Fréttir um að Paul Pogba yrði líklega ekki með bárust í gærkvöld og í morgun var það staðfest. Óstaðfest var að hann hefði skorist á fæti á æfingu í gær. McTominay var treyst fyrir tveggja manna miðju með Matic og Marcus Rashford kom inn á vinstri kantinn.
Hjá Liverpool var fátt sem kom á óvart, nema helst að James Milner var í liðinu frekar en fyrirliðinn Jordan Henderson.
Leikurinn byrjaði mjög rólega, United aðeins til baka en þó ekki alveg. Fyrsta horn leiksins kom á 13. mínútu. Mo Salah nelgdi boltanum í gengum tóman teig. De Gea tók útsparkið langt inn á vallarhelming Liverpool þar sem Lukaku skallaði áfram á Rasford sem óð inn í teig, Trent Alexander-Arnold var til varnar en Rashford lék glæsilega á hann með hælspyrnu sem lagði boltann fyrir hann og skoraði með óverjandi skoti út við stöngina fjær. Frábært mark.
Næstu mínútur voru nokkuð fjörugar án þess að skapa opin færi fyrr en Van Dijk var óvaldaður eftir horn en náði ekki að skalla heldur fór boltinn í öxlina á honum og framhjá.
En aftur refsuðu United Liverpool eftir horn. De Gea með langa sendingu, skalli Lukaku fór í varnarmann og aftur til Lukaku sem stakk boltanum á Mata inni í teig, Van Dijk kom í boltann og boltinn barst af honum á Rashford sem aftur smellti skoti úti við stöng. 2-0! Í þetta sinn fór boltinn örlítið í Alexander-Arnold, kannske nóg til að trufla Karius sem var á leiðinni til baka og náði ekki að stoppa boltann, en snerti hann. Í megindráttum eins og fyrra markið,
United hafði ekki dregið sig það mikið til baka eftir fyrra markið en eftir það seinna voru þeir vissulega komnir aftar. En United fékk næsta færi, góð sókn, Rashford fékk boltann og gaf fyrir þar sem Mata var aleinn í teiginum og reyndi bakfallsspyrnu en hitti ekki boltann og skotið fór framhjá. Mata hefði líklega haft tíma til að taka á móti boltanum en tilraunin var glæsileg.
Fyrri hálfleikur endaði með þónokkurri pressu frá Liverpool en United vörnin og miðjan voru vel vandanum vaxin.
Eins og við var að búast komu Liverpool menn grimmir úr hléinu og sóttu vel. United átti erfitt með að halda boltanum og þegar þeir fengu hann notaði Liverpool hápressuna vel. Það tók tíma en Liverpool fékk loksins laun erfiðisins á 65. mínút og þá velinnpakkaða gjöf. Mané kom upp vinstramegin, fór framhjá McTominay og gaf fyrir. Bailly var í teignum, stök upp,slengdi hælnum í boltann og þaðan fór hann óverjandi í hornið neðst. Bailly meiddist að auki við þetta en var áfram inn á. Rashford fór hins vegar útaf fyrir Fellaini. Rashford var á gulu spjaldi og var búinn að vera af og til með smá grimmd í tæklingum sem hefði getað endað illa.
United var þó nokkuð skárra eftir markið og skiptinguna en Liverpool náði sér góðri pressu af og til.
Lingard kom inn á fyrir Mata þegar tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma en dómarinn bætti vi sex mínútum. Leikmenn voru orðnir ansi hressir og þessar síðustu mínútur var þó nokkur hasar. Á síðustu mínútunni skipti José Darmian inn fyrir Alexis og leiktíminn rann út.
Frábær sigur sem tryggir vonandi liðið í Meistaradeildina næsta ár og annað sætið ætti að nást núna, sem er vissulega alltaf bara annað sætið en það er betra en síðustu fjögur ár.
Fyrir leikinn var talað um að viðureign Ashley Young og Mo Salah en Salah sást varla í leiknum. Þess í stað var það viðureign Trent Alexander-Arnold og Marcus Rashford sem réði úrslintum og það var heimaalningur United sem vann þá viðureign og leikinn.
Seini hálfleikur var vissulega verulega stressandi þegar United dró sig mikið og jafnvel of mikið til baka en Liverpool átti tvö skot á rammann og bæði voru langskot beint á De Gea og þeir þurftu Eric Bailly til að skora. Þetta var alls ekki sá leikur sem við bjuggumst við og verðskuldaður sigur í höfn. Gagnrýnendur Romelu Lukaku hljóta að fara að hafa hægar um sig þegar hann heldur áfram að leika eins og hann gerði.
Rashford var maður leiksins en fyrir utan að vörnin stóð sig mjög vel þá verð ég að minnast á McTominay. Drengurinn steig ekki feilspor og eftir slakan leik á mánudaginn kom hann inn í stærsta leik Englands og leit út eins og hokinn af reynslu.
Njótið vikunnar í vinnunni öll!
Helgi P says
klárlega einn besti hálfleikur sem ég hef séð í mörg ár halda þessu áfram í seinni
Narfi says
Frábær fyrri hálfleikur og ágætur seinni hálfleikur. Svekkjandi að fá á sig sjálfsmark í leik þar sem mótherjinn náði aldrei að reyna á de Gea.
Dómarinn átti stórgóðann leik, leyfði honum að fljóta, flautaði lítið, spjaldaði lítið og ég hélt þeirri línu allt til enda.
Innkoma McTominay minnir á innkomu Rashford fyrir tveimur árum. Nokkuð óþekktur, kom óvænt inn í aðalhópinn og hefur varla stigið feilspor. Mikið vona ég að þetta sé það sem koma skal.
EgillG says
2-0 og maður var pollrólegur, 2-1 og ég var í stresskasti út restina af leiknum. Kanski var bara gott að Pogba spilaði ekki leikinn, Scott McTominay var eins og meistari i dag og kom með aga í sinn leik sem sumar stjörnurnar vantar stundum
Guðmundur Helgi says
Stórskemmtilegur leikur af hálfu united og boðið upp á popp og kók, sýndum klókindi og mikla skynsemi þegar þess þurfti með.Ég hafði ekkert of mikla trú á McTominay í byrjun leiks en pilturinn stóð sig hreint út sagt frábærlega og Matic hrikalega traustur ásamt Mata,það var varla svo að maður saknaði Pogba í leiknum.
Elias says
Hversu gott upplegg hjá Morhinou? Þetta „frábæra“ sóknarlið frá liverpool var gjörsamlega núllað út. Þeir náðu heilum 2 skotum á rammann hjá okkur og markið sem þeir fengu var sjálfsmark eftir frekar klaufalega hreinsun frá manni sem hefur ekki spilað í dágóðann tíma. Bailly var samt ótrúlega góður í öllu nema þessu eina tilviki.
Halldór Marteins says
Yndislegt að sjá minn mann Fellaini koma aftur inn til að loka leikjum. Aldrei hætta eftir að hann kom inná.
Mikil synd ef hann kveður okkur næsta sumar, hann á enn helling inni.
Annars bara frábær sigur. Gleðidagur.
Egill says
Leikurinn spilaðist nánast 100% eins og ég átti von á. Við vorum ekki að spila neinn blússandi sóknarbolta en við skoruðum og héldum svo púlurum algjörlega frá markinu. Þeir sköpuðu sér ekki svo mikið sem eitt gott færi í leiknum, og þrátt fyrir að vera ofarlega með boltann þá var leikurinn allan tíman undir stjórn Man Utd. Púlarar munu svo væla næstu vikurnar undan varnarleik Man Utd, og að venju væla þeir undan dómaranum líka. Virkilega sterkur, og verðskuldaður sigur. Það er ekki dómaranum að kenna að Liverpool þekki hvorki hvernig eigi að spila góða vörn, eða gegn góðri vörn. Taktískur sigur Móra upp á 10.
Gaman líka að sjá hvað Bailly er mikið tröll, stórkostleg frammistaða frá manni sem hefur verið svona mikið frá vegna meiðsla, meira að segja Mike Smalling var mættur til leiks.
Karl Garðars says
Siiiijiiiittt það er gaman í manchester. You scouser bastards ómaði um allt!
McTominay frábær, Rashford með sturlaðar slúttanir, púðlurnar ömurlegar og nú tökum við
Sevilla í bakaríið á þriðjudaginn!! Nú fær T-beinið á Rosso heldur betur að finna til tevatnsins! GGMU
einarb says
Vörnin okkar átti frábæran dag í dag. Ashley Young með Salah í vasanum og Smalling og Bailly.. Hversu góður var Bailly?! Hann er á Vidic/Rio leveli – hrikaleg óheppni með sjálfsmarkið, en shit happens. Þvílíkur fengur að fá hann aftur á fullt.
Mourinho hafði betur við Klopp – ekki fallegasti boltinn en taktískur sigur. Þetta snýst um að ná úrslitum og það kann maðurinn.
Dómarinn flottur í dag, lét ekki brauðfætur scousara gabba sig í boxinu. Rashford frábær, spilaði sig inn á HM í dag. Svo verð ég að gefa Lukaku fullt hús, hann var algjört skrímsli í dag, all round spilið hans fullkomið, tvö assist og bully’aði Lovren hvað eftir annað, sá hefði átt að halda kjafti fyrir leikinn.
Fellaini kom svo inn og pakkaði þessu saman. Skál! Bring on Sevilla!
Audunn says
Virkilega góður og mikilvægur sigur, dagurinn hefði verið ennþá fullkomnari ef Mata hefði komið okkur í 3-0, það hefði verið rosalegt.
Innkoma Fellaini kostaði okkur næstum því stígin 3, hann slapp fyrir horn með sína heimsku í þessum leik og enn og aftur gerir hann meira ógagn en gagn. Þetta var jú alltaf víti á hann.
Get ekki beðið eftir að þetta skoffín yfirgefi liðið okkar, það er farið að styttast verulega í því.
En góð stig og frábært að vinna þetta Liverpool lið.
Sigurjón Arthur says
Þið spekingar á bak við raududjoflana.is 😊 okkur vantar greiningu á Sanchez, margir að rakka hann niður en persónulega finnst mér hann koma með heilmikið inn í spilið, harðduglegur bæði í sókn og vörn, góður í stutta spilinu og dregur nánast alltaf í sig 2 eða fleiri leikmenn andstæðinganna ? og svo má ekki gleyma að hann er búin að vera hjá okkur í einungis 2 mánuði. Hvað finnst ykkur og öðrum hér inni ?
Annars tek ég hattinn ofan fyrir öllum sem komu að því að gefa okkur 3 stig á móti Liverpool 😁😁😁
Bjarni says
Það er erfitt að skipta um lið í jan glugganum. Annað hvort smellpassar það eða ekki. Sammála stjóranum að við munum sjá allt annan leikmann í haust.
Halldór Marteins says
Fellaini hefur sannarlega gert meira gagn en ógagn hjá United á sínum ferli. Það sést vel ef menn taka aðeins af sér „ég hata Fellaini“ gleraugun og skoða titlana sem Fellaini hefur átt stóran þátt í að hjálpa liðinu að landa.
Svo er það engin tilviljun að United hefur bara fengið á sig 1 mark á tímabilinu þegar Fellaini hefur verið inná vellinum, hann sinnir þessu hlutverki sínu að koma inn og loka leikjum afskaplega vel. Því miður hafa þetta bara verið 17 leikir til þessa á tímabilinu sem hann hefur náð en það er vonandi að hann nái að klára tímabilið með United, hvað sem verður svo í sumar. Hans þátttaka gæti skipt sköpum í að halda 2. sætinu í deildinni auk þess sem hans framlag er alltaf jákvætt og til bóta í bikark- og Evrópukeppnum, eins og við höfum nú séð á síðustu tímabilum.
Ég held hann fari síðan í sumar. Það verður sorglegt en þá þakkar maður honum bara fyrir vel unnin störf og óskar velfarnaðar í nýjum verkefnum :)
Cantona no 7 says
Frábær sigur á Liverhampton.
Mourinho lagði leikinn fullkomlega upp.
Liðið spilaði mjög vel og þá sérstaklega Rashford,Lukakaku,
Smalling og Young.
Gaman að heyra vælið frá stuðningsmönnum Lhampton og þá sérstaklega Souness,sem
var ekki ánægður með „skemmtanagildi“ okkar manna – greyið Souness kallinn.
Þeir voru heldur ekki ánægðir með dómarann frekar en venjulega.
Leikmenn Man. Utd. voru einfaldlega betri !!
G G M U
Karl Garðars says
Sammála Sigurjóni með Sanchez. Að hafa svona leikmann inni á vellinum gerir öllum liðum gott. Hann á kannski eina og eina feilsendingu (eins og flestir hinir) en n.b. þetta eru nýjir liðsfélagar, það er ekki til í myndinni hjá sanchez að standa í einhverjum tilbaka eða öruggum hliðarsendingum og síðast en ekki síst þá sparkar hann ekki boltanum út af viljandi.
Það væri aftur sanchez og öllum til bóta að hinir skapandi leikmennirnir (lesist t.d Pogba) myndu hætta að hugsa eingöngu um prímadonnurassgatið á sjálfum sér og fara að huga að liðinu.
@cantona. Souness þurfti nú ekki að minna mann á að hann væri skoffín. Sheringham sómapiltur sat bara og þagði kíminn meðan hinn vældi og skældi. :)
Að hlusta á einhverjar púðlur gráta yfir dómaranum eykur bara á ánægjuna. Við skoruðum öll mörkin og Mourinho át Klopp taktískt séð. Thats it.