Björn og Tryggvi Páll settust niður og ræddu jafnteflið gegn Wolves, tapið gegn Derby, stöðu José Mourinho, fjármálin og þessa glötuðu eigendalufsur sem við sitjum uppi með.
Við viljum endilega fá ykkar álit þannig að virk þáttaka í athugasemdarkerfinu er vel þegin.
Ef við viljið senda okkur spurningar þá er það hægt á Facebook síðu Rauðu djöflanna.
Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér fyrir ofan auk þess sem hægt er að hala honum niður í gegnum spilarann eða hér að neðan. Jafnframt má gerast áskrifandi að þættinum í gegnum ýmis podkast-forrit:
Gerast áskrifandi í iTunes
Gerast áskrifandi í öðrum forritum
MP3 niðurhal: 63. þáttur
Jón says
Zidane tók við Real Madrid eftir að Benitez var að gera ömurlega hluti Barcelona var að stinga þá af og Zidane tekur við í Januar og nær næstum því að vinna deildina Barcelona vann með 1 stigi þannig það er ekki alveg rétt að Zidane hafi ekki breitt neinu
gummi says
Zidane tīmabilið 2015 2016 í deild með real 20 leikir 17 sigrar 2 jafntefli 1 tap + vinna meistari deild þannig það er bara vitleysa að segja að engin breyting hafi verið á real.þannig ég held að það væri skári kostur að hafa Zidane heldur en að hafa Móra áfram og horfa upp á þessa vitleysu sem er að gerast hjá klúbbnum
Cantona no 7 says
Mourinho verður áfram.
toggi says
Cantona no 7 ertu ekkert að sjá þessa spilamennsku hjá þessu liði undir stjórn móra
gummi says
Móri verður rekinn fyrir jól
Björn Friðgeir says
Bentu mér á mínútuna þegar ég segi að Zidane hafi ekki breytt neinu í leik eða niðurstöðum Real. Ég man ekki ég hafi sagt það enda gerði hann liðið að Evrópumeisturum þrjú ár í röð.
Punkturinn er sá að hann gerði það með hópnum sem hann tók við og breytti hópnum ekkert. Það þarf alveg sérstaka bjartsýni til að halda að það þurfi ekki að taka til í hópnum hjá United.
Jón B says
Ef tiltektin er með Zidane eða einhverjum öðrum. Þá vona ég að sú tiltekt verði a.m.k. með einhverri bjartsýni og leikirnir verði skemmtilegir. Núna er ekkert nema neikvæðni og Móri verður að taka stóra ábyrgð á því. Hann byrjaði stax í sumar, og að sumu leiti síðasta vetur að vera mjög neikvæður út í allt og alla. Svo er spilamennskan ekki boðleg, verð a.m.k. að segja fyrir mitt leiti að ég er ekkert spenntur fyrir leikjum hjá mínu liði lengur. Eyði gjarnan þessum 2 tímum í eitthvað annað, er líka betra fyrir skapið að horfa ekki :)
Bjarni says
Það eru margar áskoranir í lífinu og sérstaklega ein þessa dagana að vera stuðningsmaður UTD. Missi þó ekki svefn yfir þessu rugli í kringum liðið, hef séð það svartara hér í denn þó ekki voru þá stöðugar beinar útsendingar einsog eru í dag, kannski sem betur fer. Liðið hefur oft komist í gegnum lægðir af og til í gegnum árin, jafnvel af krafti og spyrnt við fótum. Í ljósi þess hef ég ekki mikla trú á okkar liði gegn WH á morgun þar sem mér finnst leikmenn vera einsog sundurlaus her inná vellinum svo ekki sé talað um utan vallar. Samheldnin er í lágmarki og sú viðspyrna sem ég er að bíða eftir virðist vera fjarri en maður heldur, því það ristir djúpt það sem okkur er boðið uppá frá degi til dags og menn að eyða meiri kröftum í aðra hluti en knattspyrnuna. Við getum fabúlerað endalaust um stöðuna og æst hvorn annan upp hér á síðunni en höfum við eitthvað að segja nema kannski það sem við viljum eða óskum. Allir erum við aðdáendur með mismunandi sýn á leiknum, liðinu og starfsliði, sérstaklega stjóranum og viljum hinn og þennan í burtu úr liðinu og svo framvegis en það er og verður aldrei hlustað á okkur :)
Þrátt fyrir síðustu daga og mánuði þá mun ég horfa á leikinn á morgun, halda áfram að gagnrýna það sem ég sé (þó ég viti að það þýði ekki neitt) og hrósa liðinu þegar við á, jafnvel kyrja með sjálfum mér eitt þekktasta lag Gerry and the Pacemakers, þegar ég hugsa hlýtt til þjáningabræðra minna og skammast mín ekkert fyrir það.
GGMU
Ingvar says
Hverju í ósköpunum átti Zidane að breyta hjá Real? Hann var með klassa hóp, náði því besta útúr liðinu, gerði þá að þreföldum evrópu meisturum og spánarmeisturum. Núverandi stjóri Real hefur ekki einu sinni bætt við hópinn þrátt fyrir að missa besta leikmann heims.
Ef Zidane myndi taka við United þá vita það allir að hann þyrfti að bæta liðið og hann myndi bara gera það. Hættu bara að segja að hann hafi ekkert bætt Real því hann bara þurfti þess ekki neitt, enda þrefaldur evrópumeistari.
Halldór Marteins says
Augljóslega skiptir það máli að Zidane hafi ekki þurft að endurnýja hóp Real Madrid að ráði. Það er ekkert víst að hann myndi endilega ná að bæta hóp Manchester United nægilega mikið, hann hefur ekki reynsluna í það verkefni.
Það er ekki þar með sagt að honum myndi sjálfkrafa mistakast það verk. Kannski kæmi í ljós að hann er frábær í því. Hann bara hefur ekkert á, annars mjög vel útlítandi, CV-inu sínu sem segir að hann geti byggt upp lið sem þarf að endurnýja og styrkja. Svo það er alveg eðlilegt, að mínu mati, að setja spurningamerki við það.
Zidane hefur sína reynslu. Hún er glæst en hún er stutt og hún er af starfi sem er mjög ólíkt því starfi sem þarf að vinna hjá Manchester United af þeim sem tekur við af Mourinho. Sérstaklega ef það er stutt í það.
Jón B says
Mourinho er með flott Cv, en hefur lítið bætt spilamennskuna. Þó úrslitin hafi oft verið betri en spilamennskan.