Jæja, þetta var nú aldeilis stuðið, eða þannig. Lélegt form Manchester United heldur áfram, í þetta skiptið endaði leikurinn með markalausu jafntefli. Leikmenn liðsins virkuðu hugmyndasnauðir, þreyttir og litlir í sér. Mourinho gerði aðeins eina breytingu í leiknum og hún kom seint, miðað við hvernig liðinu gekk í leiknum.
Mourinho gerði nokkrar breytingar á byrjunarliðinu frá síðasta leik. Helst má þar nefna að Eric Bailly fékk aftur séns í hjarta varnarinnar eftir þó nokkra fjarveru. Að auki fékk Alexis Sánchez, sem mikið hafði verið fjallað um í blöðum, sæti aftur í byrjunarliðinu.
Byrjunarlið Manchester United var svona:
Varamenn: Romero, Darmian, Lindelöf, Fred, Mata, McTominay, Martial.
Valencia stillti upp þessu liði:
Varamenn: Doménech, Vezo, Soler, Gameiro, Cheryshev, Diakhaby, Wass.
Leikurinn sjálfur
Það var áhugavert að sjá í byrjun leiks að Marcus Rashford byrjaði vinstra megin á meðan Alexis Sánchez spilaði á hægri kantinum. Í byrjun leiks virtist líka eins og leikmenn hefðu ætlað að mæta ákveðnir til leiks. Þeir tóku hópknús úti á vellinum fyrir leik og þegar leikurinn byrjaði virtust þeir m.a.s. ætla að vera nokkuð samstilltir í hápressu á leikmenn Valencia. Það kom gestunum stundum í vandræðum en því miður entist það ekki og það fór að fjara ansi fljótt undan álitlegri byrjun þegar lítið var liðið af leiknum.
Rashford byrjaði leikinn vel og reyndi sitt besta til að skapa eitthvað fram á við. Hann átti langskot og reyndi að finna svæði til að hlaupa með boltann í. Heilt yfir varð þó liðið kunnuglega kyrrstætt og lítið um hreyfingar. Þar af leiðandi var sáraeinfalt að verjast og jafnvel oft eins og leikmenn Manchester United væru færri á vellinum. Þannig hefur þetta mikið til verið í síðustu leikjum.
United náði einhverjum tilraunum í fyrri hálfleiknum en ekkert sem skapaði almennilegan usla. Í tvígang hafnaði boltinn í handlegg varnarmanns andstæðingsins en hvorugt skiptið gaf ástæðu til að flauta nokkuð á það, sama hvað leikmenn Manchester United reyndu að mótmæla.
Leikmenn Valencia virkuðu mun beinskeyttari þegar þeir fengu boltann og reyndu þá iðulega að sækja á nafna sinn í hægri bakverðinum hjá United. Fyrirliðinn átti ekki góðan dag, varðist engan veginn nógu vel og studdi heldur ekki vel við sóknarleikinn. Sem betur fer fyrir hann náði Valencia (altso, liðið) ekki að nýta sér þessa leið sem þeir áttu upp vinstri kantinn í að skapa neitt af viti.
Eftir um það bil 8 mínútur í síðari hálfleik fór boltinn aftur í handlegg Valenciamanns. Enn var þó um algert óviljaverk að ræða svo dómarinn gerði rétt í að flauta ekki.
Manchester United fékk fjórar aukaspyrnur á hættulegum stöðum í leiknum. Fjórir mismunandi leikmenn liðsins tóku þessar spyrnur. Alexis Sánchez tók eina í fyrri hálfleik, sem hann negldi beint í vegginn. Paul Pogba tók eina eftir um klukkutíma leik. Hann skaut föstu skoti sem hann náði að setja yfir vegginn og rétt undir slána. Neto í markinu náði hins vegar að verja vel. Lukaku tók svo eina á 82. mínútu en hann setti skotið líka beint í vegginn.
Á 76. mínútu kom loksins skipting. Eina skipting leiksins, af einhverjum ástæðum. Alexis Sánchez hafði stundum sýnt eitthvað sem virtist ætla að sanna að það væri líf í honum, en það dofnaði þó jafnharðan. Enn einn dapur leikur hjá honum. Ef það á að þrjóskast við að spila honum þá er þó vonandi að hann spili frekar hægra megin. Martial kom inn fyrir Sánchez og fór á vinstri kantinn, Rashford á hægri. Martial lét þegar í stað finna fyrir sér og átti nokkra álitlega spretti. Einn þeirra endaði með aukaspyrnu á vinstri kantinum, alveg við vítateigslínuna. Rashford tók þá aukaspyrnu og lét einfaldlega vaða á markið. Boltinn datt ofan á samskeytunum fjær. Ágætis tilraun þótt það hefði líklega verið skynsamara að reyna að finna hausinn á Fellaini eða einhverjum öðrum af þeim hávöxnum leikmönnum sem voru komnir í teiginn. Rashford má þó eiga það að hann hafði sjálfstraust í að reyna að leika eftir markið sem Toni Kroos skoraði á HM í sumar, sjálfstraust er ekki eitthvað sem hefur verið offramboð á í leikmannahópi Manchester United síðustu vikur.
Svo eiginlega fjaraði þetta út. United sýndi alveg meiri lit síðustu mínúturnar en það var samt ekki nógu gott. Markalaust jafntefli sanngjörn niðurstaða miðað við hvernig leikurinn spilaðist. Hvorugt liðið átti meira skilið út úr leiknum. Valencia (liðið) gerði í sjálfu sér ekkert svakalega mikið fram á við heldur.
Pælingar eftir leik
Ekki góð frammistaða. Leikmenn virka bæði and- og orkulausir. Mourinho sömuleiðis. Held það viti allir í hvað stefnir, bara spurning um hversu langan tíma það tekur að ná þeim punkti.
Eins og kemur fram að ofan þá átti Antonio Valencia ekki góðan leik. Það er spurning hvort aldurinn sé að ná honum. Því fyrr sem Dalot er tilbúinn til að taka við sem aðalbakvörður, því betra.
Luke Shaw átti ekkert sinn besta leik í kvöld en hann heldur samt áfram að sýna það hvað hann hefur stigið upp. Er búinn að vera besti leikmaður liðsins í upphafi tímabilsins. Það er vonandi að hann geti haldið þessu áfram. Sérstaklega ef Rashford og Martial halda áfram að spila á vinstri kantinum, þar er samvinna milli bakvarðar og kantmanns sem má þróa lengra og byggja ofan á.
Staðan í riðlinum og næstu leikir
Í hinum leik dagsins í H-riðlinum vann Juventus öruggan sigur á Young Boys með 3 mörkum gegn engu. Dybala með þrennu í þeim leik. Staðan í riðlinum er þá þannig að Juventus er í efsta sætinu, Manchester United í 2. sæti, Valencia í 3. sætinu og Young Boys í 4. sæti. Næstu tveir leikir hjá Manchester United eru svo gegn mjög sterku liði Juventus. Liðið þarf aldeilis að finna fleiri gíra og meiri fótbolta ef það ætlar að gera eitthvað gegn ítölsku meisturunum.
Sigur hjá u19
Fyrr í dag spilaði U19 lið Manchester United í UEFA Youth League gegn Valencia. United vann Young Boys í fyrstu umferðinni með 2-1 sigri, þar sem sigurmarkið kom í uppbótartíma. Liðið vann aftur sigur í dag en í þetta skiptið var hann ekki tæpur. Bohui, Greenwood, Chong og Baars tryggðu United 4-0 sigur. Mason Greenwood er þar með búinn að skora 11 mörk og leggja upp 3 til viðbótar í síðustu 8 leikjum. Hann skrifaði líka undir atvinnumannasamning við Manchester United í tilefni þess að hann varð 17 ára gamall í gær. Verður gaman að fylgjast með honum í framtíðinni.
Bohui 1-0 pic.twitter.com/jY0zoHIH0U
— Fabio (@FabioProd) October 2, 2018
Greenwood (Laird) 2-0 #MUFC pic.twitter.com/XhYqdKs3N8
— Fabio (@FabioProd) October 2, 2018
Greenwood (Laird) 2-0 #MUFC pic.twitter.com/XhYqdKs3N8
— Fabio (@FabioProd) October 2, 2018
Baars (Puigmal) 4-0 pic.twitter.com/gtO7bYyLhZ
— Fabio (@FabioProd) October 2, 2018
Bjarni says
Hljómar sterkt lið eins og það getur orðið með þennan hóp og nú er eins gott að menn mæti til leiks og spili góðar 90 mín en ekki kafla og kafla. Spurningarmerkin eru miðverðirnirog hægri bak, taugaveiklaðir og stirðir og stundum ekki alltaf með staðsetningar á hreinu. En restin ætti að vega það upp þ.e ef þeir mæta með hausinn skrúfaðan á.
GGMU
Auðunn says
Enn og aftur finnst mér vanta hugrekki í liðsuppstillingu Mourinho.
Heima gegn Valencia þar sem hann hefur allt að vinna en engu að tapa.
Turninn Pallister says
Lykilleikur í þessum riðli fyrir okkur. Tap í kvöld mun þýða að það verður brekka að komast áfram. Að því gefnu geri ég ekki ráð fyrir flugeldasýningu eða skemmtilegum leik (er reyndar hættur að gera mér vonir fyrirfram um slíkt). Vona samt að Rashford hrissti upp í sóknarleiknum og komi banhungraður inn. Þá er fagnaðarefni að Lindelöf byrji ekki.
Runar says
Best að byrja 4-3-3 og vera með læti en setja svo í bakkgír og fara í gamla 3-5-2 sem gerir ekkert nema parkera rútunni?
Bjarni says
Þetta er bara sama gamla farið ekki einu sinni eitt jákvætt hænuskref fram á við. Býst alltaf við að fá mark í andlitið með þessa vörn, A.Valencia er rusl leikmaður, Bailly skilningslaus og Smalling einsog hann er, óútreiknanlegur :)
Matic er hægur og leiðinlega passífur, Pogba enn að sýna hvað hann er klár eða hitt þó heldur, Rashford reynir að skjóta á markið um leið og hann fær boltann þó hann sé við miðlínu. Litli chílí maðurinn er bara lítill og gerir ekkert meira en að hlaupa um einsog rófulaus…… Aðrir eru lala og svona lýsandi fyrir leikinn. Valencia, liðið, beittari inní boxi ef eitthvað ef en klúðra sem betur fer hugsanlegri stoðsendingu.
En þetta fer einhvern veginn er alveg viss um það.
Karl Garðars says
Vill einhver segja McTominay, Lindelof og Darmian að setjast aftur. Ekki seinna en strax.
Turninn Pallister says
Veit samt ekki með það Karl, hugsa að það kæmi meira út úr Darmian heldur en Alexis…
Miðað við síðustu 70 mín. Þá væri Romero inn fyrir Alexis sennilegast bæting.
silli says
ARFASLAKT!
Audunn says
Miðja Man.Utd er eins og risaeðla. Himnalengjur og mjög léleg samsetning af miðjumönnum.
Fyrir utan það þá kunna þeir ekki að spila saman né lesa hvon annan.
Matich er fínn dmc týpa en hann er hægur og ekki góður sendingarmaður.
Pogba getur jú verið góður og eini miðjumaðurinn sem reynir og getur skapað eitthvað fram á við. Það dugar bara ekki til.
Fellaini er náttl ekkert, hægur ótrúlega lélega boltatækni og hræðilegur sendingarmaður. Hann skapar ekkert með boltann á jörðinni.
Er líka hægasti leikmaður í heiminum.
Það vantar meiri hraða, betri sendingar og leikmenn sem geta skapað eitthvað.
Bjarni says
Jæja þessi hörmung loksins að baki, leikmenn geta sótt launatékkan seinna í kvöld eða á morgun. Ég á ekki von á því að liðið nái sér uppúr þessu skítamoði sem það er í þennan vetur og það er bara allt í lagi mín vegna. Menn verða að sá ef það á að uppskera og þetta eru allt dauð fræ fyrir mér a.m.k flestir leikmanna. þoli ekki ákveðna leikmenn en þeir spila nánast alla leikina og nú bætist einn í þann hóp, Matic. Allt of passífur og hægir allt of mikið á leiknum, því miður er þörf fyrir svona karla í svo kölluðum nútíma fótbolta. Síðan þarf bara ekkert að ræða meira um þetta lið, þetta er búið spil á öllum vígstöðvum og þeim sem koma að þessum málum til ævilangrar skammar.
GGMU en ekki þetta dauðyflis lið sem við eigum í dag.
Timbo says
Er vægast sagt pirraður út í Lukaku að hafa bætt á sig 7 kg eftir HM. Hann er skugginn af því sem hann var í sumar. Skrokkurinn á Alexis er búinn, allur sprengikrafturinn er farinn. Hann á ekki framtíð hjá félaginu, því miður.
Hvað varðar pogba, matic og felli… þá mættu þeir fara með sinn gönguhóp í futsal.
Cantona no 7 says
Stuðningsmenn Manchester United.
Ég hef sagt það áður að ég hef stutt félagið í gegegnum súrt
og sætt og mun aldrei hætta.
Það koma góðir tímar og slæmir t.d Liverhampton hefur
ekkert getað í ca. 30 ár ,en þeir „styðja“ sína menn.
Við eigum ALLAF að styðja okkar lið sama hvernig gengur.
G G M U
gummi says
Við verðum bara að losna við Móra því það vita það allir að hann er ekki að fara snúa þessu gengi við
Siggi P says
Cantona 7: já! En við megum líka gera kröfur. Þetta er búið að vera þrautarganga síðustu ár. Höfum þolað það því við vonum að betri tíð sé í nánd. Síðasta tímabil gaf von um betra gengi, en byrjunin í ár er stórt skref afturábak frá í fyrra. Það er ljóst að félagið er enn nokkrum árum frá að komast aftur í fremstu röð. Það verður engin framför með þessum stjóra og meirihluta núverandi leikmanna. Það þarf að laga það.
Heiðar says
Í fyrsta sinn síðan að Móri tók við er liðið í það slöku standi að ég stend mig að því að horfa ekki á leikina. Það er einfandlega ekkert til að horfa á ! Þetta er sama tilfinning og maður fékk lungann úr stjóraferli Moyes og allan tímann sem posession Van Gaal var við völd. Að sama skapi hefur maður enga löngun til að skella sér í fótboltaferð til Manchester.
Þetta ævintýri er einfandlega ekki að ganga upp og Móri þarf að fara. Hann er búinn að fá tíma og enda þótt hann hafi ekki fengið 100% stjórn yfir leikmannakaupunum ætti þessi hópur sem hann er með í höndunum að geta unnið flesta leiki. Þannig er það hinsvegar ekki, mórallinn virðist slakur og það smitast inn á völlinn. #Mourinhoout
Jón says
Cantona no 7 ert þú að sjá fram á einhverja bjarta tíma hjá þessu liði undir stjórn Móra við erum bara á vondum stað ég held að hann sé ekki að fata það að hann er að stjórna united en ekki einhverjum smá klúbbi
Tòmas says
Fannst menn leggja sig meira fram en ì sìðustu leikjum.
Frammistaðan var svo sem ekki fràbær en þetta var betra… vorum betri en andstæðingurinn sem heyrir nù til undantekninga.
Er samt à þvì að við þurfum nýja forystu.
Við mætum öðru liði ì krýsu um helgina. Léleg frammistaða þar og Mòri hlýtur að taka pokann sinn.
Rauðhaus says
Tek undir með Tómasi að þetta var vissulega mun betra en um síðustu helgi og byrjun leiksins í sjálfu sér bara ágæt. Því miður fjaraði undan því og þetta varð eftir því sem leið á leikinn dofið og statt.
Það er með algjörum ólíkindum að fylgjast með klúbbnum nú um stundir. Það komu alveg stundir undir stjórn Sir Alex sem voru krítískar. Sérstaklega man ég eftir haustinu 2001 þegar við spiluðum 7 leiki í röð þar sem við töpuðum 5 og gerðum eitt jafntefli. Þetta var haustið eftir að Jaap Stam var seldur undir lok gluggans eftir að ummæli í væntanlegri ævisögu fóru að birtast í fjölmiðlum sem Sir Alex var ekki svo hrifinn af. Þarna varð talsverð fjölmiðlaummfjöllun og Sir Alex var alveg undir einhverri pressu sem hann þó aflétti með góðri sigurhrinu í kjölfarið.
Svo var náttúrulega seinnihluti tímabilsins hjá David Moyes algjört downhill og í raun viðblasandi hvað myndi gerast. Það sama má nánast segja um seinni helming seinna tímabils LvG, sem þó endaði með bikartitli. Í báðum tilfellum var um neikvæða umfjöllun og áru að ræða kringum klúbbinn í nokkurn tíma.
Aldrei hef ég þó séð aðra eins neikvæðni og annað eins fárviðri í klúbbnum eins og núna síðustu dagana. Það er ekki neinum einum að kenna, en það er samt talsvert öðruvísi núna. Neikvæðnin er hreinlega allstaðar og henni er beinlínis komið viljandi á framfæri við fjölmiðla. Og það er þarna sem einn maður, Jose Mourinho, ber mesta sökina. Þetta er það sem hann er búinn að gera frá því hann kom til okkar, aflífa menn opinberlega hvað eftir annað. Ég er búinn að benda á það allnokkrum sinnum hérna að þetta myndi bara enda á einn veg. Þegar í harðbakkann slær og hann þarf menn á bakvið sig þá á hann ekkert inni hjá þeim. Þess vegna var ALLTAF augljóst að hann myndi missa klefann, sem hann er núna búinn að gera. Og það er bara þannig að stjóri sem er búinn að missa klefann á engan séns til baka. Þetta er því bara búið, game over. Mig langaði að þetta myndi ganga og ég er svekktur með stöðuna. En fyrir mér lítur þetta einfaldlega svona út.
Því fyrr sem José fer, því betra.
toggi says
kannski er bara best fyrir okkur að lenda í 3 sæti og fara í evropu deildina og reyna vinna hana er það ekki besti möguleginn okkar að ná meistaradeildar sæti
Audunn says
Mér fannst mjög asnalegt hjá Mourinho að segja á BT Sport eftir leikinn að hann hafi ekki nægileg gæði til að spila þann bolta sem hann vill láta liðið spila.
Mjög asnalegt vegna þess að í liðinu í gær voru fimm leikmenn í byrjunarliðinu sem hann hefur sjálfur keypt
Á bekknum voru svo aðrir tveir sem hann hefur keypt og aðrir tveir voru ekki í hópnum.
Þannig að hann hefði auðveldlega getað verið með 9 leikmenn í byrjunarliðinu sem hann hefur sjálfur keypt plús Rashford og Shaw. Ekki beint verstu menn í heiminum í sínum stöðum, alls ekki.
Þannig hvað er hann að væla og bulla? Er hann að viðurkenna það að hann kunni ekki að kaupa inn leikmenn?
og að fjölmiðlamenn skuli ekki ganga á hann með svona er fáránlegt, hefði verið gaman að heyra svarið frá honum ef hann hefði bent á þetta.
Ótrúlegt hvað hann kemst alltaf upp með að kenna öðrum um allt, hann á sjálfur meira en 70% í núverandi stöðu og ástandi liðsins í dag.
Georg says
Asskoti væri gaman að sjá Rashford í sókndjarfara liði. Þetta virkar allt svo nátturulegt hjá þessum tvítuga dreng. Svo maður horfi tilbaka að ég ég þori að veðja að hann hefði komið betur út en Rooney(veit að þetta eru stór orð) þegar hann byrjaði með UTD ef SAF bolti væri enn spilaður…
Hvað meinar Móri með að hann sé ekki með nóg gæði í liðinu?? Þarna eru menn sem eru margfaldir meistara með þessu liði og öðrum.
Eru gæðin ekki nóg til að spila hans bolta? Það finnst mér líklegra..
Helgi P says
hann er alveg með hópinn til að berjast um titilinn en hann er bara búinn að eyðilegja þessa frábæru leikmenn hann er búinn að soga burt allt sjálfstraustið úr hópnum