Í kvöld var förinni heitið til Wales í 16. liða úrslitum deildarbikarsins. Eins og við var að búast mætti United með hálfgert varalið á völlinn þar sem okkar bíður erfiður heimaleikur gegn Tottenham sem hafa verið á miklu flugi undanfarið. Lykilmenn eins og De Gea, Mkhitaryan, Mata og Valencia voru hvíldir og Lukaku og Matic komu inná sem varamenn. Liðið var því talsvert breytt frá deildarleiknum um síðustu helgi og nokkrir af ungu strákunum fengu að spreyta sig.
Á bekknum voru þeir Joel Pereira, Luke Shaw (Anthony Martial ´87), Phil Jones, Nemanja Matić (Ander Herrera ´67), Juan Mata, Henrik Mkhitaryan og Romelu Lukaku (Marcus Rashford ´67).
Leikurinn byrjaði ágætlega fyrir okkar menn, fengum hornspyrnu í upphafi leik og síðan átti Lingard átti skot strax á 5. mínútu sem var auðveldlega varið af.
Lindelöf, sem hefur verið mikið gagnrýndur að undanförnu fyrir frammistöðu sína með liðinu, gerði enn ein mistökin, missti boltann klaufalega á eigin vallarhelming og Swansea brunaði í sókn en ekkert varð úr því þar sem Smalling hreinsaði upp eftir Svíann. Strax eftir þetta brunaði United í sókn og Anthony Martial var næstum kominn inn fyrir en náði ekki að taka boltann með sér og færið rann út í sandinn.
Aftur var frakkinn fimi á ferð stuttu síðar og hélt á lofti umkringdur andstæðingum sem endaði með því að Ki Sungyeung braut á honum. Rashford tók spyrnuna en ekkert varð úr henni þar sem boltinn fór beint í Ángel Rangel. Það dróg til tíðinda eftir 21 mínútu þegar United yfirspilaði Swansea á miðjum vellinum með einföldum stuttum sendinum sem endaði með því að Herrera átti góða sendingu á Rashford í holunni sem stýrði boltanum af einskærri natni á Lingard sem tímasetti hlaup sitt hárnákvæmt framhjá miðvörðum Swansea og afgreiddi boltann snyrtilega innanfótar framhjá Kristoffer Nordfeldt í markinu.
Í kjölfarið færðist lið Swansea framar á völlinn sem um leið opnaði leikinn.
Scott Tominay, sem stóð sig með prýði í dag, fékk boltann í næstu sókn frá Martial og lagði af stað upp vinstri kantinn og nældi í aukaspyrnu vinstra megin við vítateiginn. Aftur steig Rashford upp til þess að taka hana og aftur setti hann boltann í Rangel.
Sóknir Swansea komu ekki á færiböndum en þó skapaðist hætt þegar Routledge tók hlaup inn fyrir vörn United, sendingin kom alltof seint en af einhverri furðulegri ástæðu þótti dómara leiksins ekki tilefni til að dæma rangstöðu þar sem bolti átti viðkomu í Lindelöf. Það kom ekki að sök því Routledge missti boltann of langt frá sér og hættan rann út í sandinn.
Embed from Getty Images
Eftir hálftíma átti Ki Sungyeung frábæra sendingu fyrir markið sem rataði beint á ennið á Daley Blind sem af óskiljanlegum ástæðum skallaði boltann hárfínt framhjá eigin marki.
Þegar hér var komið við sögu voru Svanirnir búnir að færa sig framar á völlinn og farnir að pressa meira. En með Lingard, Martial og Rashford fremsta voru United sífelld ógn fram á við enda býr þessi framlína yfir miklum hraða, bæði með og án boltans.
Upp úr nánast engu kom næsta færi United, stutt innkast þar sem stuttar sendingar komu hreyfingu á varnarlínu Swansea og Lingard komst inn fyrir en átti slakt skot sem endaði í hliðarnetinu.
Lítið marktækt gerðist þar til Martin Olsson meiddist og haltraði af velli en Kyle Naughton kom inn á í hans stað. En strax í kjölfarið misstu Swansea boltann á eigin vallarhelming og United brunaði í sókn, Martial kemst inn í vítateiginn en rennir boltanum út í teig á Scott Tominay sem kemur á ferðinni en strákurinn ungi setti boltann viðstöðulaust upp í efri stúkuna bakvið markið.
Swansea var mun meira með b0ltann það sem eftir lifði fyrri hálfleiks en lítið markvert gerðist að undanskildu skoti sem Clucas átti sem Romero virtist misreikna en sem betur fer fór boltinn framhjá markinu.
Embed from Getty Images
Engar breytingar voru gerðar í hálfleik og fyrstu mínúturnar í síðari hálfleik voru afskaplega dræmar og lítið fyrir augað. Rashford átti fyrirgjöf úr aukaspyrnu sem Nordfeldt kýldi út í teig þar sem Blind tók á móti boltanum en átti afleitt skot.
Loks dróg til tíðinda eftir klukkustundarleik en þá átti Tuanzebe flotta sendingu á Matteo Darmian á hægri vængnum. Darmian leit upp og kom með hánákvæma sendingu inn í teiginn sem enginn annar en Jesse Lingard stangaði í netið af um 12 metra færi. Frábær skalli, alveg út við stöng sem Nordfeldt átti aldrei möguleika í og Lingard kominn með tvö mörk.
Þremur mínútum síðar átti Martial sendingu á Blind sem renndi boltanum framhjá varnarlínu Swansea á Lingard sem kom með frábæra sendingu fyrir markið en enginn United leikmaður gerði atlögu að boltanum.
Embed from Getty Images
Eftir þetta komu eflaust þær tvær skiptingar sem menn áttu hvað síst von á frá Mourinho. Lukaku og Matic inn fyrir Rashford og Herrera. Rashford var reyndar farinn að haltra að því er virtist en þar sem allar líkur er á að báðir þessir varamenn verði í byrjunarliðinu á laugardaginn þá verður að teljast undarlegt að í stöðunni 2-0 gegn Swansea hafi þeir ekki bara fengið að hvíla.
En hvað um það, í næstu sókn United bar Darmian boltann upp hægri vænginn og renndi honum á Lukaku sem lét boltann fara undir sig þannig að Tominay, sem kom á fleygiferð, tók boltann með sér og gerði atlögu að markinu en Swansea bjargaði í horn á síðustu stundu.
Það var gaman að sjá United pressa almennilega í stöðunni 2-0, ungu drengirnir voru mjög ákafir og Herrera sýndi gamla pressutakta frá síðustu leiktíð aftur. Swansea gáfust þó ekki upp og stuttu eftir að Tammy Abraham kom inn á sem varamaður átti hann fast skot sem Romero mátti hafa sig allan við að verja. Swansea fékk síðan aukaspyrnu rétt fyrir utan teig eftir að Tuanzebe, sem að öðru leyti átti óaðfinnanlegan dag, braut hressilega á Jordan Ayew. Ayew tók spyrnuna sjálfur og setti laflausan bolta beint í fangið á Romero, Tuanzebe til mikillar gleði.
Embed from Getty Images
Þegar hér var komið við sögu var United farið að slaka örlítið á og sóknarþungi Swansea farinn að aukast. Lingard fékk þó tækifæri til að fullkomna þrennuna á 80. mínútu en skotið hans var ónákvæmt og beint á markið. Leikurinn féll í hálfgert dá síðustu tíu mínúturnar en á 87. mínútu var Martial tekinn af velli og inn á kom Luke Shaw sem ekki hefur átt sjö dagana sæla að undanförnu. Verður gaman að sjá hvort honum takist að vinna sig inn í byrjunarliðið á komandi mánuðum.
Embed from Getty Images
Rétt áður en leikurinn var flautaður af átti Kyle Naughton skot sem fór af Tominay í horn. Úr horninu kom hættulegasta færi Swansea þegar Clucas skallaði boltann í átt að fjærstönginni þar sem Leroy Fer lúrði og potaði í boltann en Romero var frábærlega staðsettur og varði í horn. Hornspyrnan reyndist svo síðasta spyrna leiksins og United komið örugglega áfram í 8. liða úrslitin ásamt liðum eins og Bristol City, Manchester City, Arsenal, Leicester City og Bournemouth.
Maður leiksins verður að teljast Jesse Lingard sem var hörku duglegur allan leikinn og átti fyllilega skilið að skora bæði mörkin en Scott Tominay og Alex Tuanzebe áttu líka mjög góðan dag á vellinum og getur Mourinho verið ánægður með frammistöðu ungu leikmannanna í dag.
Bjarni says
Tilhlökkun.
Birkir says
Er það rétt að það sé 1 mánuður í pogba og fellaini?
Bjarni says
Stórkarla old skúl fótbolti. Love it.
Keane says
Tek allt til baka sem ég sagði um Lingard…um sinn. Virkilega vel kláruð 2 mörk.
Turninn Pallister says
Og ég tek allt til baka sem ég sagði um þig Keano.
Lífið er bara svo miklu betra þegar við erum að vinna ;)
Rúnar Þór says
Ekki sammála skiptingunum. Til hvers að láta Matic og Lukaku spila? Vildi ekki sjá þá. Gefa þeim hvíld og hafa þá klára fyrir Tottenham sem er mun stærri leikur
Runar P says
Romero er svo fucking góður!
Halldór Marteins says
Veit ekki hvað ég fíla best við þetta kvöld:
• tvö stórfín mörk frá mínum manni Lingard (#teamVanmetnir)
• Sergio Romero að halda hreinu í 20. skiptið í 30 leikjum fyrir Manchester United (besti varamarkmaður í heimi)
• þessar sættir hjá Keane og Turninum Pallister í kommentakerfinu
Þetta er bara allt splendid!
Heiðar says
Virkilega sætur sigur. Aldrei hætta þrátt fyrir að eins margir væru hvíldir og mögulegt er miðað við þunnan hóp. Glæsileg mörk hjá Lingard og báðar stoðsendingarnar algjört gull líka.
Rauðhaus says
Góður sigur og alltaf gaman þegar leikmenn, uppaldir from scratch, taka málin í sínar hendur. Lingard verður sennilega aldrei lykilmaður í starting 11 en klárlega leikmaður sem er mikilvægur í hópnum.
Annars var ég sérstaklega ánægður með að Martial og Lindelöf hafi byrjað leikinn. Áttu slakan leik um daginn og JM hefur tekið þá af lífi opinberlega (sem ég tel notabene fáránlega aðferðafræði hjá stjóra, en vel gert að láta þá byrja strax næsta leik og gefa kost á að rétta við frammistöðuna – og um leið sjálfstraustið.
Brynjólfur Rósti says
Skrifadi eftirfarandi athugasemd fyrir leikinn í gær:
„Dreymdi ad Fellaini hefdi stigid óvænt upp úr meidslum (med tvöfalt afró á vid thad thegar vid sáum hann sídast) og leitt okkar menn til sigurs med mögnudu skallamarki frá jadri vítateigsins. Hef góda tilfinningu fyrir leiknum í kvöld.“
Skjátladist kannski med markaskorarann en thad var engin spurning vardandi thetta skallamark. Reikna nú fastlega med thví ad Lingard láti sér vaxa afró sem lætur Fellaini líta út fyrir ad vera krúnurakadan.
Robbi Mich says
Djöfull finnst mér Romero fallegur maður. #nohomo #mancrush
Cantona no 7 says
Góður sigur.
G G M U
Cantona no 7 says
Bristol City næstir – gott mál.
G G M U
Audunn says
Mjög góður sigur og fínn leikur í allastaði að mínu mati.
Hef smá áhyggjur á breidd hópsins á þessum tímapunkti, eflaust tóku einhverjir eftir því í sumar og haust að ég óskaði þess að United keypti einn miðjumann til viðbótar, nú strax í upphafi móts er komin upp sú staða að við þurfum nauðsynlega á þeim manni að halda.
Hef einnig miklar áhyggjur af stöðu Shaw, það eru nokkur ár síðan hann var talinn einn efnilegasti og besti vinstri bakvörður evrópu, í dag er hann hvorki fugl né fiskur.
Hann er þó ennþá mjög ungur og því tel ég möguleika á að hann komi tilbaka, en hausinn á honum þarf að vera í lagi.
Runólfur Trausti says
Verð að taka undir það sem Auðunn segir.
Breidd United er samt líklega betri en hjá flestum öðrum liðum en Carrick er þó greinilega kominn á aldur og ljóst að það verður fenginn inn miðjumaður næsta sumar. Tala nú ekki um ef Marouane Fellaini skrifar ekki undir nýjan samning.
Að því sögðu var Scott McTominay mjög góður í leiknum. Eitthvað við hann sem gerir mann vongóðan á að hann fái fleira sénsa.
Hvað varðar stöðu Luke Shaw þá er ég alveg sammála. Ég veit ekki hvort ég eigi að kenna José Mourinho um stöðu mála eða Shaw sjálfum en hann hefur víst staðið sig hörmulega með varaliðinu í þeim leikjum sem hann spilar ásamt því að hann virðist ekki heilla neinn á æfingasvæðinu. Maður heldur þó í vonina en ef hann fer þá verður hann enn ein floppkaupin sem Louis Van Gaal gerði.