Baráttan um sæti í Meistaradeild Evrópu heldur áfram á morgun. Manchester United tekur á móti Watford sem er búið að eiga fínt tímabil en liðið situr í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og eru aðeins stigi á eftir Wolves. Síðast þegar liðin mættust sigraði United með 1:2 þar sem Romelu Lukaku og Chris Smalling sáu um markaskorun. Watford liðið er mjög gott en hefur átt það til að drulla örlítið samanber niðurlæginguna þeirra á Anfield. Óljóst er um þáttöku þeirra Tom Cleverley, Andre Gray og Jose Holebas. United hefur tapað tveimur leikjum gegn Arsenal í deild og Wolves í enska bikarnum.
Manchester lauk við ráðningu Ole Gunnar Solskjaer í gærmorgun. Stjórinn hefur varað þá leikmenn sem eru kærulausir og standa sig ekki að þeir verði látnir fara. Þannig að það er ekki allt bros og regnbogar á Old Trafford. Meiðslalistinn er langur eins og undanfarið en hvorki meira né minna en 11 leikmenn manna hann. Þeir leikmenn sem verða pottþétt frá eru þeir Antonio Valencia og Alexis Sánchez. Hinir leikmennirnir eru Matteo Darmian, Anthony Martial, Eric Bailly, Luke Shaw, Marcus Rashford, Jesse Lingard, Romelu Lukaku, Mason Greenwood og Nemanja Matic. Taka skal fram að meirihluti þessara leikmanna eru að glíma við smávægileg meiðsli og mjög líklegt að nokkrir þeirra byrji leikinn á morgun.
Líklegt byrjunarlið:
Skildu eftir svar