Á morgun fá okkar menn kjörið tækifæri til þess að koma sér aftur á beinu brautina eftir Liverpool leik síðustu helgar en eins og flestir vita gerði United sitt annað jafntefli á leiktíðinni á Anfield í hádeginu á laugardaginn. Aftur gerði liðið jafntefli eftir landsleikjahlé en liðinu gekk einnig skelfilega í þeim leikjum á síðasta tímabili en 0-0 jafnteflið á Anfield kom einmitt eftir landsleikjahlé. Tapið gegn Manchester City, jafnteflin gegn Arsenal og W.B.A í fyrra: Allt saman leikir beint eftir landsleikjahlé. Það má vissulega sjá ákveðið mynstur hérna en að því sögðu þá er vonandi að liðið nái að hrista af sér slenið eftir næsta hlé.
Liðið er nú þegar mætt til Portúgals en á morgun mætir liðið Benfica á Estadio da Luz vellinum í í þriðju umferð Meistaradeild Evrópu en Victor Lindelöf kom frá Benfica til Manchester United fyrir tímabilið. Hinn sænski Lindelöf hefur spilað báða leiki United í A-riðlinum til þessa og reikna má með að hann komi inn í liðið á morgun, mögulega fyrir Phil Jones sem var víst tæpur fyrir áðurnefndan leik gegn Liverpool á laugardaginn.
Benfica
Benfica er í þriðja sæti portúgölsku úrvalsdeildarinnar eftir átta leiki en þeir hafa unnið fimm, gert tvö jafntefli og tapað einum. Þeir hafa skorað samtals 16 mörk í deildinni sem þýðir að þeir skora tvö mörk að meðaltali í deildarleik og á sama tíma hafa þeir aðeins fengið á sig sex mörk. Þeir gerðu 1-1 jafntefli við Maritimo í síðustu umferð en unnu Pacos de Ferreira 2-0 á undan því.
Í Meistaradeildinni hefur Benfica gengið hreint út sagt hörmulegt en Benfica töpuðu heima fyrir CSKA Moskvu í 1. umferð og steinlágu svo 5-0 gegn Basel í 2. umferð en staðan var 3-0 fyrir Basel þegar Andre Almeida fékk rautt spjald á 62. mínútu leiksins. Þrátt fyrir 0-0 jafntefli United um helgina þá á liðið að vinna Benfica ef miða má við úrslit portúgalska liðsins undanfarið. Eigum við ekki að segja að lokatölur verði 4-0?
Hvað varðar leikmannahóp Benfica þá er brasilíski markvörðurinn Julio Cesar líklega eina nafnið sem hinn hefðbundni aðdáandi enska boltans þekkir.
Okkar menn
Það er ljóst að okkar menn hafa verið ferskari en frammistaðan gegn Liverpool var ekki beint sú beittasta og virtist sem margir leikmenn liðsins væru hreinlega þreyttir eftir mikið álag undanfarið. Það má þó reikna með að José Mourinho geri nokkrar breytingar á liðinu. Undirritaður gerir fastlega ráð fyrir því að Lindelöf, Daley Blind, Jesse Lingard, Juan Mata og mögulega Marcus Rashford komi inn í byrjunarliðið.
JM: "We never miss the players that are injured, that’s our way of seeing. They are injured, we don’t think about them. It’s an opportunity for others to step up & to get the chance.”
— Rahul Singh (@forevruntd) October 17, 2017
Gengi Manchester United í Meistaradeildinni hefur verið mjög gott en liðið hefur unnið báða sína leika og það sannfærandi. Í sigrinum gegn Basel skoruðu Marouane Fellaini, Romelu Lukaku og Marcus Rashford. Í 4-1 sigrinum í Rússlandi skoruðu Romelu Lukaku (2), Anthony Martial og Henrik Mkhitaryan.
Stóru fréttirnar fyrir leik morgundagsins eru þær að Marcos Rojo og Luke Shaw ferðuðust báðir með liðinu en Mourinho hefur sagt að Rojo hafi aðeins ferðast til að æfa með liðinu.
JM: "Rojo is not coming to play but he is coming with the team to train today with the group. I would say, probably in two weeks, Marcos is ready to play."
— Rahul Singh (@forevruntd) October 17, 2017
Ásamt Zlatan eru þeir Paul Pogba, Marouane Fellaini, Michael Carrick og Eric Bailly á meiðslalistanum og ljóst að enginn þeirra verður með á morgun en miðja United er mjög þunnskipuð þessa dagana. Persónulega væri undirritaður til í að sjá bæði Nemanja Matic og Romelu Lukaku fá hvíld á morgun.
Öruggur þriggja marka sigur er spáin. Byrjunarliðið mitt væri svona en mögulega stillir Mourinho upp í 3-5-2 leikkerfið sem virkaði svo vel í Rússlandi.
Rúnar P says
Það má engin vanmeta Benfica, þetta er stórveldi og Móri veit það, er bara ekki viss um að litlu strákarnir frá Manchester viti það?
Bjarni says
Vonandi fáum við að sjá liðið færa sig aðeins ofar á völlinn en í síðasta leik og sýna okkur það að þeir vilji taka þessi 3 stig sem eru í boði. Ég bara bið ekki um meira að þessu sinni.