Fyrir þennan leik blés svo sannarlega ekki byrlega fyrir Manchester United. Meiðsli, leikbann, tap á bakinu eftir heimaleikinn og á leið á útivöll sem hefur verið einn sá erfiðasti í Evrópu á síðustu árum. En ef það er einhver sem kann að snúa tapstöðu í sigur þá er það Ole Gunnar Solskjær. Og það sem meira er, hann virðist hafa kennt liðinu það.
Þegar byrjunarliðið var tilkynnt bjuggust flestir við að Solskjær ætlaði að láta liðið spila 3-5-2 eða 5-3-2. Þannig varð það þó ekki heldur kom Solskjær nokkuð á óvart með því að stilla upp í 4-4-fokking-2. Svona var byrjunarliðið:
Varamenn: Romero, Dalot, Rojo, Garner, Gomes, Chong, Greenwood.
Mikið af efnilegum, ungum leikmönnum á bekknum.
Heimamenn í PSG stilltu upp þessu byrjunarliði:
Varamenn: Areola, Paredes, Meunier, Choupo-Moting, Kurzawa, Dagba, Cavani.
Leikurinn
Bloody hell! Það er eiginlega það eina sem hægt er að segja. En ég ætla samt að reyna að segja meira.
Lukaku skoraði eftir tæplegar tvær mínútur, eftir klaufaleg mistök frá Keher, hægri bakverði PSG. Keher ætlaði að gefa til baka á Silva en Lukaku komst inn í sendinguna, sólaði Buffon og náði að teygja sig í boltann og skora áður en hann fór aftur fyrir. Hvílík byrjun!
Manchester United stillti upp varnarlínu sem lá aftarlega á vellinum og þéttri miðjulínu sem átti að styða vel við varnarlínuna. Það virkaði heilt yfir ágætlega nema hvað Eric Bailly virkaði áberandi út úr synki við alla hina í varnarlínunni. Hann átti að spila sem hægri bakvörður og þar uppi kom helsta sóknarógn PSG framan af leik. Þeir náðu nokkrum álitlegum fyrirgjöfum en enga sem þeir náðu að nýta.
En Bailly var þó helsti sökudólgurinn á 12. mínútu þegar PSG skoraði jöfnunarmarkið. Smalling og Lindelöf, sem voru frábærir í hjarta varnarinnar í allt kvöld, náðu þá að stíga Mbappé snyrtilega út þegar hann fékk stungusendingu. En því miður var Bailly ekki að fylgjast nógu vel með og spilaði Frakkann réttstæðan. Mbappé kom svo með fyrirgjöf á Bernat og aftur var Bailly að slóra því hann fylgdi ekki manninum eftir og Bernat skoraði alltof auðvelt mark.
Þetta var mjög svekkjandi eftir góða byrjun og PSG virtist ætla að ganga á lagið. Þeir héldu áfram að keyra á Bailly og skapa færi þar í gegn. Bernat fékk t.d. stungu vinstra megin í teignum og lét vaða en De Gea varði vel. Di María átti líka hörkuskot fyrir utan teig sem hitti sem betur fer ekki á rammann.
Til viðbótar virkaði Damir Skomina ekki alveg á tánum þegar kom að leikrænum tilburðum PSG-manna. Of oft féll hann í gildrur þeirra, flautaði aukaspyrnur af litlu tilefni en sleppti svo á móti augljósum brotum hinum megin. Verratti átti líka að fá gult spjald fyrri part leiks fyrir háskalega tæklingu en Skomina sleppti honum. Ekkert sem hafði úrslitaáhrif en þetta var pirrandi, sérstaklega á þessu tímabili í fyrri hálfleik þegar PSG var með yfirhöndina.
En PSG náði þó ekki að nýta yfirburðina. Þvert á móti var það Manchester United sem skoraði næsta mark. Marcus Rashford var þá með boltann vel fyrir utan teig. Hann vissi þó að völlurinn var blautur og háll í rigningunni og að hann hefur prýðilegan skotfót. Rashford lét því vaða með fullkomnu skoti miðað við aðstæður, bolti sem var fastur en flatur og skoppaði rétt fyrir framan Buffon. Buffon náði ekki að halda boltanum og missti hann frá sér. Þar var Lukaku mættur í frákastið og skoraði. Leikurinn aftur orðinn spennandi!
Stuttu seinna þurfti Eric Bailly að fara af velli. Hann haltraði eitthvað svo mögulega verður það notað sem afsökun að hann hafi meiðst. En staðreyndin er að það var best fyrir liðið að hann tæki ekki meira þátt í leiknum. Diogo Dalot kom inn á í staðinn fyrir Bailly, tók stöðu á hægri kantinum og Ashley Young fór í hægri bakvörðinn. Við það hresstist varnarleikurinn til mikilla muna.
Dalot átti frábæran sprett upp hægri kantinn stuttu eftir að hann kom inná, sólaði varnarmann PSG upp úr skónum og sendi fyrirgjöf sem hrökk af varnarmanni og gaf Buffon nokkuð að hugsa um. Buffon náði þó að verja en maður hefur séð hann öruggari með boltann. Hinum megin var Mbappé nálægt því að komast í skyndisókn en steig á boltann. Þetta var ansi rosalegur fyrri hálfleikur en United var ennþá inni í leiknum, eitthvað sem var virkilega gaman að sjá og varla hægt að biðja um meira miðað við allt.
Seinni hálfleikurinn byrjaði nokkurn veginn eins og sá fyrri endaði. PSG var meira með boltann en United reyndi að vera skynsamt í því að finna blöndu á milli þess að verjast þétt, bruna fram eftir því sem færi gafst eða hægja á leiknum ef þeir unnu boltann en sáu ekki færi á skyndisókn.
PSG náði þó að skora mark á 56. mínútu þegar Mbappé sendi flotta stungusendingu á Di María en Ashley Young náði hárfínt að spila Di María rangstæðan. Vel gert hjá Young þar. Fimm mínútum síðar sendi Solskjær skilaboð inn á völlinn um að breyta taktíkinni úr 4-4-2 í 5-4-1. Þá datt Young inn í miðvörð, Dalot í bakvörð og Rashford á kantinn. Lukaku var þá einn frammi en hann var heilt yfir góður þegar kom að því að láta finna fyrir sér í varnarleiknum og þegar hann þurfti að taka á móti boltanum og koma honum frá sér.
Fred og McTominay voru virkilega flottir í að loka á svæðin og styðja við vörnina. McTominay var einnig þokkalega duglegur að taka hlaup fram á við þegar færi gáfust en heilt yfir gátu þeir ekki boðið upp á mjög mikið þegar United náði boltanum þegar kom að því að halda boltanum. Það var oft erfitt fyrir þá United-menn sem fengu boltann á kantinum eða í vörninni að finna leikmenn á miðjunni. En heilt yfir var mikið hjarta í þeim og þeir gerðu miðju PSG alltaf erfitt fyrir.
Varnarlínan var flott í seinni hálfleik og náði að oft að bjarga þegar leikmenn PSG gerðu sig líklega í teignum. Þegar 10 mínútur voru eftir gerði Solskjær skiptingu þegar Tahith Chong kom inn á völlinn fyrir Andreas Pereira. Stuttu seinna var PSG næstum búið að ganga frá einvíginu. Þá fékk Mbappé flotta stungu innfyrir vörnina en De Gea náði að trufla hann nóg til að Mbappé náði ekki skoti. Smalling náði að tækla boltann í burtu en Bernat kom svo á blússandi siglingu og skaut að marki en boltinn endaði í stönginni. Mjög nálægt en United var enn inní leiknum!
Solskjær tók svo djarfa skiptingu á 87. mínútu þegar hann tók Ashley Young út af og setti hinn unga og bráðefnilega Mason Greenwood inná í hans stað. Greenwood varð þar með næstyngsti leikmaður í sögu Manchester United til að taka þátt í Evrópukeppni.
PSG fann greinilega eitthvað í loftinu því liðið fór að reyna að halda fengnum hlut. United keyrði á sókn síðustu mínúturnar og náði einni mjög frambærilegri þegar uppbótartími var rétt að byrja. Dalot fékk boltann fyrir utan teig og lét vaða. Boltinn fór af Kimpembe og aftur fyrir. Dalot kvartaði en dómarinn virtist ætla að dæma hornspyrnu. Áður en United náði að taka hornið fékk Skomina hins vegar skilaboð frá VAR um að skoða atvikið betur. Hann gaf sér langan tíma í þetta og dæmdi svo hendi-víti á Kimpembe. Gríðarleg dramatík í lokin. Marcus Rashford fór á punktinn, Buffon og mestu tuðararnir í PSG reyndu sitt besta til að taka hann á taugum en þessi 21 árs Manchester-gutti lét ekki slá sig út af laginu heldur skoraði örugglega úr vítinu. Rómantíkin hafði svo sannarlega betur!
Pælingar eftir leik
Hvílíkt hjarta sem var í þessari frammistöðu!
Solskjær verður auðvitað ráðinn, þurfum ekkert að velta því meira fyrir okkur. Og hann á það skilið. Vonandi heldur hann þjálfarateyminu líka.
Lukaku steig vel upp í þessum leik í fjarveru Pogba. Er að eflast þessa dagana, ekki bara þegar kemur að því að skora mörkin. Flott að sjá.
Miðvarðaparið var rock solid í kvöld. Frábær frammistaða hjá þeim.
McTominay og Fred áttu frábæra vakt í erfiðu og vinnusömu hlutverki á miðjunni.
Það eru kannski franskir landsliðsmenn í þessu PSG liði en enginn þeirra spilaði með Frökkum gegn Íslandi á EM 2016. Sem betur fer því þá hefðu þeir kannski fattað fleiri leiðir til að sigrast á þessari tegund af varnarleik.
8-liða úrslit, here we come! Það verður dregið í 8-liða úrslit föstudaginn 15. mars. Fyrri leikurinn í 8-liða úrslitum verður 9. eða 10. apríl og seinni leikurinn 16. eða 17. apríl.
Hey já, það er líka leikur gegn Arsenal í deildinni um helgina. Svo leikur í 8-liða úrslitum enska bikarsins 16. mars. Nóg af fjöri framundan.
Auðunn says
Uss þetta verður brjálæðislega erfitt.
Vona bara að við getum veitt PSG einhverja keppni í þessum leik.
En geri mér um leið grein fyrir því að þetta gæti endað mjög ílla fyrir Manchester United.
Bjarni Ellertsson says
Vongóður um 3-1 tap. Vonandi meiðist enginn.
GGMU
Karl Garðars says
Það er tvennt sem maður vill sjá í þessum leik.
1. Hver einasti leikmaður sem kemur að þessum leik þarf að skilja gjörsamlega allt eftir á vellinum.
2. Pjakkarnir þurfa að fá að spila. Sérstaklega Angel og Mason því Dalot kemur örugglega inn á einhverjum tímapunkti. Hefði kosið að byrja með hann inni og að Tahith fengi líka innáskiptingu.
Karl Garðars says
Byrjar þessi Di Maria eymingi að bíta gras
Turninn Pallister says
Bailly ekki að vinna sér inn stig með sofandahætti í jöfnunar markinu. Á móti kemur að Smalling og Fred voru alltof seinir að færa sig út úr teignum. Finnst samt vera áberandi hversu slök samvinna Young og Bailly er búin að vera hægramegin. Ráða lítið við Di Maria og Bernat. Guttarnir á miðjunni og Fred því miður of litlir í þetta PSG lið.
Georg says
Erum að rústa þeim í nýtingu færa haha ehmm..
Björn Friðgeir says
Þvílíkur leikur!
Og þvílíkt rugl að við þurfum bara eitt mark!
Þetta verður hrottalega spennandi strax orðið betra í vörninni eftir að Bailly for utaf
Turninn Pallister says
Tek allt til baka eftir að ég sá replay í hálfleik. Bailly með allt niðrum sig. United strax miklu betri eftir að hann fór út af. Fred og McTominay hafa líka unnið sig inn í leikinn. Frábært að við séum í alvöru að gefa þessu PSG liði leik!
Theodór says
Þetta er orðið frekar þreytt. Ef PSG maður dettur einhversstaðar á vellinum fær hann aukaspyrnu, no questions asked. Vona að menn fari að negla löngum boltum á Gömlu konuna í markinu, hann er ekki með allt upp á 10 í kvöld.
Robbi Mich says
JÁÁÁÁÁÁ!!!
Georg says
Það sem Robbi sagði !!!!
Turninn Pallister says
And Solskjær has won it!
Karl Garðars says
FOOTBALL BLOODY HELLLL!!!!!!!!!
gummi says
Henda 10 ára samning á Óla undir eins
Bjarni Ellertsson says
Er svo feginn að hafa stundum rangt fyrir mér en menn spiluðu af sér rassgatið og lögðu í þetta hjarta og sál. Þannig eigum við alltaf að spila. Hrós til allra sérstaklega ykkar jákvæðu stuðningsmanna á þessari síðu, við gefumst aldrei upp.
GGMU
Runar P says
Ole Ole Ole Ole… Gunnar Solskjær – King Solskjær 🤴
Brynjólfur Rósti says
Þvílík argandi gargandi veisla!
Hjöri says
Það má segja að Var hafi komið okkur í 8 liða úrslitin(hef samt alfarið verið á móti Var) þó ég sé ekkert að taka neitt frá strákunum sem börðust af lífi og sál til að ná þessum úrslitum. En ég skil ekki þennan uppbótartíma, sem fór úr þremur mínútum í níu mínútur, maður var (vegna Var) gjörsamlega að fara á taugini. Góðar stundir.
Sveinn says
Skrifað í skýin, alheimurinn leitar alltaf í jafnvægi?
Kimpembe hefði að öllum líkindum ekki átt að spila seinni hálfleikinn á OT og þennan leik, ekki skora á OT, þannig að fullkomnu jafnvægi var náð þegar víti er staðfest á hann með varsjánni.
Hélt reyndar að Rashford myndi lúðra honum uppí heiðhvolfið, sjaldan verið jafn stressaður yfir fótboltaleik í seinni tíð.. þessar uppbótamínútur hvaðan komu þær? mér er svosem sama liðið hélt þetta út, og heldur áfram í keppninni!
Lof: liðsheildin, sérstakar tilnefningar, Lukaku, Shaw, Fred og Mctominay, bjóst aldrei við því að sjá hann spila svona leik, var eins og skugginn hanns Verratti.
Last: Vesalings Bailly, langt frá því að vera tilbúinn í svona leik.
Audunn says
Ja hérna hér, þetta var algjörlega geggjað….. Trúi þessu varla.
Með þetta lið inn á vellinum á móti PSG í París og það 2-0 undir og svo 3-1 undir.
En Ole Gunnar hafði alltaf trú á þessu liði og þessu verkefni.
Hann sagði eftir fyrri leikinn að fjöll væru til að klífa þau.
Ótrúlegur andi og rétt skilaboð sem koma beint frá stjóranum.
Við erum Manchester United og okkur eru allir vegir færir.
Þetta er rétti andinn. Þetta er Manchester United ⚽⚽⚽
guðmundur Helgi says
þvilikt lið gafust aldrei upp höfðu fulla tru a verkefninu sem fyrir þa var lagt,eitthvað sem menn gætu tekið ser til fyrirmyndar.Smalling griðarlega sterkur i kvöld og flestir leikmenn liðsins gafu sig alla i verkið,Fred a eftir að reynast liðinu dyrmætur þegar fram liða stundir sem og aðrir leikmenn sem stigu upp i kvold.Ungu leikmenn liðsins þvilik framtið sem liggur i þessum guttum frabær efniviður þar a ferð.Eg get ekki annað en daðst að Ola og þjalfarateymi hans fyrir skipulagið og skiftingarnar i kvöld,allt samkvæmt aætlun og allt gekk upp.Oli hefur nu skemmtilegt vandamal við að glima þ.e.a.s. þegar menn koma ur meiðslum þa munu menn ekki labba beint inn i liðið svo einfalt er það nu allt saman.Til hamingju allir united aðdaendur nær og fjær með söguleg urslit i kvöld,urslit sem fara i sögubækur meistaradeildar evropu sem einhver magnaðasta endurkoma fyrr og siðar.
Sigurjón Arthur says
Sá ekki leikinn og get ekki beðið eftir skýrslunni, koma svo Halldór !😀
Egill says
Við vorum ekki að spila 442 heldu var þetta Móra taktíkin. 442 þegar við vorum að verjast en 352 þegar við vorum í sókn. Bailly var bakvörður í 442 en einn af þriggja manna vörn í 352. Við bara virtumst ekki geta haldið boltanum þannig að við náðum ekki að skipta um leikkerfi í tæka tíð og PSG náði að nýta sér plássið á milli Houng og Bailly, plús það að Bailly var bara týndur í leiknum.
Frábær skipting að fá Dalot inn og við virtumst vera með ágætis stjórn á PSG þótt við ættum erfitt með að sækja.
Rosalegur sigur og er farið að minna alltof mikið á Torino 1999, maður vill ekki gera sér upp of miklar vonir. En samt var maður spenntur fyrir leiknum í kvöld.
Ole’s at the wheel!!!
Shit ég elska þetta
(Aldrei víti samt)
Jonas says
Er LFC maður, en vil óska ykkur öllum til hamingju með þennan sigur. Þetta er í sjálfu sér magnað, eiginlega á dauða mínum átti ég von, en ekki þessu, á sennilega við mörg ykkar. Ferguson kemur frá Aberdeen til Manu, Óli kemur frá Molde til Manu, hver er munurinn?
Björn Friðgeir says
Yfirmaðurinn var fyrstur á eftir mér í vinnunna, hafði ekki heyrt úrslitin og fannst það smá grunsamlegt hvað ég var þegjandi hás!!!
Þvílíkur leikur!!
Hef stundum sagt að þrátt fyrir bikarana síðustu ár hafi besta stundin síðan Fergie hætti verið þessar 40 sekúndur frá því Uncle Pat skoraði móti Bayern og gaf okkur smá von og þangað til Bayern slökkti þá von.
En núna er komin alvöru besta stund! Þetta var rosalegt! Og þetta var alltaf að fara að gerast! Leikplan sem gekk fullkomlega upp.
Ég verð að nefna Smalling, Shaw, Fred og McTominay, þeir hafa allir fengið mikla og oftast verðskuldaða gagnrýni á sig en voru allir frábærir í gær!
Það var ekki síst æðislegt að sjá viðbrögð leikmannana sem sátu heima fyrir framan sjónvörpin! Martial að hrósa karakter Rashford var svo geggjað, og meira að segja Sánchez heimilið gekk af göflunum! Og Jesse/Marcus brómansinn er auðvitað á öðrum level!
FRÁBÆRT! Njótið dagsins!
Halldór Marteins says
Eitt sem ég gleymdi í skýrslunni en hugsaði svo sannarlega um yfir leiknum (reyndar mesta furða að ég hafi þó náð að skrifa einhverja leikskýrslu, miðað við geðshræringuna sem maður upplifði í gærkvöldi). Þvílíkur karakter í guttunum sem komu inn í byrjunarliðið! Ekki bara í frammistöðunni sjálfri heldur líka þegar kom að attitúdi gagnvart þessum stórstjörnum í hinu liðinu. Menn eins og Perreira og McTominay voru að svara vel fyrir sig, láta finna fyrir sér og láta hvern sem er heyra það ef viðkomandi átti það skilið. Verulega gaman að sjá.
Líka bara hvað þessi hópur er orðin flott og skemmtileg liðsheild.
Tell me how good does it feel!
Bjarni Ellertsson says
Mikið rétt að það gladdi augað að sjá menn hlaupa út um allan völl og gefa ekki þumlung eftir. Auðvitað voru PSG meira með boltann, það var vitað, en þeir náðu ekki sínu besta fram og margir áttu dapurt kvöld sem var bara hið besta mál. Innkoma drengjanna í lok leiks var öflug, koðnuðu ekki niður né sýndu stórstjörnunum neina virðingu.
Óborganleg er svo twitter hvatningarfærslan frá Mike Phelan til Rashford eftir leik
„Relax son… we’ve played in bigger games than this lad. Breathe and just put it in the net. All part of the job“.
Ná mönnum niður og halda fókus, stríðið er ekki búið þó ein orrusta hafi unnist.
GGMU
MSD says
Er eitthvað vitað með status á meiðslum fyrir leikinn gegn Arsenal á sunnudaginn? Ég geri ráð fyrir að Pogba komi aftur þar sem hann var bara í banni gegn PSG, einhver dagsetning á Matic, Herrera og Martial?
….og djöfull er Shaw að verða hrikalega öflugur! Ég hef fulla trú á því að Dalot muni svo með tíð og tíma eigna sér hægri bakvarðarstöðuna.
Björn Friðgeir says
Martial ætti að vera tilbúinn, m.v. að hann var hvíldur í gær til að hafa hann örugglega góðan fyrir Arsenal.
Einhver séns á Matić skv PhysioRoom, en no return date á Herrera.
Björn Friðgeir says
Skv Ole í morgun verður Martial með og allar líkur á að Matić og Herrera verði líka með.
En eiga McTominay og Fred skilið að missa sætin?
Helgi P says
Það hefði verið gaman ef þið hefðuð tekið upp podkast strax eftir leikinn
Sindri says
Myndi vilja sjá Matic byrja á bekknum á morgun og leyfa McT að byrja með Herrera og Pogba á miðjunni.
Þó að Fred og Pereira hafi leyst sín hlutverk vel að undanförnu er bara miklu meira PL reynsla í Herrera og í þokkabót er hann yfirleitt meðal bestu manna vallarins þegar mikið er undir.
Frábært að liðsvalið sé orðið höfuðverkur.
Byrja svo með Martial og Lukaku sitthvorumegin við Rashford, sem getur þá róterað mikið við þá báða.