Maggi, Tryggvi og Björn settust niður og ræddu leikina gegn PSG og Chelsea. Einnig var tekin Ole umræða þar sem Mike Phelan og fleiri komu við sögu.
Við viljum endilega fá ykkar álit þannig að virk þáttaka í athugasemdarkerfinu er vel þegin.
Ef þið viljið senda okkur spurningar þá er það hægt að senda okkur skilaboð á Facebook síðu Rauðu djöflanna.
Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér fyrir ofan, auk þess sem hægt er að hala honum niður í gegnum spilarann eða hér að neðan. Jafnframt má gerast áskrifandi að þættinum í gegnum ýmis podkast-forrit:
Gerast áskrifandi í iTunes
Gerast áskrifandi í öðrum forritum
MP3 niðurhal: 70. þáttur
Við biðjumst velvirðingar á smávægilegum hljóðtruflunum
Sindri says
JEEESS! Takk fyrir þetta!
Karl Garðars says
Þeir áttu þetta á lager Sindri. :)
Halldór Marteins says
Er ekki alveg á sama báti og Maggi og Bjössi þegar kemur að þessu kjaftæði um að „vernda virði“ leikmanna með því að framlengja sífellt samningum leikmanna.
Eitt af því sem getur gerst þá er að hópurinn verður of þéttsetinn af leikmönnum sem eru fínir squadplayers en ekki mikið meira en það. Og það er ekkert víst að það verði mjög auðvelt að losna við þá þegar þeir eru á háum launum sem fá lið hafa áhuga á að jafna. Sem getur svo á móti komið í veg fyrir eðlilega og nauðsynlega endurnýjun í hópnum. Stundum er bara í fínu lagi að leyfa samningum að klárast og leikmönnum að fara til að hægt sé að ná í öflugri leikmenn inn í staðinn og styrkja hópinn.
Samanburðurinn við hin toppliðin, bæði í Englandi en ekki síður toppliðin um alla Evrópu, sýnir að leikmannaveltan hjá United er alltof lítil og hæg. Það er vissulega verið að eyða miklum pening en það er verið að eyða honum í fáa leikmenn og það eru (of) fáir leikmenn að fara á móti. Allavega miðað við hvar liðið hefur verið á síðustu tímabilum.
Björn Friðgeir says
Sammála Halldóri, að ‘vernda virðið’ virkar bara ef þú ÆTLAR að selja leikmennina.
Jens says
Þegar ílla gengur er þá bara hætt við að gefa út podcast ?