Maggi, Friðrik, Björn og Halldór settust niður og fóru yfir sumargluggann og slúður, nýtt kvennalið Manchester United, HM í knattspyrnu, tókum stöðuna á José Mourinho. Tvær tilkynningar eru í þættinum og sú seinni í lok þátttar.
Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér fyrir ofan auk þess sem hægt er að hala honum niður í gegnum spilarann eða hér að neðan. Jafnframt má gerast áskrifandi að þættinum í gegnum ýmis podkast-forrit:
Gerast áskrifandi í iTunes
Gerast áskrifandi í öðrum forritum
MP3 niðurhal: 55. þáttur
gummi says
við verðum bara láta greyið Martial fara fyrst að Móri verður þarna áfram
Karl Garðars says
Takk fyrir gott podkast. Líst vel á niðurlagið.
Martial fer ekki neitt og leggur góðan grunn að næsta tímabili þar sem hann springur út sem einn besti leikmaður deildarinnar í meistaraliði Manchester United og Jose Mourinho. Þið lásuð það fyrst hér.
GunnarH says
Eðlilegt fólk lætur yfirmann alltaf vita ef það getur ekki mætt í vinnuna.
Það verða fá lið sem vilja kaupa leikmann eins og Martial ef hann lærir ekki að hegða sér og nær ekki að sýna jákvæðan baráttuanda! Það er ekki nóg að vera leikinn og fljótur ef hugarfarið er vonlaust. Það nær enginn að virkja hæfileikana án þess að gefa allt í alla leiki og í hverja æfingu!
Hugarfarið hefur vantað bæði í Martial og Shaw…. Þetta verður veturinn sem þeír stíga upp í sjálfvorkuninni og verða Okkar menn!
Gunnar
Sigurjón Arthur says
http://www.skysports.com/football/news/11095/11461951/manchester-united-lack-identity-under-jose-mourinho-raphael-honigstein-says
Smá pæling v/ Jose og Woodward ?
Helgi P says
Móri virðist strax vera búinn að gefast upp áður en deildin byrjar
Bjarni says
Hef á tilfinningunni að þetta sé byrjunin á einhverju svakalegasta tímabili síðustu ára hjá UTD. Liðið blómstrar ekki á undirbúningstímabilinu það er staðreynd, en það getur samt klórað sig upp úr þessu og unnið einn og einn leik í vetur. Hef fulla trú á því en til þess þarf að skjóta að marki og helst hitta rammann, væri fínt. Tölfræði vinnur ekki leiki en sýnir samt svart á hvítu hvernig leikurinn þróaðist og spilaðist. Hún var léleg í kvöld og þá gef ég mér að leikmenn hafi verið lélegir og stjórinn jafnvel annars hugar um væntanleg leikmannakaup eða bara í mórískri fýlu. Eitthvað svakalegt mun gerast hjá liðinu áður en mánuðurinn er allur.
kjartan n says
Móri out
gummi says
þessi andskotans þjálfari okkar þorir ekki einu sinni að spila smá soknarbolta í æfinga leikjum við erum fuck með þennan mann sem stjóra
Timbo says
Úff… Liðið er fast í handbremsu. Ef að leikmennirnir skynja ekki að þetta er ekki boðleg spilamennska þá eru þeir annað hvort að blekkja sig, eða þeir eru einfaldlega ekki nægilega góðir, sem þeir eru ekki að mínu mati.
City og Liverpool eru í algjörum sérflokki, eins sárt og það er… en bleep it United hjartað slær alveg jafn fast þrátt fyrir það.
Helgi P says
Það er ekki eftir að skipta neinu máli hverjir koma til okkar ef maður getur ekki breti um taktík það er alltaf pakkað í vörn sama hvað
Karl Garðars says
Dramadrottningarnar hafa greinilega ákveðið að vera heima þessa versló.
Þetta var fínn ÆFINGALEIKUR gegn mjög sterku liði (þeir voru með fullskipað lið að frátöldum einum leikmanni að mér heyrðist). Ég man ekki eftir einum þægilegum leik á móti BM og hef aldrei litið á Manchester United sem betra lið en Bayern Munchen. Kannski jafngott en ekki betra. Allt annað hjal eru kjánalegir football manager draumar.
– Okkar menn voru að eiga fína spretti.
– Vörnin mjög flott fyrir utan eitt klúður í föstu leikatriði þar sem Herrera var jarðaður.
– Við eigum eðlilega mikið inni sóknarlega með tilkomu Pogba, Matic og Lukaku.
– Þetta var líka fyrsti leikur hjá nýju 10-nni okkar og Martial mun koma sterkur inn.
– Fred er að koma manni á óvart. Virðast ætla að vera ágætis kaup.
– Enn einn fíni leikurinn hjá Pereira.
– Kjúklingarnir áttu allir fína innkomu á móti stjörnum prýddu liði Bayern.
– Að hafa Bailly í teignum er eins og að vera með 2 markverði.
– Mourinho hrósaði leikmönnum í lok leiks eins og hann gerir svo oft en þær fyrirsagnir selja hvorki blöð né fóðra neikvæðnisdýrið hjá glasið hálftómt svarthöfðunum sem hafa hvort sem er allt á hornum sér.
Það var heill haugur af jákvæðum punktum og að þeir sem geta ekki alla vega týnt fram einn ljósan punkt úr þessum leik eru ekki sannir stuðningsmenn.
Btw. Sammála Timbo með United hjartað og city, en hvað gera púðlurnar ef það vantar salah og Mane?
Karl Garðars says
Gleymdi Lingard ffs! Biðst velvirðingar.
Gummi says
Sælir fótboltafélagar!
Hef fylgt með þessari síðu í þónokkurntíma og finnst gaman að hlusta á ykkar skoðanir.
Þetta Móra dæmi er alveg einstakt… Enda the Special One.
Ég þoli ekki manninn og hef gert gert í mörg ár.
Skil ég aðdáendur Man.Utd vel þegar þeir segjast ekki vera sáttir við manninn, og það er meira að segja hægt að týna til fullt af ástæðum. Það er ekkert ein ástæða sem sameinar alla á móti honum… Þó líklega er það helst hvernig hann leggur upp spilamennskuna.
Málið með það er að þetta virkaði hjá honum í mörg ár…. ( Og það var þannig að þegar það komu stjórar í enska og ætluðu að vinna deildina með sóknarbolta þá mistókst það venjulega, og endaði Jose oftar en ekki sem sigurvegari með sinn „skemmtilega bolta“ á móti sókndjarfari liðunum.
Hinsvegar í dag eru bara breyttir tímar… Komnir betri stjórar sem kunna að spila sóknarbolta og hafa náð árangri með liðum á síðustu árum. Og hafa fengið fjármagn til að hjálpa sér við það. (Man. City og Liverpool, (sjáum hvert Chelsea stefnir svo á leiktíðinni)
Mín skoðun er sú að Móri á ekki heima hjá Man.Utd útaf boltanum sem hann spilar… Það bara passar ekki í sömu setningu að segja Man. Utd og Móraboltinn…
Ferguson var ekkert jafn sókndjarfur og Guardiola og Klopp… en hann hinsvegar vissi nkl hvernig taktík átti að spila á móti liðunum… og breytti milli leikja og í leikjum…. Ef sú staða kom upp að liðið var undir 2 – 0 í hálfleik þá var bókstaflega enginn farinn á taugum að leikurinn væri í hættu….. Meira að segja aðdáendur annarra liða vissu að liðið kæmi til baka og ynni leikinn..
Ég þoldi ekki Ferguson………. Ég er Liverpool maður (Ástæðan fyrir að ég þoldi hann ekki var öfund öfund og ÖFUND!) Ég vissi það ekki þá….en núna eftir að árin hafa liðið…. Ég ber MIKLA virðingu fyrir honum í dag og það sem hann gerði! Hann gerði stórkostlega hluti með lið Man.Utd.
Það kemur aldrei annar eins maður í boltann aftur!
Tókst alltaf að smíða saman LIÐ! Jafnvel þó það væri ekkert allir bestu leikmennirnir í öllum stöðum….skipti bara engu máli…. FRÁBÆR! (Kominn aðeins út fyrir topicið hjá mér)
Vandamálið í dag…
Fyrsta lagi er Man.Utd þannig stórlið að þeir eiga að hafa Stjóra sem nær árangri og spilar sóknarbolta. (Krafan í dag)
Móri hefur alltaf viljað kaupa menn sem eru bestir… (ekki sem verða bestir í framtíðinni) og jafnvel 27+ Það hefur virkað hjá honum…. gert góð kaup….. góðir strax…. gallinn er hinsvegar sá núna…. að verðmarkaðurinn hefur stökkbreyst…….
Það þýðir lítið að væla yfir því… því hann á sjálfur sökina á því að það hefur hækkað..
En núna virðist sem stjórnendur/eigendur séu farnir að spyrja sig spurninga að kaupa „gamla“ leikmenn á OFURVERÐI sem þeir svo fá lítið fyrir þegar þeir eru farnir að dala…. En samt þarf að kaupa fleiri 27+ fyrir hina eldri.. Viðskiptamódelslega er þetta ekki gott. Tala nú ekki um þegar titlarnir koma ekki eins og síðasta ár….
Utan frá virkar þetta eins og stjórnendur séu ekki alveg vissir um stöðu Móra….
Ég persónulega myndi spyrja mig spurninga áður en ég læt Móra fá óútfylltan checka til að kaupa EF ég er ekki viss um stuðning minn í hans garð…… ( Er ég að fara láta hann fara ? )
En ef ég ætla að halda mig við hann þá auðvitað styð ég hann og kaupi það sem hann þarf….
Þarna virkar eins og sé einhver efi….
Ef það er rétt að Ed og Móri hafa ekki talast við í 17 daga eða hvað sem það nú var…..
Þá er nú eitthvað meira en lítið að…..
Það er hægt að tala um svo margt….en ætla að láta staðar numið núna…
En ef hann verður látinn fara… þá þarf auðvitað að vera búinn að plana staðgengil..
Og það þarf auðvitað að vera NAFN…..Kominn tími til…
Það er það versta kannski fyrir ykkur….það er ekkert biðröð eftir heimsklassa þjálfurum við dyrnar…
En það er sko margt betra en Móri…
Einn góður yfirmaður sagði um starfsfólk…
Ef þú ert leiðinlegur þá verðurðu að vera langduglegastur í vinnunni…..
Ef þú ert latur í vinnunni…þá verðurðu að vera langskemmtilegastur í vinnunni…
Þá er hægt að umbera þig..
Fyrir mér þarf hann því að fara…. leiðinlegur á allan hátt.
Skrifa hérna bara sem Fótboltaáhugamaður. Mikinn áhuga á boltanum hvort sem það er mitt lið eða ykkar.
En það er einhver sem þekkir leiðinlegan bolta að horfa á þá er það Liverpool maður… því við höfum haft marga varnarboltaþjálfara síðustu árin.
Kloppboltinn er auðvitað bara þvílíkt stökk… og get ég ímyndað ykkur erfitt að horfa á og skemmta ykkur yfir..
En þessvegna skil ég ykkur mjög vel með Móraboltanum..
en þetta er ekki klúbbnum ykkar samboðið!
Bæði Man.Utd og Liverpool eiga að vera berjast um toppsætið!
Haldið áfram með podcöstin :)
Kveðja Gummi
Robbi Mich says
Vikulegt podcast?!
Ég veit ekki hvort ég er spenntari fyrir hinu vikulega podkasti eða því vikulega með konunni og vil ekki lýsa neinu opinberlega hér yfir en teljið mig sáttan!
Audunn says
Það er gaman að sjá þegar minnihluta klappstýrur Mourinho eru farnir að kalla þá sem ekki eru hryfnir af honum dramadrottningar, neikvæðisdýr og hálftóma svarthöfða.
Þetta eru nú bæði flottar kveðjur og ansi hreint málefnilegt eða þannig.
Það mætti spyrja þessa sömu menn á hvað þeir eru búnir að vera að horfa á undanfarið eða hvort þeir hafi yfir höfuð verið að horfa á eitthvað annað en nektarmyndir af Mourinho?
Allavega ef dæma má af þeirra málfluttning þá hafa þeir ekki verið að horfa á Man.Utd spila fótbolta upp á síðkastið né hlusta á stjóra þeirra koma fram á blaðamannafundum.
Karl Garðars.
það er engin frétt að stjórar hrósi sínum leikmönnum og því er það ekki fyrirsögn.
Það er hinsvegar frétt þegar stjorar koma fram og segjast að þeir myndu ekki borga sig inn til að sjá liðið sem þeir stýra, eða að það sé ekki til mikils að vænta því það er svo lélegt.
Þetta eru nú engin geymvísindi.
Reyndar fer þetta að snúast við hjá Móra á þann hátt að þegar kemur eitthvað jákvætt upp úr þessum trúð þá verður það frétt. Ekki þetta neikvæða og leiðindarbull í garð allra annara en hans sjálfan.
Og að kalla aðra ekki sanna stuðningsmenn eru nú bæði hlægilegt og barnalegt.
Er þetta nú allur málfluttningurinn?
Ef þið sjáið ekki einn ljósan punkt hjá Móra þá eru þið ekki alvöru stuðningsmenn?
Ég horfði á eitthvað brot úr þessum leik.
United átti ekki eitt skot á markið.. Ekki eitt.
Fengu eitt horn
Voru 28% með boltann
Lágu 10 rétt fyrir framan og við sinn eigin vítateig umþb 70% af leiknum.
Þetta var nú öll frammistaða liðsins í æfingarleik fyrir mót.
Og þeir sem voga sér að gagnrýna þessa „flottu“ frammistöðu liðs Manchester United eru bara hálfvitar, ekki stuðningsmenn og hafa ekki rass vit á þessu.
Það sem ég sé jákvætt út úr þessu er að United tapaði ekki stærra.
Spáðu nú í því að United skuli vera á þeim stað í dag undir Móra..
Að ljósið sé það að liðið tapi ekki stærra?
Við erum að tala um Manchester United en ekki Hull City .
Og þótt Bayern hafi verið með færri unga leikmenn þá er spilamennska United ekki því að kenna.
United spilar alltaf svona undir núverandi stjóra, það pakkar í vörn og dúndrar boltanum fram.
Þetta er nú öll taktík liðsins, skiptir engu hverjir eru í liðinu og hverjir ekki.
Ég veit hvað Liverpool gerir EKKI þegar það vantar Salah og Mane.
þeir leggjast ekki ALLIR í vörn.. Það gerir Klopp ALDREI sama hvaða lið er að spila.
Það er bara ekki hans taktík né býður hann stuðningsmönnum Liverpool upp á þann skít.
Guardiola gerir það heldur ALDREI.
United var nú með eldra lið í síðari hálfleik á móti Liverpool um daginn en voru gjörsamlega á hælunum enda átti Móri ekkert svar við taktík Liverpool. Ekkert svar annað en að liggja í vörn .
Liverpool, City, Arsenal, Spurs ofl ofl ofl reyna ALLTAF að spila fótbolta.. ALLTAF samam hvort þau vinni, geri jafntefli eða tapi.
Karl Garðars says
Ekki það að ég nenni að leggjast á þetta plan en nú ertu farinn að draga andskoti miklar ályktanir Auðunn. Glasið hálftómt þýðir ekki að það sé verið að kalla menn hálftóma.
Allir og hundarnir þeirra vita að þú þolir ekki Mourinho. Þú og fleiri þurfið því ekki að láta okkur hin sem lesa þessa síðu vita af því frá degi til dags með uppnefnum og dramaköstum. Við vitum það.
Þú ert eldri en tvævetur og hefur því séð tímana tvenna hjá liðinu okkar og átt að vita að það hefur ekki alltaf verið rjómi og smjör í kringum liðið.
Þú ert líka eldri en svo að vera að leggja öðru fólki orð í munn þó svo að það sé ekki sammála þér. Það kallaði enginn neinn hálfvita né sagði að aðrir hefðu ekki vit á hlutunum. Bara mismunandi skoðanir á mismálefnalegan hátt.
Ég persónulega vil kalla eftir uppbyggilegri rökum, tilvitnanir, hvern viljið þið frekar í stólinn, er sá á lausu. Kannski fyrst og fremst komið með eitthvað jákvætt inn í umræðuna svo það sé mark takandi á ykkur. Tímabilið er ekki einu sinni byrjað.
Ég horfði á alla leikina á æfingatímabilinu. Ég sá heilan haug af jákvæðum punktum og þetta á bara eftir að batna þegar liðið er fullskipað.
Helgi P says
zidane er nú á lausu ég tel hann 1000 sinnum metri en móri
Karl Garðars says
Það má deila um það en góður punktur engu að síður :)
Audunn says
Nei það er svo sannarlega ekkert leyndarmál að ég þoli ekki Mourinho.
Mér þykir vænna um Manchester United en það að leyfa þeim manni að stunda þetta skemmdarverk á klúbbnum sem hann er að stunda, bæði innan sem utan vallar.
Mér svíður í hjartað þegar hann ausar úr reiðiskál sinni yfir stuðningsmenn og leikmenn liðsins. En ef hann væri að standa sig á öðrum sviðum og United að spila glæsilega knattspyrnu sem við gætum öll verið afar stolt af þá er ég alveg viss um að ég gæfi honum vafann og léti það sem kemur úr kjaftinum á honum ekki pirra mig eins mikið og það gerir. En það er því miður ansi hreint mjög langur vegur frá að svo sé. Manchester United í dag er ekkert sambærilegt við Manchester United þegar ég byrjaði að fyrlgjast með þeim. Þeir voru ljósárum á eftir bæði Liverpool og öðrum risum Evrópu þannig að það er ekki hægt að bera þessa tíma saman á neinn hátt.
Mourinho getur ekki kvartað undað því að hafa ekki fengið peninga til að kaupa leikmenn.
Og alveg sama hversu miklu hann hefur eytt þá hefur fótboltinn alls ekki batnað á neinn hátt.
Ég meina það væri hreinn dauði og djöfull ef þetta lið á ekki eftir að batna við það að verða fullskipað.
Það yrði nú meiri skandallinn ef svo yrði ekki.
Það sem breytist hisvegar ekki er taktík stjórans, hún er alltaf eins en með betri leikmönnum er meiri séns á að hún virki stundum.
United er með það dýrt og gott lið að við vitum að þeir eru alltaf sigurstranglegri þegar þeir spila gegn liðum fyrir neðan topp 6 ef svo má segja.
Það er hinsvegar vibbinn sem liðið spilar gegn sterkari liðum sem gerir Mourinho og hans taktík að aðhlátursefni og ekki beint einhver taktík sem menn sækjast í árið 2018.
Þegar kemur að því að fá annan í stólinn þá missti United af amk þremur góðum einstaklingum þetta sumarið sem þíðir ekki að fást um úr því sem komið er.
Mourinho hefði alltaf átt að vera rekinn strax og síðasta tímabili lauk en líklega frestast það um eitt ár.
Að ári er ekki spurning hvern ég vill, ég myndi alltaf vilja Pochettino og ég tel afskaplega líklegt að hann myndi freistast til þess að taka við liði eins og Man.Utd svo framalega að Móri fellur ekki með liðið.
Annars eru fleiri spennandi stjórar þarna sem gætu svo sannarlega komið til greina.
Og ég myndi vilja þá alla frekar en Mourinho.
Menn eins og Massimiliano Allegri, Joachim Löw, Zlatko Dalić, Zidane og Marcelino García Toral svo einhverjir séu nefndir.
Björn Friðgeir says
Zidane? Kannske
Allegri: Ekki séns að fá hann
Löw: ekki séns að fá hann (+ félagsliðastjóraferillinn ekki glæsilegur)
García Toral: Eitt tímabil með alvöru lið, eina liðið sem hann hefur náð > 50% vinningshlutfalli með.
Dalic: Þú ert að trolla… 7 ár í Sádí sem undirbúningur undir… United? Viltu ekki frekar bara taka Heimi.
En ég get alveg tekið undir þetta með leiðinlegan bolta. Það er bara hins vegar meira í þessu en það.
Karl Garðars says
Mjög sammála þér Auðunn í flestu.
Vissulega er boltinn ekki áferðarfallegur nema síður sé. Þessi bolti skilaði okkur samt sem áður öðru sæti með ágætis stigafjölda á eftir ósnertanlegu liði city á síðustu leiktíð.
Hvort þessir yfirburðir séu komnir til að vera hjá Pep er ekki gott að segja en hann tók við svo að segja góðu búi sem Mourinho gerði alls ekki.
Taktíkin hans Mourinho og þrautsegja leikmanna tók þetta city lið í bakaríið í einum mikilvægasta leik síðastu leiktíðar úr því sem komið var.
Mourinho tók líka Klopp í kennslustund á Old Trafford.
Klopp er greinilega að gera mjög athyglisverða hluti hjá liverpool en hann hefur ekkert sýnt ennþá nema frábæra leiki með hörmungarleikjum inni á milli. Niðurstaðan var ekki jafn góð og hjá okkur en þessi tæpi 30 ára englandsmeistaraþurrkur hjá þeim hefur kennt allflestum stuðningsmönnum þeirra æðruleysi og að hafa trú á þjálfaranum.
Æfingaleikir eru æfingaleikir þar sem úrslit hafa lítið vægi og menn eru án efa að horfa frekar í að koma óskaddaðir frá þeim, ná upp þreki og æfa ákveðin atriði. Baráttan hefst síðan á föstudaginn.
Ég er á því að þetta sé úrslitatímabilið hjá Mourinho og hvernig sem fer þá hafa þeir skilað þokkalegu búi til næsta þjálfara m.t.t gæða í hópnum og síðast en ekki síst unglingastarfi félagsins.
Ef svo færi þá vona ég líka að sá þjálfari yrði Pochettino.
Það verður einnig spennandi að sjá hvað Bielsa gerir með Leeds. Hann virðist eiga það til að vera skemmtilegur í viðtölum fyrir þá sem fíla það.
Audunn says
Björn Friðgeir þú veist bara ekkert um hvort það sé séns að fá Allegri eða Löw.
Ekki frekar en að þú „vissir“ í Maí að Ronaldo færi frekar til Juve en Man Utd.
Það getur bara allt gerst í þessu eins og öðru þannig að ég bið þig að reyna ekki einu sinni að útiloka einn né neinn fyrirfram. En þér er svo sannarlega velkomið að reyna að halda öðru fram.
Svo fyrir utan það þá þarf United ekki nema einn stjóra, auðvita eru hvorki Toral eða Dalic efst á listanum þótt ég myndi í dag frekar vilja þá en Móra.
Hinir sem á undan voru taldir upp Pochettino , Zidane, Allegri og Löw eru allir líklegir til að vilja taka við United.
Þetta er ekki spurning hvort heldur hvenær Pochettino og Allegri færi sig um set, klárlega einir af eftirsóttustu stjórum fótboltans um þessar mundir,
Björn Friðgeir says
Auðvitað veit ég ekkert um það. Það er bara ólíklegt.
Mun líklegra að við getum fengið Allegri í vor, og séns á Pellegrini, þeim mun meiri séns sem honum gengur ver.
Ég er amk enn ekki kominn´a þann vagn að vona að United gangi illa svo að José verði rekinn.
Ingvar says
Það er bara fásinna að halda því fram Björn Friðgeir að einhver stuðningsmaður vilji að United gangi illa svo Móri verði rekinn. Held að flestir þeir, þar á meðal ég, sem vilja hann burt hafi ekki haft nokkurn áhuga á að fá hann til að byrja með.
En sem stuðningsmenn stærsta klúbbs í heimi þá að sjálfsögðu höfðum við trú á að þetta gæti orðið byrjun á einhverju góðu og voru tilbúnir að gefa Móra tækifæri að færa okkur aftur á hæsta plan. Að mínu mati og margra annara þá hefur það því miður bara langt í frá tekist. Fótboltinn leiðinlegur, hann er vond blanda af Moyes og Vaan Gaal í fjölmiðlum og svo virðist hann hvorki getað haft leikmenn ánægða né haft aðdráttarafl til að lokka leikmenn til félagsins.
Skítt með það að hafa náð að enda í 2.sæti síðasta vetur og náð í úrslit hér og þar. Þetta er bara ekki boðlegt, hann er að kúka á klúbbinn okkar og öll hanns gildi.
Audunn says
Nei þú veist ekkert um það Björn þótt þér þykir það ólíklegt, það er því ágætt að temja sér það að halda ekki hlutum fram sem sem menn hafa ekki hugmynd um.
Og hverjir eru á þeim vagni Björn sem vonast til þess að liðinu gangi ílla?
Hef aldrei heyrt nokkurn einasta mann tala þannig, auðvita viljum við allir og öll að United sé nr eitt alltaf og allstaðar.
Liðið er bara svo langt því frá að vera á þeim stað sem við viljum að það sé, hvort sem kemur að getu eða skemmtanargildi og það er því miður ekki að fara að breytast undir núverandi stjóra.
Tala nú ekki um ef Pogba fer, það verður nú enn eitt áfallið fyrir klúbbinn og stuðningsmenn að missa jafn mikil gæði og þann leikmann.
En ef leikmenn hafa ekki áhuga á að spila fyrir stjórann sinn þá er þetta erfitt mál, það væri þá nær að láta stjórann fara að mínu mati áður en hann vinnur fleiri og stærri skemmdarverk á klúbbnum okkar.
Gummi says
Það er bara allt í steik hjá klubbnum og það er mikið Móra um að kenna
Björn Friðgeir says
„kúka á klúbbinn“ „allt í steik“
Þið eru snargalnir. Heimtufrekjan alveg búin að drepa allt niður sem heitir að horfa raunsætt á hlutina.
Audunn says
Snargalnir vegna þess að fótboltinn sem Móri býður okkur uppá fer í taugarnar á okkur, snargalnir yfir því að liðið hefur sjaldan verið jafn óspennandi og leiðinlegt, snargalnir yfir því að stjórinn tali niður til leikmanna og stuðningsmanna eða snargalnir yfir því að finnast hann ósanngjarn í garð leikmanna og klúbbsins? hvað er það?
Kúka á klúbbinn? Er verið að fá sér? það er verið að ræða Mourinho og þau áhrif sem hann hefur á stuðningsmenn og klúbbinn þessa dagana. Ekki rugla honum og klúbbnum saman því hann er alls ekki Mancehster United.
Heimtufrekjan eins og þú kallar það snýst fyrst og síðast um það að vilja klúbbnum sínum vel og allt það besta. Við sem viljum skipta um stjóra berum meiri hag liðsins okkar en margur annar.
Man.Utd kemur alltaf í fyrsta sætið.. ALLTAF.
Ég hef reyndar tekið mjög vel eftir því að herra Mourinho á sér margar dyggar klappstýrur sem eru tilbúnar að leggjast flatar fyrir hann hvar og hvenær sem er.
Verja hann með kjafti og klóm þótt það er mjög svo augljóst hvert hann er að stefna með klúbbinn okkar.
Mín skoðun er sú að klappstýrur Mourinho bera ekki hag Manchester United heldur hag Mourinho.
Björn Friðgeir says
Þú ert að fá þér, Auðunn. „kúka á klúbbinn“ er tilvitun. Í Ingvar. „allt í steik“ sömuleiðis, í Gumma.
Engin tilvitnun í þig. Ennþá.
Gummi says
Hvað er svona rosalega jáhvætt við Móra ég næ því bara ekki hvað þið sjáðu við þennan mann afhverju heldur að pogba vilji fara frá okkur útaf Móra
Björn Friðgeir says
Hvar hefur hann sagt það?
Við urðum í öðru sæti í deildinni í fyrra.
Ingvar says
Kúka á klúbbinn var ég hreinlega að meina að hann væri að gefa skít í allt og alla. Stuðningsmenn, leikmenn og gera lítið úr hefð og sögu.
Er það eina sem skiptir máli Björn? 2 sætið = sáttur. Myndir þú fyrirfram skrifa uppá það að við myndum vinna 30 leiki á þessu tímabili, alla 1-0, gera 6 0-0 jafntefli og tapa 2 lekjum 1-0. Eiga 2 skot á mark að meðaltali í þessum leikjum og vera með boltann 33%. Eru menn þá bara kátir og glaðir? Því þetta er nákvæmlega draumur þinns manns. Hann myndi alltaf samþykkja þessa uppskrift og í raun reynir að fara eftir henni.
Halldór Marteins says
Skrifa upp á 96 stig í deildinni? Ekki spurning, án þess að hika. Kjánalega auðvelt val.
Karl Garðars says
Nei þá bið ég frekar um að spila dúndrandi sóknarbolta, vinna 21 leik, tapa 5, gera 12 jafntefli og enda í 4.sæti…. rúsínan í pylsuendanum er að þjálfarinn er rosa skemmtilegur í viðtölum. Það er sko málið!
Gummi says
Móri er hvorugt spilar hundleiðinnlegan bolta og er drepa leiðinlegur í öllum þessum viðtölum
Björn Friðgeir says
Menn sem eru svo hrottalega veruleikafirrtir að halda að hægt sé að breyta liðinu sem José tók við í blússandi sóknarlið á nó tæm og fara að vinna deildina þurfa að leita sér aðstoðar.
Eins og milljón sinnum hefur komið fram er ég hæst ánægður með að liðði hætti að tapa leikjum, fari að búa til smá sigurhefð.
Svo kemur bara í ljós hvað gerist þegar José hættir.
Ef einhver heldur ég sé að styðja Mourinho frekar en United má viðkomandi hoppa upp í rassgatið á sér.
Timbo says
Buisnes is booming hjá mínum manni Woodward þessa daga. Var að loka góðu sponsi frá Chivas whiskey! Sam Luckhurst hittir naglan á höfuðið í þessum pistli.
https://www.manchestereveningnews.co.uk/sport/football/man-utd-transfer-deadline-day-15002951
Björn Friðgeir says
Kannske hann geti þá drattast til að nota faxtækið í eitthvað annað.
Auðunn says
Þú ert nú meiri dóninn Björn.
Menn eru veruleikafirtir og þurfa að leita sér aðstoðar.
Segir svo lesendum á þessari síðu þinni geti bara hoppað upp í rassgatið á sér.
Vá hvað þú ert málefnanlegur og átt bágt.
Gummi says
Þannig að þið sem viljið halda Móra eruð búnir að sætta ykkur við þessa meðalmensku sem þetta lið er að breitast í leikmenn er farnir að segja nei við því að koma útaf þessari spilamennsku sem Móri lættur liðið spila
Helgi P says
Bjössi ertu að segja að hann geti ekki spila sóknarleik með alla þessa góðu sóknarmenn sem eru í þessu liði
Björn Friðgeir says
Auðunn: Lesskilningi þínum er ábótavant.
„Ef einhver heldur ég sé að styðja Mourinho frekar en United má viðkomandi hoppa upp í rassgatið á sér.“
Þetta er ekki beint almennt til lesenda síðunnar.
toggi says
Halldór Marteins 96 stig ertu en þá svona bjartsýn
Halldór Marteins says
Vantar dálítið upp á lesskilninginn þarna, Toggi. Sagði aldrei að ég væri bjartsýnn á að ná 96 stigum. Ég sagði að ég myndi alltaf skrifa fyrirfram upp á 96 stig í deildinni, sama þótt það kæmi með 30 1-0 sigrum. Enda væri það kjánalega auðvelt val.
Jón says
ég mundi frekar skjóta á 56 stig en 96
Halldór Marteins says
Ég myndi hvorki skjóta á 56 né 96 og var ekki að gera það þarna heldur. Bara að segja að ég myndi glaður þiggja 96 stig, jafnvel þótt það kæmi með 1-0 sigrum.
En ég veit alveg hvaða álit þið félagarnir Jón, Toggi og Gummi hafið á Mourinho. Það er orðið mjög ljóst. Og hafið að sjálfsögðu rétt á ykkar skoðunum.