. says
Það er ekkert að þessari markvörslu hjá Schmeichel, þetta er bara drullu léleg spyrna hjá Lukaku og held að Móri ætti bara að sleppa því að leyfa honum að taka víti framvegis!
Karl Garðars says
Sorry gott fólk en þetta er búið hjá okkur. Púðlurnar unnu deildina í dag og restin af leikjunum eru bara formsatriði ef marka má commentin á kop.is..
Þeir eiga bara úrslitaleik meistaradeildarinnar eftir en Klopp er orðinn þjálfari ársins og Sadio Mane vann Ballon D’or. Í öðru sæti var Gerrard og Rush í því þriðja.
Við verðum bara að vona að okkur gangi betur á næsta ári.
Doremí says
Að menn þori að fagna 4-0 sigri gegn Arsenal finnst mér allt í lagi, sé ekki betur en að menn séu enn að kalla á kaup fyrir lok gluggans þrátt fyrir góða byrjun á leiktíðinni á kop.is. Ég er Liverpool maður og les bæði þessa síðu og kop.is – stuðningsmenn ManUtd og Liverpool geta prísað sig virkilega sæla með byrjun leiktíðar, drátt í CL og bloggsíður sem þessar.
Jón says
Einhver er bitur herra Karl Garðars. Þýðir ekkert að væla yfir því að Liverpool er að spila betur en manutd. Þið utd aðdáendur þroskist seint
EgillG says
Fullt hús og 10-0….jújú púðlurnar er samt betri….
Pillinn says
Þessi leikur var alveg ágætur að því leitinu að í fyrra hefði þetta orðið 1-1 leikur. Núna er vonandi þannig að við vinnum svona leiki, þar sem við erum betri aðilinn, ekkert að skapa brjálað mikið af færum samt en klárum með sigri.
Ég er þokkalega bjartsýnn fyrir þetta tímabil að við ættum að geta barist um sigur í deildinni. Held að Matic hafi verið það svakalega stór kaup og svo kemur auðvitað Zlatan inní þetta í janúar vonandi. Ég er einn af þeim sem hef haldið mikið uppá Matic og ekki fundist hann fá það hrós sem hann á skilið. Skildi engan veginn af hverju Chelsea seldi hann, en það skildi nú Conte svosem ekki heldur :)
Ég var fyrir tímabilið ekki spenntur fyrir Lukaku en miðað við fyrstu leikina lítur hann bara vel út þrátt fyrir að hafa klúðrað vítinu. Við höfum ekki átt örugga vítaskyttu síðan Ronaldo hætti. Miðað við að Lukaku sé bara 50% skytta höfum við ekki verið að fá góða vítaskyttu.
Nú er komið landsleikjahlé og þá bara vonandi að Ísland nálgist Rússland og svo eftir hlé að Utd hætti ekki að spila vel. Allir komi heilir úr hléinu og þá vonandi að við getum spilað flottan bolta áfram þar sem við höfum ágætis breidd. Einn af mínum uppáhalds, Herrera, hefur t.d. ekkert verið að spila.