Það hellirigndi í Manchester í kvöld þegar okkar menn tóku á móti svissnesku meisturum Basel í fyrsta Meistaradeildarleiknum á Old Trafford í að verða tvö ár.
Mourinho kom nokkuð á óvart með byrjunarliðinu í kvöld. Fyrir leik var vitað að Lindelöf og Smalling myndu koma inn fyrir Jones og Bailly sem voru í banni. Öllu meira kom á óvart að Ashley Young var mættur í byrjunarliðið í stað Valencia. Varnarlínan var alveg breytt frá leiknum gegn Stoke um helgina því Blind kom einnig inn fyrir Darmian.
Fram á við datt Herrera úr hóp og Rashford settist á bekkinn. Þeirra í stað komu Mata og Martial. United stillti upp í 4-2-3-1 með Mkhitaryan í holunni og Mata úti vinstra megin.
Bekkur: Romero, Darmian, Valencia, Carrick, Fellaini, Lingard & Rashford.
Fyrri hálfleikur
Þetta Basel lið stilltu upp í 3-4-3. Mourinho virðist hafa séð það fyrir enda augljóst að bæði Blind og Young var skipað að styðja mjög vel við sóknina á meðan Matic fór aðeins neðar til að skýla varnarlínunni.
Þetta gerði það að verkum að Basel gat nánast ekkert sótt enda þurftu kantverðir þeirra að passa sig að verjast vel svo að United væri ekki manni fleiri á köntunum.
Sú var þó oftar en ekki raunin því að United sótti nánast að vild upp hægri kantinn. Lukaku var afar duglegur að draga sig út á kantinn og hjálpa Mata og Young. Þetta skapaði þrjú dauðafæri fyrir United.
Það fyrsta kom reyndar eftir horn strax á 2. mínútu. Boltinn datt til Lukaku í miðjum teignum sem þrumaði að marki. Boltinn var á leiðinni í markið en varnarmaður Basel var vel á verði og náði að stökkva fyrir skotið.
Lukaku vann svo afar vel með Mata á hægri kantinum sem skilaði sér í því að vörn Basel var sundurspiluð. Mata gaf boltann fyrir þar sem Mkhitaryan kom alveg einn og óvaldaður. Hann var þó aðeins of lítill fyrir sendinguna, þurfti að teygja sig í boltann og skallaði yfir.
Mkhitaryan var aftur á ferðinni skömmu seinna. Lukaku vann afar vel inn í teignum, lurkaðist einhvernveginn í gengum vörnina og náði að lauma boltanum fyrir markið. Þar var Armeninn okkar mættur, ca. meter frá marki. Hann náði að pota poltanum framhjá markmanninum en boltinn fór í stöngina.
Þetta stefndi hálfpartinn í einn af þessum dögum sem fátt gengur upp, ekki síst þegar Paul Pogba, sem fékk að vera með fyrirliðabandið í dag, þurfti að fara út af eftir aðeins 18 mínútna leik. Hann teygði sig aðeins of mikið þegar hann var að reyna að ná til boltans og virðist hafa tognað aftan í læri. Afar slæmt enda Pogba um það bil síðasti leikmaðurinn sem United má missa í meiðsli.
En, það er ekki slæmt að eiga eitt stykki Fellaini á bekknum. Hann kom inn á fyrir Pogba og var ekki svo lengi að stimpla sig inn. Enn og aftur sótti United upp hægri vænginn og Ashley Young tók Valencia í sýnikennslu hvernig á að gefa fyrir.
Hann skrúfaði boltann fast og örugglega inn í teig svoleiðis beint á kollinn á Fellaini sem þurfti rétt að setja lambakollinn í boltann. 1-0 á 35. mínútu og afar verðskuldað.
Það er fátt að segja af sóknarleik Basel í fyrri hálfleik. Þeir áttu tvær ágætar sóknir sem skiluðu hálffærum þegar okkar menn voru aðeins sofandi í vörninni. Betri andstæðingar hefði þó örugglea nýtt þessi færi. Staðan 1-0 í hálfleik.
Seinni hálfleikur
Leikmenn Basel voru lengi út í seinni hálfleik og voru hreinlega ekki mættir fyrstu mínúturnar. United fór nefnilega langleiðina með að klára leikinn á upphafsmínútum fyrri hálfleiks. Daley Blind sýndi Matteo Darmian hvernig á að gefa boltann fyrir og fann kollinn á Romelu Lukaku sem skallaði í markið úr nokkuð þröngri stöðu á 53. mínútu
Eftir þetta gerðist fátt markvert. United lagðist aðeins aftar á völlinn og leyfði Basel að vera aðeins meira með boltann í fyrri hálfleik. Út úr því kom nánast ekkert og United átti betri færin í seinni hálfleik. Anthony Martial sem blés og blés á vinstri kantinum var ekki langt frá því að skora eftir afar góðan undirbúning Fellaini.
Belginn okkar kom sér inn í teiginn þar sem fann Martial sem tók gott hlaup inn í teiginn. Martial náði að pota í boltann en var ekki alveg í nógu góðri stöðu. Lukaku fékk svo opið skallafæri eftir aukaspyrnu Mkhitaryan.
Marcus Rashford rak svo smiðshöggið á þetta í sínum fyrsta Meistaradeildarleik, líkt og Lukaku áðan. Fellaini, hver annar, kom boltanum á 83. mínútu fyrir þar sem Rashford var mættur. 3-0. Game over og allir markaskorarnir að opna markareikning sinn í Meistaradeildinni. Kemur ekki á óvart með Rashford, hann skorar alltaf í sínum fyrsta leik í öllum keppnum sem hann tekur þátt í.
Þetta fjaraði smám saman út og öruggur sigur United í höfn. United er því með 3 stig eftir fyrsta leik og það verður að segjast eins og er að fyrir utan meiðsli Paul Pogba, sem er auðvitað ansi stór fyrir utan, spilaðist þessi leikur ansi þægilega fyrir okkar menn.
Nokkrir punktar
Ashley Young kom nokkuð óvænt inn í byrjunarliðið en sýndi það afar vel að á móti veikari liðum sem stilla upp varnarmúr gæti hann verið nytsamur kostur í bakvarðarstöðunni. Hann var mjög sókndjarfur, studdi vel við Mata og var allt í öllu, sérstaklega í fyrri hálfleik.
Bakverðirnir okkar í kvöld, þeir Blind og Young, lögðu upp sitt hvort markið og sýndu það hvað það getur gefið liðinu að vera með bakverði sem geta gefið góðar fyrirgjafir. Darmian er ekki merkilegur sóknarlega og þrátt fyrir alla kosti Valencia getur maðurinn ekki hitt skotmark í teignum þó að hann honum væri borgað fyrir það, sem honum er reyndar.
Innkoma Fellaini var svo ansi góð. Hann á sína haters en þeir geta bara farið að pakka saman. Hann skoraði fyrsta markið, var drjúgur í sóknaruppbyggingu liðsins, lagði upp mark og sópaði einnig vel upp fyrir Matic sem var svona lala í þessum leik. Auðvitað skilur maður hvað menn hafa á móti Fellaini en ég held að það sé óhætt að segja að undir stjórn Mourinho hefur hann nánast bætt allt í sínum leik.
Aðeins um Lukaku. Hann var ekki að koma sér í mörg færi en mikið rosalega var hann vinnusamur. Hann pönkaðist í varnarlínu Basel allan liðlangan daginn, var að vinna boltann á ólíklegustu stöðum og dró leikmenn til sín hægri vinstri. Markið sem hann skoraði sýnir svo hvað maðurinn er ógnarsterkur í teignum.
Við verðum svo að bíða og sjá hvað gerist með Paul Pogba. Ef hann tognaði aftan í nára er líklegt að við séum að tala um mánuð eða svo frá. Hann ætti því vonandi að ná leiknum gegn Liverpool þann 14. október. Vonandi. Hrikalegt að missa hann í meiðsli, ekki síst miðað við hann hefur byrjað tímabilið vel.
CSKA vann svo Benfica í hinum leiknum en United fer næst til Moskvu þar sem toppliðin tvö mætast. Næsta verkefni er þó Gylfi, Rooney og félagar gegn Everton á Old Trafford, á sunnudaginn.
Nokkur tíst
Goals at his debut in:
Premier League
Champions League
England
Europa League
FA Cup
EFL Cup
England U21Marcus Rashford 🔴 #MUFC pic.twitter.com/9foFFKtJBQ
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 12, 2017
Markatala Manchester United á tímabilinu.
Fellaini inná: 10-0
Fellaini ekki inná: 6-4#clutch#myman #teamFellaini#Djöflarnir#fótboltinet— Halldór Marteins (@halldorm) September 12, 2017
Marouane Fellaini creates Manchester United's third. Man of the match performance from Paul Pogba's replacement. #MUNBAS
— Duncan Castles (@DuncanCastles) September 12, 2017
Lukaku has more goals than Ibrahimovic had at this stage. Encouraging for #mufc Martial, Rashford, Pogba and Fellaini are on two already.
— Samuel Luckhurst (@samuelluckhurst) September 12, 2017
Karl Garðars says
Er það bara ég eða var belgíska dúllumúsin okkar að eiga sinn besta leik fyrir félagið?
Halldór Marteins says
Það hefur oft verið fámennt á Fellaini vagninum en ég er virkilega að fíla það að fleiri séu farnir að gefa honum kredit fyrir sína vinnu.
Hann var líka frábær í kvöld.
Annars var þetta rándýr sigur, helvíti hart að missa Pogba meiddan út af. Vona að hann verði ekki lengi frá, þurfum á honum að halda.
Bjarni says
Heilt yfir fannst mér liðið spila vel þrátt fyrir á köflum vorum við að mata andstæðingana með glórulausum sendingum og skrítnum varnarleik sem gáfu þeim séns á að ráðast á okkur. Erum stundum sjálfir okkur verstir en ég hef það mikla trú á þessu liði miðað við í fyrra að ef við fáum á okkur mark þá höldum við áfram. En loksins var gaman að sjá klassa fyrirgjafir frá bakvörðunum, eitthvað sem hefur vantað, og stóru mennirnir gera sig alltaf breiða inn í teig og virðast éta þessar sendinga. Pogba mun koma sterkari til leiks eftir meiðslin, hef trú á því, nú þurfa bara hinir sem leysa hann af að taka svolítið til sín.
Fótbolti er liðs íþrótt og við erum að spila eins og lið og svo stíga stjörnurnar upp þegar á þarf að halda. Leikurinn á móti Everton verður bara að vinnast, mun ekki þola neinar fyrirsagnir, Gylfi þetta, Rooney hitt. Vona að Jones og félagar taki hressilega á þeim allan leikinn og beri enga virðingu fyrir þeim. Mikki hefur verið að heilla mig hingað til en hann má vera skarpari fyrir framan markið, en það kemur.
Rúnar P says
Ég sagði það við félaga minn að Fellaini mundi skora og dauð sá eftir að hafi ekki sett smá veðmál á, því stuðullinn var 17/1