Fyrir leikinn gaf Mourinho út að bæði Ander Herrera og Marcus Rashford ættu við meiðsli að stríða í vöðva og þeir því frá.Fyrir leikinn gaf Mourinho út að bæði Ander Herrera og Marcus Rashford ættu við meiðsli að stríða í vöðva og þeir því frá.Liðið var eins og á móti Tottenham og það var enginn sóknarsinnaður maður á bekknum utan Juan Mata. Paul Pogba var eitthvað að taka því rólega í upphituninni en byrjaði engu að síður.
Varamenn: Romero, Lindelöf, Rojo, Shaw, Carrick, McTominay, Mata
Newcastle byrjaði leikinn frísklega og De Gea fékk að reyna sig snemma í leiknum, varði glæsilega skot úr teignum. Jonjo Shelvey var ansi hress á miðjunni, og var alveg til í að velgja leikmönnum United undir uggum.
United fór þó að vinna sig inn inn í leikinn en það vantaði upp á að ná góðum sendingum uppi við teig Newcastle og mönnum voru nokkuð mislagðir fætur. Pogba var greinilega ekki 100% og Matić var ekki mikið með þegar United sóttir.
Fyrsta fína færi United kom eftir hálftíma, Lingard með skot í teignum eftir góðan undirbúning og sendingu Sánchez, Dubravka varði í horn. Fimm mínútum síðar átti Martial að skora. United vann boltann á eigin vallarhelmingi, Matić gaf frábæra sendingu fram á Martial sem var kominn aleinn inn fyrir en lét Dubravka verja frá sér. Vel varið hjá nýja slóvakíska markverðinum en Martial átti ekki að gefa honum þetta.
Chris Smalling var heppinn að fá ekki dæmt á sig víti fyrir brot á Gayle en annars kom síðasta færi United í hálfleiknum þegar Sánchez skallaði á Lukaku en enn varði Dubravka.
Fyrri hálfleikurinn byrjaði þannig ekki vel en United sótti mjög í sig veðrið þegar leið á. Það vantaði samt aðeins uppá spilamennskuna uppi við teig og sem fyrr segir var Dubrovka í fínu formi í markinu.
Seinni hálfleikurinn byrjaði án mikilla tilþrifa. Lukaku skallaði í netið en hafði ýtt á bak varnarmanns, og Smalling á axlir annars þegar Smalling skallaði fyrir þannig það var augljóslega dæmt af. Sánchez átti síðan frábært sóló gegnum vörnina í teignum rétt á eftir en endaði á að skjóta í varnarmann og í horn.
Mínútu síðar átti hann svo að skora. Lukaku átti frábæra sendingu á hann, Alexis stakk sér fram hjá markverðinum og var fyrir opnu marki en náði ekki skoti í fyrsta, og þegar hann síðan skaut var Lejeune kominn fyrir. Hrikalegt að skora ekki þar.
Newcastle refsaði síðan United fyrir þessa færanýtingu. Smalling tók dýfu úti á velli, fékk gult og Shelvey sendi boltann inn á teiginn, Lejeune skallaði áfram og Gayle ýtti boltanum út í teig þar sem Ritchie var aleinn og skoraði auðveldlega. Skelfileg varnarvinna hjá öllum þarna inni í teignum.
Carrick og Mata höfðu verið að búa sig undir að koma inn á og gerðu það strax eftir markið fyrir Pogba og Lingard. Það tók ansi langan tíma fyrir United að fara að sækja eitthvað á ný en þegar kortér var eftir voru United farnir að gera sig líklega aftur. Martial tók tvö skot af markteig eftir horn en bæði fóru í þéttskipaða vörn Newcastle á marklínu.
McTominay kom inná fyrir Matić um þetta leytið í leiknum en það hafði engin áhrif síðasta kortérið. United gerði lítið sem ekkert af viti og Newcastle voru bara nokkuð frískir. Eins og svo oft áður síðustu árin var ekki hægt að segja að liðið sýndi þess nein merki að geta gert eitthvað undir lok leiks til að bjarga stigi eða stigum, ólíkt því þegar liðið hefur verið að setja 1-2 mörk til að innsigla sigur.
1-0 tap var því sanngjarnt, enn á ný sjáum við veikleika í þessari Pogba-Matic miju sem hefur áhrif á allt liðið, í þetta sinn ekki síst vegna þess að Pogba var alls ekki 100% leikfær. Það verður líka að segja það beint út að Matić hefur ekki átt góðan leik ansi lengi og einn miðjumaður í sumar er algert lágmark.
Lingard átti líka einn slakasta leik sinn í langan tíma. Martial, Lukaku og Alexis voru reyndar allir þokkalegir og jafnvel meira en það nægði ekki ef færin eru ekki kláruð.
Enn á ný er vörnin öll frá Ferguson tímanum og það hlýtur að fara að verða fullreynt með Jones og Smalling. Hvorugur þeirra getur borið boltann upp völlinn og það gengur ekki í svona leikjum.
Sem sé: Sömu veilur og svo oft áður. Liðið ætti að vera nógu sterkt til að enda í einu af efstu fjórum sætunum en enn á ný erum við farin að horfa til sumarsins og styrkingar.
Bjarni says
Tottenham vörnin mætt til leiks. Ef boltinn er í háloftunum hef ég ekki áhyggjur af henni en vonandi koma menn tilbúnir frá fyrstu mínútu og ráðast á boltann í stað þess að bakka alltaf inn í teig.
Turninn Pallister says
David með markvörslu tímabilsins frá Jonjo. Klárlega með flottari vörslum sem ég hef séð. Annars höfum við verið mjög slappir fyrstu 10 mínúturnar 😐
Karl Garðars says
Lingard út af fyrir Carrick eða McT og frelsa Pogba takk. Þetta er ekki hægt, þeir eru að slátra miðjunni okkar.
Bjarni says
Dauðafæri forgörðum hvað þarf til. Engan veginn ásættanlegur leikur af okkar hálfu. Það er bara eitt lið sem berst um alla bolta allstaðar á vellinum á meðan við spilum eins og mörkin munu koma af sjálfu sér. Linsurnar að stríða Smalling, lús heppinn. Mark fyrir hálfleik myndi gleðja mig.
EgillG says
Þetta lið……..
Turninn Pallister says
Helvítis drullan hann Smalling, ef það er einhver leikmaður í þessu liði sem má missa sín þá er það hann. Ófyrirgefanlega heimskulegur leikaraskapur hjá honum gaf þessa aukaspyrnu og svo er hann potturinn og pannan í varnarklúðrinu sem gaf markið. 😡
Bjarni says
Segi það hér að ef leikmenn missa trúna á verkefnið þá geri ég það líka hér með. Hvað Smalling varðar þarf ekkert að ræða frekar.
Tryggvi says
Mourinho er Tony Pulis með fullt af peningum.
Blue Moon says
16 stig :)
Einar says
Hefur Mourinho aldrei nein svör við neinu? Lendum undir og ekkert breytist.
Jói says
Hvernig væri fyrir þessa helvitis aumingja að fara að vinna fyrir kaupinu sínu og fara að spila almenilegan fótbolta svo þetta helvítis gérpi á hliðarlinuni eins og vanalega hefur engar lausnir nema hægja á leikknum þvi miður ekki þjálfari fyrir 5 aura má fara strax áður enn hann verður búin að rústa liðinu sami drullu rólegi bolti Lukaku enþà jafn lelegur Matic drullu lélegur setur Carrik inn og leikurinn á pásu burt með Móra er ekki að valda starfinu,er búinn að halda því fram síðan hann var ráðin.
Bjarni says
#Björn, við fyrirgefum þér fyrirfram að sleppa af þér beislinu í leikskýrslunni. Ekki draga neitt úr. Liðið á ekkert gott skilið eftir svona frammistöðu sem hefur reyndar verið tíð í vetur nema við höfum náð oftar en ekki í úrslit.
Helgi P says
maður sér ekki mikinn mún á Móra og LVG spila báðir hundleiðinnlegan bolta
DMS says
Algjörlegt andleysi. Jú vissulega hefði maður viljað sjá menn nýta dauðafærin sem féllu þeim í skaut en það sást bara á vellinum að leikmenn Newcastle vildu þetta meira. Pogba og Matic voru slakir á miðjunni. Ég veit ekki hvort það henti þeim betur að vera í 3 manna miðju og vera þá með Pogba lausan og Matic + einhvern annan með honum að sinna varnarvinnunni.
Smalling og Jones eru ekki að virka saman. Það er fullreynt með þessa tvo. Ég myndi vilja sjá Rojo koma inn í næsta leik. Hvenær er return date á Bailly?
Þetta er að gerast of oft svona leikir. Við fáum á okkur mark og hreinlega getum ekki snúið því við. Ég held ég sé ekki að ljúga þegar ég segi að við höfum unnið einn leik eftir að hafa lent undir í vetur. Var það ekki einmitt gegn Newcastle á heimavelli?
Það er alveg á hreinu að menn verða að girða sig í brók, baráttan um meistaradeildarsætið er galopin ennþá. Mannskapurinn er þarna til að gera mun betur, menn verða bara að vilja þetta og leggja sig fram. Fannst bara skína í gegn áhugaleysi hjá öllu liðinu í dag. Ef að menn eru ekki að leggja sig fram þá bara á bekkinn með þá, sama hvað þeir heita.
The man says
Svo er ekki nóg með það að United tapaði þà vann Liverpool sinn leik!! Og það sem meira er spila Liverpool miklu skemmtilegri Fótbolta!!!! Ég legg til að Mourinho verði rekin hið fyrsta, ég meina come on þegar leikurinn var í gangi í dag var hann svo fokking leiðinlegur að ég fór frekar að horfa á Ellen þàttinn á playback-inu!!!! Ellen strákar. Mér er nóg boðið!! Að auki, Pogba er 90 milljón punda ofmetin aumingji. Næst þegar United er að spila ætla ég að taka Gísl Martein á playbackinu!!!
Björn Friðgeir says
Það er ákveðin huggun að Liverpool fólk sem kemur hingað inn að reyna að vera fyndið tekst jafn illa upp og í athugasemdinni hér á undan.
Það getur verið það breytist, en við erum nú samt tveim stigum á undan Liverpool
Frikki11 says
Svekkjandi að við erum búnir að fá svo mörg tækifæri á að loka þessu 2.sæti og tryggja meistaradeildarsæti en í staðinn erum við algjörir klaufar og galopnum þessa baráttu uppá nýtt. Tapið í dag, gegn Huddersfield og jafnteflishrinan yfir jólin eru leikir sem við eigum að vinna. Eigum samt Arsenal, Liverpool og Chelsea öll eftir á Old Trafford.
Audunn says
Já það er rétt sem Tryggvi segir. Munurinn á Móri og Tony Pulis er sá að Móri fær alltaf fullt af peningum.
Hans taktík og setup er bæði gamaldags og úrelt.
Á aldrei nein svör við mótlæti inn á vellinum, gjörsamlega geldur á köflum.
Sóknarleikur Man.Utd er á köflum undir hans stjórn það versta sem maður hefur séð (að undanskildum tíma fíflsins Moyes) algjörlega stein geldur.
Ég kalla það gott ef United nær 4 sætinu á þessu tímabili, og ef það tekst ekki þá er ekkert annað í stöðunni en að reka Móra, skil ekki hvernig stjórn liðsin datt í huga að gefa honum nýjan samning í síðasta mánuði. Þvílíkur afleikur sem það nú var.
Albert says
Kominn með upp í kok af þessum þjálfaraaumingja sem er löngu búinn með allar hugmyndirnar sínar. Þoli ekki lengur að horfa á liðið andlaust og lélegt. Mourinho out
The mann says
Björn Friðgeir, ég er búin að vera gallharður United maður í mörg ár og mér finnst ávirðingar þínar í minn garð svívirðilegar!! Ég er einfaldlega dauðleiður á þessari spilmennsku liðsins, fyrst frá fávitanum Moyes, svo LVG og núna Móri. Við erum ljósárum á eftir Shitty hvað varðar gæði í spilamennsku og hugarfari þrátt fyrir að hafa eytt gríðarlegum fjárhæðum í leikmenn. Sökinn hlítur að liggja hjá þjálfarnum!! Við erum mannskapin í að gera atlögu að titlinum.
Björn Friðgeir says
Jæa þá.
Ég dreg ekkert mikið úr því að við séum með mannskapinn, en City er samt ljósárum á undan ÖLLUM.
Og ég er ekki að sjá Smalling og Jones sem miðverði í meistaraliði. Það vantar enn 2-3 til að gera úr þessu lið og það þarf að horfa aðeins minna á einhverja stjörnuframherja og þétta miðju og vörn
The mann says
Björn. Oft í nútíma fótbolta sérstaklega hjá top klúbbunum sem búa yfir efnahagslegum styrk til þess að vera samkeppnishæfir á markaði sem vel og minnst United eru, er álitefni hvort þjálfarinn sé þannig úr garði gerður að ná því besta útút leikmönnum. Ég hef haft það á tilfinningunni sérstaklega þegar Móri er gagngrýna leikmenn sína opinberlega ekki vera neinum til framdráttar þá sérstaklega honum. Svo ég impra nú á því, hefur United alltaf verið þekkt fyrir að spila skemmtilegan fótbolta en nú er öldin orðin aldeilis önnur. Þegar ég er rökræða þá aðalega við liverpool vini mína get ég ekki annað en tekið undir þau sjónarmið að liverpool spilar skemmtlegan fótbolta og jú eru þeir einu sem hafa unnið shitty. Það af öllu fer lang mest í taugarnar á mér er þessi staðreynd að liverpool er alltí einu orðið skemmtlegra lið til þess að horfa á. Menn hafa fokið fyrir að spila ekki skemmtlegan fótbolta ber þá helst að nefna Fabio Capello á sínum tíma, þrátt fyrir að hafa unnið titilin heim við.
Björn Friðgeir says
Get verið hjartanlega sammála um að við erum ekki að spila skemmtilegan bolta, en er um leið of pragmatískur til að vilja reka José. Langstærsta ástæðan er: Hvern eigum við að fá í staðinn?
Karl Garðars says
Ætlaði að leyfa deginum að líða og athuga hvort skapið lagaðist ekki aðeins en nei, maður er ennþá hálf sturlaður.
Það er að mínu mati ferlega kjánalegt að ráðast á þjálfarann. Ekki öfunda ég Mourinho að taka við þessu liði.
Varnarlínan eins og hún lagði sig er rusl sem ætti ekki að sjást í byrjunarliði United. Það er svo mikið af spineless haugamat í hópnum og þar fara menn eins og Smalling fremstir í flokki.
Ef leikmaður rétt drullast um völlinn og skítur upp á þak og þjálfarinn vogar sér að dæsa á hliðarlínunni þá byrja fjölmiðlar og úrtölufólk að jarma yfir því. Fergie gargaði á þá, las þeim pistilinn inni í klefa og sparkaði hlutum (hlut) í áttina að leikmönnum en það var bara krúttlegur “hárblásari” og allt í gúddí. Ekki misskilja mig, það veitti ekkert af því þá og það sárvantar meira en nokkru sinni fyrr núna.
Newcastle börðust vissulega eins og ljón og áttu skilið í.þ.m stig en það er orðið ansi oft síðustu árin þar sem svona lið mæta grimm og taka með dugnaði og áræðni stig á móti okkur.
Það er ekkert dagsforms bull heldur köld vatnsgusa trekk í trekk að liðið sé að stórum hluta byggt upp af prímadonnum og aumingjum sem finnst ekkert að því að tapa. Gamli ungmennafélagsandinn! “Það gengur bara betur næst strákar því það er fyrir öllu að vera með…” FML!!
Það þarf að losna við þessa meðalmennsku úr liðinu og úr klefanum og koma með menn sem berjast og
A) vita ekkert verra en að tapa (sanchez).
B) eru natural sigurvegarar sem þekkja ekki að tapa. (Zlatan)
C) menn sem hafa ekki unnið en langar það meira en allt (Leicester liðið sem tók deildina)
Maður verður vonandi eitthvað skárri á morgun. :)
Björn Friðgeir says
Það er víst Djöflavarp á miðvikudaginn þannig þessar umræður verða örugglega teknar áfram þar.
Einhverjar sérstakar spurningar sem þið viljið að við tökum fyrir?
Friðrik Már Ævarsson says
Það er ekki rétt að halda því fram að við séum ekki með leikmannahópinn til þess að keppa við Man City, við erum með frábæra breidd í hópnum EF leikmenn væru að haldast heilir og sýndu sínar bestu hliðar í hverjum einasta leik. Við höfum hins vegar verið að eiga við að vandamál að leikmenn mæta til leiks með hálf innantómt hugarfar og að mínu mati hafa þeir einungis spilað síðustu 10 mínúturnar af því kappi sem við myndum vilja sjá í 90 mín. Sumir leikmenn (t.d. Ander Herrera sem var einn besti leikmaður síðustu leiktíðar) hafa verið að spila langt undir getu og aðrir virðast komnir með eilífðar pláss á meiðslalistanum (Fellaini og Bailly svo einhverjir séu nefndir).
Það er heldur ekki að hjálpa að Man City séu „nánast“ búnir að vinna deildina, það er ekki eins spennandi að mótivera sig til að lenda í 2. sæti eins og að vinna deildina. Það er nokkuð sem Mourinho þarf að breyta, koma leikmönnum sínum í skilning um að það að gefa sig ekki 100% í alla leiki. Það þarf mikið að gerast til þess að við náum að lenda þessu 2. sæti. Pogba þarf að komast aftur í gang, Sanchez þarf að aðlagast liðinu, Lukaku þarf að halda áfram að vaxa og læra að skora gegn stærri liðunum, miðverðirnir okkar þurfa að læra að verjast og við þurfum að eiga annað Plan B en king Fellaini.
Það er svolítið barnalegt (að mínu mati) að garga „út með Mourinho, hann er ekki samboðinn United“ og þar fram eftir götunum. Hann vann Evrópudeildina í fyrra, erum í 2. sæti í deild sem er þegar vitað hver vinnur, erum komnir í 16-liða úrslit í Meistaradeildinni og unnum framrúðubikarinn í fyrra líka. Reyndar dottnir út úr þeim bikar í dag en þetta er samt margfalt betri árangur en David Moyes og Louis van Gaal. Við erum að skora miklu meira af mörkum en undir þeim báðum, við erum að safna fleiri stigum og erum með besta defencive-record í deildinni, aðeins 19 mörk sem við höfum fengið á okkur og höfum oftast haldið hreinu. Það eru fullt af jákvæðum þáttum í kringum liðið núna og held að flestir (alls ekki allir) séu sammála um að liðið er á réttri leið miðað við síðstu 3 tímabil.
Það er líka oft horft fram hjá þeirri staðreynd að Mourinho hefur ákveðið aðdráttarafl fyrir leikmenn og sigurvegari að eðlisfari. Hans aðferð er mun passívari en hjá mörgum öðrum en hún skilar árangri og þetta vissu forráðamenn United sem og stuðningsmenn þegar hann var ráðinn. Það er heldur enginn af þessum háværu röddum sem vilja mourinho út sem geta stungið upp á þjálfara sem henti okkur betur. Virðist líka vera ákveðið gullfiskaminni hjá hluta stuðningsmanna að muna ekki eftir því hvernig upphaf tímabilsins var hjá okkur, við náðum í frábær úrslit og unnum leiki stórt, skoruðum mikið á síðustu mínútunum og héldum margoft hreinu. Við erum ennþá sama liðið en á meðan við tókum smá dýfu í jólamánuðinum þá bætti Man City í seglin og allt virðist falla með þeim. Hugarfar, andleysi og meiðsl leikmanna er stóra vandamálið hjá okkur ekki þjálfarinn.