Paul Pogba og Ander Herrera gerðu nóg í leiknum gegn Bournemouth til að tryggja sér sæti í liðinu í dag. Alexis Sánchez var síðan treyst til að vera á vinstri kantinum. Vörnin var eins og spáð var, sú sama og í leiknum slæma í janúar.
Varamenn: Joel Pereira, Lindelöf, Mata, Martial, Rashford (83.), Fellaini (93), Darmian (79.)
Lið Tottenham var næstum eins og spáð var nema að Michael Vorm var í markinu í stað Hugo Lloris
Tottenham byrjaði leikinn af krafti og fékk tvo horn á fyrstu tveim mínútunum.Kieran Trippier braut illa á Sánchez sem hélt áfram en ekkert varð úr, endursýning sýndi að Trippier traðkaði á kálfa Sánchez og hefði átt að vera klárt rautt.
United hrinti samt þessari leiftursókn og þeir fengu fljótlega tvö horn sjálfir. Romelu Lukaku skallaði yfir á 10. mínútu en fram að því höfðu ekki nein færi að ráði verið. Það kom hins vegar mínútu síðar þegar Tottenham sótti hratt, Eriksen stakk Pogba af Young var týndur á vallarhelmingi Spurs, Eriksen gaf fyrir og Dele Alli var kominn langt fram úr Smalling og skoraði auðveldlega. Hrikalega lélegt þarna.
Sóknir Spurs héldu áfram og vörn United virkaði hrikalega brothætt, sérstaklega ef leikmenn United höfðu vogað sér að sækja fram. En líkt og fyrir markið náðu United að vinna sig aftur inn í spilið. Í sókn United fékk Dembélé boltann úti við hliðarlínu vinstra megin, en Pogba óð í hann og hirti boltann af honum með hreinni frekju og líkamlegum yfirburðum. Pogba sendi síðan glæsilega inn á teiginn þar sem Sánchez var einn með tvo varnarmenn aðeins of langt frá sér. Minnsti maðurinn á vellinum skallaði þá boltann fallega þvert á markið og inn. United komið aftur inn í leikinn á 24. mínútu.
Valencia fékk skömmu síðar gult spjald fyrir hrikalega tæklingu á Dele Alli, stökk með báða fætur í boltann, en fór yfir hann og í leggina á Dele. Hefði jafnvel getað fengið rautt.
En United var mun sterkari aðilinn það sem af var hálfleik, og sótti vel, án þess þó að skapa opin færi en á síðustu mínútum hálfleiksins kom skot upp úr þurru frá Dier sem fór í gegnum vörnina, breytti um stefnu af Smalling og small í stönginni án þess að De Gea hreyfði sig.
Fyrri hálfleik var þannig nokkuð jafnt skipt milli liða og staðan sanngjörn.
United byrjaði síðan seinni hálfleik betur og og áttu að fá víti á 53. mínútu þegar Vertonghen hrinti Lingard en dómarinn sá ekki ástæðu til að dæma. Síðan einmitt þegar Spurs var farið að sækja kom United í skyndisókn, Sánchez vann boltann við teiginn, gaf þvert fyrir. Lukaku snerti boltann en breytti varla um stefnu hans, Lingard lét boltann fara þar sem hann sneri baki í mark og Ander Herrera kom á fullri ferð og skellti boltanum í mark. 2-1!
Eins og við var að búast komust Tottenham menn inn í leikinn eftir þetta, og United bakkaði. United varðist vel og átti stöku sókn. Tottenham hafði gert eina breytingu, Lucas Moura kom inná fyrir Davies, en síðan kom Wanyama inná fyrir Dembélé sem hafði verið mjög slakur. Fyrsta skipting United kom á 79. mínútu þegar Valencia meiddist og var að auki með gult á bakinu og hann fór útaf fyrir Matteo Darmian. Nokkrum mí´nutum síðar kom Rashford inná fyrir Lingard.
Rashford fékk gult spjald fyrir að hoppa upp úr tæklingu frá Davinson Sánchez, og detta, harkalegur dómur, en besta færi Tottenham í langan tíma kom þegar Wanyama fékk frían skalla eftir aukaspyrnu en hátt yfir.
Fimm mínútum var bætt við leiktímann og Rashford hefði getað gert betur í viðbótartímanum einn í skyndisókn en Dier bjargaði vel með að tækla Rashford. United varðist og varðist og nelgid fram þegar þurfti og Lukaku var næstum búinn að vinna boltann þegar Vorm kom út á miðjan vallarhelming Spurs en ekki alveg.
En leiktíminn rann út og United er komið í bikarúrslitin!
Þetta var frábær leikur af hálfu United. Leikmenn á borð við Ander Herrera, Jesse Lingard, Paul Pogba og síðast en ekki síst maður leiksins, Alexis Sánchez áttu allir gríðar góðan leik. Smalling o Jones voru sterki í vörninni þrátt fyrir að hafa byrjað nokkuð illa, og það var helst að Young og Valencia væru ekki að skila sínu.
Mourinho lagði þennan leik mjög vel upp og leikmenn fóru eftir því. Það var ekki fyrr en eftir seinna markið að leikmenn drógu sig til baka eins og yfirleitt verður alltaf í svoleiðis stöðu, en jafnvel þá vor þeir oft að sækja vel framávið þegar hægt var.
Verðskuldaður sigur, Pochettino er enn bikarlaus eftir fjögur ár hjá Tottenham og þetta er áttundi bikarundanúrslitaleikurinn í röð sem Tottenham tapar.
Lads, it’s Tottenham!
Helgi P says
þetta er næstum því sama liðið og tapaði fyrir WBA það virðist ómugulegt fyrir leikmenn sem eru að spila fyrir Móra að vinna sér inn traust hjá honum ég trúi því ekki að við ætlum að missa Martial og Rashford því þeir fara báðir ef Móri verður áfram
Sindri says
Jones vann sér inn þetta sæti á miðvikudaginn. Fannst Eric Bailly samt búinn að vera nokkuð solid frá endurkomunni. Hann kemst ekki í hóp.
Alexander says
Hvað er í gangi?
Sanches á alls ekki skilið að vera þarna.
Maður er farinn að verða stressaður varðandi Rashford og Martial
Helgi P says
það er akkúrat þetta sem maður þolir ekki við Móra
gummi says
hvað sagði ég Tottenham verður búið að klára þetta í fyrri hálfleik við erum bara búnir að vera ömurlegir síðan Móri tók við við eigum aldrei að vera í þessu 2 sæti
Helgi P says
það er bara vera yfir spila okkur í þessum leik skelfileg byrjun á þessum leik
Robbi Mich says
Hvar er man crush-ið mitt Romero? Meiddur eða er hann á leiðinni út og fær því engin tækifæri lengur?
Halldór Marteins says
Romero er meiddur. Meiddist í landsleik með Argentínu fyrir nokkrum vikum. Þó ekki alvarlega, gæti verið orðinn heill í maí.
Rúnar P says
Ég vil bara minna á og stend enn við mitt komment frá síðasta póst sem ég skrifaði í gær nótt
“#7 skorar og er maður leiksins!”
Halldór Marteins says
Gott gameplan, verðskuldaður sigur. Mjög sáttur 😊
Tuðararnir geta þó eflaust fundið sér eitthvað til að tuða yfir.
einarb says
Ég skal bara viðurkenna það, ég var drullustressaður og nokkuð viss um tap í huganum eftir ófarinnar á þessum velli fyrr í vetur. Undanúrslit á hlutlausum ‘útivelli’ í þokkaót. En þvílíkur leikur. Hátt tempo og brjálaður hazar.
Lukaku var frábær. Þvílík rimma milli Belgana, Vortonghen og Lukaku. Þessi strákur gerir svo miklu meira en að skora mörk. Það svo mikil fyrra (sem maður fær að heyra of oft) um að hann sé bara powerhouse framherji.
Spurs voru bara ‘neutralized’ í seinni hálfleik og brugðust tuddalega við – hversu mörg takkaför hefur Lingard á öklunum eftir leikinn? Kane sást varla og eina útspil þeirra var að gefa bolta á Eriksen. Mourinho verður að fá sitt hrós eftir daginn, frábært leikur.
Velkominn Alexis, take a bow!
Karl Garðars says
Spurning um að fá eins og eina sokkaskúffu frá Old Trafford. Sýnist ekki veita af.
Sá því miður ekki leikinn en ég er hér með sáttur við tímabilið og það getur ennþá orðið betra. Gríðarlega sterkir comeback sigrar upp á síðkastið og ein og ein skita. Þetta er allt í áttina.
Kjartan says
Þessi leikur var allt eða ekkert fyrir klúbbinn, FA bikar gæti farið langt með það að gleyma leikjunum á móti Sevilla. Auðvitað er bikarinn ekki kominn í hús en ég er mjög bjartsýnn, alveg sama hvort við mætum Southampton eða Chelski.
Herrera er kominn í gang, búinn að eiga nokkra frábæra leiki í vor. Þriggja manna miðja með Pogba í semi frjálsu hlutverki er greinilega að gera sig.
Vonandi munu þessi úrslit slá eitthvað á Tottenham runkið hjá sparksérfræðingum, það er engin tilviljun að Tottenham á það til að klikka á ögurstundu.
Keane says
Lingard er fagmaður. Frábær í dag.
Hjöri says
Ekki nógu gott hjá stuðningsmönnum þegar þeir eru farnir að dæma liðið og leikinn áður en hann hefst. Væri ekki betra að bíða með það þegar liðið er eitthvað á leikinn eða í rest hans?
Sindri says
Vel mælt Hjöri. Eins og leikirnir hafa þróast undanfarið þá þýðir ekkert að ausa úr reiðiskálunum í hálfleik, hvað þá eftir 11 mínútur.
Við erum að fara að hirða domestic dollu þriðja árið í röð, Jesse skorar í úrslitunum.
Cantona no 7 says
Góður sigur á erfiðum andstæðingum,
Allir að spila vel og gaman að sjá hvernig við klárum leikinn með skynsamlegum leik.
Það væri gaman að klára Chel$ki í úrslitum annars skiptir það ekki öllu hverja við fáum.
G G M U
Karl Garðars says
Búinn að horfa á leikinn og þetta var einfaldlega mjög vel uppsett og drulluvel spilað. Lukaku og Rashford hefðu jú mátt nýta færin sín en baráttan í liðinu og þá sérstaklega Alexis og Herrera út um allan völl var mjög eftirtektarverð.
Manni fannst minna bera á Matic sem er líklega jákvæð afleiðing þess að þessi miðja er að gera sig. Alexis og Lukaku finna hvorn annan mun betur. Pogba vaknaður. Mörkin öll þrusuflott, aldrei teljanleg hætta og allt undir control.
Nú þurfum við nauðsynlega að ná upp gæðum í vörninni og kaupa heimsklassa bakverði og auðvitað halda í Martial og De Gea. Þá gæti orðið gaman á næstu eða þar næstu leiktíð.
Allt dramatal um að Rashford gæti farið dæmir sig sjálft. Það verður aldrei! Hann er United through and through.