Manchester United hefur staðfest ráðningu Ole Gunnar Solskjær sem framkvæmdastjóra. Samningur hans gildir fram á næsta vor.
We can confirm that Ole Gunnar Solskjaer has been appointed as caretaker manager until the end of the 2018/19 season.
He will be joined by Mike Phelan as first-team coach, together with Michael Carrick and Kieran McKenna. #MUFC
— Manchester United (@ManUtd) December 19, 2018
Eftir ao José Mourinho var rekinn í gær fór margar sögusagnir á kreik. Fyrstu mínúturnar virtist sem Michael Carrick yrði stjóri fram á vor en fljótlega komu traustar sögur um að leitað væri að utanaðkomandi bráðabirgðastjóra, sem þó væri með mikla reynslu af klúbbnum. Ýmis nöfn fóru á kreik svo sem Carlos Queiroz og um tíma var Laurent Blanc nefndur sem nánast staðfestur. En þegar leið á daginn kom Ole Gunnar sterkur inn og undir kvöld var óvart sett inn klausa á myndband af sigurmarki hans gegn Bayern ’99 sett á vef United með orðum um að þarna færi nýr stjóri. Það voru þó fljótfærnismistök en nú hefur verið staðfest það sem öll vissu þá.
Ole segir
Manchester United is in my heart and it’s brilliant to be coming back in this role. I’m really looking forward to working with the very talented squad we have, the staff and everyone at the club.
Og Woodward:
Ole is a club legend with huge experience, both on the pitch and in coaching roles. His history at Manchester United means he lives and breathes the culture here and everyone at the club is delighted to have him and Mike Phelan back. We are confident they will unite the players and the fans as we head into the second half of the season
Ole Gunnar Solskjær
Ole Gunnar Solskjær þekkja allir aðdáendur Manchester United
Ole Gunnar kom til United sumarið 1996 fyrir eina og hálfa milljón punda eftir aðeins 38 leiki fyrir Molde. Í þeim leikjum hafði hann þó skorað 31 mark. Hann varð fljótlega nær fastur maður í liðinu og duglegur að skora mörg þó vissulega væri hann oft að koma af bekknum til þess.. Veturinn 1998-99 var hann að keppa við þrjá aðra framherja, þá Andy Cole, Dwight Yorke og Teddy Sheringham og lék því færri leiki ein flest önnur tímabil. En það skipti engu þegar kom að því að skora sigurmark úrslitaleiksins í Meistaradeild Evrópu.
Hann hélt áfram að skila sínu og veturinn 2002-3 vann hann sér sæti sem hægri kantmaður eftir meiðsli David Beckham og hélt Beckham úr liðinu í mikilvægum leikjum. Eftir söluna á Beckham var planið að hann yrði fastamaður á kantinum en í september meiddist hann illa í leik gegn Panathinaikos og lék ekki aftur fyrr en í febrúar. Þessi meiðsli settu svip sinn á það sem eftir var af ferlinum og hann lagði skóna á hilluna árið 2007.
Ole Gunnar Solskjær lék alls 366 leiki fyrir United og skoraði 126 mörk. Deildarleikirnir voru 235 og mörk í þeim 91.
Árið eftir að hann hætti að spila tók hann við varaliði Manchester United og hélt þeirri stöðu til 2011. Meðal þess sem Solskjær gerði þar var að gefa Paul Pogba og Jesse Lingard sín fyrstu tækifæri með varaliðinu. 2011 snéri hann aftur til Noregs og tók við liðinu sínu, Molde. Árið 2014 fékk hann tækifæri í Bretlandi og tók við Cardiff en stýrði þeim niður úr úrvalsdeildinni í erfiðri stöðu og þegar illa gekk í Championship deildinni og liðið var í 17. sæti var Solskjær rekinn. Eftir stopp hjá unglingaliði Clausenengen tók Solskjær aftur við Molde og hefur verið þar frá 2015.
Það er ekki hægt að segja að Solskjær sé með glimrandi feril sem stjóri en sem ekta United maður og með engan annan en Mike Phelan sér til aðstoðar á hann að koma skikki á líðið og spila betri fótbolta. Ráðinn verður yfirmaður knattspyrnumála og án efa fer restin af tímabilinu í að sannfæra Mauricio Pochettino um að taka við United í vor.
Auðunn says
Furðuleg ákvörðun svo ekki sé meira sagt.
En vonandi að hún hafi góð áhrif á liðið.
halki says
furðulegt val en ég vona að ég þurfi að borða sokk.
Runar P says
Samála fyrstu tveim?
Runar P says
Og þetta Mauricio Pochettino tal er orðið svo þreytt, afhveru ætti hann að vilja fara úr heimsborg með mjög gott veðurfar í rigninguna í Manchester mörg, frá liði sem er mjög sterkt og nýjan leikvang?
Cantona no 7 says
Velkominn Ole Gunnar Solskjær.
Það er vonandi að þú snúir gengi liðsins við.
Vonandi tökum svo Pochettino frá Tottenham í maí.
GGMU
ps. takk fyrir Mourinho.
Eymi says
Ég fíla þetta í drasl.
Það að vera með svakalegan feril sem stjóri þarf ekkert endilega að vera skilyrði fyrir árangri. Við sjáum það hjá Zidane og Guardiola þegar þeir taka við RM/Barca.
Solskjær er búinn að ná mjög fínum árangri með þau lið sem hann hefur stjórnað (fyrir utan Cardiff), varaliðinu hjá Man Utd og Molde.
Solskjær er geggjaður gæji, þekkir félagið út og inn, dáður af stuðningsmönnum og svo fær hann Mike Phelan sér við hlið. Þeir ættu að geta rifið stemninguna aðeins upp í leikmannahópnum og það eitt og sér mun fleyta liðinu langt.
TonyD says
Óli Gunnar hefur unnið deildina 2 í noregi, 1 bikarmeistaratitil, stýrt liðinu 2 í annað sætið og einhverja bikara með varaliði Man Utd. Hann hefur stýrt Molde í 246 leikjum og hefur liðið undir hans stjórn unnið 135 þeirra eða u.þ.b. 54,8% leikjanna. Það gekk mun verr með Cardiff og sigraði liðið þá 9 af 30 leikjum. Hann var ekkert ægilega lengi með liðið og því svo sem ekkert mikið hægt að dæma hann af þessum árangri enda mjög stórt stökk fyrir hann. En hvað svo sem líður að langtímaplani, þá er þetta kannski ekkert alveg galið val því hann hefur jú þjálfað varaliðið áður og er að fá Mike Phelan með sér. Ég er allavega mun sáttari við þetta val heldur en ef að Móri hefði haldið áfram þó það séu til færari stjórar lausir þá er ekkert öruggt að þeir standi sig betur en Móri. Þetta er örugglega ódýrt val miðað við stærri þjálfara og það er pottþétt eitthvað sem spilar inn í ákvörðunina og kom mér mjög á óvart.
Ég bíð spenntur og vonandi fer stjórnin í að skipa MoF sem allra fyrst og vonandi kemur Óli með einhverja töfra með sér, svona eins og á móti Bayern í denn…
Audunn says
Runar P ef allir myndu spá í veðurfar í þessum bransa þá væri afar erfitt um vik.
Með fullri virðingu fyrir Spurs þá er Manchester United samt sem áður miklu stærri klúbbur.
United er miklu ríkara félag með miklu meiri sögu, miklu stærri völl þótt Spurs sé að stækka sinn og með miklu stærri aðdáenda hóp út um allan heim.
Þótt Spurs séu ofar í deildinni í dag þá er United eftirsóttari og stærri biti fyrir alla þjálfara og leikmenn.
Runar P says
Og hann er ekki að fara að koma
Björn Friðgeir says
Einn punktur: Nýi White Hart Lane er að fara 237 milljónir fram úr áætlun. Pochettino fær engan pening.
United er ekki að keppa við Spurs um Pochettino heldur Real Madrid
Auðunn says
Já rétt Björn.
Og til að brúa þessa miklu framúr áætlun sem er svakalegur biti fyrir Spurs þá verða þeir að selja United þjálfarann, Dele Ali, Harry Kane og Eric Dier næsta sumar.
Mourinho tekur við Real og byrjar á því að kaupa Fellaini og Young.
Þetta er allt saman skrifaði í skýin 😀😀
Bjarni Ellertsson says
Ekki gleyma Xmalling, Audunn, samningurinn verður keyptur upp :)
En að öllu gamni slepptu verður forvitnilegt að sjá næsta leik, hvernig menn koma stemmdir i leikinn hvort leikgleðin og ákefðin sem við viljum sjá og samstaða leikmanna sé fyrir hendi. Það er bara ekkert annað í boði.
Tòmas says
Fyrir metnaðarfulla knattspyrnumenn og stjòra þà skiptir veður ekki höfuðmàli. Það er hægt að lifa mjög þægilegu lìfi ì Manchester sem milli. Sìðan ferðu bara eitthvað ef þú ert ì frìi.
Ef þú ert atvinnu knattspyrnu maður, þà eyðir þú öllum þìnum tíma ì æfingar, leiki og recovery.
Manchester United skiptir hins vegar màli… svoltið meira en Tottenham.
Pochettino er að fara koma til United ef united borgar fyrir hann.
Hannes says
https://www.youtube.com/watch?v=zgy2h6_S9KM
MSD says
Áhugavert:
https://www.mbl.is/sport/enski/2018/12/20/bannad_ad_tja_sig_um_united_myndskeid/
Tryggvi says
I couldn’t care less 😎
Rauðhaus says
Auðvitað veit maður ekki hvernig þetta kemur til með að þróast og hvort Ole nái að snúa þessu slæma gengi við. En maður lifandi hvað ég er glaður með það sem hann hefur sagt í þessum viðtölum hingað til. Byggir menn upp, brýtur þá ekki niður. Blæs trú í leikmenn, ekki ótta. Það var auðvitað þetta sem gekk frá Jose, hann gróf sína eigin gröf.
Björn Friðgeir says
Eins og þið vitið þá var ég tiltölulega nýkominn á José-út vagninn, og ekki þá vegna þess mér þætti svona vænt um hann heldur hitt að ég sá ekki augljósa valkosti í stöðunni.
En mikill óskaplegur léttir er það nú að þurfa alls ekki að hafa áhyggjur af honum lengur. Hvernig svo sem nú fer með Ole.
Bjarni Ellertsson says
Handbækur, Busby, Atkinson og Ferguson um hvernig á að spila fótbolta hljóta að hafa verið brenndar í tíð síðustu þriggja leikstjóra úr því að Ole Gunnar var fenginn til að taka við fram á vor. Hann afritaði þær nefnilega áður en hann fór hérna um árið þannig nú á að sækja innblástur í þær kafla fyrir kafla, spurning hvort hárþurrkukaflanum verði sleppt að þessu sinni. Persónulega líst mér vel á þetta skref og trúi því fastlega að það taki sig upp gamalt bros í andliti mínu og ég fái gæsahúðagleðina aftur þegar leikmenn ganga knarreistir og vígreifir um vígvöllinn í Leikhúsi draumanna, tilbúnir til að kaffæra andstæðinginn með ákafa, snerpu og snilli kantana á milli og vörnin sýni styrk á við Dettifoss þannig að sóknarmenn andstæðingana limpist niður úr hræðslu og ótta. Óttinn á að vera í röðum andstæðingana en ekki innan okkar raða, því hann tekur úr allan kraft og skilur ekkert eftir sig nema sviðna jörð í sálartetrinu.
Leikmenn þurfa að bretta upp ermar, þeir vita það sjálfir, skulda engum nema sjálfum sér og þurfa því að finna fyrir stoltinu og kröfunum að spila fyrir Manchester United, þá munu þeir blómstra.
You are my Solskjaer,
My Ole Solskjaer,
You make me happy,
When skies are grey,
Oh Alan Shearer,
Was f****** dearer,
So please don’t take,
My Solskjaer away…
Auðunn says
Ég er mjög ánægður með að þetta gráa Mourinho ský sem er búið að hanga yfir Old Trafford síðan hann tók við sé loksins farið.
Bæði ráðningar Moyes og Mourinho fóru mikið í taugarnar á mér frá degi eitt einfaldlega vegna þess að hvorugur fitta inn í það sem Manchester United hefur staðið fyrir og á að standa fyrir. Bæði innan sem utan vallar.
Ég batt reyndar miklar vonir við Van Gaal og var hálf miður mín að hans aðferðir gengu ekki upp.
Hann hefur líklega búið til besta og skemmtilegasta fótbolta lið sem ég man eftir úr engu.
Það tókst því miður ekki hjá honum með Manchester United.
En nú eru allir sem standa þétt við bakið á Ola Gunnari og við viljum öll að honum takist vel til.
Dísús hvað ég vona svo innilega að svo verði.
Svo vona ég auðvitað að val á næsta stjóra verði vandað almennilega og United fá inn þann besta sem völ er á.
Eins með yfirmann knattspyrnumála.
Hann þarf að koma inn ASAP og vera sá besti í faginu sem völ er á.
United þarf á algjörri tiltekt að halda. Allstaðar.