Fyrsti æfingaleikur Bandaríkjaferðarinnar var í nótt en um ferðina og fleira var farið yfir í síðustu færslu. Ritstjórn svaf öll svefni hinna réttlátu en samkvæmt fréttum var þetta þokkalegt jafntefli.
Byrjunarliðið leit svona út
Varamenn voru:
- Joel Pereira fyrir Lee Grant, 46. mín.
- Fosu-Mensah fyrir Valencia, 46. mín.
- Tahith Chong fyrir Martial, 60. mín.
- Darmian fyrir Demetri Mitchell, 60. mín.
- Mason Greenwood fyrir Shaw, 76. mín.
- Axel Tuanzebe fyrir McTominay 87. mín.
- Angel Gomes fyrir Mata 87. mín.
Club América skoraði fyrra markið í leiknum með skalla á 59. mínútu, Bailly og Smalling skildu of mikið pláss eftir þar, en Juan Mata jafnaði seint í leiknum, Tahith Chong með fína fyrirgjöf sem Herrera skallaði í stöng og Mata kláraði.
<vídeóið því miður horfið…>
Helstu fréttir úr leiknum samkvæmt miðlum voru að Tahith Chong stóð sig mjög vel. Mourinho telur samt ekki að þess 18 ára Hollendingur sé tilbúinn í aðalliðið en talaði eftir leikinn um aðhann myndi æfa með aðalliðinu þegar tækifæri gæfust í vetur. Lee Grant var sterkur í markinu í fyrri hálfleik og Luke Shaw átti góðan leik, síðast á vinstri kanti eftir að Darmian kom inn á.
Martial var víst ekkert sérlega sannfærandi og síðasta hálftímann var Mata í hlutverki fremsta sóknarmanns.
Það verður að minnast á að Mason Greenwood sem er aðeins 16 ára fékk þarna kortér, en sýndi lítið.
Róleg byrjun á undirbúningstímabilinu og enn vantar nokkra leikmenn sem verða vonandi komnir fyrir fyrsta leik í deild.
Auðunn says
Þetta er ekki orðið hægt lengur með þennan mann.
Mikið djöfull á hann bágt.
Hann er beinlínis að segja að liðið sem hann er með sé drasl.
Þessi maður er nú endanlega búinn að gera langt upp á bak.
Burt með hann strax!
https://m.fotbolti.net/news/21-07-2018/mourinho-varar-vid-storum-topum-naestu-vikur
Gummi says
Þessi maður er bara hálfviti og það er bara ògeðslegt að vita til þess að við séum að fara innì þetta mót með Mòra sem stjòra
Karl Garðars says
Sé að menn eru mættir í nýtt mót með jákvæðnina að vopni að vanda..
Horfðuð þið á leikinn strákar? Hafið þið ekki eitthvað um leikinn að segja og ungu strákana sem fengu tækifæri til að láta ljós sitt skína, í stað þess að jarma yfir stjóranum?
Kjörstaða hefði verið að hafa fleiri aðal liðsmenn en það stendur nú til bóta með tilkoma Matic, De Gea, Alexis og Fred.
Mér fannst Pereira góður, varðist mjög vel og var direct og hraður í sendingum sínum. Það skyldi þó aldrei vera að hann myndi stíga upp núna og jafnvel fosu mensah ásamt Tuanzebe.
Chong kom skemmtilega sterkur inn en hann þyrfti líklega enn 1 ár af kjöti. Hann gæti alveg leikið hlutverk á leiktíðinni ef við náum ekki frambærilegum hægri vængmanni inn í glugganum.
Hlakka alla vega mjög til að sjá meira af honum, Mitchell, Greenwood og Gomes.
Vörnin var ekki mikið að heilla og Martial vantaði sárlega aðstoð uppi. Ég er að vísu ekkert sérstaklega viss um að Martial hefði gefið boltann ef tækifærin hefðu gefist. Hann átti mjög flotta spretti en virðist alltaf vera að reyna of mikið.
Góður upphitunarleikur.
Karl Garðars says
Alexis – Martial – Chong
Þetta verður áhugavert!
Rúnar Þór says
eru menn á síðunni að sofna? eða ekki byrjaðir fyrir komandi leiktíð? Allavega það var leikur áðan
A Pereira er að heilla mig!
En guð ég hef áhyggjur af sóknarleiknum fyrir komandi leiktíð! 😨😨
Vonandi getur Carrick + einhverjir nýjir leikmenn breytt hlutunum því Móri virðist ekki vera með sóknarplan í þjálfarahausnum sínum sem er stórfurðulegt!
Karl Garðars says
Sammála með Pereira. Búinn að vera hrikalega flottur varnar og sóknarlega í báðum leikjum. Sendingarnar, áræðni og einnar snertingarbolti. Okkar besti maður
Kemur sóknarleikurinn ekki bara með þessu liði?
Lukaku
Alexis – pogba – lingard
Pereira – fred/Matic
Shaw – Bailly – ? – Valencia/Dalot
Vonandi verður spurningarmerkið fosu mensah frekar en smalling eða Jones.
Gummi says
Sóknarleikurinn var nú ekkert sérstakur með þessa leikmenn í fyrra
Karl Garðars says
Lingard er búinn að vera vaxandi, Alexis virkar í fantaformi og mér finnst eins og Pereira hafi þetta element sem hafi vantað í fyrra til að starta sóknum og frelsa Pogba.
Stungurnar og krossarnir sem hann er að sýna eiga eftir að henta okkur vel til að sprengja upp varnir. Svo er hann grjótharður varnarlega, eitthvað sem maður hafði ekki séð áður í hans leik.
Martial og Herrera hafa ekki verið að heilla mig í þessum leikjum og það verður allt annað í gangi þegar Pogba, Lukaku og Lingard koma inn.
smd says
Tek undir með Pereira, hann virkar flottur og hefur greinilega haft gott af láninu á síðustu leiktíð. Var hann ekki fastamaður hjá Valencia? Held hann verði fín viðbót við hópinn fyrir komandi season.
En tek undir með Martial. Mér finnst vanta allt bit í hann, sérstaklega þegar hann er settur á toppinn. Það er eins og hann sé hálf áhugalaus. Mér finnst við ekki getað beðið mikið lengur með að hann springi út. Hann tekur rispur af og til en er svo farþegi löngum stundum.
En þessi leikur í gærkvöldi var líka frekar slappur. Lítið að gerast og ef eitthvað er þá áttu San Jose betri færi. Grant varði tvisvar vel í seinni hálfleik og sláin bjargaði okkur einu sinni.
gummi says
það eina sem Móri hefur gert síðan hann kom er að drúlla yfir leikmennina þetta verður versta tímabilið síðan Ferguson hætti
Björn Friðgeir says
Síðasta tímabil var einmitt þa besta síðan Fergie hætti! (fyrir utan Sevilla…)