Í kvöld mætti Manchester United til leiks í 5. umferð FA-bikarsins á John Smith‘s Stadium þar sem heimamenn í Huddersfield tóku á móti okkar mönnum. Í síðustu 13 viðureignum liðanna hafði Huddersfield einungis tekist að knýja fram sigur einu sinni gegn United en sá leikur var einmitt deildarleikur fyrr á leiktíðinni á sama velli. José Mourinho stillti upp mikið breyttu liði frá síðasta leik en fastaleikmenn eins og De Gea og Pogba voru hvergi sjáanlegir. Í stað þeirra fengu Carrick og Romero pláss í byrjunarliðinu en það var ánægjulegt að sjá ungu strákana í leimannahópnum í kvöld, þá Castro Pereira, Angel Gomes og Ethan Hamilton sem voru á bekknum auk þess að Scott McTominay byrjaði á miðjunni.
Bekkur: Pereira, Bailly, Darmian, Gomes, Hamilton, Lingard og Martial
Veðrið í Yorkshire var ósköp hefðbundið bresk veður, gríðarlega mikil rigning sem virtist hafa örlítil áhrif á spilamennsku beggja liða. Þrátt fyrir rigninguna var frábær stemningin á vellinum.
Leikurinn var fjörugur framan af og strax á annarri mínútu átti Mounie hættulítið skot framhjá markinu. En mínútu síðar áttu Mata og Lukaku laglegt þríhyrningaspil við miðjubogann sem endaði í því að Lukaku losaði sig frá varnarmanninum og brunaði í átt að marki, snéri yfir á hægri fótinn öllum að óvöru og lagði boltann snyrtilega í nærhornið fram hjá Lössl í markinu. Frábær byrjun hjá United.
Næst kom ágætis sókn hjá Huddersfield þar sem Smalling var næstum búinn að gefa vítaspyrnu með því að handleika boltann í eigin vítateig en okkur tókst að hreinsa bolta. Eftir að við náðum að bægja hættunni frá tímabundið náðu Huddersfield að koma boltanum inn fyrir vörnina en Huddersfield tókst að koma boltanum fyrir markið en sem betur fer var enginn til þess að pota boltanum inn á fjærstönginn. United stálheppnir þarna en og aftur.
Sóknarþungi Huddersfield jókst í kjölfar marksins og eftir fyrstu tíu mínuturnar voru heimamenn 75% með boltann. United fór þó hægt og sígandi að vinna sig aftur inn í leikinn og átti ágætis sóknir sem þó vantaði nokkuð upp á til þess að hætta skapaðist. En leið og maður fór að halda að United væri að fara taka leikinn föstum tökum áttu Huddersfield hættulega sókn þar sem Mounie gaf fyrir en sem betur fer skallaði ?? laflaust á markið. Í næstu sókn brunaði svisslendingurinn Hadergjonaj upp hægri kantinn og kom með stórhættulega fyrirgjöf sem Tom Ince var hársbreidd frá því að ná til. Enn og aftur sleppum við með skrekkinn en einhvern veginn var stutt í þá tilfinningu að mark lægi í loftinu.
Huddersfield voru sérstaklega duglegir að fara upp hægri kantinn og treystu á það að Alexis Sanchez væri ekki duglegur að hjálpa Luke Shaw. Þessi taktík virtist vera að skila sér því trekk í trekk komust þeir upp vænginn og áttu ágætis fyrirgjafir inn í teiginn sem varnarmennirnir okkar áttu þó ekki í teljandi vandræðum með. Engu að síður mikið áhyggjuefni hve illa liðinu gékk að halda boltanum og byggja upp sóknir.
Svo virtist sem liðin væru að bíða eftir hálfleiksflautunni þegar Ashley Young fékk boltann á hægri kantinum og tók á rás upp kantinn og fann Mata inn í teignum sem var loksins ekki rangstæður en honum tókst að leika á Lössl og skora í autt markið. Við tók VAR syrpa þar sem heimamenn vildu meina að Mata hefði verið rangstæður og eftir umtalsverðar vangaveltur og pælingar dæmdi Kevin Friend dómari markið ólöglegt og staðan því óbreytt 1-0 fyrir United. Miklar deilur eru uppi um hvort Mata hafi í raun verið rangstæður en myndin sem VAR tæknin gaf okkur virtist engan veginn styðja þá ákvörðun dómarans að dæma markið af.
Einungis örfáum andartökum síðar krækti Sanchez í aukaspyrnu, en úr henni kom falleg fyrirgjöf inn fyrir vörn Huddersfield og bæði Matic og Lukaku stóðu einir og óvaldaðir í teignum og sá fyrrnefndi tók við boltanum og lagði hann í markið framhjá Lössl en aftur dæmi herra Friend rangstöðu og fékk markið ekki að standa. Í þetta skiptið nennti dómaratríóið ekki að skoða þetta í VAR heldur dæmdu umhugsunarlaust rangstöðu, sem var sennilega hárrétt, þannig að United fór inn í hálfleik með 1-0 forystu.
Seinni hálfleikur
Síðari hálfleikur fór jafn hressilega af stað og sá fyrri en því miður voru það Huddersfield menn sem réðu ferðinni. Hver sóknin á fætur annarri, hættulegar fyrirgjafir og slakar hreinsanir og fengu heimamenn einnig nokkur góð aukaspyrnufæri beint fyrir utan teiginn. Sem betur fer tókst Billing ekki að nýta sér þessar spyrnur heldur setti hann þær beinustu leið í vegginn. Þeir fengu reyndar hornspyrnu í kjölfarið en úr henni tókst United að skapa sér skyndisókn þar sem Lukaku bar upp boltann og fann Sanchez sem þakkaði pent fyrir sig með því að gefa hárnákvæma stungusendingu til baka á Lukaku í svæði þar sem hann var kominn og lagði boltann á endanum vinstra meginn við Lössl.
Goalllllllllllllllll
LUKAKU 2-0 #mufc pic.twitter.com/3kNaAgFLPU
— Man Utd Goals 🎦 (@UtdGoals) February 17, 2018
Fjórða skiptið sem United kom boltanum framhjá Lössl og í þetta skiptið fékk markið að standa. Tveggja marka forysta en Huddersfield voru hvergi nærri hættir þó að dregið hefði úr þeim við seinna markið. Í næstu sókn United komst Lukaku upp að vítateigshorninu og Mata tók hlaupið út fyrir hann og fékk boltann og svo virtist sem brotið hefði verið á honum en ekkert dæmt og leikurinn hélt áfram. Við tók ansi mikið miðjumoð og lítið um hættuleg færi. Þó tókst Lukaku að finna pláss í vítateigsboganum en skot hans fór í varnarmann.
Think of the families @AnthonyMartial pic.twitter.com/4iqgbjlGPC
— The Peoples Person (@PeoplesPerson_) February 17, 2018
Loksins á 75. mínútu gerði Mourinho breytingu, Sanches kom útaf fyrir Anthony Martial, þó einhverjir hefðu verið til í að sjá óreyndari leikmenn fá tækifærið og jafnvel hvíld fyrir Matic fyrir næsta leik gegn sínum gömlu félögum. En næstur til að fá skiptingu var Juan Mata en inn á í hans stað kom Jesse Lingard. Fljótlega eftir skiptingarnar kom eitt besta færi United í síðari hálfleik þar sem þríhyrningaspil kom Martial inn fyrir vörnina og hann ásamt Lukaku voru einir fyrir framan mark Huddersfield en sendingin fór fyrir aftan Lukaku. Illa farið með mjög fínt færi þar sem Lukaku hefði getað fullkomnað kvöldið með þrennu. Aftur komst Martial inn í teiginn og átti fyrirgjöf sem enginn gerði atlögu að.
Síðasti markverði atburður leiksins kom á annarri mínútu uppbótartíma þegar Eric Bailly kom inn á fyrir Lukaku en hann er nýbúinn að jafna sig af erfiðum meiðslum og verður kærkomin viðbót við varnarlínuna okkar sem hefur fengið mikla gagnrýni á sig undanfarið. Leiknum lauk þó stuttu síðar og ekki margar snertingar sem hann fékk.
Vangaveltur eftir leikinn
Nú er United komið áfram í 6. umferð FA bikarsins en það er greinilegt á liðsvali Mourinho í kvöld að ekki miklu púðri verður eytt í þessa keppni. Þó spiluðu menn eins og Lukaku og Matic 90 mínútur í dag, nokkuð sem kom á óvart miðað við að næsti leikur liðsins er gífurlega mikilvæg viðureign gegn Chelsea á Old Trafford í baráttunni um annað sætið.
Kjúklingarnir sem voru á bekknum í dag fengu engar mínútur þó að leikurinn hefði eflaust verið tilvalinn til þess en engu að síður ákvað stjórinn að tefla ekki tvísýnt með leikinn. Ég veit ekki hversu mikið ég get verið sammála því, kannski blundar einhver óskhyggja um rómantíkina sem því fylgir að sjá leikmenn úr akademíunni á stóra sviðinu, a.m.k. hefði verið gaman að sjá Angel Gomes eða Ethan Hamilton fá smjörþefinn af tilfinningunni og ábyrgðinni sem fylgir því að spila fyrir aðalliði.
United skoraði óvenju snemma í leiknum en það var eins og leikmenn væru á autopilot á stórum köflum í leiknum í kjölfarið, ekki mikið drápseðli þó að við hefðum vissulega komið boltanum fjórum sinnum í markið. Annað sem kann að vekja upp spurningar, þá var Huddersfield með boltann 55% á meðan við vorum með hann 45% tímans. Að auki áttu þeir 19 skot á móti 5 skotum okkar, þar af 5 á rammann.
Þó verður að minnast á það að það virtist aldrei myndast raunveruleg hætta fyrir framan markið og allt sem stefndi á rammann var tiltölulega beint á Romero í markinu. Þó að United hafi siglt þessum sigri nokkuð þægilega í höfn og aldrei verið spurning hvoru megin sigurinn myndi detta, þá er ekki hægt að tala um neina yfirburði liðsins og liðið virkaði frekar þurrt og líflaust.
Nú er búið að draga í næstu umferð FA bikarsins en í henni fáum við Brighton í heimsókn. Brighton and Hove Albion unnu í dag D-deildarliðið Coventry City með 3 mörkum gegn einu og ljóst er að við fáum skemmtilegan heimaleik í 8. liða úrslitum. Í öðrum viðureignum mætast :
Sheff Wed/Swansea gegn Rochdale/Spurs
Leicester vs Chelsea
Wigan/Man City gegn Southampton
Það er því möguleiki á því að í undanúrslitum verði Tottenham, Man City, Chelsea og Man Utd en það ræðst á næstu dögum. Einnig vil ég minna á síðasta djöflavarpið þar sem farið var yfir spilamennsku liðsins, Chris Smalling og fleira.
Djöflavarpið 48.þáttur – Er Chris Smalling ekki lengur Mike Smalling?
DMS says
Ég er nú á því að samstarf Smalling og Jones sé löngu full reynt . En verð því miður að viðurkenna að ég er jafn smeykur yfir samstarfi Smalling og Lindelöf…
Sindri Þ says
Þvílíkt sem maður verður argur að sjá Smalling í byrjunarliðinu. Virðist sem svo að þessi 5 gulu spjöld Rojo í jafn mörgum leikjum í desember hafi kostað hann traust stjórans, hef allavega ekki séð neinar fréttir þess efnis að hann sé meiddur.
Er persónulega ánægður að sjá Lindelöf þarna aftur, hans hlutverk er vonandi að spila boltanum úr öftustu línu á meðan ísskápurinn skallar boltann vonandi oftar en að hann sparkar í hann.
Bjartsýnn á að McTominay brjóti ísinn í dag og geri eitthvað skemmtilegt, ætti allavega að hafa plássið til þess með Carrick og Matic.
Spái 4-1, Lukaku með 2.
Bjarni says
Markið var snilld en svo hvað. Höldum ekki boltanum innan liðsins og eins gott að ekki var búið að tengja myndavélarnar í byrjun. Vörnin mun hafa nóg að gera en sóknin má ekki horfa bara á.
Karl Garðars says
V.A.R þetta ekki mark??
Bjarni says
Hehe Karl, góður. Eins gott að „tækninni“ var ekki beint í tvígang á okkur. Þessi leikur er ekki búinn nema við mætum í seinni og setjum inn eitt á fyrsta korterinu.
Jói says
Sami leiðindar Mórabolti 8 í vörn.
Jói says
Sami leiðindar Mórabolti 8 í vörn.Móra burt hef ekki trú à honum og hef aldrei haft.
DMS says
Er VAR tæknin ekki að nota neitt betra en Paint forritið til að teikna rangstöðulínurnar? Hvaða rugl var þetta?
Karl Garðars says
Jæja inná með gormana. Hvíla lukaku og matic
Runólfur Trausti says
Gaman að sjá Lukaku á skotskónum í dag þó svo að maður hefði viljað sjá hann og Matic fá smá hvíld fyrir Sevilla og Chelsea.
Erfiður leikur í hreint út sagt magnaðri stemningu. Það er eflaust gömul klisja að gengi í deildinni skiptir engu máli í bikarkeppnunum en það má ekki gleyma því að Arsenal tapaði fyrir Nottingham Forest, Liverpool tapaði fyrir WBA og Tottenham þurfti annan leik gegn Newport (Og Van Gaal þurfti ítrekað annan leik gegn neðri deildar liðum).
Svo má benda á að Smalling var mjög flottur í dag!
Sjáumst í 8-liða úrslitum :)
Cantona no 7 says
Góður sigur á erfiðum útivelli.
Man Utd – Brighton í 8-liða úrslitum.
G G M U
Audunn says
Erfiðum útivelli? Huddersfield eru búnir að vinna 4 af síðustu 11heimaleikjum, einn af þeim sigrum eru jú gegn Man.Utd annars hafa þeir tapað sannfærandi gegn öðrum liðum inn á topp 6.
Þannig að ég ekki verið sammála um að þetta sér erfiður útivöllur.
En hvað um það.
Góður sigur, gott að komast áfram í þessari keppni.
Leikur United ekkert sérstakur frekar en fyrridaginn en sætti mig við það ef sigur næst.
En mikið vorkenni ég Sanchez að þurfa að sinna þessu mikla varnarhlutverki , ekki beint hans tébolli.
Halldór Marteins says
Það getur nú verið strembið að fara á hina ýmsu útivelli þegar út í FA Cup er komið. Hið stórkostlega spilandi Tottenham undir stjórn hálfguðsins Pochettino hefur nú fengið að kynnast því upp á síðkastið…
Audunn says
Hef í sjálfu sér ekki áhyggjur af hvað Spurs er að gera enda ekki Spurs fan.
Enda held ég að United menn hafi lítið sem ekkert efni á að setja útá það lið, hvorki spilamennsku þess né annað ef út í það er farið.
Spurs hafa spilað frábærlega undanfarið, ekki tapað í síðustu 14 leikjum og af þeim eru leikir eins og gegn United, Liverpool, Everton, Arsenal og Juventus.
Eins og ég segi þá held ég að United menn hafi ekki efni á því að setja útá það lið, myndi allan daginn skipta á spilamennsku United annarsvegar og Spurs hinsvegar án þess að þurfa að hugsa mig um.
Halldór Marteins says
Þetta snerist minna um að setja út á Spurs og meira um að setja útileiki í enska bikarnum í samhengi. Þeir geta alltaf verið erfiðir, sama þótt það er gegn úrvalsdeildarliði sem hefur ekki spilað glimrandi eða gegn C-deildarliði sem er í neðsta sæti í sinni deild, sama hvort þú ert United eða Spurs.
Halldór Marteins says
Og nú fékk Manchester City líka að kynnast því hversu óvænt erfiðir útivellir geta orðið í enska bikarnum.
Audunn says
Fínt að losna við City úr þessari keppni, gefur United meiri séns á að vinna eitthvað á þessu tímabili.
Karl Garðars says
Er að sjá það fyrst núna að city hafi tapað. Það var mjög leiðinlegt. Einhver ónefndur sjitty tittur hefur alveg gleymt að minnast á það í óspurðum fréttum hér inni.. :-D
Að því sögðu mætti karmað láta þetta comment mitt slæda þegar Sevilla tekur á móti okkar mönnum.
Í Chelsea leiknum mun téð karma trúlega ekki valda teljanlegum skaða en Hr. Atkinson dæmir og ég ætla þar með að spá rauðu spjaldi á miðvörð hjá okkur og ósanngjörnu 1-2 tapi.