Manchester United er úr leik í Meistaradeild Evrópu. Það er ljóst að allavega Manchester City og Liverpool komast lengra en Manchester United í keppninni í ár, af ensku liðunum. Fyrir tæpum þremur vikum kvörtuðu margir yfir því að markalaust jafntefli á útivelli væru slök úrslit. Öðrum fannst að úrslitin ættu að sleppa en frammistaðan væri áhyggjuefni. Síðan þá komu þrír góðir sigrar í deildinni, þar sem liðið vann m.a. bæði Chelsea og Liverpool með því að vera sterkari aðilinn inni á vellinum.
Það hefði því mátt halda að liðið kæmi með sjálfstraust inn í þennan leik. Það hefði líka mátt halda að liðið myndi sækja töluvert á þetta Sevilla lið, bæði af því United þurfti að vinna leikinn en líka af því Sevilla er ekkert sérstaklega öflugt fótboltalið, ekki fyrir 16-liða úrslit í Meistaradeildinni. En United gerði hvorugt af því og á endanum skilaði öflug skipting Sevilla útisigri og áframhaldandi þátttökurétt í keppninni en United er úr leik. Vonbrigði!
Byrjunarlið Manchester United í kvöld var svona:
Varamenn: Romero, Darmian, Lindelöf, Mata, McTominay, Pogba, Martial.
Byrjunarlið gestanna frá Spáni var svona:
Varamenn: Soria, Pareja, Arana, Geis, Pizarro, Nolito, Yedder.
Leikurinn sjálfur
Manchester United byrjaði leikinn af nokkrum krafti og virtist ætla að ná inn marki strax í upphafi. Átti t.a.m. fjórar marktilraunir á fyrstu 6 mínútum leiksins. Það var jákvætt að sjá en eftir um 10 mínútna leik var leikurinn farinn að minna óþægilega mikið á fyrri leikinn. Hann spilaðist þannig megnið af hálfleiknum að Sevilla hélt boltanum ívið meira og lét vaða nokkurn veginn hvenær sem þeir sáu glitta í markið. Það þýddi að þeir áttu mikið af skottilraunum en flestar hátt yfir eða langt framhjá eða bæði. Eina tilraunin sem hitti á rammann var laflaus bolti sem truflaði De Gea ekki neitt.
Manchester United náði lítið að skapa sér aftur þar til tæplega 10 mínútur voru eftir af hálfleiknum, þá kviknaði aftur smá líf í sóknarleik liðsins. Fellaini náði þá að vinna boltann framarlega á vellinum, tók nettan þríhyrning við Sánchez og var kominn einn í gegn. Hann lét vaða með vinstri, fast skot en í þægilegri hæð fyrir Rico í marki Sevilla sem varði í horn. Lukaku var nokkuð ósáttur við að fá ekki sendingu fyrir þar sem hann var fyrir framan markið en Fellaini hafði varla svigrúm til að senda boltann því Kjær, miðvörður Sevilla, nálgaðist Belgann hratt og lokaði sendingarleiðinni á Lukaku. Skotið hefði þó mátt vera betra, þrátt fyrir að þetta væri með vinstri.
Bæði lið náðu tilraunum til viðbótar sem ýmist lentu í varnarmönnum eða fóru framhjá eða yfir. N’Zonzi ætti skilið einhver bjartsýnisverðlaun fyrir að láta vaða af rúmlega 30 metra færi í lok fyrri hálfleiks. Veit ekki hvernig hann hélt að hann ætlaði að skora framhjá De Gea af þessu færi en boltinn fór langleiðina að efstu sætaröð í stúkunni.
Það hefði vel verið hægt að skilja einhverja skiptingu í hálfleik, til að reyna að hressa upp á spilið og sóknarleikinn, eða bara til að fá meiri ákefð inn í United liðið. Það var ekki alveg hægt að sjá á þeim að þeir væru að spila á þessum merka vettvangi, hvað þá að þeir þyrftu nauðsynlega sigur. Það var frekar eins og liðið væri að reyna að verja stöðuna. Sem er ágætt ef liðið leiðir leikinn.
Það var helst að Lukaku og Rashford væru að reyna. Lukaku gerði oft vel í að halda boltanum þegar vörnin þurfti að hreinsa og vann oft mikla vinnu einn gegn varnarmönnum Sevilla. Rashford átti þó nokkra öfluga spretti upp kantinn, spilaði á þeim hægri í fyrri hálfleik en vinstri í seinni hálfleik.
Mourinho gerði loks skiptingu eftir klukkutíma leik. Pogba inná fyrir Fellaini. Þá hefði maður nú haldið að það myndi koma aukið líf í miðjuspilið. En Pogba virtist óöruggur og hikandi í sínum aðgerðum, ef eitthvað er þá versnaði miðjuspilið við að fá hann inná. Allavega til að byrja með.
Á 71. mínútu gerði hins vegar Sevilla ákaflega afdrifaríka skiptingu, þegar framherjinn Luis Muriel var tekinn af velli og í stað hans kom Frakkinn Ben Yedder inn á. Sá skoraði 6 af 12 mörkum Sevilla í riðlakeppninni, þ.á m. þrjú mörk í 2 leikjum gegn Liverpool. Hann var varla kominn inn á völlinn þegar miðjumenn Sevilla voru farnir að dúndra á hann löngum boltum.
En það var hins vegar eins og varnarmenn Manchester United vissu ekkert hver þessi gaur væri eða hversu hættulegur hann getur verið. Eftir að hafa verið inná vellinum í tvær mínútur var hann búinn að skora. Banega fann Sarabia, Sarabia leitaði strax að Ben Yedder og fann með einfaldri sendingu. Ben Yedder var gegn Eric Bailly í jaðri vítateigsins, náði með einni snertingu að búa sér til smá pláss og plantaði svo þéttingsföstu skoti neðst í hægra hornið á markinu, óverjandi fyrir De Gea. Einfalt mark, vel gert hjá Sevilla.
Þarna þurfti United 2 mörk. Mourinho brást við því með tvöfaldri skiptingu, sendi þá Martial og Mata inn á fyrir Lingard og Valencia. Þarna átti að reyna eitthvað svipað og gegn Crystal Palace um daginn. En þeir voru ekki búnir að vera inná vellinum nema mínútu þegar Ben Yedder hafði bætt við öðru marki. Hornspyrna sem Sevilla fékk, einfalt flikk áfram og Ben Yedder mættur á fjærstöngina eins og alvöru framherja sæmir. Hann náði skallanum, De Gea var í boltanum en náði ekki að halda honum úti. 0-2. Hrikalegt!
Þá fyrst, eftir allt þetta, byrjaði Manchester United að reyna að sækja eitthvað að ráði. Það var bara of lítið og of seint. Ef eitthvað er þá fékk Sevilla samt betri færi til að bæta við mörkum. Lukaku náði þó að minnka muninn þegar hann klippti boltann í markið eftir hornspyrnu. Svo var þetta allt næstum því, og rétt hjá, og ekki alveg nógu gott. En samt aðallega alltof seint.
Ben Yedder átti svo að klára þrennuna þegar hann fékk stungusendingu innfyrir. Smalling var þá orðinn sóknarmaður og ansi fáliðað til baka. En De Gea var ekki á því að fá á sig fleiri mörk svo hann varði með löppunum. Leiktíminn rann síðan út og Sevilla komið í 8-liða úrslit. United situr eftir.
Eftir leikinn
Óþolinmæðin er farin að verða ansi mikil. United vann verðskuldaða sigra á Chelsea og Liverpool í deildinni á síðustu dögum en það er samt stutt í afskaplega mikinn pirring. Það sáust fleiri bætast við á Mourinho Out vagninn eftir leik kvöldsins.
Taktíkin gekk ekki upp. Það borgaði sig ekki að fara svona varfærnislega í útileikinn. Það borgaði sig alls ekki að fara varfærnislega í heimaleikinn. Þetta hefði getað sloppið en það hefði væntanlega ekki dugað langt í 8-liða úrslitum ef United hefði fengið lið eins og Real Madrid, Bayern Munchen eða Barcelona.
Alexis Sánchez og Paul Pogba voru daprir í kvöld. Var það endilega stjóranum að kenna? Það hefði allavega verið eðlilegt að líta til þeirra sem leikmanna sem hefðu átt að geta blásið lífi í sóknarleikinn, þegar liðið þurfti nauðsynlega á sigri að halda.
Sevilla er fyrsta liðið fyrir utan Manchester City sem nær að vinna United á Old Trafford eftir að Mourinho tók við félaginu. Sevilla. Af öllum liðum.
Maður leiksins
Maður leiksins er augljóslega Ben Yedder. Hvílík innkoma hjá kappanum! Undirritaður getur ekki annað en dáðst að því hvað hann gerði þetta vel.
En hvað leikmenn Manchester United varðar þá voru þeir flestir ekki nógu góðir í kvöld. Það munaði miklu um að fá Eric Bailly aftur í liðið fyrir Liverpool-leikinn en í kvöld sýndi hann nokkrum sinnum kæruleysishliðarnar sínar, þótt hann hafi heilt yfir átt fínan leik.
Marcus Rashford var einna líflegastur í liði United. Ef eitthvað er hefði liðið mátt spila meira upp á hann og láta hann keyra á vörn Sevilla.
Minn maður leiksins, United-megin, er samt Lukaku. Hann reyndi einna mest, sýndi meiri baráttuanda en flestir aðrir, oft einn gegn mörgum. Hann skoraði líka eina mark United í 180 mínútum gegn Sevilla og virkaði oft eins og eini maðurinn sem vissi af því að United þyrfti að vinna leikinn. Hann er búinn að vera duglegur að bæta ýmsar hliðar á sínum leik þetta tímabilið og á vonandi enn eftir að bæta í.
Mourinho
Eins og áður sagði þá virðist hafa fjölgað töluvert í hópi þeirra United-stuðningsmanna sem vilja sjá Mourinho fara frá United sem fyrst. Þrátt fyrir augljósar framfarir á liðinu frá síðustu tímabilum, sem sjá má á stöðu í deild, stigasöfnun, markaskorun, þátttöku í Meistaradeild o.fl., þá finnst mörgum spilamennska liðsins ekki nógu skemmtileg fyrir félag eins og Manchester United. Og það virðist enn vera töluvert í að Manchester United fari að berjast af alvöru um stærstu titlana tvo.
Það er kannski ekki best að dæma um viðbrögð fólks strax eftir svona slæmt tap. En pirringurinn er að mörgu leyti skiljanlegur, jafnvel fyrir mann sem ekki er kominn á Mourinho Out vagninn ennþá. Þetta er auðvitað allt spurning um hvernig staðan verður á liðinu í lok tímabils. Og vissulega einnig spurning um það hvaða stjórar eru lausir á hverjum tímapunkti.
Næsta skref
Brighton í bikarnum á laugardaginn. Eina keppnin sem Manchester United getur enn unnið. Brighton er sprækt lið. Það verður leikið kl. 19:45, sem er tilvalinn púbbtími.
Og svo er pæling að taka upp podkast annað kvöld. Einhverjar spurningar úr sal?
Rauðhaus says
Jesús minn almáttugur. Það er eins gott fyrir José að hann sýni mér núna að hann hafi meira vit á þessu en ég.
Audunn says
Jahá!!
Afhverju Fellaini sé í liðinu er nánast rannsóknarefni, hann hlýtur að hafa eitthvað verulega mikið á Mourinho.
Eitthvað veit hann sem Mourinho vill ekki að fréttist.
Annað kemur í sjálfu sér ekkert á óvart.
Hef náttl smá áhyggjur af miðjunni svona fyrir fram enda hvorki hraði né mikil gæði fram á við.
Greinilegt að Mourinho fer varlega inn í þennan leik og ætlar sér ekki að taka neina sénsa.
Ég hefði hinsvegar frekar spilað annaðhvort Pogba eða McTominay í stað Fellaini og það þótt þeir væru með bundið fyrir augun og á hækjum.
En sjáum til hvernig þetta þróast allt saman.
Verður erfiður og spennandi leikur geri ég ráð fyrir.
Bjarni says
Jæja, vil sjá 3-0 í hálfleik svo ég þurfi ekki að taka síðustu 30 mín á bílastæðinu hjá Byko, annan leikinn í röð.
Helgi P says
þetta er stein dauður leikur við verðum heppnir að komast áfram
Bjarni says
Púúú þvílíkur leiðinda leikur. Er kannski betra að fá á sig mark til að hleypa leiknum upp? Bara spyr. Sé ekkert í spilamennskunni að við séum að reyna að vinna þennan leik. Allt of þunglamalegar sóknir og flestir á hælunum. Verðum að gera betur ef liðið ætlar sér áfram.
Hjöri says
Þeir meiga aldeilis bæta um betur ef þeir ætla sér áfram það er fúlt að sjá allar þessar mishefnuðu sendingar og þessa háu bolta fram völlinn sem ekkert verða úr og þau fáu skot að marki algjörlega kraftlaus. Megum þakka fyrir hvað mótherjarnir eru lélegir að hitta markið, en þeir reyna þó.
EgillG says
Jæja…….fuck
Helgi P says
þetta tap skrifast á Móra
Bjarni says
Eigum bara ekki SKILIÐ að komast áfram punktur, sama hvað menn segja.
Jói says
Eru þá ekki stuðningsmenn Móra ánægðir með spilamenskuna leggja rútuni í fyrri leiknum orugur með sigur í seinni leik?
Kjartan says
Betra liðið er á leiðinni áfram, svo einfalt er það nú. Skrifast algjörlega á Mourinho, leikaðferðin er röng rétt eins og liðsvalið.
Var Mourinho ekki á fyrri leiknum þar sem Utd var stalheppið að fá ekki á sig mark? Svo ákveður Mori að spila nákvæmlega sama varfærnisbolta og þeir gerðu á útivelli.
Guðmundur Helgi says
Afar slök frammistaða hja MU vantaði alla barattu i liðið og alltof mikið af plassi milli miðju og varnar,vond leikaætlun og furðulegt að geta ekki spilað djarfari fotbolta a heimavelli.Bæði morkin voru hræðilega klaufaleg svo ekki se meira sagt.
Bjarni says
Auðvitað vann betra liðið, fótboltinn vann eins og GB sagði. Græt ekki þessi úrslit eins og leikurinn spilaðist þar sem liðið hefur bara ekki getuna til komast lengra að mínu mati. Allir voru lélegir og langt frá sínu í báðum leikjunum og er það áhyggjuefni í svona mikilvægum leik.
Ingvar says
Ótrúlegt að sjá lið í 16 liða úrslitum meistaradeildarinnar spila á heimavelli og virðast ekki hafa hugmynd um hvað þeir eiga að gera. Það er eins og eina dagskipunin hafi verið clean sheet. Ógeðslega lélegur leikur hjá okkur og eigum ekkert betra skilið. Lengjum samt samninginn við Móra um svona 5-10 ár.
Georg says
Vorum að spila bolta fram að því að Pogba kom inná, miðjan drapst og Sevilla gengu á lagið..
einarb says
Ef þetta hefði verið á móti lið sem yfirspilaði okkur með gæðum og leikni hefði ég kannski farið að sofa með sæmilegri samvisku, en þessi huglausa frammistaða svíður. Að detta út gegn liði sem hefur hvergi nærri jafn góða leikmenn og við, er í besta falli vandræðlegt. Við ættum að geta klárað svona lið í fyrri hálfleik en með þessu negatífa leikplani mun það seint gerast. í 180 mínútur ógnuðum við varla marki þeirra, tölfræðin er hlægileg. Handbremsan á allan leikin og það kom loks smá ákafi þegar við vorum 0-2 undir.
Til hamingju Sevilla, verðskuldað.
Ég er brjálaður og ég vona að Mourinho geti/vilji svara fyrir þessi ósköp. Ekki þetta leikplan á mót Sevilla. Ég get þó enn huggað mig við að hafa unnið púðlurnar sannfærandi um síðustu helgi. Það lifir enn þarna í kollinum.
Liðið er þó (leikmannalega séð) á cirka sama plani og hin liðin í 2-6. kreðsunni, en ef það ætlar að keppa við Barca/ Madrid / City / PSG á næstu leiktíð er ljóst að það verður að taka vel til í leikmannahópinum.
Karl Garðars says
Sammála Georg. Eftir að hafa horft á Pogba í þesum leik má selja hann fyrir mér. Hann bauð ekki upp á neitt meira en Fellaini nema síður sé.
Þetta var svo átakanlega lélegt hjá okkur í alla staði og þar að auki voru stúkurnar steindauðar og uppfullar af dauðyflum. Ömurlegt með eindæmum og við verðskuldað út.
Blue Moon says
Kannski tími til að hætta setja met í kaupum á leikmönnum og kaupa það sem þarf í staðinn?
Herbert says
Kaupa upp samninginn hans Mourinho…….
Valdi Árna says
Flott skýrsla. Farið vel yfir hvernig staðan er hjá okkur. Ég er með eina spurningu til ykkar. Viljið þið losna við Mourinho eða gefa honum út næsta tímabil? Ég vil gefa honum næsta tímabil til þess að sýna að liðið geti barist um stóru titlana.
Heiðar says
Búinn að taka pirringinn alla leið og ætla ekki að þreyta ykkur með því.
Aðeins varðandi Mourinho out: Ef hann vinnur FA Cup og heldur 2. sætinu í deild (besti árangur síðan Sir Alex) þá verður erfitt fyrir stjórnina að réttlæta brottrekstur svo framarlega að einhver feitur biti bíði ekki á hliðarlínunni. Manchester United á samt svo ævintýralega langt í land til að jafnast á við Barca, Real, FC Bayern og því miður… Man.City. Það eru reyndar alltof margir að spila langt undir getu… Paul Pogba og Alexis Sanchez bestu dæmin en það munar líka um margar vondar frammistöður frá Nemanja Matic á þessu tímabili. Þá vantar töluvert upp á að Marital sýni allt sem hann getur og meira að segja Rashford okkar er ekki búinn að blómstra nægilega vel miðað við að eiga að vera máttárstólpi í Manchester United. Hann var þó frábær um helgina gegn Liverpool og vonandi verður framhald á því. Skólastrákurinn sem gerði tvö mörk gegn Arsenal fyrir nokkrum árum þarf þó að fara að sýna enn meiri stöðugleika en hingað til.
Helgi P says
ef móri verður þarna á næsta ári þá getum við allveg eins selt pogba og Sanchez því hann nær ekkert úr þeim og svo segir hann bara í viðtölum að hann sé sáttur við spila menskuna í þessum leik hann talar eins og honum sé skít sama um þennan klúpp hann er bara þarna til hirða launin sín
Tommi says
Þetta komment um að þetta sé ekkert nýtt fyrir Utd að detta út úr keppninni er náttúrulega til skammar. Vissulega rétt hjá honum, rétt eins og öll lið sem hafa tekið reglulega þátt í CL, detta út á einhverju stigi. En að orða þetta svona og gera í raun lítið úr hversu léleg þessi frammistaða er djók.
Ég er búinn að fá nóg af honum.
Helgi P says
við áttum ekki séns á móti liði sem tapaði 5 – 1 Spartak Moscow
Robbi Mich says
5 ár síðan SAF hætti og við erum á þriðja stjóranum. Það er ennþá verið að „byggja upp“ eftir að SAF skildi við liðið, hálfbrotið MEISTARALIÐ nota bene. Maður skilur ekki hvað hefur verið í gangi undanfarin 4-5 ár. Slatti af mönnum hafa verið keyptir og seldir og sumir komið og farið fljótt aftur. Rangir menn keyptir eða þeir notaðir rangt. Valencia og Young í bakverði meikar ekkert sense og hefur ekki gert í nokkurn tíma. Jones og Smalling ennþá semi-byrjunarliðsmenn. Það er eins og það sé ekkert rock solid plan.
Þannig að spurningar til ritstjórnar: Hvernig sjáið þið fyrir ykkur næstu 2 ár? Er Mourinho rétti maðurinn fyrir United, til að leiða þessa endalausu „uppbyggingu“? Hversu langan tíma á þessi uppbygging eiginlega að taka? Og hvaða leikmenn eiga að koma inn?
kristjans says
Hlýtur þetta tap ekki að skrifast á stjórann? Leikmennirnir hljóta að hafa verið að fylgja eftir einhverju leikjaplani frá stjóranum.
Hvert var upplegg Mourinho fyrir leikinn? Vera eins leiðinlegir og þið getið og svæfið andstæðinginn? Þessi spilamennska er ekki boðleg og það verður bara að segjast, það er svo drepleiðinlegt að horfa á liðið spila. Það eru magnaðir leikmenn í þessu liði og ég vil trúa því að það sé hægt að bjóða upp á skemmtilegri spilamennsku en þetta.
Muni þið þegar Man Utd spilaði gegn Everton og réð EKKERT við Fellaini? Hann bókstaflega lék sér að varnarmönnum Man Utd og vann alla bolta. Hvar er sá leikmaður?
Hvað er málið með Paul Pogba?
Hann hefði alveg eins geta sleppt því að koma inn á í gær. Hvernig hann hreyfir sig inn á vellinum, öll líkamstjáning, hann er bara engan veginn að nenna þessu. Það er ekkert að gerast hjá honum.
Hverjir eru styrkleikar Pogba? Hvers vegna greiddi Man Utd 89 milljónir punda fyrir hann? Er hann bara ekkert betri en þetta?
Verður svo ekki að ræða Alexi Sanchez?
Má ekki alveg taka undir þessa skoðun hér? Setja hann á bekkinn?
http://www.skysports.com/football/news/11667/11288963/alexis-sanchez-does-not-deserve-to-be-in-manchester-united-team-says-charlie-nicholas
Audunn says
Mourinho er að stunda eitt mesta eyðileggingar starf í sögu Manchester united og þessi leikur bar þess svo sannarlega merki.
Það svíður að horfa á þetta lið og marga hágæða knattspyrnumenn spila svona ógeðslegan fótbolta.
Óli says
Ég hef elskað (og elskað að hata) Mourinho síðan hann kom fram á sjónarsviðið með Porto fyrir svona fimmtán árum. Þvílíkur töffari. Í Hollywood væri hann Jack Nicholson eða Robert De Niro. Í dag óttast ég að sá maður sé horfinn. Mourinho er bara skíthræddur lítill maður og ekki einu sinni skugginn af því sem hann áður var. Hann er hræddur við að tapa. Fastur í viðjum eigin velgengni. Getur aldrei leyft sér að taka áhættu. Að blikka. Að horfa til framtíðar. Hver einasti helvítis leikur er erfiður. Þrúgandi. Sigri fylgir léttir. Tapi fylgir skömm.
Það er ekkert erfiðara en að halda sér á toppnum. Eins og Bubbi orðaði það: Þegar þú ert kóngurinn þá vilja allir slá þig niður. U2 gæti gefið út bestu plötu aldarinnar á morgun en öllum væri þannig séð drullusama. Það er ekki hægt að vera töffarinn á horninu endalaust. Núna er Mourinho kóngurinn en hann virðist ekki ná að breytast og aðlagast. Eins og Ferguson gerði svo oft.
Það er samt ekki eins og ástandið sé alsvart. Í eðlilegu árferði værum við að berjast um titilinn, en hins vegar má segja að það sé lágmark miðað við það sem er búið að leggja í liðið. Til þess að liðið tæki næsta skref þá verður Mourinho einhvern veginn að sleppa frá sjálfum sér. Finna mójóið sitt aftur. Fagna því að hann er kóngurinn sem allir vilja tæta í sig. Þangað til verður þetta bara þrúgandi helvítis þrautaganga.
Sindri says
Spurning:
Er einhver ritstjóranna kominn alfarið á þá skoðun að skipta um stjóra eftir tímabilið?
Ef t.d. Liverpool myndi vinna CL (ólíklegt) hefði það teljandi áhrif á stöðu Mourinho innan klúbbsins?
Cantona no 7 says
Það verður að segja eins og er að svona frammistaða er ekki boðleg frá leikmönnum Man. Utd.
Það þarf heldur betur að bæta liðið.
Það er ömurlegt að sjá Pogba varla nenna að hlaupa á þessum svakalegu launum.
Það verður einfaldlega að losna við menn sem gera sér ekki grein fyrir að þeir eru að
spila fyrir stærsta klúbb í heimi.
Mourinho verður að ljúka tímabilinu með sóma annrs verður hann að víkja.
G G M U
Helgi P says
hvenar kemur podkast
Karl Garðars says
1. Ég yrði gríðarlega hamingjusamur með FA bikar og 2-3 sætið að því gefnu að púðlurnar verði ekki í 2. Sæti.
2. Ég myndi gefa jose annað tímabil ef 2. sætið næðist og þó við myndum tapa fyrir Chelsea eða Tottenham í undanúrslitum eða úrslitum FA.
3. Ef við töpum fyrir Brighton og endum í 4. sæti þá tæki það í.þ.m nokkra daga að fyrirgefa það.
4. Tap fyrir Brighton og 5. Sætið eða verra þá skal ég keyra joseout vagninn.