Undanúrslit ensku bikarkeppninnar hafa verið á hlutlausum velli frá því að bikarkeppninn hóf göngu sína árið 1873 en á morgun verður breyting þar á. Þegar nýi Wembley opnaði 2008 var ákveðið að til að auka tekjur af þessu nýja mannvirki myndu allir undanúrslitaleikir bikarsins fara fram þar. Þetta er að sjálfsögðu mjög skemmtilegt fyrir stuðningsmenn norðanliðanna sem þurfa nú að treysta að seinkaðar lestir til að komast heim samdægurs, sér í lagi þegar leikir eru færði til síðla eftirmiðdags. í stað þess að fara fram á velli nálægt ef bæði lið voru að norðan, nú eða í Miðlöndunum ef Lundúnalið og norðanlið kepptu. En fram að þessu hefur þó Wembley að minnsta kosti verið hlutlaus völlur en á morgun verður breyting þar á. Tottenham hefur eins og öll vita leikið á Wembley í vetur meðan nýi White Hart Lane er kláraður og leikur því á heimavelli. Sá verður þó munur á að þar sem Manchester United dróst sem „heimalið“ þurfa Spurs að skipta um búningsklefa og varamannabekk. Síðan er auðvitað jöfn skipting stuðningsmanna í stúkunum, þannig að vissulega er þetta ekki fullkominn heimaleikur þeirra
United er engu að síður vel kunnugt vellinum. Undanúrslit og úrslit í bikarnum 2016, Góðgerðaskjöldurinn það haustið og sigur í deildarbikarnum í fyrra og því ætti fátt að koma á óvart.
Leikurinn á morgun verður hörkuspennandi. Bæði lið eru búin að koma sér þægilega fyrir meistardeildarsætum, þó vissulega megi Tottenham ekki slaka á með Chelsea fimm stigum fyrir aftan sig. Hvorugt lið hefur því neinu öðru að keppa en bikarnum og að Arsenal frátöldu eru þessi lið þau sigursælustu í bikarkeppninni. Það er því morgunljóst að bæði lið munu gefa allt í þennan leik.
Tottenham hefur átt frábært tímabil að mati flestra. Engu að síður eru þeir dottnir úr meistaradeildinni, unnu ekki deildarbikarinn frekar en United, og eru sex stigum á eftir United í deildinni. Hafa þó skorað einu marki meira, það er eitthvað. Ef þið haldið að þetta sé skot á þau sem eru að draga úr árangri Manchester United á þessari leiktíð, þá er það hárrétt. Leikurinn á morgun mun vissulega hafa mikil áhrif á það hvernig litið verður á þetta tímabil í framtíðinni, þó að úrslitaleikur gegn Chelsea eða Southampton sé síðan eftir.
Gengi Tottenham í deldinni hefur verið mjög gott síðan fyrir jól. Frá því að liðið tapaði fyrir Leicester í lok nóvember hafa þeir gert fjögur jafntefli og tapað tvisvar, í bæði skiptin gegn Manchester City. Seinna tapið kom á laugardaginn var og síðan gerðu þeir jafntefli við Brighton í leik þar sem Pochettino hvíldi nokkra leikmenn, m.a. Dele Alli og Davinson Sánchez. Ekki ólíkt því sem Mourinho gerði móti Bournemouth en ekki með sama árangri.
Búast má við Tottenham liðinu svona
Það þarf ekkert að efast um gæði þessa liðs. Þetta eru sömu ellefu leikmenn og tóku United í nefið í leiknum á Wembley í lok janúar, þegar fyrra markið kom eftir 11 sekúndur og United sá aldrei til sólar. Það er nauðsynlegt að Mourinho og leikmenn fari yfir þann leik til að sjá hvernig ekki á að spila gegn þeim.
Manchester United
Eftir frábæran sigur á City kom hrottalega lélegan leikur gegn West Bromwich öllum niður á jörðina og leikurinn gegn Bournemouth á miðvikudaginn var gríðarlega mikilvægur til að koma liðinu í gang á ný. Paul Pogba, Ander Herrera og Anthony Martial spiluðu sig inn í byrjunarliðið að mati flestra og spái ég liðinu svona
Það veltur gríðarlega mikið á því að Matić og Herrera nái góðum völdum á miðjunni til að frelsa Pogba aðeins. Gegn þessum fimm miðjumönnum Tottenham er þó slíkt fjarri því að vera gefið. Nú væri gott að hafa sterkari bakverði en Ashley Young og Antonio Valencia sem gætu séð til þess að Son og Eriksen héldu sér á mottunni!
Harry Kane verður verðugt viðfangsefni fyrir Bailly og Smalling og fer allt eftir því hvaða Smalling mætir á Wembley, sá trausti og öruggi, eða sá mistæki. Það er hægt að treysta á De Gea til margs en í svona leikjum verður vörnin að vera til staðar.
Framlínan er án Alexis Sánchez. Ég hef enn fulla trú á því að þegar hann hefur fengið meiri æfingu með liðinu og náð hvíld í sumar og síðan fullu upphitunartímabili verði hann lykilleikmaður næsta vetur. En staðreyndin er sú að síðan hann gekk til liðsins hefur hann aðeins einu sinni virkilega sýnt hvað í honum býr, gegn City. Hann var síðan herfilega slakur gegn West Brom og ég er að vona að hann byrji þennan leik á bekknum. Ég er hins vegar fullviss um að hann mun koma inn á.
Leikurinn hefst kl 16:15 að íslenskum tíma
Halldór Marteins says
Kominn bikarspenningur í mann. Hlakka til að sjá hvernig Mourinho leggur upp liðið og leikplanið. Alvöru viðureign, alvöru tilefni.
Fyrsti maður á blað hlýtur nú að vera Jesse Lingard. Sá maður einfaldlega elskar Wembley. Hef líka fulla trú á að Fellaini gæti orðið sterkt vopn af bekknum til að koma inn þegar 20 mínútur eru eftir og loka þessu.
Bring it on!
Árni Þór says
Minn maður Lingard mun að sjálfsögðu skora á Wembley eins og hann er vanur, 2-1 fyrir okkur!!
GLORY GLORY
Ingvar says
Hef áhyggjur af þessum leik. Móri hefur ekki sannfært mig að hann sé maður stóru leikjanna. Allir stórleikir sem við höfum unnið hafa verið ósannfærandi. Úrslitaleikur deildabikarsins, vorum heppnir. Úrslitaleikur evrópudeildarinnar, vorum heppnir. Sigurinn á móti City um daginn, heppnir að vera ekki búnir að tapa leiknum í hálfleik, comback hrósið fá leikmenn sem rifu sig í gang. Því miður þá finnst mér bara Móri ekki ná að mótivera liðið þegar mest liggur við. Vona að annað verði raunin á morgun. GGMU
Halldór Marteins says
Hjartanlega ósammála með úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Það var engin heppni þar, bara frábært gameplan.
Sama hefur verið í sumum öðrum stórleikjum. Sigurinn gegn Liverpool til dæmis. Chelsea í fyrra. Tottenham á Old Trafford. Og fleiri.
Helgi P says
ég hef nú mestar áhyggjur að hann sé ekki ná meira út úr þessum mannskap sem við erum með
Halldór Marteins says
Það mætti vissulega oft koma meira út úr þessu liði og ákveðnum leikmönnum. Og fótboltinn mætti heilt yfir vera skemmtilegri, engin spurning.
En svo eru sumir að eiga sín bestu tímabil. Lukaku, De Gea og Lingard, allavega. Svo þetta er alls ekki alslæmt.
Þetta verður erfiður leikur. Ég er ekkert súper sigurviss, þannig lagað. Bæði lið geta vel unnið. Það skiptir miklu að Mourinho og co finni rétta gameplanið og að leikmenn mæti til leiks með rétta hugarfarið. Og ég hef alveg trú á að þeir geti það.
Rúnar P says
#7 skorar og er maður leiksins!
gummi says
ég held að Tottenham klári þetta í fyrri hálfleik
Helgi P says
það er bara ekki nó að ná bara út úr 3 leikmönnum af 20 það þarf ekki einnu sinni að nefna De Gea því hann er alltaf besti leikmaðurinn okkar. ef Móri nær ekki að laga þetta fyrir næsta tímabil hvar endum við þegar við hættum að ná í úrslit í þessum leikjum
Halldór Marteins says
Augljóslega er það ekki nóg, við sjáum það jú best á því að United er hvorki að keppa um sigur í deild né Meistaradeild.
Umræðan dettur hins vegar oft í það að Mourinho sé varla að gera neitt rétt, jafnvel þessi hlægilegu ummæli sumra að Mourinho sé á einhvern hátt að „skemma félagið“. Sem er algjör vitleysa.
Lukaku hefur aldrei skorað meira á einu tímabili á ferlinum. Frábært fyrsta tímabil hjá honum en samt enn svigrúm til að bæta sig. Jú, það þarf að nefna De Gea því við erum orðin svo góðu vön að hann fær jafnvel ekki lengur það kredit sem hann á skilið. De Gea er að eiga sitt besta tímabil á ferlinum. Það kemur undir stjórn Mourinho. Jesse Lingard hefur verið að bæta sinn leik á allan hátt. Og fleiri sem hafa bætt sig. Liðið í heild er líka að bæta sig, það sést á allri tölfræði. Jafnvel þótt það sé enn ekki komið á hæsta stall. Það er klár bæting í spilamennsku frá síðustu tímabilum.
Aðrir leikmenn eru ekki að spila eins vel og við vitum að þeir geta. Það er þá spurning hvort það er þeim að kenna eða Mourinho. Mögulega blanda af báðu. Og hver segir að liðið hætti að ná í úrslit í þessum leikjum ef Mourinho heldur áfram? Þótt skemmtanagildið mætti vera meira í leikjum liðsins þá er það ekki það svo sannarlega engin tilviljun, eða grís, að liðið nær reglulega í góð úrslit.
gummi says
Móri gerir bara mun meira rangt heldur en rétt næsta tímabil er eftir að vera mun erfiðara fyrir okkur
Sindri says
Lukaku er búinn að skora sinn metfjölda marka hingað til á ferlinum. Líka búinn að spila metfjölda leikja. Persónulega finnst mér að hann ætti að vera kominn með sirka 5 mörkum meira í deild, þó hann hafi verið góður í upphafi og undanfarið. Allt í góðu þó hann byrji ekki alla leiki, hann skorar eigilega alltaf þegar hann kemur inná hvort eð er.
Þetta fer 2-1 í dag, Lingard og Lukaku.
Ingvar says
Halldór, við vorum að spila við AJAX! Við vorum 30 % með boltan og þeir lágu lengi vel á okkur, get ekki verið sammála um að það sé frábært gameplan, kannski fyrir Íslenska landsliðið, ekki Manchester United. Sama gildir með sigur á Liverpool heima, áttum 3 færi, nýttum svo sannarlega 2 og vorum 30% með boltan á heimavelli, en við erum ekki fokking WBA!
Helgi P says
svo má ekki gleyma að við vorum drúlluheppnir að vera ekki dottnir út úr þessari keppni bæði Anderlecht og Celta Vigo fengu dauðafæri í leikjunum til að koma sér áfram
Halldór Marteins says
Það er hægt að stjórna leikjum án þess að vera með boltann. Leikurinn gegn Ajax er mjög skýrt dæmi um það. Ajax átti ekki break í United í leiknum, sama hvað þeir fengu mikinn tíma til að gera ekkert af viti með boltann.
Svipað með Liverpool. United var mun hættulegra liðið í leiknum sóknarlega þrátt fyrir að vera minna með boltann. Liverpool þurfti óheppilegt sjálfsmark til að fá eitt mark.
Lukaku er búinn að skora metfjölda marka. Satt. Gæti verið kominn með fleiri. Satt. Eins og ALLIR AÐRIR FRAMHERJAR. Allir framherjar klúðra einhvern tímann góðum færum. Heilt yfir er Lukaku samt búinn að vera mjög góður, ekki bara hvað mörkin snertir. Margar og góðar stoðsendingar og er að bæta margt í sínum leik í vetur. Besta tímabilið á ferlinum hans, það er mikill karakter að gera það á fyrsta tímabili með Manchester United.