Maggi, Björn, Kristófer og Halldór settust niður og fóru vel yfir síðustu leiki United. Einnig var komið inná meiðslin hjá Paul Pogba og leikina framundan.
Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér fyrir ofan auk þess sem hægt er að hala honum niður í gegnum spilarann eða hér að neðan. Jafnframt má gerast áskrifandi að þættinum í gegnum ýmis podkast-forrit:
Gerast áskrifandi í iTunes
Gerast áskrifandi í öðrum forritum
MP3 niðurhal: 43. þáttur
JónH says
Unun ađ hlusta ađ venju. Gull drengurinn Björn stóđ fram úr. Ef ég mætti gefa ykkur eitt tips, þá væri þađ ađ passa frammíköllin. Þátturinn verđur meira fljótandi og skemmtilegri ef enginn grípur framm í ;)
Karl Garðars says
Virkilega gaman að þessu hjá ykkur og mjög áhugaverðar pælingar að vanda. Þakka ykkur fyrir.
Simmi says
Áhugaverðar pælingar. Mér fannst samt skrítið að tala svona mikið um hvað Martial er að reyna mikið og sérstaklega gegn Burton. Mourinho kallaði eftir því á síðustu leiktíð að Martial sýndi og gerði meira sem er nákvæmlega það sem hann er búinn að vera gera á þessari leiktíð og hefur verið stórkostlegur fyrir vikið. Þess vegna finnst mér skrítið sð eyða svona miklum tíma um að tala um hvað hann hefur verið að reyna mikið. Hljóðið í ykkur var eins og hann hefði verið að standa sig illa. En þvert á móti er hann hættulegur í hvert einasta sinn sem hann fær boltan. Einnig er líkamstjáninginn hans betri og hann virðist vera mun ánægðari en á síðustu leiktíð. Þannig við skulum fagna því frekar að Martial sé öklabrjóta varnarmenn með hraða, tækni og lipurð í staðinn fyrir að gagnrýna hann fyrir að reyna of mikið. Hann er kominn með 4 mörk og 1-2 stoðsendingar. Þannig það sem hann er að reyna er greinilega að virka. Annars skemmtilegur þáttur og flottar umræður.
Magnús Þór says
@Simmi – Við biðjumst velvirðingar ef það hefur komið út eins og við hefðum verið að gagnrýna Martial. Við erum flestir ef ekki allir á því að hann hafi verið mjög góður hingað til á tímabilinu. En þessi gagnrýni kom frá stjóranum sjálfum og vorum við meira að reyna að túlka hvað hann meinti. Sennilega er hann að nota einhverja sálfræði sem hentar vel til að mótivera strákinn.
Halldór Marteins says
Tek undir með Magga. Við höfum allir hrósað Martial og gerðum það líka í þessu podkasti. Enda er hann frábær og Mourinho virðist vera að vinna mjög gott starf með hann. Hitt voru bara pælingar sem við veltum upp út frá orðum Mourinho og tilfinningum sem við fengum fyrir þessu.
En aðallega erum við bara jákvæðir þessa dagana, enda gefur spilamennskan aldeilis tilefni til :)
Takk annars fyrir kommentin, það er gott að vita að hlustendur okkar hafi gaman af þessu.
Simmi says
Það hefur líklega farið framhjá mér að þið hafið verið að túlka orð Mourinho’s, my bad : ) Annars hrósaði Mourinho honum Martial hástert í viðtali í dag. Þannig það er gott að við séum allir saman á sömu blaðsíðunni. Hlakka til næsta þáttar.