Þó nokkru fyrir leik bar fréttum saman um að Romelu Lukaku hefði ekki náð að vinna kapphlaupið við meiðslin og þyrfti að láta sér nægja að sitja á varamannabekk. Marcus Rashford kom í hans stað.
Romero, Bailly, Darmian, McTominay, Mata (86.), Lukaku (73.), Martial (73.)
Hjá Chelsea var Willian á bekknum, Bakayoko kom inn og Hazard og Giroud frammi
Það er ekki hægt að segja að leikurinn hafi byrjað af krafti, bæði lið voru að þreifa fyrir sér og boltinn fór ekki mikið út af miðjusvæðinu.
Chelsea fékk fyrsta færi leiksins á 9. mínútu, Eden Hazard stakk sér framhjá Phil Jones og náði skotinu á nærstöng en De Gea varði nokkuð þægilega. Hazard var annars í strangri gæslu Ander Herrera eins og svo oft áður. Chelsea dró sig nokkuð meira aftur en United og til tilbreytingar var það United sem var að spila handboltasóknir fyrir framan vítateig Chelsea. Bæði lið vildu víti snemma í leiknum, Matic ýtti aðeins við Bakayoku og síðar var það Victor Moses sem greip aðeins í axlir Alexis. Michael Oliver var samt ekkert að hlusta á þær umkvartanir, réttilega.
En á 21. mínútu fékk Chelsea víti. Aftur var það Hazard sem komst í gegn með að hlaupa auðveldlega framhjá Phil Jones, Jones reyndi að ná honum og fór á endanum í tæklinguna, og tók niður Hazard. Jones fékk gult samkvæmt nýjum reglum um að þó sóknarmaður sé rændur tækifæri þá er ekki rautt ef varnarmaðurinn reyndi að ná boltanum.
Hazard tók vítið og renndi boltanum létt í markið, De Gea var farinn í hitt hornið.
United setti nokkur kraft í sóknirnar eftir þetta, fyrsta hornið kom á 27. mínútu en það varð auðvitað ekkert úr því frekar en fyrri daginn. Sóknarleikur United var samt mjög máttlaus gegn Chelsea liðið sem spilaði allt mjög aftarlega. Rashford var að reyna að finna pláss og eyddi mestöllum tíma sínum úti á kanti, eins og Lukaku hefði gert ef hann hefði verið inná. United skapaði í raun engin færi nema ef hægt var að kalla það þegar Jones var nálægt því að ná skalla við stöngina eftir góða fyrirgjöf Ashley Young á næstsíðustu mínútu hálfleiksins. Eitt augnablik héldum við að eitthvað gæti veirð að gerast á síðustu sekúndunum þegar þeir fóru hratt upp völlinn en sú von dó þegar Rashford klúðraði boltanum frá sér inni í teig.
En United fór inn í hálfleik einu marki undir og án þess að hafa sýnst líklegt til að að breyta þeirri stöðu.
Mourinho gerði engar breytingar í hálfleik og leikurinn var ekki ósvipaður því sem hann hafði verið í fyrri hálfleik, en United var þó öllu gráðugra í sóknunum og fór að senda betur og hraðar milli leikmanna. Loksins á 63. mínútu kom Alexis Sánchez boltanum í netið, en hann var rangstæður. Courtois varði skalla Jones og Sánchez var rangstæður í skallanum, fylgdi á eftir og setti boltann í netið. Oliver kallaði eftir sjónvarpsdómi og fékk dóminn staðfestan.
United hélt áfram að bæta leikinn, Pogba var farinn að verða mun áhrifameiri og ákveðnari en í fyrri hálfleik. Það var samt Chelsea sem fékk gullið tækifæri í hraðaupphlaupi. Kanté hljóp á vörnina og renndi á Marcos Alonso en hann þurfti að setja boltann á hægri fótinn og skaut beint á De Gea í opnu færi. Í hasarnum á eftir skaut Bakayoko í hendi Young, aftur kallaði Oliver eftir sjónvarpsdómi og sleppti Young, réttilega en maður hefur séð víti á svona.
Í næstu sókn fékk Rashford frábært tækifæri, Jesse stakk inná hann en skot Rashford fór í öxl úthlaupandi Courtois. Þetta var það síðasta sem þeir gerðu í leiknum því skiptingin kom strax á eftir, Rashford og Lingard útaf fyrir Lukaku og Martial. Martial var varla kominn inná þegar hann átti skot í varnarmann sem Courtois hirti. Ef eitthvað var varð þó Chelsea betra eftir þessar skiptingar United og skyndisóknir þeirra voru að skapa hættu á vallarhelmingi United, ef ekki alveg uppi við markið.
Loksins kom svo opið færi hjá United en Paul Pogba skallaði framhjá. Hann var óvaldaður á miðjum teignum eftir horn, skelfilega illa farið þar með gott færi. Þegar fimm mínútur voru eftir kom Juan Mata inná fyrir Phil Jones, síðasta tilraun José Mourinho til að breyta einhverju. Það gerðist ekkert við það, Chelsea skellti Morata og Willian inná og voru öllu betri í uppbótartímanum og sigldu sigrinum auðveldlega í höfn.
Þessi leikur endurspeglaði allt það sem verið hefur að hjá Manchester United undir stjórn José Mourinho. Upplagið í leiknum var ekki nærri nógu sókndjarft og þær sóknir sem voru, voru alltof bitlausar. Fyrri hálfleikur var gjörsamlega gagnslaus hjá liðinu, eins og svo oft áður í vetur, og þá spilið snarbatnaði í seinni hálfleik, vantaði fleiri færi, Mourinho sagði eftir leik að Chelsea hefði verið alltof varnarsinnað, sem var rétt, en United var á engan hátt stillt upp þannig að þeir gætu unnið á þeirri taktík, sem var satt best að segja frekar fyrirsjáanleg. Marcus Rashford var notaður á rangan hátt, Alexis Sánchez sást ekki í seinni hálfleik, Pogba áti spretti en vr alltof slakur þess á milli. Það er galið að árið 2018 séum við að treysta á þessa vörn frá Fergie tímanum og að sjá Ashley Young vera manninn sem átti að gefa fyrir er nóg til að kalla fram heilablóðfall í hraustasta fólki. Anthony Martial ætti að vera að berjast fyrir framtíð sinni hjá United, en innkoma hans í dag vr hroðalega slök, nær allar ákvarðanir hans með boltann voru út i hött. Ég get ekki grátið brottför hans ef þetta er spilið sem hann ætlar að sýna næsta vetur. Að öllu því sögðu var það seamt Eden Hazard sem var stærsti munurinn á liðunum, maður sem var með meiri tækni, leikni og kraft en nokkur í United, leikmaður sem sýndi það sem United á að krefjast þess að Alexis Sánchez sýni.
Ný tekur við versti tími ársins, hann byrjar á því að við veltum okkur upp úr því sem úrskeiðis hefur farið (uppgjörshlaðvarp verður vonandi tekið upp á morgun) og síðan verða allir og amma þeirra orðuð við United næstu vikur.
En ég hef sagt það áður, mun segja það aftur í uppgjörinu og segi það núna: Það er ekki hægt að reka José.
Ef þið getið bent mér á stjóra sem er treystandi til að skila titlum OG spila skemmtilegan fótbolta OG kunna að kaupa dýrustu leikmenn í heimi OG láta þá síðarnefndu passa inn í liðið þá væri ég til í persónulega að sparka Mourinho útaf Carrington í kvöld.
En eins og staðan er í dag þá er enginn slíkur á lausu. Og það er svolítið sárt.
Bjarni says
Stórt geisp.
Helgi P says
ömurlegur leikur og hvað sgeði hjá Móra og Bailly afhverju er hann ekki að nota besta varnamaninn okkar
Turninn Pallister says
Jæja, best að segja upp vinnunni, flytja úr hverfinu og kaupa sér nælonsokk til að ganga með á hausnum þetta sumarið…
Bjarni says
Gleðilegt sumar utd fólk, óþarfi að svekkja sig á þessum úrslitum. Það styttist í næsta tímabil⚽ Leikurinn í dag var ekkert öðruvísi en flestir leikirnir í vetur, bara spilaður annar hálfleikurinn. Þurfum nútíma leikmenn í vörnina strax sem hægt er að treysta á með boltann.
Jói says
Móri búinn að vinna eina bikarinn sem hann vinnur með Manchester.
gummi says
við þurfum bara nýjan stjóra og það strax það þiðir ekkert að versla bara og versla ef við erum með stjóra sem nennir ekki að spila fótbolta bara hundleðinnlegar varnarbolta sem hann er ekki einu sinni lengur góður í
DMS says
Sá eini sem ég myndi vilja í stað Mourinho er Pochettino en hann er ekkert að fara frá Spurs fyrir aðra en Barcelona, PSG eða Real Madrid.
Mér finnst fullreynt að hafa Smalling og Jones sem okkar fyrsta miðvarðarpar. Skil reyndar ekki að Jones hafi verið valinn á World Cup fram yfir Smalling.
Það vantar allt flæði í spilið hjá okkur. Menn eru of lengi að færa boltann á milli manna og alltof lítil hreyfing án bolta.
Ingó Magg says
Þetta er búið að vera alveg sérlega lélegt í vetur! Ekki nóg með það að fá ekki bikar heldur er spilamennskan hjá liðinu fyrir neðan allar hellur. Maður bara getur þetta ekki lengur, áður en ég settist niður að horfa á leikinn þá grunaði mig að þetta myndi gerast. Alltof bit laust og hálf ganglaust fyrriháfleikur og seinni hálfleikur bara meira af því sama. Það sem svíður mest fyrir utan spila mennskuna hjá mínum mönnum er Liverpool er að fara spila í úrslitum í meistardeildinni og ég er hættur að horfa á fótbolta ef þeir vinna!!! Afhverju getum við ekki fengið mann eins og Klopp til þess að koma til okkar. Jafnvel þótt við myndum tapa þá var amk gaman að horfa á leikinn…
Björn Friðgeir says
Ummæli sem líktu þessu keppnistímabili við dauða 8 leikmanna og 15 annara voru falin.
Ummælandi er beðinn um að skrifa þau aftur án viðbjóðslegrar heimsku.
DMS says
Nú talar Móri um að það hafi verið erfitt að sækja gegn Chelsea því þeir voru alltaf með 9 menn á bak við boltann og við ekki með Fellaini eða Lukaku. Eigum við í alvöru engin önnur svör en Fellaini og Lukaku gegn því?
Ég get vissulega tekið undir það að við söknuðum að hafa Lukaku í formi í þessum leik en fjandinn hafi það, við eigum að geta átt fleiri en eitt plan til að skapa og skora mörk.
Á meðan vörumerkið Man Utd stórgræðir peninga virðast mennirnir sem stýra á bak við tjöldin sáttir.
Það hljóta að vera einhverjar hreinsanir í sumar. Ef við gefum okkur það að Móri verði áfram þá hljóta menn eins og Shaw, Blind, Martial o.fl. að róa á önnur mið og ný andlit að bætast í hópinn. Silly season is about to begin…
Hjörtur says
Það er einkennilegt að Móri virðist bara einblína á tvo leikmenn í þessu liði það eru Felli og Luki maður ímyndar sér að hitt sé eitthvert bölvað rusl. Eitthvað verður að gerast hjá þessu liði og það stórt fyrir næstu leiktíð, þannig að liðið fari að sýna skemmtilegri fótbolta og skora fleiri mörk í leikjum.
Herbert says
Held að það séu allar líkur á að Mourinho verði stjóri liðsins á næsta tímabili. Það sem ég tel að þurfi að gera er að styrkja miðju og vörn. Okkur vantar miklu stöðugri frammistöður þar. Kaupa einn öflugann til að hafa með pogba og matic. Herrera verður aldrei meira en varamaður hjá united. Svo þarf að taka til í þessari vörn. Synd að fá ekki fleiri stoðsendingar frá bakvörðum sem eru svona sóknarsinnaðir.
Tvo nýja bakverði. Og einn nýjann hafsent. Selja blind, fellaini, rojo og jones/smalling. Hef fulla trú á sanchez og lukaku. Martial hefur helling af hæfileikum og Rashford líka. Vill ekki sjá þá selda. Allt í lagi að lána þá til að koma þeim í gang og til að þeir spili reglulega. Hef haft gaman af að sjá hversu vel sanchez og mata ná saman.
Cantona no 7 says
Stjórn klúbbsins virðist vera týnd hjá okkur og engin stemmning í gangi.
Menn verða að vakna og sýna smá lit.
Það er ekki flaggað lengur á Spot o,fl.
Man. Utd. klúbburinn á betra skilið.
Vaknið allir STRAX.
G G M U
Robbi Mich says
Er ekki Benitez á lausu? :-D
gummi says
það er bara allt skári en Móri þegar hann hættir hjá okkur þá verður þetta lið með einga unga og efnilega leikmenn því hann getur ekki unnið með þeim núna erum við að fara sjá Klopp og Liverpool taka fram úr okkur í titlum á næstu árum
Gísli G. says
Það er alltaf fúlt að tapa, ekki síst svona leikjum OG við eigum að vera fúlir að tapa, leikmenn eiga að vera fúlir þegar þeir tapa, stjórinn og eigendur náttúrulega líka. Það eiga allir að vera dýrvitlausir eftir þetta tap og vilja gera betur.
Ég held hinsvegar að lausnin sé ekki að skipta um stjóra núna. Það eru framfarir frá síðasta tímabili en ekki nægilega miklar. Það þarf sérstaklega að skerpa sóknarleikinn og stoppa í göt víða. Við söknuðum Lukaku mikið í gær en það þarf meira með honum.
Ég er ekki nægilega ánægður með Alexis. Hann hefur átt einn og einn góðan leik en í gær var hann alveg týndur.
Vörnin er líklega veikasti hlekkur liðsins í dag. Við höfum Bailly en svo varla mikið meira.
Við þurfum hinsvegar að styrkja hópinn. Það eru alltof margir í hópnum sem eru ekki nógu góðir til að vera í United. Það er bara þannig.
Ég nefni Mata, Jones, Blind, Fellaini, Darmian. Young getur ekki verið í vinstri bakverðinum mikið lengur og Valencia… já því miður hann er farinn að dala; kom ekki mikið út úr honum í leiknum í gær, spilaði boltanum of mikið aftur og reyndi of lítið. Valencia hefur verið í uppáhaldi hjá mér í gegnum tíðina en þetta er harður heimur þegar aldurinn færist yfir þá þarf nýtt blóð. Þá set ég pínulítið spurningarmerki við Martial. Finnst hann oft góður en það vantar eitthvað upp á hugarfarið hjá honum.
En núna er ég að verða búinn að telja upp allt liðið svo það er best að hætta hér EN ég held við þurfum að kaupa 4-5 góða leikmenn í sumar til að eiga möguleika á að vinna titla næsta tímabil.
United kveðjur.
Björn Friðgeir says
Þetta er það sem skynsemin segir, Gísli. Innkaup og hreinsun í sumar, og svo þarf árangur næsta vetur.
Karl Garðars says
Sammála Gísli og Björn.
Munið þið fyrir nokkrum árum þegar liðinu var líkt við mynd af bíl þar sem framendinn var sportbíll og miðjan fjölskyldubíll? Við erum ennþá að spila mikilvægustu leikina okkar með sama andsk. skrjóðinn aftast nema hvað, hann er orðinn 3 árum eldri!!
Elsku Phil Jones minn sem ég hef alla tíð haft trú á að myndi blómstra klikkaði herfilega í gær. Hann, Smalling og Rojo eiga í skásta falli að vera varaskeifur hjá okkur. Það er erfitt að móta sér skoðun á Bailly og Lindelof því þeir hafa sáralítið spilað.
Ég nenni ekki að tala um þessa bakverði, örugglega manna flottastur í klefanum en allur heimsins varalitur myndi ekki laga þetta svín. Þetta verða aldrei nothæfir bakverðir í meistaraliði og það þarf ekkert að ræða það frekar.
Spurning fyrir næsta pokast. Ef við lítum í fullri alvöru á alla varnarmenn sem við eigum og tökum af okkur United gleraugun. Hverjir eru nothæfir í byrjunarlið í svona leik, hversu margir squad playerar og hverjir eru bara hreinlega ekki á United kaliberi?
Við vitum að Leicester vann deildina með álíka vörn en þar voru alvöru Gladiatorar sem börðust til síðasta blóðdropa, Huth og Morgan, ljónharðir andskotar sem maður myndi ekki vilja mæta um miðja nótt í dimmu húsasundi. Það þarf Vidic/Stam týpu þarna með Bailly ekki einhverja breska veimiltítu.
Tòmas says
Fannst þetta ekki afleitt ì gær. Fyrir utan mörk (sem skipta öllu) fannst mér við betri aðilinn. Þessir leikir ràðast oft à litlum atriðum. Atvik sem skiptu miklu màli:
Pogba à að skora frìr skalli, enginn truflun.
Rashford à að gera betur. Fèkk tvö hàlf færi.
Jones klikkar illilega. Smalling og Jones geta verið hörku miðverðir en eru ekki nògu consistent.
Maður er nàttùrulega ekki sàttur með tìmabilið. Hvorki àràngur né spilamennsku. Sòknaruppbygging er hæg, vantar tvo taktfasta miðjumenn, og svo nàttùrulega bakverði.
Held samt að það verði að gefa Mòra eitt tìmabil ì viðbòt.
Karl Garðars says
Ég styð Mourinho þetta sumar og næstu leiktíð en að því gefnu að hann skili okkur nothæfri vörn fyrir næsta haust.