Nei, Manchester United er ekki að fara á topp úrvalsdeildarinnar á morgun, en liðið fer hins vegar á The Hawthorns á morgun og mætir West Bromwich Albion á vellinum sem er hæst yfir sjávarmáli af ölllum völlum í úrvalsdeildinni, og reyndar allri deildarkeppninni, 168 metra yfir sjávarmáli.
Það er ekki hægt að segja að WBA hafi gengið vel í vetur. Liðið vann fyrstu tvo leikina í ágúst en hefur ekki unnið leik síðan! Átta jafntefli hafa hins vegar gert að verkum að liðið hangir einu sæti fyrir ofan fallsætin, þökk sé markatölu. Tony Pulis var rekinn í nóvember og Alan Pardew ráðinn í staðinn en hann hefur ekki náð að stýra liðinu á sigurbraut. Undir hans stjórn hefur liðið samt ná jafntefli gegn Tottenham og Liverpool og því ekkert hægt að reikna með auðveldum sigri á morgun. Jafnteflið gegn Liverpool hefur eflaust komið liðinu í gott skap og það verður erfitt fyrir United að brjóta liðið niður enda sáum við hvernig gekk móti Bournemouth á miðvikudaginn.
Manchester United
Paul Pogba missir af síðasta leiknum vegna bannsins og því verðum við víst að þola miðju Nemanja Matic og Ander Herrera. Staðfest er að Marouane Fellaini verður frá fram á nýja árið vegna meiðsla. Annars má búast við liðinu svona
Sem sé meira eða minna eins og gegn City og lítið um það að segja meira, annað en það er vonandi að liðið nái að skapa eitthvað meira en verið hefur í síðustu leikjum
West Bromwich Albion
Pardew er búinn að breyta West Brom úr 4-4-2 liði í 4-3-2-1 eða 4-3-3 lið og setja Rondón einan fram. Rondón og Jay Rodriguez eru markahæstu menn WBA þanig að vonandi sýnir það að liðið er ekki líklegt til að gera góða hluti móti vörn United sem vissulega hefur verið nokkuð sterk undanfarið, að ótöldum David de Gea.
Gareth Barry hefur verið frá vegna meiðsla en búist er við honum í liðinu á morgun Vörnin er hins vegar óhreyfð með Jonny Evans fremstan í flokki þar.
Leikurinn er kl 14:15 á morgun.
Auðunn says
Algjör skyldu sigur en þetta verður alls ekki auðveldur leikur .
Liðið verður bara að einbeita sér 100% að stigasöfnum í komandi leikjum og svo er hægt að taka stöðuna þegar þetta brjálaða runni lýkur og spá þá í framhaldið.
Bjarni says
Einn af erfiðustu leikjum vetrarins. Liðið þarf að hafa pung til að klára svona leiki því það verður barist um hvern einasta bolta og mikið um návígi í loftinu. Er á báðum áttum hvernig leikurinn fer en ef við mætum ekki til leiks frá fyrstu mínútu þá fer þetta illa. En ekki annað hægt en að senda góða strauma til liðsins og hvetja þá til dáða. Verðum að halda öðru sætinu yfir áramót, þá verð ég glaður.
Rúnar P says
Ekki mikill Lukaku aðdáenda, en hann setur þrennu í dag!