Þetta verður varla mikið þægilega á útivelli í Meistaradeildinni en það var í kvöld. Afskaplega öruggur sigur United í höfn og efsta sæti A-riðilis er í góðum höndum. United stillti upp í þriggja manna vörn.
Byrjunarlið United
Bekkur: Romero, Darmian, Tuanzebe, Mata, McTominay, Lingard & Rashford.
Það eru smá meiðsli í hópnum þannig að United þurfti að breyta svolítið til. Enginn Fellaini, Carrick né auðvitað Pogba og Jones fékk verðskuldaða hvíld. Lindelöf og Smalling héldu áfram að fá tækifærin í bikar/Evrópu og Lukaku og Martial voru saman frammi.
Þrátt fyrir að þetta CSKA-lið hafi mátt muna sinn fífill fegurri bjóst maður við strembnum leik. Það er alltaf erfitt að fara í kuldann til Rússlands og svona. Martial og Lukaku voru hins vegar á allt öðru máli og það tók ekki nema svona fjórar mínútur fyrir þá að koma United yfir.
Martial fékk boltanum á kantinum og alveg hreint yndisleg sending hans rataði beint á kollinn á Lukaku. Það er svo þægilegt að geta skorað svona snemma og það er alveg klárt að þetta breytti leiknum heilmikið. CSKA þurfti að sækja og gerði það svo sem í smástund eftir markið.
Aðeins þremur mínútum eftir markið komst Dzagoev í gott skotfæri fyrir utan teig fyrir heimamenn. Hann náði föstu skoti en þar sem við erum með besta markmann í heimi á milli stanganna fór boltinn ekki. Leikurinn hefði örugglega spilast töluvert öðruvísi hefði þessi bolti farið inn.
Eftir þetta skotfæri tók United öll völd á vellinum og leit í raun aldrei aftur. Á 18. mínútu fiskaði Mkhitaryan víti þegar hann var felldur á mjög klaufalegan hátt í teignum. Skömmu áður hafði Armeninn okkar reyndar klúðrað algjöru dauðafæri. Martial steig á punktinn og skoraði.
Við þetta virðist lið CSKA hafa verið alveg sigrað. Þeir reyndu varla að sækja, spiluðu hörmulegan varnarleik og virðast bara alveg hafa brotnað við að mæta styrk United.
Þetta sást vel í þriðja marki United. Það virtist ekki vera mikið í kortunum á 26. mínútu. United hafði þrýst CSKA djúpt niður á völlinn án þess þó að ógna markinu sérstaklega. Martial fékk aftur boltanum á kantinum og úr kyrrstöðu kom hann með óvæntan bolta fyrir. Lukaku virtist ekki vera í stuði til að elta fyrirgjöfina enda leit allt út fyrir að varnarmaður CSKA myndi taka boltann. Hann var hins vegar ekkert að stressa á því, missti boltann framhjá sér og Lukaku fékk óvænt boltann í markteignum og gerði allt rétt. 3-0.
Við þetta var leikurinn í raun og veru búinn. Það sást skýrt og greinilega að United skipti úr fjórða gír niður í annan gír enda heimamenn nánast fastir í bakkgír. Staðan var 3-0 í hálfleik.
Þjálfari CSKA var ekkert að stressa sig á því að gera neinar breytingar í hálfleik þrátt fyrir ömurlega frammistöðu sinna manna. United stjórnaði ferðinni algjörlega í seinni hálfleik og gerði út um leikinn á 50. mínútu þegar Mkhitaryan fylgdi á eftir dauðafæri Martial.
Það segir ýmislegt um hvað þetta CSKA-lið var lélegt í kvöld að United hefði hæglega getað unnið þennan leik með tveggja stafa tölu hefðu menn ekki róað sig verulega niður í seinni hálfleil. Akinfeev varði í það minnsta 3-4 dauðafæri frá leikmönnum okkar, það besta frá Jesse Lingard sem kom inn á sem varamaður fyrir Mkhitaryan sem fékk verðskuldaða hvíld eftir klukkutíma leik.
Mér og líklega José Mourinho til mikils pirrings tókst heimamönnum reyndar að minnka muninn undir lok leiksins. Varamaðurinn Kuchaec skoraði snyrtilegt mark. Þetta og sú staðreynd að Martial virtist fara út af með smá meiðslu voru einu gráu blettir leiksins.
Það er samt afar erfitt að vera eitthvað pirraður eftir þessa yfirburðarframmistöðu United á útivelli í Meistaradeildinni.
Það er svo sem ekki mikið sem þarf að segja um þennan leik. Þetta var fagmannleg frammistaða hjá United og gott að liðið gat gert nokkrar breytingar og leyft mönnum að hvíla. Lukaku er sjóðheitur í teignum, Anthony Martial er að blómstra í alveg stórkostlegan leikmann og að hafa lestarstjórann Mkhitaryan þarna fyrir aftan er alveg stórkostlegt. Þeir tveir síðarnefndu voru langbestu menn leiksins það svo geggjað að fylgjast með leikmönnum eins og þeim á fullu stími.
Matic og Herrera voru öflugir á miðjunni. Bailly og Smalling þéttir og Lindelöf sýndi ágæta takta í bland við smá óstyrkleika á köflum. Þá er ljóst að Daley Blind er í svakalegy hlaupaformi en hann hljóp örugglega 20 kílómetra í þessum leik.
United er komið í góða stöðu á toppi A-riðils. Basel vann Benfica í hinum leiknum 5-0. Fyrirfram var búist við að Portúgalarnir yrðu okkar helstu keppinautar en þeir eru hins vegar með 0 stig. Framundan eru tveir leikir gegn þeim og sigur í næsta leik fer afar langt með að tryggja sæti í 16-liða úrslitunum.
Fyrst er það þó Crystal Palace á útivelli á laugardaginn. Okkar menn eru í hörkustuði klárir í þennan leik, og flestir líklega nokkuð ferskir eftir auðveldan leik í kvöld.
Bjarni says
Vona svo innilega að Martial hendi í þrennu. Minni aðeins á sig.
Magnus says
Hver hefði getað trúað þessu? 3-0. Hélt í alvöru að þetta yrði mjög erfiður leikur
Bjarni says
Jæja mér er sama hvor gerir þrennuna en þetta kalla ég að nýta færin. Áfram svo. Er að fylgjast með í txt lýsingu og líður bara vel
einar__ says
Martial verið frábær, lagt upp 2 og skorað eitt. Lukaku, hvílík byrjun á United ferlinum hjá þessum strák.
Karl Garðars says
Þessar sendingar hjá CSKA eru alveg furðulegar, þeir virðast bara ekki vera með karlagreyin. Ég bjóst við erfiðum 1-1 úrslitum
Cantona no 7 says
Frábær frammistaða hjá öllum leikmönnum gegn CSKA.
Það er dásamlegt að horfa á liðið þessa dagana og gaman að sjá leikgleðina hjá liðinu.
G G M U
Silli says
Frábærlega spilað!
Sjálfstraustið greinilega í botni.
Brynjólfur Rósti says
Mkhitaryan átti nokkrar thungar snertingar í byrjun leiks og ákvardanatakan hjá honum var svolítid úr takt vid adra leikmenn lidsins. Mér leist ekki alveg á blikuna til ad byrja med en thad var eins og hann hrykki í gang vid fyrsta markid, og átti svo thvílíkan stórleik thad sem eftir lifdi kvölds. Sáttur med kauda.
Rúnar P says
Mér finnst alltaf jafn fyndið hvað margir hafa litla trú á Lindelöf?
Ef leikmaður er byrjunarliðsmaður hjá Benfica, Sporting eða Porto, tala ekki um ef hann byrjar í innbyrðis leikjum þessara liða, þá er hann tilbúinn í nánast hvaða stórleik sem er og þetta veit Mr Mourinho
Ég held að það kæmi ykkur skemmtilega á óvart hvað portúgalski boltinn er hraður og skemmtilegur, allavega hef ég fyllst með honum allar götur síðan ég fór og sá Sporting Vs ManU 2007, eftir það verð ég alltaf Sporting maður eða mitt litla United Lið ;)
Audunn says
Virkilega góð frammistaða, eiginlega bara alveg fràbær.
Allt liðið à mikið hrós skilið fyrir fràbæran leik,liðið var það gott að það hefði getað skorað 7 mörk í þessum leik.
Allt annað að sjá liðið spila fótbolta ân Fellaini í liðinu.
Miklu meiri hraði og miklu meiri gæði allsstaðar á vellinum sem skilar sér í miklu beittara og betra fótboltaliði.
Verð að minnast à hversu fràbær Martial var í þessum leik.
Alveg magnaður,meira svona.
Björn Friðgeir says
Rúnar: flott að heyra! Ég hef fulla trú á Lindelöf, þó mér finnist hann ekki hafa farið frábærlega af stað (missti af leiknum í gær) þá hef ég bara skrifað það á að hann þurfi aðeins að venjast enska. Það kemur mjög fljótlega, og José er sammála!
Halldór Marteins says
José hefur einmitt talað um það að hann fylgist sjálfur vel með portúgölsku deildinni svo hann hefur væntanlega séð vel þá eiginleika sem hann taldi að Lindelöf gæti komið með inn í þetta United lið.
Dálítið áhugavert að hann fái Evrópukeppnina til að finna sig í þessu Manchester United liði en ekkert nýtt svosem að leikmenn henti misvel í Evrópu og á Englandi. Sjáum til dæmis Mkhitaryan í fyrra sem nýtt Evrópudeildina mjög vel til að sýna hvað hann getur þótt formið í ensku deildinni væri ekki jafn stöðugt.
Halldór Marteins says
Svo er nú langsótt grudge að vera að dissa Fellaini núna, hann er búinn að vera frábær í byrjun tímabils og mikill missir að hann sé meiddur. En vonandi verður hann ekki lengi frá, Mourinho þarf á honum að halda.
Stefan says
Fellaini ekki í liðinu og þá er bara spilaður hraður einnasnertingar bolti á útivelli í rússlandi.
Herrera > fellabeanie
Georg says
Hvort liðið flaug einhverjar þúsundir km til að komast á leikinn?
CM virkuði illa motiveraðir og þreyttir í þessum leik. Okkar lið á þessu sjálftrausti! úff langt síðan að manni fannst við vera fara að vinna leikinn eftir fyrsta markið, bara eiginlega ekki síðan frá SAF tímbilinu.
Svo heyrði ég einhvern segja hvað það væri gott að vera búinn með útleikinn í Moskvu svona snemma árs því þessi völlur gæti allteins frosið saman eftir mánuð með tilheyrandi snjó og rauðum bolta.
Góður leikur og DeGea vá. Maður leiksins og sá besti í dag.
einar_eee says
Frábært að vera búinn með þennan útileik, sennilega sá mest tricky í þessari grúbbu. Megum þakka fyrir að hann er spilaði í september en ekki febrúar.
Martial Frábær, Matic rock solid, De Gea með nokkrar stórkostlega vörslur en maður leiksins hlýtur að vera Igor Akinfeev. Það er honum einum að þakka að leikurinn fór 1-4 en ekki 1-9. Hann átti nokkrar stórkostlega vörslur.
Lukaku með 10 mörk í 9 leikjum fyrir United. Þvílíkur leikmaður.
Robbi Mich says
Þetta var glæsileg frammistaða. Ég væri til í að sjá fleiri leiki með 3-4-3 uppstillingunni eins og hún var í gær.
P.s. Velkominn til baka Auðunn. Ég hló svo mikið af Fellaini dissinu.
Halldór Marteins says
Komið fram í lok september og ennþá er maður í þeirri stöðu að bíða gríðarlega peppaður og spenntur eftir hverjum einasta leik, jafnvel teljandi niður klukkutímana í næsta kick-off.
Ég er líka mikil Tólfa og framundan er eitt mest spennandi landsleikjahlé hvað íslenska karlalandsliðið varðar í langan tíma. Samt er alveg hluti af mér sem er nett fúll yfir því að við þurfum að taka okkur pásu frá Manchester United eftir næsta leik.
Þetta level af spennu og skemmtun hefur maður ekki fundið frá því Ferguson stýrði liðinu. Megi það endast sem lengst á þessu tímabili! :)
Björn Friðgeir says
Ég er voða feginn að það er enginn Íslendingur í United. Þá væri maður með skiptar skoðanir um landsleikjahlé og meiðslahættu og svoleiðis!
Líka feginn að vera Íslendingur og hlakka til landsleikjanna, allir enskir United menn þola ekki England (af góðum (og flóknum) ástæðum!)