Maggi, Halldór Björn, Runólfur og Friðrik settust niður og fóru yfir drættina í Meistaradeild Evrópu og Carabao bikarnum. Tottenham leikurinn hjá karla liðinu var einnig til umræðu sem og leikur kvennaliðsins gegn Reading. Svo var farið yfir það sem helst var að frétta í vikunni.
Við viljum endilega fá ykkar álit þannig að virk þáttaka í athugasemdarkerfinu er vel þegin.
Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér fyrir ofan auk þess sem hægt er að hala honum niður í gegnum spilarann eða hér að neðan. Jafnframt má gerast áskrifandi að þættinum í gegnum ýmis podkast-forrit:
Gerast áskrifandi í iTunes
Gerast áskrifandi í öðrum forritum
MP3 niðurhal: 59. þáttur
bjarni says
Takk strákar fyrir að nenna að mæta og fabúlera um liðið, sýnir mikið hugrekki og ástríðu fyrir liðinu, meira en það sjálft inná vellinum þó einhverjir taugakippir eru í gangi í augnablíkinu. Það er jú mikið rétt að okkur vantar miðvörð með leiðtogahæfileika og knattspyrnugetu (hvað svo sem það er) og hefur vantað öll árin frá því Jose tók við því þeir sem fyrir voru (Knoll og Tott) gátu ekki blautann fyrir nema fá mikinn stuðning frá miðjumönnum og því hefði hann átt að koma með þann mann inn á fyrsta ári sínu. Þú byggir upp lið á vörninni. Síðan hafa verið keyptir 2 jókerar sem áttu að funkera með þessum leiðtoga sem ekki enn er sýnilegur. Byrjað á vitlausum enda. Vandamálið er því ekki nýtt af nálinni fyrir mitt leyti.
Hins vegar finnst mér vanta leikmann sem getur tekið að sér það leiðinlega en ábyrga hlutverk að vera leiðtogi liðsins m.ö.o fyrirliði, rekið menn áfram, sýnt fordæmi og dregið þennan blessaða vagn uppúr drullunni, best ef hann þolir ekki að tapa. Finn því miður engan slíkan í liðinu í dag og sást það best þegar Matic var að gaufast með boltann aftarlega í síðasta leik og missti hann á hættulegum stað að næstum var úr mark, að öllum virtist nær vera sama þeir sem voru inná vellinum. Menn rétta bara upp hendina og veifa til félagana um að þeir hafi gert mistök, sem þýðir væntanlega að þeir munu passa mig næst. Hér hefði fyrirliðinn þurft að hamra á mistökunum þannig að svitinn hefði bogað af leikmanninum en þeir sem hafa borið fyrirliðabandið síðustu árin hafa hingað til ekki unnið sitt verk nema Carrick þegar hann var og hét.
Það er margt að hjá liðinu eins og þið bendið á sem hægt er að laga, menn þurfa bara að fara saman í þá vegferð allir sem einn, finna út úr þessu og bretta upp ermar. Sama gamla tuggan.
GGMU
Runólfur Trausti says
Er búinn að skipta um skoðun varðandi byrjunarlið á sunnudaginn. Væri til í að sjá Manchester United í gamla góða 4-4-2.
GK: David De Gea
RB: Tony Valencia
LB: Luke Shaw
CB: Chris Smalling og Eric Bailly
RM: Ashley Young
LM: Jesse Lingard
CM: Fred og Nemanja Matic
ST: Romelu Lukaku og Marcus Rashford
Fleira var það ekki í bili.
Halldór Marteins says
Áhugaverð pæling með 4-4-2. Ég get ekki sagt að mér finnist það líklegt en ef þetta væri prófað þá væri ég til í að sjá Alexis með Lukaku fremst. Alexis var flottur á preseason enda þá iðulega að spila frammi, frekar en á vinstri kantinum. Held enn í vonina að hann og Lukaku geti byggt flott framherjasamband.
Karl Garðars says
Flott podcast að vanda. Takk fyrir.
Btw góð pæling Bjarni.