Fyrir leikinn í dag var Sir Alex Ferguson mættur á hliðarlínuna til að gefa Arsène Wenger kveðjugjöf og virðingarvott frá Manchester United. Fallegt að sjá það. Það var eitthvað við það að sjá þrjá bestu knattspyrnustjóra í sögu ensku úrvalsdeildarinnar stilla sér upp saman, brosa og skiptast á léttu spjalli. Það hefur nú ekki alltaf verið svona létt á milli þessara þriggja stjóra.
Mourinho stillti sínu byrjunarliði upp svona:
Varamenn: Pereira, Rojo, Mata, Martial (64′), Rashford (50′), Fellaini (64′).
Líkt og búast mátti við hvíldi Wenger marga af sínum helstu leikmönnum. Mkhitaryan fékk þó sénsinn til að næla sér í mínútur eftir meiðsli:
Varamenn: Cech, Holding, Monreal (64′), Welbeck (64′), Nketiah, Osei-Tutu, Willock (76′).
Dómari í leiknum var Kevin Friend.
Leikurinn sjálfur
Það var mikill vorbragur yfir þessum leik og augljóst að leikmenn voru með önnur verkefni í huga, hvort sem það var seinni leikur í Evrópudeild, úrslitaleikur enska bikarsins eða jafnvel hreinlega HM í sumar. Að auki var augljóst að Manchester United var með sterkara lið inná vellinum, United tók stjórn á leiknum snemma og Arsenal var meira í því að verjast.
Pogba fékk óvænt tækifæri í góðu skotfæri eftir misheppnað skot frá Matic strax á 4. mínútu en náði ekki að nýta það. Stuttu síðar skapaðist töluverð hætta við mark Arsenal eftir hornspyrnu og það lá snemma United-mark í loftinu. Það kom svo á 16. mínútu. Þá unnu Valencia og Lingard boltann mjög vel af Arsenal á miðjum velli og sendu boltann á Pogba sem stýrði flottri skyndisókn United. Hann fann Lukaku úti á hægri kantinum og hélt hlaupinu svo áfram. Lukaku kom með flotta fyrirgjöf þar sem Alexis Sánchez skallaði boltann af stuttu færi að marki. Hector Bellerin gerði frábærlega í því að koma fæti í boltann og verja boltann í stöngina. Af stönginni hrökk boltinn hins vegar beint á Pogba sem kláraði dæmið með fyrstu snertingu og sendi boltann í markið. Alls ekki auðveld afgreiðsla og mjög vel gert hjá Pogba.
Manchester United hélt áfram að hafa tök á leiknum í fyrri hálfleiknum en náði þó ekki að nýta það til að skora annað mark. Arsenal sýndi stundum lit fram á við en náði að sama skapi ekki að ógna almennilega. Næst komst Mkhitaryan á 20. mínútu þegar hann laumaði langskoti rétt framhjá stönginni.
Seinni hálfleikurinn var tæplega 5 mínútna gamall þegar Lukaku varð fyrir hnjaski. Mourinho tók enga sénsa heldur tók hann beint af velli fyrir Marcus Rashford. Vonandi að þetta hafi ekki verið alvarlegt hjá Lukaku. Lukaku átti þarna tímamótaleik, þetta var hans 50. leikur fyrir Manchester United. Á sama tíma var þetta 52. leikur liðsins á tímabilinu, þar sést vel hversu mikið Mourinho hefur treyst á Lukaku. Enda hefur hann spilað mjög vel á tímabilinu.
Arsenal svaraði þessari skiptingu þó með marki rétt mínútu síðar. Herrera og Matic, sem áttu annars góðan dag á miðjunni, lentu í samskiptaveseni sín á milli varðandi boltann sem olli því að Xhaka vann boltann af þeim, kom honum snöggt á Mkhitaryan sem brunaði að vítateig Manchester United. Lindelöf reyndi að verjast skotinu en Mkhitaryan laumaði skotinu milli fóta Svíans og meðfram jörðinni í bláhornið á markinu, framhjá David de Gea. Þetta var aðeins þriðja markið sem de Gea fær á sig á tímabilinu með skoti utan vítateigs. Mkhitaryan fagnaði ekki heldur lyfti höndum til að sýna stuðningsmönnum Manchester United sína virðingu.
Manchester United fór beint í stórsókn eftir þetta mark og virtist staðráðið í að komast strax aftur yfir. Ashley Young kom með hættulegt skot sem fór í varnarmann og aftur fyrir. United náði að skapa nokkurn usla úr horninu og pressan var farin að aukast.
Á 64. mínútu kom tvöföld skipting hjá Mourinho. Hann setti Martial inn á fyrir Lingard. Lingard átti þátt í marki United en hafði annars ekki verið sérstaklega góður í leiknum og þessi skipting hefði alveg getað komið fyrr. Hins vegar kom svo Fellaini inn á fyrir Herrera og þar með var nánast alveg öruggt að Arsenal var ekki að fara að skora meira, United fær ekki á sig mörk þegar Fellaini er inná vellinum. Það er bara svo einfalt. Að sama skapi var nauðsynlegt að fá inn meiri skallaógn í sóknarleikinn fyrst Lukaku var farinn af velli.
Á sama tíma kom Danny Welbeck inn fyrir Arsenal. Nokkrum mínútum síðar kom Joe Willock, bróðir Matty Willock sem er samningsbundinn Manchester United, inn fyrir Mkhitaryan.
Welbeck náði að koma með þrumuskot á markið en það var beint á de Gea. Að öðru leyti var það Manchester United sem reyndi meira síðustu mínúturnar að ná sigurmarkinu. Smalling var mættur í teiginn en hitti ekki boltann eftir fína fyrirgjöf, Fellaini átti skot fyrir utan teig og Rashford var réttilega dæmdur rangstæður þegar hann skoraði eftir að hafa fylgt eftir skalla Fellaini sem fór í stöngina.
Það var svo í uppbótartíma sem sigurmarkið kom. Það var kunnugleg og falleg uppskrift, Ashley Young kom með fallega fyrirgjöf af vinstri kantinum sem Fellaini skallaði afskaplega vel í bláhornið framhjá Ospina. Virkilega vel gert hjá báðum, Fellaini hálfpartinn snéri baki í markið þegar skallinn kom en hann vissi nákvæmlega hvað hann var að gera. Fögnuðurinn var síðan gríðarlega mikill hjá honum og hann gerði mikið úr því að sýna merki Manchester United. Gott að sjá og gefur góð fyrirheit um að þessi sterki leikmaður taki mögulega fleiri tímabil með Manchester United.
Eftir það kláraðist leikurinn og við það staðfestist það endanlega að Manchester United spilar í Meistaradeild Evrópu að ári.
Pælingar eftir leik
Hvílíkur munur að eiga svona leikmann eins og Fellaini sem alltaf nær reglulega að sýna gagnsemi sína, jafnvel þótt hann sé enn skammarlega vanmetinn meðal margra stuðningsmanna Manchester United. Mourinho talaði um það eftir leik að hann vildi halda honum og manni finnst á orðum Mourinho og Fellaini að það gæti verið líklegt að hann verði áfram hjá liðinu. Góðar fréttir.
Jose to @BBCSport on Fellaini future: "I think a player that grabs the crest after scoring is telling clearly that he wants to stay. I want him to stay, the club wants him to stay, I think he will stay, it is nearly there."
— Simon Stone (@sistoney67) April 29, 2018
Meistaradeildarsætið er komið. United er með 5 stiga forskot í 2. sætinu og á leik til góða á Liverpool í 3. sætinu.
Lindelöf átti fínan leik, það var gott að sjá. Ashley Young var líka flottur og átti stóran þátt í sóknarpressunni í lokin sem skilaði sigurmarkinu. Pogba var líka flottur. Sánchez var fínn í fyrri hálfleik en sýndi minna í þeim seinni. Lukaku var flottur fram að meiðslum, vonandi eru þau ekki alvarleg. Hann þarf í það minnsta að ná bikarúrslitaleiknum.
Mancheser United hefur núna náð í 19 stig af 30 mögulegum gegn hinum liðunum í 6 efstu sætum deildarinnar. Það er mikil framför frá því á síðasta tímabili. Frá febrúar og fram í lok apríl hefur liðið mætt Manchester City, Liverpool, Chelsea, Tottenham og Arsenal og unnið öll þessi lið. Mourinho kann að ná árangri í þessum leikjum og hann hefur gert Manchester United betra í því. Það er jákvætt.
Næsti leikur verður föstudagsleikur á útivelli gegn Brighton & Hove Albion. Það verður áhugavert að sjá hvort sá leikur verði notaður til að gefa ungum leikmönnum séns eða hvort það verði áfram keyrt á sterkasta liði þar til 2. sætið er gulltryggt.
Helgi P says
ekki get ég skilið afhverju Fellaini sé alltaf í hóp þegar hann er að fara það væri nú mikið nær að fá inn einhvern úr gomez eða einhvern úr unglinga liðinu
Helgi P says
hvar er Bailly
Karl Garðars says
So far so good.
Sindri says
Helgi P.
Fellaini útskýrði þetta í lok leiks.
Fá comment þýðir að liðið er á góðri braut.
GGMU
Cantona no 7 says
Góður sigur á Arsenal í dag og nánast tryggir að við verðum í öðru sæti
sem er besta staða síðan 2013 hjá Sir Alex.
Ég næstum vorkenni Wenger og Arsenal að mætta okkur.
Vonandi tökum við FA bikarinn 19 maí.
Mourinho þarf svo að styrkja liðið með ca. 4-6 toppmönnum í sumar.
G G M U
Karl Garðars says
Góður sigur.
Fellaini er kannski ekki tæknilegt undur en það er gott að vita af honum í bakhöndinni.
3-4 toppmenn og svo eigum við pjakka sem þarf að prófa. Byrjunarliðs bakverðir, miðvörður og mögulega hægri kantur?
Annars er maður að sættast við miðvarðagengið þessa stundina eða alla vega á meðan við erum að setja mörk. Þeir eru búnir að vera ágætir en það skelfir mann líka þegar menn eru vita meðvitundarlausir fram í síðustu leikina og taka þá fyrst á því.
Lykillinn að velgengninni gæti verið þessi Herrera- Matic miðja sem ver vörnina vel en sækir líka og frelsar Pogba.
Darmian, Blind, Fellaini, Shaw og mögulega fleiri þurfa að fara.
Ingvar says
Sammála Sindri, auðvelt að detta í tuðið þegar illa gengur. Annars frekar sjarmlaus leikur miðað við leik milli þessara liða en karakters sigur. Farnir að sýna meira og oftar að þeir gefast ekki upp.
Audunn says
Mikilvægt að fá 3 stig út úr þessum leik, það er alltaf gott að landa sigri þegar liðið spilar ekkert sérstaklega vel. Það er ákveðið styrkleikamerki verð ég að segja.
Annars afskaplega lítið um þennan leik að segja þannig séð, það var ekkert sérstaklega mikið sem greip augað.
Það sem stendur uppúr við þessa leikskýrslu er að hversu vandræðalegt það er fyrir höfund hennar að reyna að halda því fram að Fellaini sé nógu góður fyrir lið eins og Man.Utd.
Og hversu skammarlega vanmetinn hann er meðal stuðningsmanna osfr.
Það er jafn og reyndar meira skammarlegt að halda því fram að lið Man.Utd sé ekki betra lið en það að þurfa á svona spýtukalli að halda. Er virðing gagnvart liðinu í alvöru ekki meira en þetta? Í alvöru?
United hefur ekkert að gera með leikmann eins og Fellaini og það þótt hann grísist til að fá boltann annað slagið í hausinn. Enda varla annað hægt vegna stærðar hans.
Hann gat ekki rass í þessum leik eftir að hann kom inná, missti boltann nánast alltaf enda afarslakur knattspyrnumaður. Hefur enga tækni, enga hlaupagetu, er hægur, getur aldrei tekið spretti, ömurlegur sendingarmaður með hræðilegan leikskilning.
Skokkar um völlinn eins og hýena Gjörsamlega glataður leikmaður frá a-ö.
Móra langar ekkert til að hafa hann í þessu liði enda hefur hann sem betur fer lítið sést undanfarið.
Og það er ástæða fyrir því, Þótt móri hafi sagst vilja halda honum þá er það bara ákveðin kurteisi enda væri klikkun að segja annað eftir að hann hafi óvart skorað sigurmarkið sem fór reyndar af Arsenal manni í markið. Annars hefði þessi „skalli“ (fékk hann reyndar á hnakkan) farið upp í stúku. Það er nú engin smá tækni að ætla að skalla boltann og fá hann á hnakkann :) þvílíkt tækni undur sem þessi hýena er…
Við þurfum hægri og vinsti bakverði, einn miðvörð og tvo alvöru miðjumenn fyrir næsta tímabil.
Þá erum við að ég held í helv góðum málum.
Losum okkur við ruslið, þá sem eru komnir á aldur, ekki nægilega góðir og svo er Carrick að hætta. (Fellaini, Young, Smalling, Blind, Darmian og Carrick ) Við þessa bætast jafnvel Shaw og Martial, sé ekki að þeir geti verið áfram þarna undir stjórn Móra sem gefur þeim lítið sem ekkert traust því miður :(
Verður samt fróðlegt að sjá hvernig sumarið mun þróast hjá United.
Halldór Marteins says
Hahaha! :D
Nújæja, hann heldur þá áfram að vera skammarlega vanmetin hjá einhverjum. Vonandi fer þeim stuðningsmönnum Manchester United samt óðum fækkandi.
„Hann gat ekki rass í þessum leik eftir að hann kom inná, missti boltann nánast alltaf“
Þetta er einfaldlega ekki rétt. Nánast allar sendingar Fellaini í leiknum heppnuðust (7 af 8), hann vann allar sínar tæklingar og vann skallabolta bæði í vörn og sókn, sýndi þar styrk sinn heldur betur. Vissulega var ein sending sem heppnaðist ekki og tvisvar var boltinn tekinn af honum en það er mjög langt frá því að missa boltann nánast alltaf.
„Hefur enga tækni, enga hlaupagetu, er hægur, getur aldrei tekið spretti, ömurlegur sendingarmaður með hræðilegan leikskilning.“
Enginn í heiminum betri að taka á móti boltum á kassann en Fellaini svo það er rangt að hann hafi enga tækni. Hann er líka stórgóður skallamaður, eins og hann hefur oft sýnt. Þekkir yfirleitt sínar takmarkanir þegar kemur að sendingum svo hann heldur því öruggu og er því yfirleitt með hátt sendingarhlutfall, hann tekur á móti boltum og vinnur þá en kemur þeim svo á leikmenn sem geta gert eitthvað meira við þá.
Hann hefur líka sýnt það hjá ólíkum stjórum að hann er týpa af leikmanni sem þeir geta treyst til að sinna ákveðnum verkefnum. Van Gaal og Mourinho eru ólíkir stjórar en fundu báðir góð not fyrir hann. Hann er ítrekað valinn í gríðarsterkan hóp Belgíu. Svoleiðis myndi maður með hræðilegan leikskilning ekki ná að gera. Þvert á móti getur hann skilað því sem stjórinn vill fá frá honum. Sem er ekki flair stöff heldur barátta, hugarfar og ákveðnir hæfileikar sem Fellaini svo sannarlega hefur.
„Móra langar ekkert til að hafa hann í þessu liði enda hefur hann sem betur fer lítið sést undanfarið.“
Fjarvera Fellaini úr hópnum að undanförnu hefur meira haft með hnémeiðsli að gera en það að Mourinho hafi skyndilega skipt um skoðun og kunni ekki að meta Fellaini.
„Þótt móri hafi sagst vilja halda honum þá er það bara ákveðin kurteisi enda væri klikkun að segja annað eftir að hann hafi óvart skorað sigurmarkið“
Ó, ókei. Þess vegna hefur Mourinho verið að tala um að hann vilji halda Fellaini alveg nokkrum sinnum í vetur og byrjaði á því löngu fyrir leik. Hann hefur bara séð fyrir sér þetta sigurmark gegn Arsenal. Það er alveg líklegra en að Mourinho meini það að hann vilji halda Fellaini. Eða þannig.
Fellaini hefur spilað 810 mínútur í 22 mismunandi leikjum fyrir Manchester United á tímabilinu. United hefur fengið á sig 1 mark á þessum mínútum. Það er engin tilviljun.
Hef áður sagt að mér finnst Fellaini ekki sú týpa af leikmanni sem ætti að vera aðalmaðurinn á miðjunni hjá Manchester United, ekki í besta 11 manna liði. En hann hefur margsýnt hversu gagnlegur og góður hann getur verið í hóp. Hann hefur frábært hugarfar fyrir squadplayer og þess vegna væri flott að halda honum ef samningar nást.
Audunn says
Halldór, þetta er vonlaust case hjá þér, alveg vita vonlaust.
Ég veit að þér er mikið í mun að verja þennan mann þótt mér finnist það með öllu alveg óskiljanlegt en það er algjört aukaatriði.
Ég veit líka að ef hann væri að spila með öðru liði, hvaða liði sem er þá hefðir þú akkurat ekkert álit á þessum manni. Ég er pottþéttur á því. Þetta er bara í nösunum á þér. Þú veist það í þínu hjarta að hann getur ekki neitt í fótbolta.
Upp úr stendur er að þessi ljósastaur fer eftir tímabilið og það langt langt í burtu frá Old Trafford.
Mikið verður það nú góður dagur fyrir klúbbinn okkar.
Helgi P says
ég mundi nú ekki segja að Fellaini sé svona ömurlegur í fótbolta en hann er samt ekki í united klasa og við þurfum mikið betri leikmann en hann
Halldór Marteins says
Þetta er sannarlega ekkert bara í nösunum á mér. Ég er gjarn á að verja leikmenn sem mér finnst hafa eitthvað að færa liðinu en fá yfir sig mikinn óþarfa skít frá eigin stuðningsmönnum. Það á ekkert bara við um Fellaini.
Ég veit í hjarta mínu að hann hefur sína hæfileika og hefur gert margt gott fyrir liðið. Stærsti leikur liðsins eftir að Fergie hætti var úrslitaleikur Evrópudeildarinnar. Það var líka besti leikur Fellaini fyrir félagið, algjörlega krúsjal í því að United vann Ajax með yfirburðum í þeim leik.
Ég hafði töluvert álit á Fellaini þegar hann var hjá Everton og ég myndi áfram óttast það sem hann gæti gert United með öðrum liðum ef hann spilaði ekki með United. Hann var alltaf erfiður við að eiga. Titillinn 2012 tapaðist að stórum hluta vegna þess hversu erfiðlega United gekk að eiga við Fellaini í 4-4 jafnteflinu á Old Trafford. Fellaini skoraði annað mark Everton með frábæru skoti og átti stóran þátt í næstu tveimur þegar Everton kom til baka. Hann var ótrúlega góður þann dag.
Líkt og margir setti ég spurningamerki við það þegar hann kom til United. Aðallega af því þetta voru einu kaup Moyes og það þurfti meira. En margir virðast einfaldlega ekki komast yfir þessa Moyes-tengingu, gæti trúað því að það sé að blinda ansi marga þegar kemur að getu Fellaini inni á vellinum.
Hann gerir hlutina ekki endilega fallega (þótt mörg kassa-touchin hans séu guðdómlega falleg og sömuleiðis mörg skallamörk eins og um helgina) en hann gerir þá effektíft og skilar nánast alltaf því sem stjórinn vill fá frá honum.
Auðvitað þarf að bæta hópinn, koma með betri leikmenn inn í liðið og meiri gæði. Endilega. Fellaini væri samt enn sterkur leikmaður að hafa í hópnum, jafnvel þótt hann færðist t.d. einu sæti aftar í goggunarröðina. Það er mikilvægt að hafa leikmenn eins og hann í hópnum, fer ekkert ofan af því.
einarb says
Óvenju fámennt hérna, það hlýtur að þýða að United hafi unnið leik og tekið eina litla ‘deildartvennu’ á Arsenal í ár :)
Virkilega vel gert hjá klúbbnum að veita Wenger viðurkenningu fyrir leikinn, hann er og var frábær knattspyrnustjóri og breytti enskri knattspyrnu. Það er bara þannig. Hataði hann, sérstaklega eftir viðbrögð hans í pizza-gate málinu og bara almennt fyrir að gera Arsenal að frábæru liði. Hann var alvöru challenge fyrir Ferguson. Snillingur. Eitt af örfáum „chöntum“ sem maður skammast sín fyrir sem United stuðningsmaður voru þessi pedófíl chönt á Wenger sem ómuðu alltof langi þar til SAF sagði stopp. Hann á svo sannarlega ekki skilið að kveðja klúbbinn sinn á þessum nótum, en svona getur þetta verið.
Frekar óeftirminnilegur leikur en góð þrjú stig. 2. sætið nokkuð tryggt og það verður gaman að sjá Liverpool svitna smá á móti Chelsea næstu helgi. Heldur smá baráttu í ‘best of rest’. Fellaini mætti svo þarna með sokkinn tilbúinn fyrir Auðunn :) Get alveg viðurkennt að ég var hissa á að sjá Fellaini koma inn á kostnað Mata sem sat áfram á bekknum, leikurinn snerist í að hoof’a boltanum hátt og langt inn á teiginn en það heppnaðist, Fellaini vann leikinn. Haters gonna hate. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hann hefur komið inn á skalla eitt stykki sigurmark í lokinn.
Nú er bara að formsatriði að klára þessa síðustu leiki í deild, gefa ungliðinu séns og svo bíður Wembley… Wemberley! Wemberley!
Guðmundur Helgi says
Furðuleg þessi neikvæða umræða um Fellaini,vissulega ekki flottasti leikmaðurinn a vellinum en hann hefur hlutina einfalda og skilar sinu hlutverki vel.Eru menn kannski bunir að gleyma hversu oft MU hefur haft a að skipa litlum en flinkum leikmonnum sem biðu nanast alltaf lægri hlut þegar kom að haum boltum inn a miðjuna vissulega með undantekningum, MU vann urslitaleik Evropudeildarinnar fyrst og fremst vegna storleiks Fellaini leikmenn Ajax reðu ekkert við hann og hann var sem kongur i riki sinu.Eg hef aldrei verið mikill aðdaandi Fellaini og hann hefur stundum verið ansi mistækur og kluðrað illa samanber jafnteflið a utivelli við Everton i fyrra,en eg hef attað mig a þvi að hann hefur fært MU hluti sem aðrir leikmenn hafa ekki i sinum vopnaburum. Menn ættu að hætta að einblina a mistokin hja honum sem flestir virðast gera og skoða frekar það sem vel er gert hja honum,goðar stundir.
toggi says
mér líst ekkert á þessa fréttir ósæti milli Bailly og Móra
gummi says
þetta er bara stórt vandamál með Móra
Robbi Mich says
Um leið og ég sá að Auðunn kom með ritgerð um Fellaini var ég fljótur að ná í poppið. Varð ekki fyrir vonbrigðum.