Staðfesting frá félaginu: https://www.manutd.com/en/news/detail/official-Manchester-United-statement-on-Jose-Mourinho
Sky að segja að Carrick taki við út tímabilið segir núna að utanaðkomandi tímabundinn stjóri verði ráðinn næstu daga!
Carrick to take United training this week and be in charge in an interim capacity, but club hoping to appoint an external caretaker manager in the coming days #MUFC @MirrorFootball
— David McDonnell (@DiscoMirror) December 18, 2018
Slúðurlistinn um bráðabirgðastjóra:
- Ole Gunnar Solskjær
- Laurent Blanc – lítur út fyrir að þetta sé langlíklegast í stöðunni. Maður með reynslu og United reynslu. En slúðrið breytist og einhverjir eru með heimildir fyrir því að hann sé ekki og hafi ekki verið inn í myndinni. Ole slúðrið hærra.
- Arséne Wenger
- Carlos Queiroz!
(minni á að Sir Alex hefur ekki heilsu í starfið)
Bit more on caretaker manager at United. Will be someone 'steeped in the traditions of the club'. Not Carrick, Butt, Neville G or P. Currently tying up loose ends with other interests which are not expected to present any issues. Announcement expected before weekend. #mufc
— Mike Keegan (@MikeKeegan_DM) December 18, 2018
United finally lost patience with a head coach who was not adhering to the club’s core attacking values.
Mourinho was also relieved of his duties due to a transfer spend of around £400m on 11 players that, it is understood, the club insist were all the Portuguese’s choice. In addition to the disquiet regarding the side’s stultifying style, there was further disappointment at Mourinho’s development and improvement of United’s younger players. The club also took into account the growing unhappiness from fans at the direction of the club under Mouinho.
Staðan kl 15:37
Virðist ljóst að Ole Gunnar Solskjær er í viðræðum um að taka starfið að sér til bráðabirgða og að Mike Phelan dragi fram stuttbuxurnar og verði aðstoðarmaður. Sagt að Carrick og McKenna haldi áfram
gummi says
Klárlega besta jólagjöfin í ár
Steini says
Hver vill samt koma og taka við út tímabílið, hver er á lausu í það ?
Björn Friðgeir says
Fyrsti maður sem segir „Mark Hughes“ verður tjargaður og fiðraður!
Heiðar says
ROY KEANE !!!
Flexi says
Eg held ad tad se aleks Fergusson komi og ef tad er ta gætu MANU unnid titilin!!
Vinalegi púllarinn says
Sam Allardyce.
Myndi henta vel þar sem leikmennirnir eru nú þegar komnir með rútu próf.
Halldór Marteins says
@Vinalegi púllarinn
Samt ekki, man ekki hvenær United tókst síðast almennilega að leggja rútu með nokkrum árangri. Hefur allavega ekki gerst á þessu tímabili…
Rauðhaus says
Ég er mjög glaður með þetta. Var alveg augljóslega nauðsynlegt þótt maður héldi að þetta myndi ekki gerast fyrr en í lok leiktíðar eða þegar tölfræðilega ómögulegt að ná CL sæti. Maður vildi að þetta myndi ganga upp en því miður er langt síðan að ljóst var að það myndi ekki gerast.
Menn hljóta að fara all-in í Poch næsta sumar.
Spurning um „care-taker“? Carrick og Mckenna? Butt? Solskær? Laurent Blanc? Keane (varla meðan Sir Alex er í stjórn)?
Björn Friðgeir says
Enginn innanúr. Blanc var ég að heyra sem möguleika, held hann sé líklegur já.
Steini says
Hvernig gekk Blanc að stýra Pogba í franska landsliðinu ?
Ingvar says
Ole Gunnar tekur þetta út tímabilið, lásuð það fyrst hér….
Björn Friðgeir says
Ingvar: tja eða hér að ofan.
Carlos Queiroz kominn í umræðuna
Audunn says
Virkilega góðar fréttir, það eina sem myndi toppa þessa frétt yrði að Fellaini yrði seldur í Janúar, það gæti mögulega gerst líka :)
En hvað varðar bráðabirgða stjóra þá líst mér ekkert á nein af þessum nöfnum sem nefnd hafa verið hér á þessari síðu, vona innilega að enginn þeirra komi til með að taka við þessum klúbbi út tímabilið.
Geri mér hinsvegar grein fyrir því að það er ekkert auðvelt að fá inn alvöru mann út tímabilið, mjög fáir á lausu eins og er.
Væri alveg til í Conte eða Zidane út tímabilið, ekkert lengur en það nema þeir myndu þá gera eitthvað algjört kraftaverk.
Það væri alveg eins gott að lofa Carrick að stjórna þessu eins og að fá hina sem hér eru nefndir á nafn inn, enginn þeirra hefur gert nokkuð sem stjóri nema Wenger og það eru ansi mörg ár síðan það var.
Bjarni Ellertsson says
Rólegur Auðunn, eitt í einu :) Verðum við ekki að treysta á „snillingana“ að ofan fyrir þessum málum. Væri til í að vera fluga á sveimi í höfuðstöðvunum núna.
Ingvar says
Björn: Þetta fyrir ofan er slúður, mitt comment er (staðfest) :)
Siggi P says
Óvænt en samt skiljanlegt. Óvænt að það gerðist núna miðað við hvernig tekið hefur verið á síðustu stjórum. Úr þessu er skynsamlegt að bíða smá, ráða yfirmann knattspyrnumála og semja við næsta stjóra fyrir vorið. Þetta þýðir líka að það verða engar breytingar á liðinum í janúar, alla vega ekki fyrr en framtíðarstjórinn er fundinn.
halki says
Ef að þessi Woodward hryllingur verður ekki rekinn næst er eitthvað mikið að. getið þið nefnt eina góða ákvörðun sem þetta mannrusl hefur tekið. í alvöru þetta gengur EKKI lengur.
Halldór Marteins says
Woodward hefur reyndar gert margt gott fyrir félagið. Það bara tengist auglýsingasamningum og markaðsherferðum frekar en innkaupum á leikmönnum.
Hann má endilega vera áfram í viðskiptarullu, það þarf bara nauðsynlega að ráða DoF inn til að sjá um fótboltalegu stjórnunarhliðina. Það er eitthvað sem stjórnin þarf að græja áður en næsti framtíðarstjóri félagsins tekur við. Löngu orðið tímabært.
Robbi Mich says
Það þarf miklu meira að gerast en bara að láta José fara. Næsti stjóri mun ekki breyta neinu ef hann fær ekki peninga eða vald til að kaupa þá leikmenn sem hann vill til að byggja upp liðið. Hann þarf að fara líka. Og svo þarf einhver að slá eigendurna hressilega utanundir og berja í þá smá metnað.
Pillinn says
Þetta kom á óvart að vissu leiti en það var nánast orðið ljóst að dagar hans voru taldir. Þetta var orðið mjög neikvætt allt og leiðinlegt. Gallinn við þetta er að hann er þriðji stjórinn sem er látinn fara á nokkrum árum og enginn hefur verið nálægt því að gera eitthvað með hópinn sem þeim var fenginn. Þetta hefur dottið niður í svona bikarlið sem enga stefnu virðist hafa. Hafa ekki haft stefnu í leikmannamálum eða þjálfurum. Eina stefnan hefur verið í gerð auglýsingasamninga þar sem þeir hafa unnið Meistaradeildina undanfarin ár (Chevrolet samningurinn er enn sá magnaðasti held ég).
Ég er sammála því að nú þarf að ráða director of football og gera einhverja áætlun um hvernig liðið á að vera. Í kringum hvað á að byggja liðið og hver á að stýra því? Ekki bara ráða einhvern í von um hið besta. Það gengur upp hjá Real Madrid þar sem stefnan hefur verið að kaupa bara bestu leikmennina. Utd getur ekki keypt svona eins og Real þar sem vasarnir eru ekki jafn djúpir. Það er bara Chelsea, City og PSG sem geta leikið þann leik eins og er. Það gæti hins vegar alltaf breyst ef auðkýfingar sem hefðu áhuga á klúbbnum myndu kaup hann. Glazers fjölskyldan hefur bara áhuga á tekjunum sem klúbburinn færir þeim.
Ég hefði kosið að það væri búið að ganga frá næstu ráðningu áður en Mourinho var rekinn en svo virðist ekki vera, bara Carrick fenginn til að taka við æfingunum til að byrja með. Hver sem kemur þá verður að byrja á því að létta lundina hjá mannskapnum, leikmönnum og áhorfendum. Eina sem getur bjargað tímabilinu er að ná upp gleði og jafnvel ná þá að berjast um 4.sætið (fjarlægur möguleiki).
Eina staðan sem við erum í góðum málum er markmannsstaðan. 3 góðir markmenn (sá besti í heiminum og tveir aðrir mjög frambærilegir). Vörnina vantar nauðsynlega bætingu, miðjan ætti að geta virkað út leiktíðina, framlínan ætti að geta gengið þó einn öflugur marksorari mætti alveg detta inn (gæti verið Sanchez ef hann gæti komist af stað).
Annars vona ég bara eftir að næsti þjálfari fái tíma til að byggja lið í kringum sig og það sjáist þá að hann er að byggja um lið upp. Ekki bara reyna að plástra eitthvað svöðusár heldur reyna að byggja upp allt til langstíma. Nú duga engar örlausnir heldur langtímamarkmið. Sést vonandi um helgina að menn séu tilbúnir að leggja sig fram eftir að Mourinho fer en sjáum til.
Georg says
Ekki vinsælasta hugmyndin eflaust en ég myndi vilja sjá Eddie Howe.
Hann spilar nauðalíkt SAF. Direct attacking fótbolta sem er áhrifaríkur með góðum mannskap og skemmtilegur að horfa á.
gummi says
Er Eddie Howe að fara trekja leikmenn til að koma til United ég held ekki við þurfum mann eins og klopp eða pep sem allir leikmenn vilja spila fyrir
Keane says
Hvað sem menn gera kemur í ljós, vonandi að þessi neikvæða ára gufi upp með Mourinho sem virtist ætla að sementa manutd í kringum miðja deild. Lystauki jólanna kom loksins í morgun.
Sindri says
Sammála gummi. Væri til í Pep. Það er samt engin ástæða fyrir þig að segja það í 300 skipti því hann er ekki að fara að koma. Leyfa Klopp síðan að eiga sitt 5th season syndrome næsta tímabil.
Annars jákvætt að sjá manninn fara. Átti gott tímabil í fyrra. Vann tvö bikara og einn skjöld. EEeen þetta var komið alveg í þrot hjá honum.
Kemur síðan í ljós hvort menn á borð við Pogba stígi upp og sanni sig á ný. Hef reyndar ekki trú á öðru.
Guðmundur Helgi says
Skil ekkert i að menn seu undrandi yfir brottrekstri M þetta var longu timabært og ef einhver vottur af skynsemi væri i stjorn þessa felags hefði aldrei att að raða hann, það virðist vera vandamalið þ.e.a.s. skynsemisskortur.Eddie Howe er ungur og metnaðargjarn þjalfari sem hefur gert afar goða hluti hja sinu felagi og væri svo sannarlega ekki versti kosturinn fyrir united,hvað vorn united varðar þa eru ymsar astæður fyrir vandamalum hennar,skortur a sjalftrausti,toluverðar breytingar milli leikja,og i þriðja lagi gagnryni þjalfara a leikmenn i fjolmiðlum og i fjorða lagi virtust varnarmenn ekki með það a hreinu hvernig vornin skildi spiluð eins og sast i fjoldamorgum leikjum united.MU er felag með glæsta sogu með hæðum og lægðum,sorg og gleði en fyrst og fremst felag sem spilar skemmtilega knattspyrnu og hefur alla jafnan haldið tryggð við sin gildi.Hvað framtiðin ber i skauti ser kemur i ljos a næstu klukkustundum eða dogum,hvað sem menn vilja segja um M þa verður það ekki af honum tekið að hann er afar fær þjalfari a sinu sviði og hinn þokkalegi arangur hans a fyrsta timabili sinu hja united sem gaf monnum goð fyrirheit matti lika að miklu leiti þakka ZLATAN IBRAHIMOVIC sem með nærveru sinni og utgeislun gaf monnum meiri kraft og sjalfstraust þ.a.m.M sjalfum.
Sveinbjorn says
Jæja. Nú verðið þið að taka upp annað podcast :)
Elfar says
Fá Van Gaal til að klára tímabilið.
Með fullri virðingu fyrir Ola Gunnar sem var alltaf í miklu uppáhaldi hjá mér sem leikmaður þá er ég ekki sannfærður um að hann hafi þann karakter sem þarf til að berja þetta lið saman og taka á þessum prímadonnum í þessu líði.
Þótt ráðningin sé aðeins út tímabilið þá þarf samt sem áður mann með bein í nefinu.
Það hefur aldrei verið eins mikilvægt fyrir stjórn klúbbsins að vanda sig eins og núna.
Vond ákvörðun gæti kostað þetta lið eitthvað disaster tímabil sem gæti tekið mörg mörg ár að jafna sig eftir.
Turninn Pallister says
Flott að fá Ole Gunnar frænda okkar til að taka við þessu fram á vorið. Nkvl. núll áhætta bæði fyrir hann og klúbbinn þar sem að þetta tímabil er hvort sem er handónýtt. Flott tækifæri fyrir ungan stjóra (allavega ekki alveg jafn vonlaust og Cardiff þrotið þarna um árið) sem er elskaður af stuðningsmönnum og virtur innan klúbbsins. Og hver veit, kannski tekst honum að koma klúbbnum aftur af stað. Ef ekki, þá líklega verður bara einhver annar feitari ráðinn í stólinn og Ole getur gengið frá borði með beint bak.
Karl Garðars says
Keane til að klára tímabilið er stórgóð pæling. Þeir spila eins og englar fyrir hvaða þjálfara sem er þegar hann er búinn að tukta úr þeim primadonnuna.
Og eins og einhver sagði fokking VANDA SIG við að ráða inn DoF og stjóra sem hafa eitthvað gameplan til lengri tíma. Einhverja sem er tilbúnir að flytja til Manchester og gerast hluti af klúbbnum.
Síðan þarf að taka hressilega til í þessum deadbeat leikmannahóp og kaupa eitthvað af viti.
Cantona no 7 says
Ole Solskjer næstur.
Vonandi gengur honum sem best.
G G M U
Turninn Pallister says
Enn eitt „klúðrið“ eða eru kannski fleiri en Pogba að dansa á gröf Mourinho?
Sorglegt að við getum ekki skilið betur við stjóraskiptin heldur en sl. 3 stjóra. Ég var ekki aðdáandi þeirra þriggja, en finnst það megi alveg sína fólki smá virðingu.
https://mobile.twitter.com/RedDevilsDaily/status/1075165601243545601/photo/1
Björn Friðgeir says
Klúður. Fljótfær vefstjóri.