Annar í jólum hefur vanalega reynst Manchester United mjög vel en sú varð ekki raunin í dag, a.m.k. ekki framan af. Leikurinn fór af stað með miklum látum og strax á fyrstu mínútu fékk Marcos Rojo gult spjald fyrir að setja höndina fyrir Arfield. Þetta þýðir að hann er kominn með fimm gul spjöld síðan hann snéri aftur á völlinn 28. nóv. s.l. eftir meiðsl og verður í leikbanni í næsta leik.
Jóhann Berg tók aukaspyrnuna og setti boltann beint fyrir markið þar sem boltinn skoppaði á milli leikmanna og að lokum endaði það með því að Ashey Barnes fékk frítt skot af mjög stuttu færi og setti boltann framhjá de Gea. Vörn United leit alls ekki vel út þarna og hreint óskiljanlegt að með þetta hávaxna og líkamlega sterka lið, með Zlatan, Lukaku, Matic, Pogba, Rojo og Jones alla inn í okkar eigin vítateig, hafi liðinu tekist að fá á sig mark úr föstu leikatriði.
Strax eftir markið fékk Barnes gult spjald eftir hrikalega tæklingu á Paul Pogba og greinilegt að mikill hiti var í mönnum frá fyrstu mínútu. Annars var lítið markvert sem gerðist fyrstu tíu mínúturnar og fátt annað en hálffæri litu dagsins ljós, þá aðallega hjá okkar mönnum.
Jóhann Berg átti svo aðra fyrirgjöf inn í teig, eina af fjölmörgum í þessum leik, sem Arfield setti viðstöðulaust rétt yfir markið eftir annars fína sókn Burnley manna þar sem þeir spiluðu boltanum hratt á milli manna og létu stjörnumprýtt lið United líta út fyrir að eiga heima í Inkassodeildinni frekar en ensku Úrvalsdeildinni.
Næst var röðin komin að Mata en hann komst í vænlega stöðu hjá vítateignum en á ögurstundu náðu varnarmenn Burnley að loka á skot hans. Stuttu síðar átti Ashley Young góða fyrirgjöf fyrir markið en Lukaku var hársbreidd frá því að ná til boltans og Burnley menn sluppu með skrekkinn. United voru farnir að bæta heldur betur í enda kominnn tími til, voru meira með boltann og ógnuðu stöðugt. Luke Shaw var næstur upp völlinn fyrir United og ákvað að láta vaða á markið fyrir utan teig, virkilega fínt skot en Pope var meira en vandanum vaxinn og varði.
Ashley Young tókst að næla í aukaspyrnu við hægra vítateigshornið en Pope sló fyrirgjöfina yfir á hinn vænginn þar sem Zlatan sótti aðra aukaspyrnu sem Rashford tók. Hann lét bara vaða á markið en Pope kýldi boltann út og eftir darraðardans fékk United hornspyrnu. Úr henni kom þokkalegur skalli frá Paul Pogba sem var næstum farinn í markvinkilinn en Pope náði að blaka boltanum í annað horn. Pressan var orðin gífurlega stíf þegar hér var komið við sögu og virtist frekar spurning um hvenær heldur en hvort United myndi jafna. Burnley virtist bara geta komið boltanum út að miðju og hélt ekki boltanum lengi.
Næst var komið að Lukaku en hann fékk boltann á hægri vængnum, fór snyrtilega framhjá tveimur varnarmönnum Burnley og setti boltann fyrir þar sem Zlatan reyndi bakfallsspyrnu en hitti ekki boltann sem datt fyrir fæturnar á Juan Mata sem náði ekki að gera sér mat úr tækifærinu og færið rann út í sandinn. Leikurinn var orðinn mun líflegri en fyrstu tíu mínúturnar.
Leikurinn var samt óneitanlega farinn að minna á leikinn frá því í fyrra… endalausa fyrirgjafir hjá United en ekki nógu mikið af hættulegum færum og inn vildi boltinn ekki. United fékk að spila boltanum að vild fyrir utan teig og leita út á vængina en Burnley virtist ráða þokkalega vel við þær fyrirgjafir sem bárust inn í teiginn.
Loksins þegar Burnley komst aftur yfir miðjuna gaf Ashley Young ódýr aukaspyrnu á afar hættulegum stað og Defour setti boltann yfir vegginn og upp í markvinkilinn og de Gea náði ekki nema fingurgómunum á boltann og staðan skyndilega orðin 0-2 fyrir Burnley, gegn gangi leiksins.
Strax úr miðjunni komst Rashford inn fyrir vörn Burnley og setti boltann framhjá Pope eftir að hafa fíflað Bardsley en Ben Mee var á línunni til að bjarga og halda forystu Burnley í tveimur mörkum. Það virtist sem svo að gestirnir væru mun tilbúnari í leikinn en gestgjafarnir í fyrri hálfleik.
Eftir laglegt spil hjá Matic og Mata komst Zlatan inn fyrir vörn Burnley en varnarmaður Burnley náði að fleygja sér fyrir skotið og bjarga í horn. Í kjölfar hornspyrnunnar fékk Pogba boltann fyrir utan teig og náði að losa varnarmanninn af sér og átti hörkuskot sem fór rétt framhjá samskeytunum.
Burnley fór inn í klefa í hálfleik með tveggja marka forystu og greinilegt að José Mourinho þurfti að gera róttækar breytingar á leikaðferðum sínum eða mannabreytingar til að eiga séns á að ná einhverju úr þessum leik. Fyrir utan mörkin tvö voru Burnley ekki búnir að vera mjög sannfærandi eða hættulegir, en þó United væri að vaða í færum fékkst boltinn ekki til að fara yfir línuna í fyrri hálfleik. Liðið virtist vera ráðþrota og örvæntingarfullt gegn þessum mótbyr sem gestirnir buðu upp á.
Mourinho gerði sér lítið fyrir og gerði tvær breytingar í hálfleik, Jesse Lingard og Henrik Mkhitaryan inn fyrir Marcos Rojo og Zlatan Ibrahimovic. Mun meiri hraði og ferskir fætur inn fyrir varnarmann á gulu spjaldi og 36 ára gamlan framherja en við það færðist Matic í miðvarðarhlutverk í stað Rojo.
Skiptingarnar voru fljótar að segja til sín. Eftir mikla pressu og flott spil hjá United átti Young sendingu fyrir markið inn í markmannsteiginn þar sem Lingard stóð einn og óvaldaður og virtist vera byrjaður að fagna en hann stýrði boltanum beint í bringuna á Pope í markinu og þaðan fór boltinn í þverslánna og staðan hélst óbreytt.
Það var svo örstuttu síðar að Young setti boltann fastan niðri fyrir markið þar sem Lingard átti hælspyrnu sem fór í bláhornið fjær og Pope kom engum vörnum við. Staðan orðin 1-2 og allt í einu var eins og vonarneistinn kviknaði hjá heimamönnum. Stuðningsmenn United tóku heldur betur við sér og greinilegt að það sem eftir lifði leiks yrði líflegt og áhugavert.
Mikil pressa United skilaði sér í urmul af færum og á 61. mínútu komst Rashford inn fyrir vörnina og vippaði boltanum fyrir markið þar sem Lukaku átti slakan skalla úr frábæru færi en hitti ekki rammann. Ekki besti leikur hans hingað til og hugsanlegt að þreyta sé farin að segja til sín enda leikjaplanið búið að vera ansi þétt undanfarið. Sóknin endaði svo með skoti frá Luke Shaw sem fór beint á Pope i markinu.
Henrik Mkhitaryan var líflegur og sprækur eftir að hann kom inná og greinilega mættur til að láta að sér kveða en honum tókst að krækja í aukaspyrnu á vinstri vængnum en Rashford tók hana en ekkert varð út henni.
Næst dróg til tíðinda þegar Phil Bardsley henti sér í tæklingu á móti Mkhitaryan beint fyrir utan vítateig og uppskar gult spjald réttilega. Pogba stillti sér upp fyrir aftan boltann og hamraði boltann yfir vegginn en að sama skapi yfir markið. Pope fékk svo að líta gula spjaldið fyrir tafir við útsparkið en þetta gerðist allt á 70. mín.
United var mun meira með boltann en áttu í stökustu vandræðum með að skapa sér hættuleg færi, Rashford átti skot sem var stoppað, Mkhitaryan átti slakan skalla sem hitti ekki rammann og Pope greip nokkrar fyrirgjafir án mikilla vandræða. Leikmenn United sýndu þó að baráttuhugur þeirra var til staðar og þeir ætluðu sér að jafna þennan leik hvað sem það kostaði. Burnley voru þéttir til baka og voru komnir í skotgrafirnar snemma í síðari hálfleik. Algjör skortur á marktilraunum Burnley manna í síðari hálfleik er til marks um það.
Á 90. mínútu voru leikmenn United nánast allir komnir að vítateig Burnley og rétt enn einu sinni átti Young fyrirgjöf frá hægri vængnum sem Lukaku nær ekki að skalla en lausi boltinn datt fyrir fætur Shaw sem átti fast skot en varnarmenn Burnley náðu að kasta sér fyrir það en sóknin hélt áfram og Phil Jones krækti í aukaspyrnu fyrir utan teig. Úr henni kom fyrirgjöf frá Mata en boltinn skoppaði milli leikmanna í kringum vítateigspunktinn þar til hann lenti fyrir framan Lingard sem umhugsunarlaust smellti boltanum í hægra hornið framhjá Pope í markinu og jafnaði metinu. Staðan orðin 2-2 en einungis uppbótartíminn eftir.
Leikurinn var bráðfjörugur þessar síðustu mínútuur en leikmenn United virtust vera orðnir þreyttir því sendingarnar voru ónákvæmar og rötuðu oft á mótherjana. Burnley menn voru sniðugir og nýttu hverja einustu sekúndu sem þeir gátu til að tefja enda uppskáru þeir heil þrjú gul spjöld fyrir það. En United tókst engu að síður ekki að nýta sér uppbótartímann frekar og niðurstaðan 2:2 jafntefli.
Hugleiðingar að leik loknum
José Mourinho stillti upp afar sókndjörfu liði með bæði Zlatan og Lukaku í byrjunarliðinu en það virtist alls ekki skila sér. Fremstu menn virtust þungir og ekki mikil grimmd eða pressa framan af.
Spilið var ekki hugmyndaríkt, virtist alltaf stefna út á kant og vonast til að Young kæmi með þó ekki nema draumafyrirgjöf en allt kom fyrir ekki. Í hálfleik komu þeir Mkhitaryan og Lingard inn fyrir Zlatan og Rojo en við það stórbættist spilamennska liðsins, þá aðallega útaf hreyfingu leikmanna án boltans. Mkhitaryan, sem hefur verið skugginn af sjálfum sér undanfarið, átti fína innkomu og lét virkilega finna fyrir sér og leikgleðin skein úr augum hans. Lingard átti enn betri innkomi, byrjaði reyndar á því að klúðra besta færi United en vann það upp með því að skora tvö góð mörk síðar í leiknum.
Það leikskipulag sem Mourinho lagði upp með í upphafi leiks kolféll á prófinu og sem betur fer náði hann að rétta það af með skiptingunum í hálfleik. Það virðist vera að bæði Ibrahimovic og Rojo séu einfaldlega ekki tilbúnir, a.m.k. eru þeir langt frá sínu besta. Luke Shaw var líflegur en gerðist sekur um smávægileg mistök en það var gott að sjá hann spila 90 mínútur og hann komst ágætlega frá sínu.
Lingard virðist vera stöðugt að bæta sig en strákurinn er búinn að eiga þátt í 10 mörkum í Úrvalsdeildinni og til að setja hlutina í samhengi þá er það meira en þeir Eden Hazard, Mesut Özil, Alexis Sanchez og Sadio Mané. Í ofan á lag hefur hann spilað skemur en þeir allir.
Varnarlínan, sem í dag þynntist enn frekar sökum leikbanns Rojo, hefur líka ekki verið að gera það gott undanfarið en liðið sem hélt hreinu í 9 af 12 fyrstu leikjum sínum hefur ekki haldið hreinu í nema 2 leikjum af síðustu 12 sem er mikið áhyggjuefni fyrir Mourinho. Að sama skapi hefur United lent undir í 5 af síðust 7 leikjum. Það er því greinilega ákveðin krýsa sem Mourinho þarf að leysa hið snarasta, ætli liðið sér að halda 2. sætinu en Chelsea er einungis 1 stigi á eftir okkur þó markatala okkar sé talsvert betri.
Næsti leikur er á móti Southampton þann 30. des n.k. en það verður spennandi að sjá hvað Mourinho tekur til ráðs en það deginum ljósara að eitthvað þarf hann til bragðs að taka til að snúa við döpru gengi liðsins undanfarnar vikur.
Bjarni says
Hehe eru við ekki að grínast. Er ekki að horfa á leikinn og geri mér var far til að horfa á hann úr þessu. Mun fylgjast með úr fjarlægð en reikns ekki með neinu fallegu. Sorry mér líður betur að horfa ekki á liðið spila. Hversu slæmt er það nú orðið. Samt 80 mín eftir.
Sindri Þ says
Man fyrir nokkrum leikjum.. þá hélt ég að við myndum fara að vinna 4-1 og 4-0 í staðinn fyrir 1-0 og 2-1 með endurkomu Pogba. Hvað er í gangi? Vantar okkur svona mikið Fellaini? Það eru þónokkrar vikur í han…
Joi says
Burt með móra helvíti.
Rúnar Þór says
af hverju getum við ekki varist föstum leikatriðum??? Við erum eitt stærsta og sterkasta lið deildarinnar!!
Ráðþrot! Þeir eru búnir að kasta frá sér deildinni endanlega og skemma jólin með að klúðra seinustu 3 leikjum takk kærlega!
gudmundurhelgi says
Þetta er algjör hormung,ekkert i leik burnley kemur a ovart haldi þessi hormung afram verður M sagt upp sem eg mundi ekki grata mikið.
einarb says
Burnley – 3 skot, 2 á ramman, 2 mörk.
United – 9 skot, 3 á ramman, 0 mörk.
Bæði mörkin úr föstum leikatriðum og vörnin í bullinu. Hvað var Lukaku að spá í fyrra markinu? Lítið hægt að segja við seinna markinu, óverjandi fyrir De Gea en þessi aukaspyrna eftir klaufabrot hjá Young.
Ég trúi ekki að ég sé farinn að óska eftir Mkhi komi inná … þvílíkt þrot hjá þessu liði um jólin. 45 mín eftir og í raun nægur tími.. en það er bara *engin* von um að það muni nokkuð breytast, frekar líklegra að Burnley bæti í.
Bjarni says
Jæja hvað segja menn núna. Eru ekki allir glaðir eða hvað. Nú munum við sjá hvað liðið býður uppá og hvaða möguleika Móri hefur í stöðunni til að breyta leiknum okkur í hag. Við höfum ekki gæði á öllum vígstöðvum það er nokkuð ljóst. Þessi spilamennska leik eftir leik er ekki boðleg. En spurningi er höfum við lið til að berjast um titilinn. Ég segi nei og aftur nei. Við erum með nokkra miðlungs leikmenn sem bossinn nær ekki að ná besta úr eitthvað sem við vorum vanir hér í denn. Nú þurfa liðin að vera skipuð slatta af stjörnum til að draga mann að sjónvarpinu og þá er fotboltinn búinn að missa sjarmann.
Karl Garðars says
Krakkarnir hans Atkinson fengu öll gul spjöld í skóinn. Frá öllum jólasveinunum.
Kjartan says
Lingardinho!!!
DMS says
Ég hefði viljað sjá Lukaku koma út af, þetta var ekki hans dagur og það sást mjög snemma í dag. Hinsvegar vorum við ekki með neina valmöguleika á bekknum. Geri ráð fyrir að Martial hafi fengið frí í dag. Mikki týndi fótboltaskónum sínum í upphafi tímabils og hefur verið slakur síðan, hann er að spila sig frá félaginu með þessu áframhaldi.
Varðandi leikinn í dag þá vantar okkur að vera beittari fyrir framan markið. Við liggjum á andstæðingnum en náum samt ekki almennilega inn fyrir síðustu varnarlínuna hjá þeim. Við dældum boltum inn í teiginn og fengum ég veit ekki hvað margar hornspyrnur. Leiðinlegt að segja það en í svona leik hefði verið hrikalega öflugt að henda Fellaini inn á til að skapa usla í teignum.
Við erum löngu búnir að kveðja þennan deildaritil, en menn verða engu að síður að drullast til að ná þá allavega 2. sæti deildarinnar og klára þetta með sóma.
Maður leiksins: Lingard – frábær innkoma. Fær sjaldan það hrós sem hann á skilið.
Ég er ansi hræddur um að Móri verði að styrkja hópinn eitthvað í janúar þó það sé alltaf erfitt. Mér finnst Mikki bara vera orðinn farþegi. Á jákvæðu nótunum þá er ánægjulegt að sjá Luke Shaw koma inn og sýna fína takta. Við þurfum hraða bakverði sem geta tekið menn á, sama hvað LvG segir og vilji meina að Daley Blind eigi að vera starter í þessu liði.
Ég vil gefa Móra einn sumarglugga til viðbótar til að taka til í hópnum, af því gefnu að hann taki 2.sæti deildarinnar og verði okkur til sóma í FA bikar og Meistaradeild. Eftir það er ekki hægt að verja hann mikið lengur ef úrslitin fara ekki að koma með þá menn sem hann er með til umráða.
Heiðar says
Einn glugga til viðbótar?? Hvað er hann búinn að eyða í leikmenn þessi maður, er möguleiki á að eyða meira?
Það er morgun ljóst að hann er að missa klefann þessi hrokapollur og því fyrr sem hann verður rekinn því betra fyrir klúbbinn – og enn betra fyrir enska fótboltann.
Herbert says
Þþetta tap skrifast á móra… Litu út fyrir að vera 10 á móti 11 í fyrri hálfleik. Ber gríðarlega virðingu fyrir Zlatan en hann vinnur ekkert fyrir liðið. Og allra síst spilandi sem 10. Lukaku með enn ein mistökin í föstu leikatriði. Fékk svo frían skalla sem hefði endað í innkasti. Sjálfstraustið í molum á þeim bænum. Samt sem áður einn af fáum leikmönnum sem móri gagnrínir aldrei. Ég persónulega væri spenntur fyrir að sjá nýjan snöggann kantmann í janúar glugganum og nota rashford meira sem striker. Sækja Goretzka á fríjum samning í janúar ef Fellaini er að fara. Spennandi ungur miðjumaður.
Joi says
DSM Mikki var góður í þessum leik Lukaku er ekki búin að vera neitt í marga leiki samt hefur hann fengið að spila Móri er bara skólp sem brítur menn niður.
Blue Moon says
Vísir.is skrifar að þetta séu góð úrslit hjá ykkur: “United heldur áfram að ná í góð úrslit á annan í jólum, en liðið er það sigursælasta í sögu úrvalsdeildarinnar á þessum degi, en af 24 leikjum hefur liðið sigrað 19.”
DMS says
@Joi – Já Mikki var ekkert alslæmur í dag en engan veginn góður. Það er eitthvað í gangi þar á bæ, nær ekki að komast í hóp ítrekað og hugarfarið sennilega vandamálið. Eins og hann var frábær í upphafi móts og loksins hélt maður að hann myndi springa út. Skíthræddur um að hann endi eins og Kagawa. Smá rispur hér og þar duga skammt.
Lukaku var lélegur í þessum leik en við erum ekki með neinn í hans stað þegar hann á slæma daga. Hann var fínn gegn Leicester þó hann hafi ekki skorað, þar áttu liðsfélagar hans að klára sín færi sem hann lagði upp fyrir þá. Með réttu átt að vera með 2-3 stoðsendingar en við vitum hvernig það fór. Ég er hræddur um að Zlatan sé ekki með líkamann í að vera fremsti maður lengur.
En jú við getum rekið Móra og orðið sami klúbbur og nær allir okkar hafa gagnrýnt. Hver á að taka við? Hvaða toppþjálfari er á lausu? Þið getið gleymt því að Ferguson komi til baka. Fengi nýr stjóri einhvern tíma og frið til að móta liðið ef stóru nöfnin eins og Móri fá það ekki? Það held ég ekki.
Ef Man City væri ekki að eiga þetta draumatímabil þá værum við í góðum séns ennþá, þeir eru hreinlega í öðrum klassa en öll hin liðin þetta árið og fyrri ára.
Cantona no 7 says
Jói
Burtu með þig við þurfum ekki menn eins og þig
G G M U
Hjöri says
Til allra lukku horfði ég ekki á þennan leik, maður er búinn að stressast nóg af hamförum liðsins í síðustu leikjum. En ég held að Móri ætti að drullast til að hafa hugann hjá og sinna sýnu liði en vera ekki með hugann við hvað önnur lið fái fleiri frídaga eins og t.d. City og Arsenal. Ég verð að segja að ég var afskaplega sáttur við að Móri tæki við liðinu, og maður hélt að liðið færi að blómstra aftur, en nú eru farnar að renna á mig tvær grímur hvað hann varðar (og nú fæ ég orð í eyra frá Cantona no 7 eins og Jói) en liðið er svo sem ekki á slæmum stað búið að vera í öðru sæti lengi, en hversu lengi? En það er búið að missa City alltof langt frá sér, og hin liðin nálgast óðum. En hvað deifandi áhugi minn á Móra varðar, þá finnst mér liðið leika oft á tíðum hundleiðinlegan bolta, og tilfynningin hjá manni sé sú að þó að liðið væri fjórum mörkum yfir í hálfleik, þá væri maður aldrei öruggur um að leikurinn kláraðist með sigri. Góðar stundir.
Blue Moon says
Meira andskotans fíflið þessi stjóri ykkar. Vælir og vælir og það er væntanlega það sem gerir hann að “the special one”?
Fergie hefði aldrei hagað sér svona. Þess í stað hefði hann einbeitt sér að eigin liði og gert það betra. Það var ástæðan fyrir því að United tók titilinn 2013.
Í dag sitjið þið uppi með algjört fífl í stjórastöðunni.
http://m.fotbolti.net/news/26-12-2017/mourinho-man-city-kaupir-bakverdi-a-framherja-verdi
Pillinn says
Jæja, eftir Leicester og Burnley hef ég lítið að segja nema að ekki er hægt að kenna Mourinho um þetta. Á móti Leicester sköpuðu Utd urmull af færum en náðu ekki að nýta. Þeir voru nokkuð góðir þar en kláruðu ekki færin.
Á móti Burnley voru Utd menn bara ekki góðir. Ég var ekki sáttur við spilamennsku hjá liðinu þar. Eftir hlé fannst mér Mkhitaryan ekki koma vel inn. Ég hef verið hann helsti stuðningsmaður og finnst hann flottur fótboltamaður en í dag var hann ekki góður og skilaði bolta illa frá sér og gerði mjög mörg mistök sem hefði verið refsað fyrie á móti stærri liðum er ég hræddur um.
Rojo fékk mjög óverðskuldað spjald í byrjun leiks og er kominn í bann vegna þess og miðvarðarvandræðin halda áfram hjá okkur. Það vantar mannskap í vörnina sem helst heill.
Pogba þarf svo að fara að átta sig á í hverju hann er góður, því hann er virkilega góður en hann er ekki Messi og þarf ekki að vera að Messi. Ég bendi á Busquets sem veit nákvæmlega til hvers er ætlast og fer aldrei út fyrir sitt verksvið. Fannst Pogba of mikið vera að reyna að gera eitthvað flott en ef hann spilar uppá sína eigin getu er hann einn flottasti miðjumaður í heimi.
Liðið á í vandræðum núna og þurfa að girða sig í brók til að ná þessu öðru sæti. City er búið að hlaupa með titilinn á meðan önnur lið ströggla. Utd hefur átt nokkuð gott tímabil heilt yfir hingað til og þurfa að halda því áfram og tryggja þetta annað sæti því baráttan er um það í dag.
Ég held ró minni en vil sjá breytingar hjá liðinu. Lingard hefur staðið sig og á að öðru óbreyttu að vera í byrjunarliðinu. Ef ég horfi á leikinn í dag þá gerði Rashford, Zlatan, Mkhitaryan, Shaw ekki nóg til að pressa á byrjunarsæti og Lukaku var slappur í dag og þá þýðir ekki að tala um að hann hafi ekki fengið þjónustu því hann fékk hana. Kannski þreyttur eftir Leicest3er þar sem mér fannst hann með betri mönnum.
Erum ekki í vonlausri stöðu eftir þennan leik en þrengdist á toppnum móti Chelsea, Liverpool, Tottenham og Arsenal. City er í annari deild eins og staðan er og ég miða ekkert við þá núna.
Höldum áfram og næstu tveir leikir þurfa að vinnast og þá ættum við að vera í allt í lagi málum.
Halldór Marteins says
Held að Martial hafi alfarið misst af þessum leik vegna meiðsla, sá eitthvað um það að hann hafi meiðst á hnéi gegn Leicester. Vona sannarlega að það sé ekki alvarlegt.
Burnley má líka fá kredit, þetta er lið sem er orðið virkilega gott að verjast og nýta fáa sénsa sóknarlega. Hafa náð flottum úrslitum og frammistöðum í vetur og eru verðskuldað í efri hluta deildar. Það er auðvelt að vísa í verðmiða og segja að Manchester United (eða Chelsea eða Liverpool eða Tottenham) bara eigi að vinna Burnley á eigin heimavelli. En ein fegurðin í fótboltanum er einmitt þegar underdogs lið geta náð langt með það sem þau eru og hafa. Við Íslendingar þekkjum það nú vel.
Jafnteflið gegn Leicester var þungt högg. Manchester City fjarlægist sífellt. Við vitum það öll að City er ekki að fara að klúðra deildinni. Kannski er það að setjast eitthvað illa í liðið, hver veit. Það er ekki afsökun en það gæti verið ástæða. Ein af ástæðunum.
Slakur kafli í gangi og ýmislegt sem má setja spurningamerki við. En stutt í næsta leik og stutt í tækifæri til að rétta aðeins af.
Gaman að sjá minn mann Lingard skora tvö flott mörk.
Mikki hefði mátt koma betur inn í þetta en ég fílaði það þegar hann lét dómarann virkilega heyra það. Það var karakter í því og ástríða, ef hann getur farið að sýna meira af því þá kannski nær hann að finna sig aftur.
Sigurjón Arthur Friðjónsson, SAF says
Ég bara trúi því ekki að alvöru manutd aðdáendur sætti sig við þennan ömurlega fótbolta sem við erum að spila og vera búnir að tapa tveimur tiltlum í desember ? og allt þetta væl í Móranum er gjörsamlega ömurlegt og langt fyrir neðan okkar virðingu !!
DMS says
Fergie sagði ansi oft alls konar hluti við blaðamenn. Taktík til að taka athyglina frá leikmönnunum sínum yfir á sig? Who knows, en ég man svo sannarlega eftir því að Ferguson var oft kallaður vælukjói fyrir að tjá skoðanir sínar. Hann lenti einnig í allskonar rifrildum við aðra stjóra í fjölmiðlum, Keegan, Wenger, Benitez o.fl. Menn eru greinilega fljótir að gleyma.
einarb says
Blue Moon – vitlu ekki frekar skíta yfir liðið okkar á ykkar stuðningsmannavef og láta okkur um hraunið hér :) Eftir mikið gúggl sýnist mér þið lillabláliðar vera 5 talsins á Íslandi og með þessi fína síðu þar sem þú getur látið gamminn geysa: http://www.geocities.ws/mcfc84/mcklubbur.htm
Talandi um city, að reyna keppa við þessa liðhlaupa er einsog að spila quake í gamla daga við leiðinlega, litla frænda þinn sem var með cheat „god-mode“ on. Svo er talað um að Pep ætli að kaupa Sanchez og VVD í janúar. Meira að segja Yaya Toure er með hærri laun (£210,000 á viku) en flestir leikmenn í deildinni. Sannar bara að þetta Financial Fair Play er djók, stúkan þeirra er hálftóm flesta leiki enda smáklúbbur sem var þekktast fyrir að vera liðin sem Callagher bræður héldu með fyrir 10 árum.
Karl Garðars says
Plíz ekki setja fleiri tíkalla í city apann….
Rúnar Óla. says
DMS, það er rétt það sem þú segir að Fergie sagði allskonar hluti við blaðamenn og lenti í rifrildum við aðra stjóra. Munurinn á því og Mourinho núna er sá að núna er Mourinho bara að hrópa í tómið. Það er enginn að svara þessari vitleysu í honum.
Rauðhaus says
Það er rétt að Sir Alex sagði alls kyns hluti við blaðamenn, en það var sjaldan sem það missti marks. Og það er líka alveg eitthvað til í þessu hjá Móra, en kommon að segja þetta eftir jafntefli á heimavelli gegn Burnley! Við erum eitt stærsta og sigursælasta lið heims og þetta lið á alveg að geta performerað betur en það hefur verið að gera á köflum í vetur. Á ég þá sérstaklega við leikstíl liðsins og hugmyndaskort þegar við erum með boltann. Hér sést t.d. ágætlega hvað við vorum að gera í gær: https://twitter.com/WhoScored/status/945703952913436673
Minnir óneitanlega á Moyes og leikinn gegn Fulham um árið. Og þar er svo sannarlega leiðum að líkjast.
Annað með Móra í fjölmiðlum vs Sir Alex. Móri hendir leikmönnum fyrir rútuna opinberlega eins og ekkert sé sjálfsagðara. Þar er hann svo sannarlega ekki að „taka athyglina frá leikmönnum sínum yfir á sig“. Reyndar þvert á móti, hann er að fríja sig ábyrgð á kostnað umræddra leikmanna. Þetta hefði Ferguson ALDREI gert, ekki nokkur séns. Enda hafa margir leikmenn sem spiluðu undir honum sagt frá því hvernig hann bakkaði þá upp opinberlega, en skammaði kannski inni í klefa eða undir fjögur augu.
Þetta er ástæðan fyrir því að Móri verður ekki hjá okkur í langan tíma, ekki frekar en hjá sínum fyrri liðum. Þetta endar alltaf á því að menn missa þolinmæði fyrir honum. Þú nærð aldrei að halda virðingu leikmanna í langan tíma, ásamt miklum kröfum, ef þú trítar þá svona.
Þetta veit Sir Alex og vissi alltaf. Hann var harður, en hann vissi hvar línan lá. Þess vegna var hann stjóri í fremstu röð hjá sama liðinu í 26-27 ár.
Halldór Marteins says
Mourinho er stuðandi stjóri, hann notar stuðandi aðferðir í alls konar tilgangi. Bæði til að senda skilaboð til leikmanna, til stjórnarinnar hjá því félagi sem hann er hjá, til fjölmiðla eða í einhvers konar taktík.
Og kannski missir hann sig stundum, helsti gallinn er að það er ómögulegt að greina á milli.
En það er skiljanlegt að það geti farið illa í stuðningsmenn. Mér finnst Mourinho mjög oft fá ósanngjarna meðferð frá fjölmiðlum og einnig frá eigin stuðningsmönnum. Það er þó ekki hægt að líta framhjá því orðspori sem hann hefur sjálfur komið sér upp.
Annars er eitt sem mér finnst oft blásið upp, þessi tilhneiging Mourinho til að sprengja allt upp hjá öllum félögum sem hann hefur verið hjá. Í fyrsta lagi sprengdi hann ekkert hjá Porto eða Inter, hann hætti hjá báðum liðum sem Evrópumeistari til að taka við stærri félögum.
Og það að hann hafi verið stutt hjá Chelsea og Real Madrid? Please! Það eru þau félög sem eru duglegust að reka stjóra, jafnvel þá sem ná árangri. Bæði lið hafa rekið stjóra eftir að þeir unnu titla. Real hefur haft 29 stjóra á síðustu 30 árum. Ef við lítum 40 ár aftur í tímann þá er Mourinho með næstflesta leiki sem knattspyrnustjóri Real, aðeins Del Bosque er með fleiri.
Síðan Abramovic eignaðist Chelsea er Mourinho með tvær lengstu stjórahrinur félagsins. Aðeins einn annar stjóri hefur stýrt liðinu í fleiri en 100 leikjum í einu (Ancelotti 2009-11, 109 leikir). Frá því Ranieri var rekinn hefur liðið verið með 11 mismunandi stjóra á 13 árum, þar af 2 þeirra tvisvar.
Svona til að setja þetta aðeins í samhengi. Ekki að ég sé endilega að verja þessi tilteknu ummæli Mourinho eða neita því að hann sé stuðandi og eigi það til að gera mistök.
Albert says
Því miður virðast nokkrir leikmenn komnir á tíma. Zlatan er bara skuggi af sjálfum sér og þarf að leita á önnur mið. Jones er ekki í Manchester klassa, frekar en Shaw, Rojo og Mikhitarian. Lukaku er bara ekki nægilega góður fyrir liðið. Og svo er það Mourinho. Hann er ekki stjóri fyrir okkar lið. Neikvæð spilamennska, varnarbolti og hann eyðir alltof miklum pening í leikmenn sem skila okkur litlu. Mourinho burt segi ég.
Karl Garðars says
Hvert erum við eiginlega komin í þessari umræðu?
Erum við að bera Mourinho saman við SAF? Er í raun sanngjarnt að bera einhvern saman við SAF ef nánar er út í það farið?
Ef menn hefðu rekið hvern þjálfarann á fætur öðrum vegna þess að þeir voru ekki jafn góðir og Busby eftir 1-2 ár í starfi þá hefði Ferguson aldrei skilað okkur neinu og við værum u.þ.b að senda stjóra númer ca. 40 heim.
2. Sæti í deild og ásættanlegur árangur í Meistaradeild og FA eftir tímabilið yrði mjög gott miðað við allt og allt. Maður gerði í.þ.m ekki kröfu á meira í byrjun þess.
Liðið hans Ferguson var komið á endastöð og kaupin hjá DM og LVG virðast ekki henta JM. Og maður skilur það vel enda allir ólíkir stjórar.
Btw. Sammála Halldóri
Georg says
Það virðist sem að það vanti bara herslumuninn á bæði vörn og sókn.
Horfum fram á veginn og leyfum Móra að slípa liðið til. Já ég beið með að commenta því maður varð ansk. heitur eftir leikinn.
Davíð says
„Talandi um city, að reyna keppa við þessa liðhlaupa er einsog að spila quake í gamla daga við leiðinlega, litla frænda þinn sem var með cheat „god-mode“ on. Svo er talað um að Pep ætli að kaupa Sanchez og VVD í janúar. Meira að segja Yaya Toure er með hærri laun (£210,000 á viku) en flestir leikmenn í deildinni. Sannar bara að þetta Financial Fair Play er djók, stúkan þeirra er hálftóm flesta leiki enda smáklúbbur sem var þekktast fyrir að vera liðin sem Callagher bræður héldu með fyrir 10 árum.“
Reyndar er launakostnaður hjá United hærri en hjá City, en það sem spilar inní eru pulsur einosg Mkhityrian með 140.000 pund á viku og að Lukaku og Pogba eru með næstum því 300.000 pund á viku hvor.
Eru það góð kaup í Lukaku að hann sé með jafn mörg mörk og Rooney í ár ?
Eyðsla United og City er á jöfnum leikvelli og launaeyðslan líka, það sem munar um er að kaup city hafa heppnast betur
Björn Friðgeir says
Minnt er á regluna „Netföng sem gefin eru upp verða að vera netföng viðkomandi.“
Annars má búast við að komment séu fjarlægð