Einn slakasti leikur síðustu ára endaði með hroðalegu tapi í Brighton í dag.
Alexis Sánches meiddist á æfingu á föstudaginn og í stað hans kom Anthony Martial inn í liðið, Ashley Young kom inn fyrri Matteo Darmian og Romelu Lukaku fyrir Marcus Rashford. Að öðru leyti stillti United í sama 4-3-3 leikkerfi og á móti Leicester.
Varamenn: Grant, Smalling, Ander Herrera, Fellaini(60.m), McTominay, Lingard (45.m), Rashford (45.m)
Brighton var að mestu eins og spáð var í upphitun, Gaëtan Bong var í vinstra bakverði.
Leikurinn var frekar tilþrifalítill fyrstu mínúturnar, Brighton var síst verra liðið. Fyrsta alvöru skotið kom á 10. mínútu, Romelu Lukaku skaut framhjá í þokkalegu færi. Annars gekk betur hjá United að halda boltanum upp úr þessu og þeir leystu oftar úr hápressu Brighton en í svipuðum aðstæðum í fyrra. Ashley Young lék mikið upp kantinnn og gerði sig oft líklegan til að ná fyrirgjöfum, þó sjaldan yrði úr þeim.
Fyrsta skipting leiksins kom á 20. mínútu. Lewis Dunk var meiddur og fór útaf fyrir Leon Balogun.
Þó að United hefði haldið boltanum vel og varist ágætlega þá var það vörninni að kenna þegar Brighton náði forystunnu á 25. mínútu. Bong var úti á kanti, Young fór ekki í hann og Bong renndi á March. Bailly reyndi að fara fyrir en sending March fór gegnum klofið á Bailly á Glenn Murray sem fór alltof auðveldlega fram fyrir Lindelöf og skoraði með nettu skoti af markteig. Gríðarlega slakt og ekki var það betra tveimur mínútum síðar. Brighton fékk horn, Duffy sendi boltann þvert gegnum teiginn út á kantinn aftur. Gross gaf út í teiginn, Knockaert gaf á Duffy sem var óvaldaður og skoraði úr teiginum. Hörmulegur varnarleikur.
En það tók United innan við sex mínútur að minnka muninn, Horn Young fór út á Luke Shaw sem skaut í jörðina, boltinn skoppaði hátt og inn á markteig þar sem Lukaku var óvaldaður og skoraði með góðum skalla.
Það dugði ekki lengi. Brighton voru enn betra liðið og þegar þeir unnu boltann af Fred á miðjunni, gáfu fram á Pascal Gross sem var á leið frá marki ákvað Eric Bailly að henda sér í glórulausa tæklingu og taka hann niður. Gross sjálfur skaut á beint markið úr vítinu, boltinn fór í fætur De Gea og beint upp í þaknetið. 3-1 á 43. mínútu.
Eftir þennan hörmulega fyrri hálfleik hlaut Mourinho að gera breytingar og Marcus Rashford kom inná fyrir Juan Mata sem hafði verið hörmulega slakur og Jesse Lingard fyrir Andreas Pereira sem ég tók varla eftir að hefði verið inná.
Það er óhætt að hafa engin orð um fyrsta kortérið því það gerðist ekkert af viti. Fellaini var svo sendur inná á 60. mínútu fyrir Martial. Fellaini var allt í lagi svo sem en það var ekkert að frétta í leik United fyrr en á 75. mínútu þegar Ryan varði langskot Pogba. Þetta var fyrsta skot United á rammann síðan markið kom sem sýnir hversu hörmuleg frammistaða þetta var.
Loks á lokamínútu viðbótartíma fór Duffy í Fellaini inni í teig og Fellaini var heppinn að fá víti sem Paul Pogba skoraði örugglega úr en það breytti engu um úrslitin.
Þaðð er óhætt að segja að þetta hafi verði hrottalega lélegt á allan hátt. Vörnin gerði skelfileg mistök, Miðjan hvarf eftir að Brighton skoraði og það var ekkert að gerast framávið. Einu leikmennirnir sem eitthvað gerðu af viti voru Fellaini og Shaw, og Lukaku skoraði jú. Aðrir þurfa að skammast sín.
Það e rheldur ekki hægt að líta framhjá því að þetta lið lítur út eins og það hafi aldrei leikið saman og viti ekkert hvernig það eigi að leika. Það hlýtur að skrifast á Mourinho og það verður fróðlegt að heyra hvernig hann lætur gamminn geysa eftir leikin þó ég viðurkenni fúlega ég hlakki ekki til þess.
Zinedine Zidane hefur ekki leiðst að horfa á þetta ef rétt er sem slúðrað er að hann hafi áhuga á starfi Mourinho.
gummi says
við erum að látta fuckinn Brighton rústa okkur
Jón says
enda erum við orðið ömurlegt lið undir stjórn Móra
Blue Moon says
Stefnir í ágætis sunnudag!! :)
Kjartan says
3-1 undir í hálfleik á móti möðer$%@# Brighton, hvað er að gerast??? Ég man ekki eftir að hafa séð miðverði Utd spila eins illa og þeir hafa gert í þessum leik og miðja er ekki til staðar yet again. Heilt skot á mark á 45 min á móti liði eins og Brighton er 100% óásættanlegt.
Breyta yfir í tígul miðju, Fellaini inn fyrir Mata og gefa þessu 15 mínútur. Svo Rashford inn fyrir Martial ef sá franski fer ekki að vakna.
gummi says
Að látta þetta skíta lið skora 3 mörk á okkur í fyrri hálfleik er þetta sem þið viljið í vetur
Rúnar Þór says
Þetta eru bara fábjánar. Engin tilviljun að það var verið að leyta að hafsent. Fyrsta markið = Bailly veður út af óþörfu og skilur eftir pláss (Fred hefði getið verið og Bailly kyrr) Lindelöf tekinn í rassgatið af 34 ára Murray
Annað markið = enginn með kveikt og dettur fyrir
Vítið = Bailly láttu hann í friði og ekkert gerist
Þetta er fyrst og fremst fávitaskapur hjá gæjunum og Bailly sérstaklega í dag
Guð minn góður
Ingvar says
Ætli maður kaupi sér ekki þykka Sudoku bók til að dunda í um helgar í vetur!!
Elvar St says
Mourinho er svo gjörsamlega búinn að rústa þessu liði með lélegum kaupum, lélegri taktík, lélegum móral og almennum leiðindum.
Þá var Van Gaal hátíð á við þennan mann.
Ætli það séu ennþá til stuðningsmenn United sem finnst Mourinho vera rétti maðurinn fyrir Manchester United?
Jón says
já Karl Garðars og Bjössi
Helgi P says
var ekki bara hægt að reka Móra í hálfleik og ráða Zidane
Bjarni says
Það er sárt að sjá að liðið virðist vera komið á þann stall að öll lið geti unnið okkur það verður bara að segjast eins og er. Höfum enga stjórn á leikjunum nema parkera rútunni eins ömurlegt sem það er. Það er eitthvað mikið að utan sem innan vallar hjá liðinu.
Jón B says
Það er ekki hægt að segja annað en að það er stöðugleiki hjá okkar mönnum, jafn ömurlegur bolti og í fyrra.
gummi says
þetta mun ekki batna á meðan Móri er að stjórna þessu liði
toggi says
þetta er verstu mistök sem United hefur gert er að ráða þennan mann sem stjóra
gummi says
nú verður maður bara að stiðja City í vetur skára sjá þá lyfta dollunni heldur en Liverpool
Rúnar Þór says
Í þetta skiptið snýst þetta meira um LEIKMENNINA EN EKKI MÓRA. Sjaldan hef ég séð aðra eins glórulausa frammistöðu, töpum einvígum, sendingar út um allt og ákvarðanir út í hött.
Hvernig er hægt að spila á móti Brighton og í fyrsta lagi fá á sig 3 mörk, ekki 1 ekki 2, 3 MÖRK! Og svo sækja og sækja 2 mörkum undir en gera ekki neitt, nánast ekki skot í leiknum
pfffffffffffffffffffffffff
Auðunn says
Alveg hörmulegt í alla staði og þessi fótbolti sem þetta lið spilar er gjörsamlega galin í alla staði.
Er einhver sem skilur taktík Mourinho og getur þá útskýrt hana fyrir mér?
Ég botna ekkert í hvernig þetta lið er að reyna að spila undir núverandi stjóra og er hann núna búinn að vera þarna í tvö ár.
Er það ekki frekar sjokkerandi?
Svo langar mig að benda á að miðverðir liðsins í dag voru báðir keyptir af Mourinho.
Á að treysta honum fyrir því að kaupa fleiri?
Arnar says
Það er ekki hægt að reka heilt lið svo ábyrgðin snýr að stjóranum. Það er ekki bara þessi leikur heldur allt andrúmsloftið í kringum liðið. Þetta lið á alveg að geta skilað úrslitum með réttum áherslum og aðeins jákvæðara andrúmsloftið. Að mínu mati þarf stjórn United að hugsa alvarlega um framtíð Mourinho.
Auðunn says
Smá ljós í myrkrinu.
United stelpurnar okkar unnu Liverpool í dag 0-1 😀😀
toggi says
við værum betur settir með ruslatunni heldur en að hafa Móra við verðum að losna við hann sem fyrst til að bjarga þessu tímabili og því næsta
Cantona no 7 says
Ég tel að leikmenn okkar verði nú að taka sína ábyrgð á þessari hörmulegu spilamennsku.
Leikmenn eru að fá ca. 1-6 í einkunn frá MEN .
Leikmenn eru dúndulaunum fyrir að spila fyrir okkur en virðast margir ekki enn gera sér grein
fyrir því að þeir spila fyrir stærsta klúbb í heimi.
Það var talað um það á SKY að það vanti einhverja sem reka hina áfram.
Það vantar einhvern eins og Roy Keane sem var líklegast besti fyrirliði sem við höfum haft fyrr og síðar.
Pogba er oft eins og ofdekraður krakki og er því miður enginn leiðtogi.
Leikmenn okkar fara varla í tæklingar sumir hverjir og þá er ekki von á góðu.
Næsti leikur verður vonandi betri annað er ekki hægt.
G G M U
Jón says
Móri er bara löngu búinn að tapa klefanum það sést bara á spilamenskunni
Timbo says
Elska þennan klúbb en þoli ekki þetta lið. Ekkert player development í gangi og frammistöðurnar eftir því. Leikmannahópurinn er ekki nægilega góður og stjórinn er ekki að fara vinna þrekvirki, efast um að nokkur stjóri gæti það.
En þegar öllu er á botni hvolft þá er staðreyndin sú að það mun lítið breytast þangað til að Glazer’s selja félagið. Vonandi gerist það innan 3 ára.
Nú er bara að vona að Liverpool verði ekki legit topp 10 klúbbur (er ansi hræddur um það), er nógu niðurdrepandi að fylgjast með vegferð Pep og co.
Góðar stundir…
Karl Garðars says
Sammála Timbo.
Sá ekki leikinn beint en horfði svo á hann í gærkvöldi vitandi við hverju var að búast.
Nenni ekki þessum ómálefnalegu Mourinho hártogunum en fæ ekki séð hvernig hægt er að skrifa þessa hörmung eingöngu á hann. (Ekki frekar en G. Neville, Scholes o.fl. þekktir spekingar). Auðvitað er hann stjórinn og ber því ábyrgðina en þá má einnig segja að Woodward beri àbyrgðina í lok dags og stjórnin. Þeir ràða þennan stjóra og ef þeir vilja síðan ekki útvega honum þau verkfæri sem hann telur sig þurfa þá eru þeir annað hvort sáttir við niðurstöðuna eða rakin fífl að halda honum vængstífðum í starfi því það gerir akkúrat engum gagn.
Fyrir utan Shaw og mögulega Lukaku þá fannst mér engin eiga góðan leik. Í raun fannst mér allir hinir eiga sinn versta leik sem ég hef séð þá spila. Hvort það er skortur á mótiveringu frá þjálfurum eða hreinlega leti leikmanna ætla ég ekki að segja til um þar sem ég hef engar forsendur fyrir mér í því. Ég veit bara að það eru miklir hæfileikar í öllum þessum leikmönnum og þeir eru á dúndurlaunum og þess vegna er svona spilamennska ekki á nokkurn hátt boðleg. Sendingarnar voru hroðvirknislegar um allan völl, þ.a. of mikið um stórhættulegar þversendingar aftarlega á vellinum.
Eins og cantona no7 nefnir þá sárvantar leitoga í þetta lið, sama hvaða stöðu hann spilar, og það er búið að vanta lengi. Ég leyfi mér að segja að Pogba verður aldrei þessi leiðtogi.
Þetta var einfaldlega ömurlegt með öllu og viðtölin við Mourinho eftir leik voru erfið áhorfs þar sem við sáum alveg nýja hlið á stjóranum, nýja og mögulega betri nálgun við blaðamenn. Hann er mjög boginn þó svo að hann brotni líklega aldrei. Ég tel þó að innkoma Carrick og Mckenna inn í þjálfaraliðið eigi eftir að skila sér til leikmanna. Það er aðdáunarvert hjá þjálfaranum að fá svo unga aðstoðarmenn sem þekkja klúbbinn og hafa skilað sínu og rúmlega það.
Ég treysti Mourinho til að sameina hópinn og nýta þennan botn til viðspyrnu upp á við.
Fyrir þennan leik var Mourinho með besta vinninghlutfall allra knattspyrnustjóra Manchester United frá upphafi eða 62%. Ekki nóg með það þá var hann líka með lægsta taphlutfall eða 17,36%.
Þegar aðdáendur annarra liða hafa orðið áhyggjur af því að við séum orðið lélegt lið þá er eitthvað töluvert að (þetta sést ágætlega á virkni í athugasemdum þessarar frábæru síðu sem er því miður oft á tíðum dræm en virðist slá öll met eftir tapleiki :).
Ég persónulega er kannski svona ferlega innrættur en ef ég hefði fengið að ráða þá hefði Roy Hodgson mátt stýra Liverpool fram á grafarbakkann. :-D
gummi says
við erum aldrei að fara enda í top 4 ef hann verður áfram stjóri ekki einu sinni topp 6
Helgi P says
við lítum út eins og lið úr championship deildinni
toggi says
við gætum ekki einu sinni unnið pepsi deildina með svona spila mensku
Hjöri says
Þetta er nú ekki í fyrsta skipti sem Utd tapar fyrir liði sem er í lakari kantinum, og verður ekki í síðasta skiptið. Það er rétt sem Cantona no 7 segir menn þora ekki orðið í tæklingar, enda rándýrir leikmenn sem hugsa fyrst og fremst um að komast heilir frá leiknum. Hefði átt að fá harða enska leikmenn í glugganum sem þora að tækkla, en ekki þessar pempíur.
Jón says
Okkur vantar leikmenn eins og Naby keita. Gaurinn er gjörsamlega geggjaður. Spilar eins og Iniesta in his prime. I staðinn erum við með fkn Fellaini!!! Algjört djók
gummi says
Leikmenirnir eru bara búnir að fá nóg af móra
Solvi says
Sem poolari hafði ég óbeit á að horfa á Man U undir stjórn Ferguson því liðið spilaði undir hans stjórn einhverskonar full on sóknarbolta sama hvað og hann notaði kantana mikið og stutt spil sem skilaði árangri.
En núna undir stjórn JM þá er öldin önnur og spilandi rútuvörn og með hugarfari litlu liðanna,með vörn og miðju sem eiga að liggja til baka og koma með háa bolta upp………Þetta bara súmmar ekki það sem ég ólst upp við með MU dominerandi með stutta spilinu sínu og ógnandi með fljótandi kantmönnum…..Undarlegir tímar indeed.
Tommi says
Er ég einn um það að finnast undarlegt að Smalling og Jones spili ekki? Eða amk annar þeirra. Finnst þeir betri en Bailly og Lindelof, mun reyndari í enska boltanum (Hafa orðið meistarar) .
En hafa því miður sterka tilhneigingu til að meiðast samt.
gummi says
svo er sumir að halda því fram að Móri sé ekki að eyðilegja United hann er gjörsamlega búinn að rústa
þessu liði
Björn Friðgeir says
Þið munið greinilega ekki eftir hvar í deildinni liðið lenti undir Van Gaal.
gummi says
endaði ekki Móri 6 sæti á fyrsta árinu sínu
Björn Friðgeir says
Og í öðru í vor!
toggi says
það var samt ekki svona rosalega neikvætt í kringum klúbbinn hjá LVG eins og er nú með Móra
Björn Friðgeir says
Þið eruð líka búin að gleyma að Mourinho-in tímabilið náði frá desember fram í maí. Munurinn þá og nú er kannski að það var keypt meira af leikmönnum þá þannig Van Gaal kvartaði ekki. Þeir reyndust svo flestir vanhæfir.
gummi says
já með ömurlegri spila mensku Þannig þú ert 100% sáttur að vera með Móra áfram þessi maður var næstum því að falla með mjög sterkt Chealsea lið þegar hann var rekinn þaðan Móri er bara orðinn ömurlegur stjóri og þetta er bara eftir að vesna á meðan hann er þarna
Björn Friðgeir says
Auðvitað er ég ekki sáttur. Ég er bara raunsær.
gummi says
það þiðir ekkert alltaf að benta á árangurinn LVG því við vitum að hann var ekki góður og það er bara ekki mikil breting á hjá Móra
Björn Friðgeir says
ANNAÐ FOKKING SÆTIÐ.
Nei ég meina í alvöru, þetta var ekkert besta tímabil ever… en annað sætið!
gummi says
ertu þá að segja mér að liðið er á góðum stað í dag því hann náði 2 sætinu í fyrra þú hlítur að sjá að það er einhvað mikið að hjá klúbbnum undir stjórn Móra
Karl Garðars says
Hérna Gummi, ég var að spá hvort það geti verið að þú sért ekki sáttur við Mourinho?
Jón says
hvernig getur Móri alltaf gagnrýnd Martial svo sleppur Sanchez þótt hann sé búinn að ömurlegur fyrir United Martial var búinn að vera einn af okkar betri mönnum áður en Sanchez kom alveg óskiljanleg fram koma í garð Martial
Rauðhaus says
2. sæti í fyrra hljómar ágætlega þangað til að maður sér að við vorum samt 19 stigum á eftir meisturunum. Það er þó bæting milli ára því á fyrra tímabili JM enduðum við 24 stigum á eftir sigurvegurunum.
Hjá LvG enduðum við 15 og 17 stigum eftir meisturunum, sem er vitaskuld ekki ásættanlegt.