Maggi, Halldór og Björn settust niður og fóru yfir sigurinn gegn Burnley. Einnig ræddum við um leikmenn sem eru við það að renna út á samning og að sjálfsögðu hann Paul Pogba. Svo viljum við endilega fá spurningar frá ykkur fyrir næsta þátt.
Við viljum endilega fá ykkar álit þannig að virk þáttaka í athugasemdarkerfinu er vel þegin.
Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér fyrir ofan auk þess sem hægt er að hala honum niður í gegnum spilarann eða hér að neðan. Jafnframt má gerast áskrifandi að þættinum í gegnum ýmis podkast-forrit:
Gerast áskrifandi í iTunes
Gerast áskrifandi í öðrum forritum
MP3 niðurhal: 60. þáttur
Karl Garðars says
Takk fyrir gott podcast.
Ætla að leyfa mér smá neikvæðni hérna.
Ef Pogba stendur ekki undir verðmiðanum á þessu tímabili þá má hann fara fyrir mér. Ég vona þó innilega að hann muni standa sig en maður er alveg kominn með upp í kok af þessu bulli.
Þessi síðustu ummæli hans eru svo fáránleg en maður er samt einhvern veginn alls ekki hissa á þeim. Knattspyrnuhæfileikarnir eru til staðar en gaurinn virðist alveg tognaður á heila.
Cantona no 7 says
Ef að Pogba vill fara þá á að láta hann fara sem fyrst .
Enginn leikmaður er stærri en félagið.
Hann mætti fara í jan. glugganum en við yrðum að fá góðann mann í staðinn.
Robbi Mich says
Skemmtilegt podkast að vanda.
Ég tek undir skoðanir ykkar um Pogba sem og þeirra hér fyrir ofan. Ég er drullusvekktur með hann, ég hef alltaf trúað því að hann yrði þessi herforingi liðsins, sem liðinu svo sárlega skortir, en hann virðist ekki ætla að standa undir því þó það glittir í það annað slagið. Hann hefur hæfileikana, það hefur maður séð bæði með Juve og landsliðinu en hann nær ekki að blómstra hjá Man Utd. Er það leikskipulagið eða leikmennirnir í kringum hann? Hvað veldur?
Ef við fáum 130+ milljónir fyrir hann þá endilega selja hann en hvaða leikmaður getur komið í staðinn sem verður þá þessi óskoraði leiðtogi liðsins? Það er ekki eins og snillingar eins og Carrick eða harðhausar eins og Keane vaxi á trjánum. Og af hverju ætti sá að vilja að koma ef Pogba getur ekki einu sinni blómstrað? Svo er alltaf spurningin hvort að þeir peningar yrðu notaðir til leikmannakaupa, hræddur um að þeir myndu endast í vösunum hjá Glazer-unum. Hvað varð um þessar 80 millur sem við fengum fyrir Ronaldo? Ekki fóru þeir í aðra leikmenn nema að hluta til.
Ég veit hreinlega ekki hvort þetta sé José vs Pogba slagur. Myndi Pogba njóta sín betur hjá Tottenham? Er þjálfarinn bara ekki að ná það besta úr leikmönnunum og það sést best hjá Pogba?
Auðunn says
Jæja nú var Shaw að meiðast mjög ílla 😴😴 kall greyið. Alveg svakalegt helv, hann sem var að koma sterkur tilbaka loksins loksins.
En hvað þessa Pogba umræðu varðar þá mun hann jú labba inn í þetta Barca lið eins og öll önnur lið.
Hann er heimsmeistari og spilar alltaf mjög vel með landsliðinu eins og hann gerði hjá Juventus.
Hann virðist bara finna sig betur hjá öðrum þjálfurum eins og reyndar fleiri leikmenn Manchester United.
Þannig að Pogba einn og sér er ekki vandamálið.
Auðunn says
Ok nýjustu fréttir herma að Shaw sé ekki mikið meiddu. Hjúkkitt.
Þetta er ekki eins slæmt og það leit út en líklega þarf hann einhvern tíma til að jafna sig.