Því er oft hent fram að fótbolti sé leikur tveggja hálfleika. Það átti heldur betur við á Etihad í dag. Þó að tímabilið í heild hafi verið ákveðin vonbrigði þá eru samt leikir eins og þessi sem munu lifa lengi í minningunni.
Það var ekki mikil bjartsýni fyrir þennan leik hjá stuðningsfólki United og var ritstjórn Rauðu djöflanna ekki undanskilin. Það var ekki beint stokkið á þennan leik þegar ljóst var að City yrði meistari með sigri í leiknum. Undirritaður tók leikinn að sér og vonaði innilega að þetta yrði ekki niðurlæging fyrir okkar menn. Það leit út fyrir að ég yrði ekki bænheyrður þrátt fyrir allt í lagi byrjun þá var City tiltölulega fljótlega komið í 2:0 og hefðu svo auðveldlega getað farið í búningsklefana í hálfleik með 5:0 forystu ef ekki væri fyrir David de Gea og allar afbrennslur Raheem Sterling. En eftir alla snilld heimamanna þá var staðan „bara“ 2:0 í hálfleik.
Það voru eflaust margir sem voru búnir að slökkva á leiknum eftir fyrri hálfleikinn eða jafnvel eftir að City skoraði seinna markið sitt í dag. En okkur sem þraukuðum áfram var verðlaunuð hollustan svo um munar. Eitthvað sagði Mourinho í hálfleiknum við sína menn því á sextán mínútna kafla í seinni hálfleiknum voru gestirnir búnir að taka forystuna. City sem í hálfleik voru byrjaðir að fagna titlinum var kippt niður á jörðina í dag þó svo að titilinn sé tiltölulega örugglega þeirra. Paul Pogba sem fólk kepptist við að gagnrýna og gera grín af hárinu hans fyrir leik og í hálfleik fór í einhvern túrbó-ham og skoraði tvö lagleg mörk eftir stoðsendingar frá þeim Ander Herrera sem var óvænt í byrjunarliðinu og Alexis Sánchez sem virðist loksins byrjaður að smella í þetta lið. Sánzhez átti líka stoðsendinguna á Chris Smalling sem skoraði sigurmarkið sem var ein leið til að biðjast afsökunar á því að hafa leyft Vincent Kompany að láta sig líta út fyrir viðvaning þegar Belginn kom City í 1:0.
Pep Guardiola brást við þessum hressilega viðsnúningi með sókndjörfum skiptingum en De Bruyne, Jesus og Agüero leystu þá Gündogan, B. Silva og D. Silva af hólmi og átti að setja allt í sölurnar til að vinna leikinn og klára deildina en David de Gea var á öðru máli og varði oft meistaralega eða De Gea-lega og allt United liðið varðist með kjafti og klóm og augljóst hversu mikið hungrið var í sigur sem virtist svo óraunhæfur þegar flautað var til hálfleiks. Þrátt fyrir sex mínútna uppbótartíma sem Martin Atkinson bætti við leikinn var ekki meira skorað og annar „comeback“ sigurinn úr stöðunni 0:2 á tímabilinu staðreynd en þessi var endalaust mikið sætari og hvernig sem tímabilið endar þá var amk boðið uppá frábærlega dramatískan sigurleik gegn háværu erkifjendunum.
Maður leiksins er án nokkurs einasta vafa Paul Pogba.
Nokkrir punktar:
- Ashley Young hefði líklega getað fengið dæmdar á sig tvær vítaspyrnur í dag en sem betur fer þá var Atkinson ekki á því.
- Þegar Paul Pogba stígur upp þá eru fáir betri.
- Ander Herrera átti sinn langbesta leik á tímabilinu.
- Alexis Sánchez er að smella betur og betur í þetta Unitedlið.
- David de Gea á að fá alla þá samninga sem hann vill.
- Ég verð mjög hissa ef við munum sjá þessa varnarlínu á næsta tímabili (@-ið mig bara)
- José Mourinho er ekki búinn.
- Hættið þessari hálfvitalegu umræðu um hárgreiðslurnar hans Pogba.
- Ef að viðbótartíminn hefði verið mínútu eða tveimur lengri þá hefðu einhverjir City menn fokið útaf en þeir fengu sex gul spjöld alls í leiknum, fimm eftir að United komst yfir og þar af þrjú í uppbótartíma.
Bekkur: J.Pereira, Lindelöf (Herrera 90′), Rojo, Mata, Martial, Rashford (Sánchez 82′), McTominay (Jesse Lingard 85′)
City: Ederson, Danilo, Kompany, Otamendi, Delph, Gündogan, Fernandinho, Sané, Bernando Silva, David Silva, Sterling
Bekkur: Bravo, Walker, Agüero (Gündogan 72′), Laporte, De Bruyne (David Silva 72′), Jesus (Bernando Silva 76′), Touré
Bjarni says
Sanngjarnt að vera undir. Sést langar leiðir að vörnin okkar hefur enga tækni gegn fljótum mönnum hvorki með eða án bolta.
Kjartan says
Ef Sterling væri betri finisher þá værum við 4 – 0 undir, pathetic!!!
Jói says
ef þetta vesælis lið mundi spila meira á mark andstæðingana en sitt eigið væri kanski staðan önnur burt með Móra.
Ingvar says
Þvílík hörmung!!
Smalling – drasl
Young – drasl
Pogba – drasl
Alexis – drasl
Móri – drasl
Woodward – drasl
Hreinsun ekki seinna en strax!!!
Georg says
Varalið City 2 – ManU 0
Ætli Móri segi þeim að verjast hraðar og taka lengri langar sendingar í seinni??
Bjarni says
Góður Rikki :) „Eina jákvæða hjá utd er að vera aðeins 2 núll undir.“ Óska City slickers til hamingju með titilinn. Eru verðugir meistarar. Komum við sterkari til leiks á næsta tímabili verður bara tíminn að leiða í ljós. Erum samt ansi langt frá city og stóru liðunum í öðrum löndum. Fótbolti snýst ekki bara um tækni, hraða og styrk heldur einnig hugarfar og innbyggðan sigurvilja leikmanna. Margt er að hjá okkur eins og við höfum oft lesið um og rætt í vetur. Það birtist óþægilega mikið í þessum leik. Tölfræðin lýgur ekki.
Bjarni says
Hvað er að gerast🤡
Ingvar says
Djók!!! Get varla skrifað fyrir þessum sokkum sem eru búnir að fylla á mér kjaftinn
Georg says
Svart og hvítt er það sem kemur mér helst í hug.
Sanchez og Pogba ásamt Young og gæðamarkvörslu De Gea sköpuðu þennan sigur. Frábært !
Runólfur Trausti says
Knattspyrnuleikur er 90 mínútur. Það er víst eitthvað sem maður á það til að gleyma.
Hörmulegur fyrri hálfleikur – einn sá versti síðan Moyes/Van Gaal. Gjörsamlega STURLAÐUR síðari hálfleikur – sá besti síðan Ferguson var og hét.
Magnaður sigur í mögnuðum leik við magnað tilefni. United hefði eðlilega átt að vera 4-0 undir en fyrst þeir voru það ekki þá er ekki annað en hægt að dást að frammistöðu leikmanna í síðari hálfleik.
Nú er bara að taka þennan seinni hálfleik inn í FA bikarinn og síðustu leikina í deildinni.
Robbi Mich says
Goddamn. Hætti í hálfleik. Hahahaha. Sjiiiit.
Bjarni says
Sammála Runólfur, leika þarf svona í báðum hálfleikjum af ákefð, baráttu og klókindum sem eftir er.
Cantona no 7 says
Mourinho takk.
Guð blessi Man. Utd.
G G M U
SHS says
Sanchez skipti úr hálfta gír í þann fimmta í seinni hálfleik, sigurvilji hans er akkúrat það sem við þurftum!
Pogba tróð ansi mörgum sokkum líka. Elskaði fagnið hans eftir leik þar sem hann sýndi augljóslega að allar sögusagnirnar eru kjaftæði og hann barði á United merkið/ hjartað!
Karl Garðars says
Ansi margir eiga skilið prik fyrir þennan seinni hálfleik. Pogba, Young, Alexis, Lukaku, Lingard, Bailly, Atkinson, Herrera, Matic og De Gea sýndu allir einstakan baráttuanda og gáfust ekki upp þó á móti blési.
Við hefðum líklega átt að skít tapa þessum leik með réttu en hverjum er ekki fokk sama! Sigurinn hefði mátt vera forljótari og óverðskuldaðri alla daga fyrir mér.
Nú vonar maður að Spurs leikurinn gangi upp, Sjitty hrynji andlega og púðlurnar skíti upp á bak í næstu umferð og deildinni. Það er nú ekki til of mikils ætlast… 😎
Heiðar says
Kæru félagar. Ég gerist svo djarfur að spá því að sigurinn í gær gæti verið vendipunktur á stjóratíð Mourinho hjá United. Það er ekki langt síðan að fjölmiðlar voru að ræða þá staðreynd að lið Chelsea og Man.Utd undir stjórn Mourinho höfðu ekki unnið 12 leiki í röð gegn topp 6 liðunum á útivelli og nánast ekki skorað heldur. Nú hafa þó komið 6 sterk stig, fyrst gegn Arsenal og í gær gegn Man. City. Svona endurkoma hlýtur að virka sem vítamínsprauta í liðið, ekki síst menn eins og Pogba og Alexis. Gleymum því ekki að þessir leikmenn hafa allt til brunns að bera til að gera þessa hluti sem gerðust í gær, hlutirnir hafa bara ekki verið að virka sem skyldi á tímabilinu.
Það gekk allt upp í seinni hálfleik í gær. Frábær mörk hjá okkur á meðan að Man.City skaut tvívegis í rammann, De Gea varði frábærlega og fengu ekki víti sem sannarlega hefði átt að dæma á. Fyrri hálfleikur var svo eins og hann var og ég efast ekki um að það verði einhverjar breytingar á öftustu línu Man.Utd í sumar. Allt þetta breytir því ekki að endurkoman var MÖGNUÐ og eitthvað sem fá lið í heiminum myndu púlla á Etihad Stadium í dag.
Nú er meistaradeildarsætið nokkurn veginn tryggt. Baráttan um 2. sætið er farinn að líta ansi vel út líka enda þó nokkrir leikir séu eftir. Við getum ennþá endað með 89 stig sem er sami stigafjöldi og Sir Alex endaði með liðið í 2012/2013 þegar við unnum deildina. Næstu fjögur tímabil enduðum við með á bilinu 64-70 stig. Það gefur því augaleið að enn er liðið á réttri leið enda þótt spilamennskan og frammistaða einstakra leikmanna á tímabilinu hafi ekki þótt góð. Verði 2. sætið niðurstaðan ásamt því að vinna FA bikarinn er morgunljóst að þetta er langbesta tímabil Man.Utd síðan að Ferguson hætti. Allir leikir sem eftir eru verða mikilvægir en fari allt á besta veg mun þriðja tímabil José Mourinho með Man.Utd. vera óumflýjanlegt.
Hjöri says
Það væri svolítið áhugavert að vita hvernig á því stendur, að þetta Utd-lið getur ekki átt góða báða hálfleikana? Ef þeir eiga góðan fyrri hálfleik þá er gefið að sá seinni er slæmur, og svo öfugt. Ég horfði ekki á þennan leik hafði bara ekki taugar í það, en fylgdist samt með og þegar staðan var 2-0 eftir rúmar 30 mín. þá hugsaði ég jæja jæja eins gott ég sleppti að horfa á þetta, en ætlaði vart að trúa mínum augum er ég sá lokatölur. Sem sagt liðið getur þetta, og ef þeir spiluðu alla leiki í 90 mín. en ekki bara 45 mín. þá væru þeir eflaust að stríða City þarna á toppnum hver veit?
Audunn says
Þetta var rosalegt og langt síðan manni hefur liðið svona ótrúlega vel eftir United leik.
Fyrrihálfleikur var djók að hálfu United.
Ótrúlegt að hafa ekki verið 4 eða 5-0 undir. Aðeins klaufaskapur City og léleg dómgæsla kom í veg fyrir það.
Seinni hálfleikur var svo bara eitthvað rugl. Allt í einu fór liðið að spila fótbolta og leikmenn að hreyfa sig og hlaupa í svæðin.
Þegar það gerist þá lýtur liðið bara nokkuð vel út því skilur maður stundum ekki afhverju liðið gerir ekki miklu miklu meira af þessu.
Jú heilladísirnar voru svo sannarlega með United í liði í þessum leik. Ekki bara það að City tókst að klúðra ótrúlega mörgum góðum færum heldur var dómarinn úti á svölum sem betur fer.
Geggjaður sigur og eftir svona sigur verður ennþá meira gaman að mæta á Old trafford og sjá liðið gegn WBA í næsta leik.
Rúnar P. says
Mér finnst eins og margir hér hafi ekki tekið eftir því að City er á toppi deildarinar ekki bara af því að þeir hafa verið að spila dúndur bolta köflum, heldur af því að þeir hafa klórað í bakkann og neitað að gefast upp þegar ekki allt hefur gengið upp, og það oft á loka mínutum eða í uppbótartíma á leikjum þar sem jafnt var á milli liða, þetta á sérstaklega við fyrir áramót.
Þetta United lið getur vel unnið þessa deild, eins getur það unnið hvaða lið og keppni sem er það þarf bara að trúa því, það vantar pínu þennan „Fuck it“ factor sem við Íslendingar höfum svo mikið af í okkar daglega lífi (eða höfum) sjáið bara hvernig íslenska landsliðið hefur gegngið síðustu ár.
Helgi P says
Móri þarf mara átta sig á að hann er með drúllu gott lið og mjög góða og fljóta sóknarmenn í þessu United liði að hann þarf ekki liggja alltaf svona mikið með liðið aftarlega
Björn Friðgeir says
Verður þessi leikur vendipunktur? Ekki gott að segja en þarna sýndi þetta lið hvað það getur þegar það fær frelsi fram á við.
Ég er reyndar bara búinn að horfa aftur á highlights en kíki aftur á seinni hálfleikinn við tækifæri. Það sem mér finnst standa upp úr fyrir utan auðvitað mörkin og Pogba er frammistaða Alexis í seinni hálfleik, maður leiksins fannst mér.
Eins og áður hefur komið fram er skuldinni á skorti á opinni spilamennsku oft skellt á að José treysti ekki vörninni. Nú er bara að treysta vörninni það sem af er leiktíðinni, spila svona og kaupa svo einhverja af þessum varnarmönnum sem við erum orðaðir við!
gummi says
en nú má samt Móri fara byrja fara nota hópinn meira Lukaku þarf ekki spila alla leiki er bara drullu smeikur um að missa bæði Rashford og Martial