Manchester United heimsækir Fulham á Craven Cottage í hádegisleiknum á morgun. United er búið að vera á svakalegri siglingu undir stjórn Ole Gunnar Solskjaer á meðan heimamenn róa lífróður til að bjarga sæti sínu í ensku úrvalsdeildinni.
Antonio Valencia og Matteo Darmian eru frá vegna meiðsla á meðan Marcos Rojo er farinn að æfa aftur. Það er í raun ekkert því til fyrirstöðu að Ole geti stillt upp sínu sterkasta liði en stóra spurningin er hver fær hitt sætið í hjarta varnarinnar með Lindelöf.
Meiðslalistinn hjá Fulham er ekki langur en þar munar þó um varnarmennina Alfie Mawson og Cyrus Christie en sá síðarnefndi gæti reyndar verið orðinn klár á morgun. Miðjumaðurinn André Schürrle sem var tæpur vegna meiðsla verður að öllum líkindum með í leiknum á morgun. Tim Fosu-Mensah fær augljóslega ekki að spila því lánsmenn mega ekki leika gegn sínum liðum í úrvalsdeildinni. Svo eru nýju leikmennirnir Lazar Markovic og Håvard Nordtveit ekki leikfærir samkvæmt Claudio Ranieri.
Leikurinn á morgun er gífurlega mikilvægur því með sigri fer Manchester United uppí 4. sæti deildarinnar. Chelsea eiga svo leik gegn City á sunnudaginn sem við þurfum því miður að vona að vinni. Fyrir því eru núna tvær ástæður sem lesendum ætti að vera ljósar.
Leikur Fulham og Manchester United hefst klukkan 12:30 á morgun.
Turninn Pallister says
Ole Gunnar kosinn knattspyrnustjóri mánaðarins. Það er í fyrsta sinn síðan Sir Alex Ferguson var kosinn stjóri mánaðarins í október 2012 sem við eigum stjóra mánaðarins. Það segir svolítið um þá stjóra sem á eftir hafa komið. Vonandi nær Ole að halda áfram að skila okkur fínum úrslitum, eða að minnsta kosti skemmtilegum fótbolta. Á blaði þá ætti leikur á móti Fulham að skila okkur 3 stigum, en í þessari deild veit maður samt aldrei…
Bjarni Ellertsson says
Flott hjá Ole en spurning hvort þreytumerki eru að hrjá hópinn. Síðustu leikir hafa verið upp og ofan, finnst erfitt að horfa á síðasta hálfstímann eins og leikmenn séu búnir á því, enda er meiri vinnsla í liðinu en var áður. Vonandi samt er þetta rugl hjá mér og leikmenn sýni þrautsegju fram á vor. Góðir hlutir gerast hægt og ættum við ekki að fara fram úr okkur þó við gerum kröfur á liðið. Erfiðir leikir framundan og bara gaman að því. Við viljum spila svoleiðis leiki því þeir draga yfirleitt fram það besta í leikmönnum og ef menn legjja sig fram eins og í síðustu leikjum geta úrslitin verið okkur hagstæð.
GGMU