Lið United leit svona út, Anthony Martial er farinn til Parísar til að vera viðstaddur fæðingu barns síns og Alexis Sánchez var fremstur, með Mata rétt við hlið og aftar. Matteo Darmian var fyrirliði gegn liðinu sem hann hóf ferilinn með.
Joel Pereira kom inná fyrir Grant í hálfleik, Tim Fosu-Mensah fyrir Shaw um miðjan seinni hálfleik og Ethan Hamilton fyrir Mata undir lokin.
United byrjaði nokkuð vel og Sánchez skoraði eftir 12 mínútur. Juan Mata gaf frábæra stungusendingu inn á hann og Sánchez skoraði vel í fjær.
Milan jafnaði næsr strax, löng sending, Tuanzebe lét Suso fara frá sér, aftur fyrir Smalling og Bailly sem voru alveg sofandi og Suso skoraði örugglega.
United lék síðan þó nokkur betur í leiknum og Sánchez var kraftmikill sem fremsti maður. Hann var næstum búinn að skora beint úr horni og Juan Mata reyndar líka, þar sem donnarumma var alltaf mjög framarlega þegar hornin voru tekin.
Besta færið var samt líklega skot Milan í stöng í seinni hálfleiknum eftir að vörn united var aftur illa á verði.
Leikurinn fór síðan í vítakeppni og þurfti 13 víti til fyrir hvort lið áður en Kessie vippaði yfir í skelfilegu víti. Joel Pereira varði fjögur víti mjög vel, og hefði getað tryggt sigurinn úr fimmta víti United, en lét Pepe Reina verja frá sér.
Maður leiksins var valinn Ander Herrera en Alexis og Andreas voru betri að mínu mati. Leikurinn var fínn æfingaleikur til að koma leikmönnum í stand en það verður að segjast að áhyggjurnar eru helst af Bailly og Smalling sem munu þurfa að leika miklu betur.
Skildu eftir svar