Maggi, Tryggvi og Björn settust niður og gerðum upp tapið í úrslitum FA-bikarsins gegn Chelsea. Við ræddum líka allskonar slúður og þá aðallega hverjir eru líklegastir til að fara. Meistari Michael Carrick var kvaddur og við ræddum Anderson Talisca meira en sumum okkar langaði til.
Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér fyrir ofan auk þess sem hægt er að hala honum niður í gegnum spilarann eða hér að neðan. Jafnframt má gerast áskrifandi að þættinum í gegnum ýmis podkast-forrit:
Gerast áskrifandi í iTunes
Gerast áskrifandi í öðrum forritum
MP3 niðurhal: 53. þáttur
gummi says
þessar framistöður lagast ekki með Móra sem stjóra
Karl Garðars says
Takk fyrir podcastið.
Þar sem ég hafði aldrei séð neitt af Talisca þá tók ég létt youtube session með honum og eftir 3 myndbönd af plain deja vu fíling þá mundi ég loksins hvar ég hafði séð þetta áður. Þetta voru merkilega keimlíkir taktar og meistari Bebe sýndi á youtube um árið, hvað gæti eiginlega klikkað?
Allt þetta minnti mig svo á það af hverju ég var hættur að youtuba leikmenn og draga ályktanir út frá því.
Hann virkar hávaxinn og öflugur og virðist geta brúkað vinstri og hægri. Hann virtist framarlega á meðal jafningja (í Tyrklandi).
Ég verð að viðurkenna að ég er aðeins spenntur fyrir Djibril Sidibé og auðvitað SMS.
Við myndum svo án efa finna góð not fyrir Dembele á brunaútsölu þegar Barca verða búnir að losa okkur við þennan andsetna egypska fjára frá Merseyside. Maður má nú láta sig dreyma aðeins..
Svo myndi maður ekkert segja nei við því að fá vikulegt 93mínútna silly season podcast frá ykkur til að stytta biðina 😁
Cantona no 7 says
Mourinho verður áfram.
G G M U
Björn Friðgeir says
Alderweireld, Sidibé, Alex Sandro og Fred koma inn næstu vikuna. Gott mál.