Maggi, Halldór, Friðrik og Björn settust niður og ræddu tapið gegn Liverpool og hvert framhaldið verði. Svo tókum við líka spurningar frá ykkur.
Við viljum endilega fá ykkar álit þannig að virk þáttaka í athugasemdarkerfinu er vel þegin.
Ef þið viljið senda okkur spurningar þá er það hægt á Facebook síðu Rauðu djöflanna.
Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér fyrir ofan auk þess sem hægt er að hala honum niður í gegnum spilarann eða hér að neðan. Jafnframt má gerast áskrifandi að þættinum í gegnum ýmis podkast-forrit:
Gerast áskrifandi í iTunes
Gerast áskrifandi í öðrum forritum
MP3 niðurhal: 68. þáttur
Turninn Pallister says
Góður þáttur að vanda, gott að fá smá smyrsl á kaunin eftir gærdaginn.
Er sammála Bjössa með að Eddy égkaupibaraeinhvern sé allt of mikið ego til að stíga niður af sjálfstáðum. Maðurinn er vandamál að því leytinu til að hann á ekkert að koma nálægt leikmannaviðskiptum.
Ég er líka sammála því að það vantar alvöru leiðtoga í þetta lið. Og þá er ég ekki bara að tala um einhvern drífandi innanvallar, heldur líka alvöru skipper af gamla skólanum. Gæja sem að lætur hvorki liðsfélaga eða mótherja komast upp með eitthvað kjaftæði. Ekki kannski endilega alveg Roy Keane, en svona pínu samt. Einhver sem stígur upp, brettir upp ermar og rífur upp baráttuna og drápseðlið hjá liðinu.
Eddy og Jose mættu alveg reyna að hafa augun opin fyrir varnartengilið með þannig forystuhæfileika í janúar.
Karl Garðars says
Hann er farinn.
Turninn Pallister says
Þvílík snilld, jólin komu snemma í ár :)
Halldór Marteins says
Nett tímastress í mér í lokin þegar ég var að tala um kvennaliðið. Sagði að þær hefðu í deildarbikarnum endað efstar í riðli sem innihélt 2 úrvalsdeildarlið. Rétta er að þær enduðu efstar í riðli sem innihélt 3 úrvalsdeildarlið. Rétt skal vera rétt!
Sindri says
Ágætur þáttur.
Hefði mátt koma 2 dögum seinna… svona er að vera of duglegir… ;) ;)
Hilmar says
Hvað er að frétta af nýju podcasti???