Manchester United liðið mætti ekki á Lond0n Stadium í dag til að spila gegn West Ham United í 7. umferð ensku Úrvalsdeildarinnar sem fram fór fyrr í dag. Þess í stað mættu ellefu áhugalausir, ósannfærandi og andlausir einstaklingar sem virtust frekar eiga heima í stúkunni sem áhorfendur fremur en á vellinum sem fótboltaiðkendur. Það langbesta við þennan leik er það að hann er búinn. Fátt var um góða drætti og liðið svo langt frá sínu besta að Ed Woodward og Glazerarnir eru eflaust farnir að hafa áhyggjur af því hvort liðið verði með í Meistaradeildinni á næsta ári og skyldi engan furða. Á svona degi virðist liðið frekar eiga heima í Inkasso deildinni (ath. með fullri virðingu fyrir þeirri deild) en í deild þeirra bestu á Englandi.
Embed from Getty Images
Það er engum blöðum um það að fletta að það er krísa hjá liðinu og þeir stuðningsmenn sem vilja meina annað eru í mikilli afneitun. Hins vegar má þræta endalaust um orsakir hennar, hvort sem hún liggur hjá Mourinho, Pogba, liðsandanum í klefanum og leikmönnum liðsins, Ed Woodward eða eigendunum en eitt er víst og það er að breytinga er þörf. Þegar slíkt blasir við hjá stórliði eins og United er stjórinn yfirleitt sá fyrsti undir fallöxin.
Enda verður Mourinho að taka á sig ábyrgð fyrir uppstillinguna í leiknum en hún virkaði illa úthugsuð, 5-3-2 með enga kantmenn, sem hafa nú verið eitt helsta einkenni farsælla United liða í gegnum tíðina, gegn liði sem er með 33 ára gamlan og hægan Pablo Zabaleta og hálf-villtan Arthur Masuaku hinu megin, finnst mér vera glórulaus og eiginlega óafsakanlegt.
En honum til varnar þá held ég að liðsuppstillingin hefði ekki skipt neinu máli miðað við hvernig leikmennirnir spiluðu og jafnvel þó við hefðum spila 5-5-3 með þrjá aukaleikmenn hefði liðið ekki geta komið í veg fyrir að West Ham tæki öll þrjú stigin. Í kjölfarið á þessum leik stöndum við í 10. sæti með 10 stig eftir 7 leiki sem er versti árangur sem liðið hefur státað af í 29 ár.
Leikurinn
Án þess að ætla að draga lesendur í sömu tilfinningalægð og höfundur er í núna þá átti United einfaldlega ekkert erindi í þennan leik. West Ham menn mættu margfalt grimmari til leiks og strax á 6. mínútu átti Zabaleta góða sendingu fyrir markið sem rataði á Felipe Anderson sem vippaði boltanum snoturlega framhjá varnarlausum de Gea í markinu. Ekki svöruðu okkar menn því með grimmd og ákvefð að lenda undir heldur áttu þeir í stökust vandræðum með að komast yfir miðjuna með boltann.
Flestar sóknir og hálffæri United liðsins renna út í sandinn eftir klaufalegar sendingar eða ekki nægilega góða fyrstu snertingu leikmanns. Marko Arnautovich, sem var nýkominn tilbaka eftir meiðsl, reyndist okkur gríðarlega erfiður að eiga við og svo virtist sem varnarlína United væri engan veginn með það á hreinu hvar þær ættu að vera, hvort þeir ættu að pressa eða sitja aftar á vellinum og voru eins og álfar út úr hól meira og minna.
Rétt undir lok fyrri hálfleiks skoruðu Hamrarnir annað mark, reyndar sjálfsmark en hver annar en Lindelöf fékk boltann í sig og einhvern veginn endaði boltinn í netinu, lítið við því að gera í raun. 2-0 í hálfleik og bjuggust flestir við því að United myndi mæta til leiks í þeim síðari og reyna að fá eitthvað út úr þessum leik, hugsanlega með því að fara aftur í 4-3-3? Nei. Sama uppstillingin í síðari hálfleik og lítið sem breyttist.
Anthony Martial átti gott færi en Obiang hreinsaði af línunni á 58. mínútu og í kjölfarið litu dagsins ljós nokkur færi til að jafna leikinn. Besta færið kom líklega þegar Fellaini átti skalla sem Fabianski þurfti að hafa sig allan við að verja. Pogba og Martial fengu því næst skiptingar og inná komu Rashford og Mata en sá fyrrnefndi skoraði nánast strax og breytti stöðunni í 2-1 og eflaust einstöku sál þarna úti leyfði sér að dreyma um að United færi ekki tómhent frá Lundúnum. En þeim vonum var snarlega sökkt á hafsbotn þegar Arnautovich skoraði 3 mark Hamranna og þar við sat og hörmulegt tap staðreyndin.
Pælingar eftir leik
Þetta er ekki að virka. Við erum með gríðarlega hæfileikaríka og efnilega leikmenn í bland við reynslumeiri og öruggari leikmenn sem greinilega eru ekki að njóta þess að mæta í vinnuna á laugardögum né sunnudögum. Liðið sem margir hverjir töldu vera nógu gott til að halda í við nágranna okkar í City og vera helst í baráttu við þá og erkifjendurna í Liverpool situr fyrir miðri deild fyrir neðan Watford, Bournemouth, Leicester og Wolves.
Liðið sem fékk á sig einna fæst mörk á síðasta tímabili og hélt oftast hreinu hefur þurft að sækja boltann 12 sinnum í netið á þessari leiktíð og einungis fjögur lið í deildinni sem hafa fengið á sig fleiri mörk. Leikmenn virðast ekki vera að spila fyrir lengur fyrir stjórann né hvern annan og rífast og skammast inn á vellinum og enginn virðist tilbúinn að axla neina ábyrgð á gengi liðsins.
Við erum þegar búinn að missa helstu keppinauta okkar mörgum stigum fram úr okkur og ef gengi liðsins snarskánar ekki á næstu vikum verðum við dottnir út úr öllum keppnum og verðum að berjast við Leicester City um sæti í efri hluta deildarinnar. Það er spurning um að setja þessa Director of Football stöðu á ís og fá frekar nýjan mann í brúnna og búa frekar til stöðu fyrir mann eins og Eric Cantona sem yfir-peppara liðsins, mann sem drífur þá áfram og rífur menn með sér og lætur engan komast upp með að gefa ekki allt sitt á vellinum. Sem stendur tek ég held ég á móti öllum breytingum með opnum örmum og jákvæðum hug.
Kannski væri ekki úr vegi að senda liðið á leik með kvennaliði United en þær hafa spilað alveg glimmrandi góðan fótbolta og gætu þeir eflaust lært eitt og annað af þeim. Lið sem var sett saman í sumar spilar eins og þær hafi ekki gert neitt annað í áratug meðan karlaliðið spilar eins og 11 einstaklingar sem hafa einungis áhuga á næstu útborgun.
En sama hvað verður gert þá er það nokkuð ljóst að breytinga er þörf en það verður líklegast ekki á næstunni. Glazerarnir eru þekktir fyrir að standa með sínum, David Moyes fékk ekki sparkið fyrr en það var orðið tölfræðilega útilokað að enda í topp4 og sama má segja um Louis van Gaal. Verður Mourinho hjá okkur þangað til við verðum búin að missa af meistaradeildarsæti eða fær hann sparkið fyrr? Veðbankar hafa allavega fært hann efstan í röð þeirra knattspyrnustjóra sem búist er við að verði látnir taka pokann sinn. Við stuðningsmennirnir og -konurnar verðum bara að bíða þolinmóð og sjá hvað er og verður.
toggi says
West ham vinnur þennan leik og Móri verður rekinn strax eftir leik
Auðunn says
Hefði kannski viljað sjá meira hugrekki í þessu hjá Mourinho bæði í liðsvali og uppsetningu en sjáum til.
Gífurlega mikilvægur leikur fyrir Mourinho, verður áhugavert að sjá hvað gerist ef liðið vinnur ekki þennan leik.
Ef leikmenn vilja sameinast um að spila fyrir hann þá er tækifærið í dag að sýna öllum það í verki.
Annars þarf að gera breytingar og kannski bara strax í næstu viku.
Karl Garðars says
McT út af og sóknarmann inn.
Þetta er án gríns eitt fáránlegasta liðsval sem ég hef séð.
Það vantar ekki fleiri fávita á sama blettinn í vörnina.
gummi says
er þetta ekki bara farið að koma gott með hann Móra hann gjörsamlega búinn að tapa vitinu með þessari uppstilingu
Jón says
maður getur ekkert annað en hlegið af þessu liði
Rúnar Þór says
Þvílíkur skíta hálfleikur. Liðið allt of aftarlega, yfirspilaðir af West Ham. Sköpum ekki neitt það eina sem er gert er að fara upp kantinn og senda inn í þar sem 1-2 united menn eru á móti 5-6, er það vænlegt til árangurs???
Skil ekki þessa uppstillingu, McTominay sem hafsent þegar Bailly alvöru hafsent er á bekknum
Engin spilamennska, gjaldþrot, óáhorfanlegt :(
Kjartan says
Ein hægasta miðja í sögu úrvalsdeildarinnar og núll skot á markið. Verðskuldað 0 – 2 undir og ekkert sem gefur til kynna að það muni breytast.
gummi says
Ég held að Móri ætti nú að sjá sóma sinn og segja upp eftir leik
Bjarni says
Það er hlegið að okkur á pöllunum enda eigum við það skilið. Þetta er þrotabú hvað fótboltann varðar og verður erfiður vetur með þennan stjóra og þessa leikmenn, akkúrat ekkert í gangi.
Helgi P says
Þetta mun ekki lagast fyrr en Móri fer frá þessu liði
Bjarni says
R.I.P
Glazers
Woodward
Móri
Smalling
Young
Mata
Matic
Fred
Lindelof
Fellaini
Jones
Valencia
Gleymi örugglega einhverjum. En þetta eru ekki menn að mínu skapi, þar hafið þið það.
GGMU
Sindri says
Fyrir 13 mánuðum voru margir stuðningsmenn að hugsa, og það réttlætanlega, að liðið gæti vel orðið meistari. Þá vorum að taka lið eins og West Ham og rúlla þeim upp 4-0.
Þvílíkt þrot sem er í gangi núna. Þjálfarinn vill ekki spila sókn, leikmennirnir virðast ekki hafa áhuga á þessu.
Núna þarf bara að losa fjötrana sem Mourinho er búinn að festa liðið í. Maður hefði viljað halda honum sem stjóra í byrjun tímabils en þetta er bara of mikið af niðurlægingum úti á velli fyrir Manchester United.
Burt með Mourinho.
Elís says
Þetta er brandari og frekar lélegur.
Þetta var ekki erfiðasta leikjaprógram sem maður hefur séð í byrjun deildar en 10 stig eftir 7 .
Leicester heima 2-1 = Þar sem liðið var sundurspilað á köflum.
Brighton úti 2-3 tap = Ó sætanlegt
Man utd heima 0-3 tap = Kannski einn af betri fyrirhálfleikum á tímabilinu.
Burnley úti 2-0 = solid sigur
Watford úti 2-1 = Flottur sigur í jöfnum leik.
Wolves heima 1-1 = Liðið átti ekkert meira skilið
West Ham úti 1-3 tap = Andlaust og lélegt
Þeir sem halda ekki með Man utd vona að Móri verður áfram og það segjir mikið um stöðu liðsins.
Ólafur Kristjánsson says
Trúðurinn Pogpa ætti að vera á listanum hjá Bjarna. Og þar hafið þið það!
Karl Garðars says
Sammála Sindri. Nóg komið.
Bailly situr á bekknum og McTominay spilar miðvörð. Þetta er skemmdarverk.
Glazers, Woodward, Pogba og Mourinho mega fara til andskotans í þessari röð.
Þar sem röðinni verður örugglega snúið við þá spyr maður sig, gæti Zidane ráðið við alla þessa ræfla allt í kringum sig, bæði leikmenn og sérstaklega eigendur? Í fullri alvöru þá erum við með svo mikla aumingja í þessu liði að það er ekkert eðlilegt. Verstir eru þó eigendurnir og Woodward strengjabrúða þeirra. Þessari hryðjuverkastarfsemi glazeranna þarf að ljúka.
Pogba ásamt Sanchez eru síðan peningakrabbamein sem þarf að losna við.
Nú dugir engin ormahreinsun, það þarf að skera niður stofninn og starta upp á nýtt.
Audunn says
Vandamál United liggur á mjög mörgum stöðum í dag.
Það er engin ein töfralausn til, að reka Mourinho er ekki ein og sér lausnin þótt ég sé á því að hann eigi að fara því hann fittar ekki inn í hugmyndafræði klúbbsins.
Eflaust spyrja margir hvaða hugmyndafræði er hann að tala um því það er engin hugmyndafræði í gangi, ekkert plan til og stefna liðsins ekki til.
Það veit enginn hvert liðið stefnir, ekki einusinni þeir sem öllu stjórna.
Þegar Matt Busby tók við liðinu þá kallaði hann alla leikmenn inn til sín og sagði.
Sjái þið allan iðnaðinn og verkafólkið hérna í nágrenninu?
Þetta er fólkið sem kemur á helgum og borgar fyrir að sjá ykkur spila fótbolta. Ykkar verkefni er að skemmta þeim og gefa þeim eitthvað til að gleðjast yfir.
Vinna eða tapa, þið skemmtið fólkinu no matter what.
Hann og klubburinn hafði stefnu.
Sir Alex og Gill höfðu stefnu.
Moyes hafði enga stefnu og ekki Mourinho heldur.
Van Gaal hafði akbeðna stefnu en hún gekk bara ekki upp.
Woodward a ekki að fara, hann á að gera það sem hann er góður í og það er markaðsfræði og samningagerð. Ekki leikmanna val né kaup. Hann á ekki að koma nálægt neinu sem tengist knattspyrnu.
Nú ætti United að búa sér til 5 ára stefnu.
Ráða inn mann sem sér um þau mál.
Hvernig á liðið að spila, hvernig þjálfara þarf til þess og hvernig leikmenn.
Ég myndi vilja sjá t.d Gary Neville í því hlutverki.
Hann þekkir klúbbinn út og inn og hefur mikla þekkingu á knattspyrnu þótt hann sem þjálfari hafi ekki gengið upp.
Það er ekkert annað að gera en að byrja núna strax. Annars verður þetta lið orðin algjör rúst eftir stuttan tíma.
Sammi says
@Bjarni
Sammala nema með Matic, Fred og Lindelöf, restin má fara..
Held að Lindelöf geti orðið helviti öflugur ef hann fær einhvern alvöru mann með sér, hef trú á stráknum..
Fred er enn ungur og gæti orðið góður og Matic finnst mer alltaf einhvernveginn skila sínu..
Annars skil eg ekki afhverju Dalot fær ekki að spila meira?
Er það útaf hann er að koma úr meiðslum eða hvað?
Hann er svo mikið betri en Young og Valencia
Þurfum Móra out og fá einhvern sem spilar skemmtilegann sóknarbolta.. Það væri allt annað ef við höfðum tapað þessum leik við West Ham ef við hefðum spilað skemmtilegri bolta og sótt almennilega á markið.
Segi ekki meir í bili..
Ciao
Bjarni says
Já gleymdi stóra barninu PP og plágunni, umbanum hans, rót alls ills.
Egill Ó says
Það er mikið talað um að Glazerfjölskyldan og Woodward séu stóra vandamálið hjá United. Ég get alveg tekið undir það að mörgu leyti og það er vont að sjá klúbbinn undir stjórn Glazer og Woodward á að einbeita sér að öðru en leikmannaviðskiptum.
En er ekki að verða ljóst að Mourinho er einfaldlega ekki rétti maðurinn fyrir þetta lið? Það er eitt að það hafi ekki verið keyptir þeir leikmenn sem hann taldi sig þurfa til að halda áfram að bæta liðið í sumar en vandamálið í leiknum í dag er ekki að Toby Alderweireld hafi ekki staðið í vörninni. Leikmannahópur United er einfaldlega miklu sterkari en hjá liðum eins og West Ham, Wolves og Brighton og það er algjörlega út í hött að liðið sé trekk í trekk að tapa stigum í svona leikjum.
Vandamálin eru að mínu mati að stjórinn veit ekki hvert sterkasta byrjunarliðið sitt er, hann veit ekki hver sterkasta taktíkin sín er og hann virðist heldur ekki vita, sem er sennilega það versta, hvernig lið Manchester United undir sinni stjórn á að vera. Eða getur einhver sagt mér hvernig bolta United spilar undir stjórn Mourinho? Ég gæti alveg svona nokkurn veginn sætt mig við að liðið væri ekki blússandi sóknarlið ef a) það væri hægt að sjá eitthvað ákveðið ‘identity’ á leik liðsins og b) að leikur liðsins væri að skila árangri. Hvorugt er uppi á borðinu í dag.
Þegar það bætist svo við að stjórinn lendir ítrekað í árekstrum við leikmenn liðsins, frystir þá í lengri tíma á bekknum eða utan hóps og talar neikvætt um þá við fjölmiðla þá veit ég hreinlega ekki hversu lengi maður á eiginlega að gefa honum séns. Það þarf eitthvað að fara að breytast og það hratt.
gummi says
Og svo erum við eftir að keppa við bestu liðin í deildinni hvernig endar þetta tímabil hjá okkur ef Móri verður ekki rekinn fljótlega
Sigkarl says
Sælir MU stuðningsmenn
Ég er Liverpool maður en ég á nokkra góða vini sem styðja liðið ykkar. Ég kenni í brjósti um þá. Ég kenni í brjósti um þá því stuðningmenn eins besta liðs sem hefur spilað á Englandi eiga betra skilið en þessa hörmung sem maður horfir á leik eftir leik. Mér finnst það gott á Móra því ég er ekki aðdáandi hans. En að horfa uppá hvernig hann er að fara með þennan fornfræga klúbb er ógeðslegt. Það er svo ógeðslegt að meira segja ég sem stuðningsmaður eins helsta andstæðings ykkar get ekki orða bundist.
Meðan Móri er hjá ykkur breytist ekkert nema það verður ritaður ömurlegur kafli uí sögu liðsins ykkar. Komið honum burtu svo þið getið farið að berjast við liðin sem þið eigið að vera berjast við Það eru ekki lið eins og WH og B&HA o.s.frv. Liðið ykkar á að veita liðum eins og Liverpool, Chelsea, Man. City, Tottenham og Arsenal verðuga keppni. Það er hlutverk MU en ekki þessi hörmung.
Það er nú þannig
YNWA
toggi says
þetta lið er orðið svo sorglegt og nú má þetta þjálfara helvítið fara drúlla sér í burtu og það strax áður en hann fer með þetta lið niður um deild
Timbo says
Veit án gríns ekki hvort er þreyttara, nöldrið í sjálfum mér eða þetta helvítis lið. Þessir jókerar eru ekki einu sinni í formi.
Miðjan hjá West Ham var étin af bæði Liverpool og Arsenal. Noble og Anderson hefur ábyggilega aldrei liðið jafn vel á velli eins og í dag.
Post match-ið á mutv er farið að minna á símatímann á útvarpi sögu. Góðar stundir…
Frikki says
Það að stilla upp McTominey í miðverði voru skilaboð frá móra til stjórnarinnar um að hann vildi miðvörð í sumar. En ég skil stjórnina sem leyfði móra að eyða stórum upphæðum í Bailly og Lindelöf að hunskast til að nota þá, en þeir eru báðir lélegir og staðan því slæm. Innkaupin léleg og það er móra að kenna.
Joi tan says
Fyrir mér má henda mourinho út á hafsauga, tímabilið strax ónýtt. Fá bara einhvern inn sem vill spila hraðan og skemmtilegan soknarbolta, ég vill frekar fara á anfield og brúnna með jafnar líkur að tapa 3-4 og vinna 4-3 heldur en að mæta og leggja rútunni og pína mig í að horfa á 90 min af algjörum viðbjoða knattspyrnu sem endar 0-0
Íris says
Leikmannahópurinn er alls ekki góður,. Matic sleði sem er alltaf á hraða snigilsins, Lukaku getur ekki tekið á móti bolta og svona mætti lengi telja. Smalling,Lindelöf, Jones eru herfilegir. Ég held ég minnist ekki á þjálfarann.
Arnar says
United er ekki með verri leikmannahóp en Chelsea, Arsenal og Spurs. Þetta skrifast einfaldlega á þjálfarann.
gummi says
Þetta er einn versti stjóri sem hefur stjórnað united og það er ótrūlegt að það sé eķki búið að reka hann
Herbert says
Þessi Mourinho má éta …… Þvílíkur hrokagikkur sem hefur ekkert efni á að tjá sig um forna frægð. Ferill þessa manns hefur hrunið seinustu ár. Skilur allt eftir í rusli þaðan sem hann fer. Meistari í því! Það er einn ljós punktur hjá united í haust og bara einn….. Það er Luke Shaw. Fred er brandari! Álíka góður og Herrera á sínum tíma. Matic er ekki í United gæðum. Og þessi þjálfari er þúsund sinnum verri en Moyes og Van Gaal.. það var ekki þessi skítahroki í þeim…. „Ég þarf ekki að spila skemmtilegan fótbolta því að ég er með fimm háskólagráður og ég veit betur en þið allir!!“
Hjöri says
Það sem er að drepa þetta lið, er eflaust mórallinn hjá liðinu, og þar er sökin hjá stjóranum. Hann niðurlægir menn opinberlega, hann tekur enga sök á sjálfan sig, allt öðrum að kenna ef ekki leikmönnum þá dómurum. Mín skoðun er að hann sé kominn á endapúnkt sem stjóri á.m.k. í bili, og þarf að fara í hvíld.
kristjans says
Eigendur Man Utd líta á félagið sem gróðamaskínu og virðast vera alveg saman um spilamennsku eða árangur liðsins, svo lengi sem liðið endar í topp 4 og kemst í Meistaradeildina.
Ed Woodward á víst að hafa staðið sig vel á markaðsskrifstofu félagsins en ræður engann veginn við núverandi starf. Man einhver t.d. eftir tilkynningunni stuttu eftir að Moyes tók við þegar Woodward rauk úr æfingaferð til að sinna „urgent transfer business“ – gerðist eitthvað þá? Er hægt að fá David Gill aftur?
Jose Mourinho virðist vera búinn.
Veit hann sitt besta byrjunarlið? Veit hann hvaða taktík virkar best fyrir liðið? Það er líkt og hann velji hreinlega eitthvað af handahófi. Er valdabarátta í gangi milli hans og Woodward? Er Mourinho að reyna sýna fram að það vanti miðvörð í liðið – t.d. með því að spila McTominay í vörninni í dag? Vantreystir Woodward og/eða stjórnin Mourinho varðandi leikmannakaup? Sanchez hefur t.d. ekki heillað eða Lindelof.
Leikmenn virka áhugalausir og það er ekkert í gangi. Er Mourinho búinn að missa klefann?
Það er eitthvað mikið í gangi milli hans og Pogba. Og af hverju fær Bailly ekki að spila? Er hann ekki besti/skásti miðvörðurinn í hópnum?
Cantona no 7 says
Mourinho verður áfram .
Ég er lengi búinn að fylgjast með stórveldinu og hef séð það
svartara .
Ég legg til að okkar menn snúi bökum saman og snúi þessu við.
Það hlakkar í stuðningsmönnum annarra liða yfir gengi okkar,
en það er nóg eftir og ýmislegt sem á eftir að gerast.
Ég styð okkar menn ALLTAF og við þurfum að hætta þessu
að þessi eigi að fara og hinn.
G G M U
ps. stuðningsmenn herr KFlopp eiga ekki heima hér.
gummi says
Hvernig er hægt að hafa Móra áfram ef leikmenn eru hættir að spila fyrir stjóran það er bara ekki hægt
Robert says
Augljost að mourinho er ekki að ná neinu útur frábærum og rándýrum hóp sem spilaði mjög vel fyrsta helminginn á seinasta tímabili og hann er löngu búinn að fá alla leikmennina uppá móti sér með hræðilegum fótbolta og að því að vera endalaust að gagnrýna leikmenninna opinberlega.
Nú spyr ég bara því ég einfaldlega þekki ekki þessa eigendur mjög vel en hvað hafa sumir hér svona mikið á móti þeim? Móri hefur fengið meiri pening en allir nema city til að eyða í leikmenn og þeir hafa bara aldrei virkað undir hans stjórn (en brillera svo annarstaðar á HM eða fyrrverandi liði) svo hvernig tengist þetta eitthvað eigendunum en ekki bara móra?
toggi says
ég er alveg sammála þér Róbert þeir hafa alveg dælt og dælt peningum í þetta lið vandamálið er Móri hann var búinn að segja þetta fyrir mót að leikmennirnir hans væru bara drasl
Tòmas says
Hann verður farinn innan fimm leikja.
Þetta gengur ekki. Af þrem stjòrum post Fergusson, fannst manni Van Gaal vera reyna eitthvað með taktìk og gera suma leikmenn betri (Martial, Blind voru gòðir, Rashford braust fram, Smalling og Jones àttu run). En sum leikmannakaup voru slæm hjà honum. Blind, Darmian, Schweinsteiger past his prime.
Mourinho hefur fengið flest sem hann vill en hann hefur ekki sýnt það að hann geri leikmenn betri eða að liðið sé að kaupa það sem hann er að predika…hvað sem það er. Svo er hann svo djöfull leiðinlegur.
Þurfum nùtìma stjòra.
Sindri says
Gæti ekki verið meira ósammála Herbert að Mourinho sé þúsund sinnum verri en Moyes og LVG. Að loknum tveimur árum hjá Mourinho skilaði hann 2x-3x fleiri smá bikurum og náði betri árangri í deild. En núna virðast leikmenn vera búnir að fá nóg og hann er ekki að ná fram þeim hæfileikum sem flestir í hópnum búa yfir.
Þar af leiðandi tel ég að þetta sé búið hjá honum en þessi vottur af nostalgíu í garð LVG er nú ekki reistur á neinum rökum.
Herbert says
Sindri það er rétt hjá þér, þetta var sagt í reiðiskasti. Er samt hrikalega ósáttur að hann sé kominn á þriðja tímabil, búinn að eyða helling af peningum og veit hvorki sitt besta byrjunarlið né taktík. Alveg með ólíkindinum að fylgjast með þessu.
Björn Friðgeir says
Kemur kannske sumum á óvart, en: Það sem Auðunn sagði.
Það vantar alla stefnu í félagið og eins og ég hef talað um hér og annars staðar finnst mér ábyrgðin liggja hjá eigendunum sem finnst nóg að lenda í fjórða sæti.
Mér þykir alveg ljóst að Mourinho þarf að fara. Mér þykir líka ljóst að þó nýr stjóri taki við þá verði Pogba aldrei sáttur og fari því líka.
Það verður að grípa tækifærið núna þegar Mourinho hættir og ráða yfirmann knattspyrnumála og senda Woodie aftur í auglýsingarnar. Þá má ráða þjálfara sem getur unnið með fyrrnefndum yfirmanndi knattspyrnumála og farið eftir línunum sem lagðar verða. Og auðvitað verður skemmtilegur fótbolti í fyrirrúmi, enda held ég að nú til dags sé hreinlega erfitt að finna menn sem leggja jafn mikið upp úr því og Mourinho að tapa ekki.
Þegar Mourinho tók við bjóst ég aldrei við honum nema sem þriggja tímabila stjóra, til að rétta skútuna við eftir hrunið hjá Moyes og Van Gaal. Það gerði hann svo sannarlega. Hins vegar verð ég að viðurkenna að kaupin hafa ekki verið jafn góð og ég vonaðist til, að hluta auðvitað skrifast það á fíaskó sumarsins. Nýr stjóri tekur því ekki við neitt sérlega blómelgu búi, en þó eru bjartir púnktar í þessu
Ég er sem sé kominn af Mourinho vagninum, loksins, en sé ekkert eftir því að hafa verið á honum, eins og ég hef margoft útskýrt, þá er United á þeim stað að skemmtilegur fótbolti er ekki nægjanlegur, það verður að sýna árangur. Þegar hvorugt er til staðar, þá getur útkoman aðeins verið ein.
Þeim mun lengur hins vegar sem dregst að gera breytingar, og þá meina ég allt það sem að ofan er talið, þá skrifast það á afskiptaleysi eiganda og hirðuleysi þeirra. Að því sögðu býst ég ekki við miklu. Zidane kemur inn sem stjóri, knattspyrnustjórinn verður ekki ráðinn og þetta heldur áfram. Það er umræða seinni tíma, en ég er enn mjög skeptískur á hvernig árangri Zidane mun skila þegar hann er ekki með topp hóp í höndunum.
sigurvald says
Aðeins það eina atriði að enginn leikmaður virðist bæta sig undir stjórn JM finnst mér nóg til að láta hann fara.
Jóm says
ég mundi nú ekki segja að hann hafi rétt skútuna við hann er með liðið í 10 sæti og það er allt í rústi hjá klúbbnum
Björn Friðgeir says
2. sætið í fyrra. Við vissum að það þyrfti að bæta liðið og það er ekki bara Mourinho að kenna að það var ekki gert í sumar.
Jón says
af hverju að leyfa manninum að kaupa fleiri leikmenn þegar flestir af þessum mönnum sem hann hefur fengið kemst ekki einu sinni í liðið hjá honum
toggi says
vandamálið með Móra að hvert sem hann fer þá þarf hann alltaf að vera í stríði við suma leikmenn sem endar alltaf á einn veg að hann missir klefan
Björn Friðgeir says
Annað hvort á hann að fá að kaupa menn, eða þá að reka hann. Ef þú treystir ekki stjóranum hvað þá?
gummi says
Þess vegna er ótrúlegt að það sé eķki búið að reka hann því stjórninn treystir honum ekki lengur