Maggi, Tryggvi, Björn og Halldór settust niður og fórum yfir leikina frá sigrinum á Chelsea. Einnig voru mál þeirra Luke Shaw og Alexis Sánchez tekin fyrir. José Mourinho hefur verið mikið á milli tannanna hjá aðdáendum United og létum við spurningarnar ykkar ráða ferðinni þegar hann var ræddur.
PS: Þessi þáttur var tekinn upp mínútum áður en fréttir bárust af stofnun atvinnukvennaliði Manchester United og það verður klárlega tekið fyrir í næsta þætti.
Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér fyrir ofan auk þess sem hægt er að hala honum niður í gegnum spilarann eða hér að neðan. Jafnframt má gerast áskrifandi að þættinum í gegnum ýmis podkast-forrit:
Gerast áskrifandi í iTunes
Gerast áskrifandi í öðrum forritum
MP3 niðurhal: 50. þáttur
gummi says
pep var nú á lausu á sama tíma og móri hefði ekki verið meira save að fara eftir honum
Halldór Marteins says
Pep var kannski ekki formlega séð tekinn við Manchester City en hann var samt ekki á lausu. Manchester City var búið að undirbúa komu Pep árin á undan, t.d. með því að ráða Txiki Begiristain árið 2012. Flestöll kaup félagsins síðustu ár hafa verið til að byggja upp Pep-lið. Svo hann var alltaf á leiðinni þangað, Manchester United hefði ekki getað rænt honum á síðustu stundu.
Rúnar P says
Luke Shawn er bara týpiskur breskur strákur, of upptekinn af því hvernig hárgreiðslan er og hvort hvítu íþróttaskórnir séu hreinir eða ekki…!
Hann er bara með hvítu útgáfuna af því nákvæmlega sama og W. Zaha er með og það er ónýtur haus!
I see it all the time here in England!
Karl Garðars says
Takk fyrir mjög góðan þátt. Það er gaman að hlusta á jarðtengda stuðningsmenn tala.
Held að Shaw komi til, Jose er að reyna að siða hann og þeir ná saman á endanum eða það vona ég alla vega. Það væri alla vega glatað að sjá á eftir þessu efni annað þar sem hann myndi mögulega blómstra.
Pogba mætti svo að fara að sýna eitthvað meira en þessar hárgreiðslur. Hann er í.þ.m orðinn nógu gamall til að taka þessu alvarlega, myndi maður telja.
Sindri says
Langt og skemmtilegt podcast. Takk fyrir mig!
gummi says
en það er alveg klárt mál að hann leggi Shaw í einelti því þetta er bara fáránleg framkoma hjá stóranum svo getur hann varið suma leikmenn alveg útí rauðan dauðan til dæmis Fellaini í fyra þegar hann gaf Everton víti á síðustu mín. það þarf enginn að segja manni það að þessi fram koma skemmi ekki móralinn í liðinu
Karl Garðars says
Það eru mjög margir sem halda það en afar fáir sem vita hvort það er þannig í raun eða ekki Gummi.
Ef Shaw fylgir ekki fyrirmælum “verkstjórans” síns eins og Jose útskýrir þá á hann skilið skammir.
En nú er ég sjálfur dottinn í þá gryfju að kalla þetta skammir sem eru ýkjur jafnt og að segja að Mourinho úthúði Shaw eða leggi hann í einelti því það sem Jose talaði um var “óánægja með frammistöðuna”.
Fjölmiðlarnir blása þetta upp og við síðan lepjum þetta og búum til meira drama.
Jose mærði Shaw síðast í Janúar og sagði hann einn af bestu vinstri bak í boltanum í dag.
Fólk ætti að þola það og sýna því skilning að vera skammað þegar það á það skilið alveg jafnt og því er hrósað þegar það á það skilið. Annað eru bara prímadonnur sem reka sig á vegginn seinna á lífsleiðinni imo.
gummi says
ég hef miklar áhyggjur að þetta skítkast frá honum sé ekki gott fyrir hópinn og hef miklar áhyggjur að hann sé ekki ná neinu útur leikmönum eins og pogba og Sánchez
Karl Garðars says
Skil að fólk hafi vissar áhyggjur en ég held og vona að þetta smelli allt hjá okkur. “Skítkast” er óheppilegt orð, ég myndi frekar nota “gagnrýni” og hana eiga þessir gaurar að þola ef þeir eiga hana skilið, sem þeir eiga að mínum dómi.
Ef við gerum raunhæfar væntingar þá er staðan ekki slæm.
Cantona no 7 says
Sælir,
erum við ekki í öðru sæti í deildinni ?
það hefur ekki gerst síðan Sir Alex var með liðið
G G M U
Helgi P says
það er ekki Mourinho að þakka við séum í 2 sæti ef við værum ekki með De Gea í marki þá væi staðan önnur það er bara fáránlegt að við séum í þessu 2 sæti meðað við þessa spila mensku hjá okkur